Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 14. júli 1974. f ru o-\ ár O*:al-* *-* / ■*, yhJh// 'jCt.-*' f J~- f/- x- <* «•« " f^ ff /».“'■ ff/x/ f*zJ frr*' * í f/Á cÁ/fr’Qi , A' 'f/J/L.f/ //*.£ ■£$ /'Á, -yft/rficn , t. f/i<77rp- t' a.ff/-- g-;W« /7 . y'n-*-**/y/'/ v' A ^ /‘■'ý -**., f‘/fr?7 /7«$,'/<' /-* 'fJUÁ*. /f?f)..(Öy Jf fL-lÁ/!. -7 ■/?/£,/ - - v -y~r «s. . / í. f &r p * , - /C' 4 >£ C^C-! , </cr- - // Í / ^ xv, O'' '• ' Xl-V **■«* ♦ ■ «. *st v.- . Ý ' .--- -W. .X *'/ -&*’.* ■ fCca,STVf ,Lf /'fjf f , C. - /' *• */ ” y < tr * > - . .:/ . rYO; / £>-4 4 < ■ A tyK Kirkjan d Þingvöllum og bæjarhúsin til hægri. ÞREAAENNINGAR o sjaldséðasta og tignarlegasta gos, em nokkur okkar hafði fyrr séð. Við höfðum ekki tæki til þess að mæla, hve há gossúlan var eða hversuhátt hverinn kastaði grjót- inu. Frönskum visindam., dr. P. Gaimard, sem kom að Geysi nokkru á undan okkur, mældist gosið 93 fet, og bændur úr nágrenninu sögðu, að gosið, sem við urðum vitni að hefði orðið miklu stórfenglegra heldur en það, sem Frakkarnir sáu. Þetta gos stóð í tuttugu minútur eða þar um bil. Stillilogn var, er hverinn gaus, og þess vegna reis vatnssúlan eins hátt og orðið gat. Hafi áður gætt vonbrigða yfir þvl, að hverinn myndi ekki bæra á sér, þá vorum við nú i sjöunda himni yfir þvi að hafa séð þetta náttúruundur i allri sinni dýrð. engu likara en listamaður hafi grópað farveg hennar. Þessi á rennur loks i Laugarvatn, sem er allstórt. A norðurbakka þess eru tvær heitar laugar, sem þeir Schmidt og Biering skoðuðu. A slikum stöðum, þar, sem bæði er vatn og gras, eru oft hópar hrossa og nauta, sem eru villt að hálfu leyti, þvi þau ganga úti mestan hluta ársins. Sjái slikur hrossahópar aðra hesta, eins og nú gerðist, er okkur bar að, koma þeir hlaupandi og hneggj- andi, ryðjast að aðkomuhestun- um, bita og slá. Við urðum að nota svipurnar til þess að hrekja þetta stóð frá klyfjahestum okk- ar. Loks unnum við fullkominn sigur og hröktum stóðið burt. Klukkan tvö komum við að Laugarvatnshelli, sem er skúti i sandsteins- eða móbergskletti undir langri fjallshlið, þar sem við áðum og snæddum hádegis- mat. t hellinum eru óteljandi mannanöfn grafin i bergið sem auðvelt er að rispa með hörðum steini. Fæstir ferðamenn, sem þarna fara um, láta hjá liða að krota þar nafnið sitt. Við Biering fundum þarna nöfnin okkar frá fyrri Geysisferð, og við grófum þau á ný, Schmidt til samlætis, eins og við höfðum gert fyrr um sumarið uppi á hábrún Esju, em er bratt fjall 2400 feta hátt. Meðal annars fundum við I hellinum fangamark Friðriks prins og förunauta hans. Veðrið hafði verið sérlega gott, allt frá þvi við lögðum af stað úr Reykjavik, aldrei ský á himni. En nú fór að draga upp bliku, og við fengum lika talsverða regnskúr, svo að við urðum að fara i vatns helda galla okkar, sem voru úr lérefti, sem i var borin gul terpentinuolia. Við vorum hinir myndarlegustu i þessum gulu tygjum. Við hertum nú reiðina til þess aö ná til Þingvalla um kvöldið. Lengi hafði vegurinn verið ágæt- ur, en þar urðu umskipti, er við komum á Lyngdalsheiði, þar sem allt er þakið ósléttu hrauni, er hrúgazt hefur upp og hrannazt saman á alla vegu. Þar skoðuð- um við gig, sem heitir Strompur, enda strompi likur, mjög djúpur og holbekktur. Munninn er þröng- ur, liklega svona fjögur fet i þver- mál. Úr þessum gig hefur senni- lega komið hraunið, sem lagðist þarna yfir landið. Þegar við komum af heiðinni, tók Hrafnagjá við. Gjárveggirnir eru háir, og hún er erfið yfirferð- ar, þvi að niður i hana er. þrjátiu faðma langur stigur. Við urðum að fara af baki og teyma hestana. En nú vorum við komnir á bakka Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta vatn landsins, ummál þess niu til tiu milur, og i þvi tvær eyjar. Sogið er afrennsli þess til hafs, og það fellur fram hjá ferjustaðnum Óseyri i grennd við Eyrarbakka. Bændur i grennd við vatnið veiða i þvi mikið af silungi, og það var einmitt silungur úr vatninu á borðum, er við komum að Þingvöllum klukkan sjö um kvöldið og bjuggum um okkur I kirkjunni. Þegar við höfðum tekið af hestunum og bor- ið allan farangurinn inn í kirkjuna, hitum við kaffi og prestsmaddaman sendi okkur soðinn silung, sem bragðaðist okkur ákaflega vel. Að lokinni máltiðinni reikuðum við um nágrennið. Það hafði verið gert mikið við kirkjuna siðan við Biering gistum þar siðast. Gamall bóndi, Ófeigur á Heiðarbæ hafði málað hana vandlega að innan, og notað til þess alla hugsanlega liti. Gamli maðurinn hefur liklega notað alla sina listgáfu i þann hrærigraut lita. Hann hafði ekki einu sinni þyrmt altaristöflunni, þvi að á hana hafði hann svo smurt máln- ingu,aðtæpastvarunntaðsjá, að myndin átti að tákna heilaga kvöldmáltið. Fyrir viðgerðina var við hliðar vegg kirkjunnar birkihrlsla, sem þar hafði staðið siðan 1801, mjög falleg, orðin niu eða tiu fet á hæð, með mikilli og blaðríkri lim- krónu, sem breiddi yfir þekjuna á Svona gosi er ógerlegt að lýsa, jafnt með penna sem pensli, og vilji menn fá um það fullkomna hugmynd, þá fari þeir bara sjálfir og sjái. Hveraskálin fylltist aftur, og um klukkan fjögur kom nýtt gos, en varla hærra en sextiu til átta- tiu fet, að okkur virtist. Föstudagur 22. júll: Geysir buldraði alla nóttina, og allt nötr- aði af átökunum, svo að við gát- um ekki sofið i tjaldinu. En ekki gaus hann oftar. Schmidt var jafnhrifinn og við hinir af þvi, sem gerzt hafði dag- inn áður, hann vildi með engu móti halda ferðinni áfram þennan dag, þvi að hann gerði sér vonir um, að Geysir gysi enn einu sinni Samt varð ekkert úr verulegu gosi. Það komu aðeins smá- skvettir, sem ekki voru sambæri- legir við gosin daginn áður. Aftur á móti gaus Strokkur um morg- uninn, er við höfðum fleygt i hann miklu af torfhnausum og grjóti. Allt var dökkt á lit, vatn og gufa, og gosið var meira en við höfðum séð daginn áður. Siðdegis riðum við upp að Haukadal og fengum skyr hjá Páli Guðmundssyni — þessum manni, sem er einn hinn auð- ugasti á jörðunni — að minnsta kosti, ef hann gæti flutt Geysi sinn og Strokk og umhverfi þeirra til meginlands Evrópu. Við bæinn er litil kirkja, sem mátti heita snotur, hreinleg og sæmilega við haldið. Húsfreyjan fylgdi okkur, þvi að maður henn- ar var blindur, að svokallaðri Marteinslaug, sem er litill lækur, er rennur skammt frá. Vatnið i sjálfum læknum er kalt, en I hon- um miðjum kemur upp sjóðandi hver, sem streymir fram öðru megin og veldur þvi, að vatnið I öörum helmingi lækjarins er kalt, en brennheitt hinum megin. Siðan riðum við aftur til tjalds- ins, þar sem við eyddum kvöldinu við matartekju og spilamennsku, unz við lögðumst til svefns. En það fór eins og nóttina áður, að drunurnar voru svo miklar, að okkur varð ekki svefnsamt. Laugardagur 23. júli: Klukkan nlu um morguninn fórum við frá Geysi og héldum til Þingvalla — fram hjá bænum Laug, kirkju- staðnum Múla og að Brúará, sem er mjög merkileg. Ain er tiu til tólf faðma breið, og vatnið sem ekki er djúpt rennur I striðum straumum niður úr fjöllunum. 1 miðjum árfarv.eginum er djúp gjá, átta feta breið, og ofan i hana steypist áin með ótrúlegum hávaða. Yfir þessa gjá hefur ver- iö sett mjó brú, sem á aðfara yfir. Sá, sem eitthvað er veill i höfði eða á vanda til svima, ætti ekki að hætta sér út á þessa brú, þvi að óneitanlega verður manni undar- lega við að horfa af hestbaki niður I djúpið undir brúnni og heyra buldrið I vatninu fyrir neðan sig. Það virtist ekki heldur laust við, að hestarnir væru skelkaðir, þeg- ar þeir áttu að fara yfir brúna. Að minnsta kosti fetuðu þeir sig áfram af mikilli varkárni. Þegar við vorum komnir heilu og höldnu yfir Brúará, tóku við niðurgrafnar götur, og voru bakkarnir á báðar hendur vaxnir birkikjarri, sem var um mann- hæðarhátf. Þetta kjarrlendi náði alla leið að bænum Efstadal, þar sem Biering afhenti kaffi- kvörn, er verið hafði til viðgerðar I Reykjavik.Enda þótt húsfreyjan staðhæfði, að kvörnin væri hálfu verri heldur en þegar hún sendi hana til Reykjavikur, bauð hún okkur mjólk, sem við þáðum. Siöan riðum við fram hjá kirkju- staðnum Miðdal, þar sem er fag- urt aðhorfa yfir Laugardalinn, en gegnum hann rennur á, sem hlykkjast eins og slanga hálfrar milu leið svo reglulega, að það er kirkjunni og fram yfir stafninn. En við viðgerðina hafði hún verið höggvin án miskunnar, og trúlega hefur hún hafnað i eldinum hjá hans æruverðugheitum, sóknar- prestinum. Þessi prestur tók sem sagt ekki sinum virðulegu stéttarbræðrum neitt fram I til- litssemi, enda hafði hann að mér var sagt, fyrir nokkrum ár- um,sennilega vegna eidivið- arleysis, brennt þrísiglt skip, sem hékk i kirkjunni, gefið þangað fyrir mörgum árum af hol- lenzkum skipstjóra. Sem sagt: „Adieu paniers, vendanges sont faites”. Allt I kring um Þingvelli eru gjár og hraunsprungur. Svo einkennilega vill til, að stefna þeirra allra er frá norðaustri til suðvesturs, þótt slikar sprungur séu annars staðar á landinu frá norðvestri til suðausturs. Þessar sprungur, sem raunar eru kallaðar gjár á Islandi, eru mjög djúpar, liklega fimmtán til tuttugú faðmar niður að vatns- boröi, og i mörgum er engan botn að sjá. Allir ferðamenn hrósa vatninu i þessum gjám, og það gerðum við lfka, þvi að það er frá- bærlega hreint og tært og ennþá betra en nokkurt lindarvatn. Af Lögbergi, þar sem setið var að dómum fyrr á tíð, þegar allir helztu menn landsins söfnuðust saman til þings á þessum stað, er mjög fallegt að horfa á fossinn, sem steypist niður i Almannagjá fram af um hundrað feta háum klettavegg. Neðan við Lögberg er klöpp, þar sem galdrafólk var brennt áður fyrr. öskunni var sið- an stráð i öxará, er myndar fossinn og rennur út i Þingvalla- vatn. Presturinn staðhæfði, að enn megi finna ösku og beinaleif- ar við ána, en við komumst að raun um, að það sem átti að vera aska var ekki annað en svartur sandborinn leir og beinin úr sauð- fé. Hattagerðarmaður frá Kaup- mannahöfn sem við hittum þarna, tók þó með talsvert af beinum i þeirri góðu trú að það væru hinztu leifar galdranorna, sem brenndar voru á báli endur fyrir löngu. Við snerum nú til kirkjunnar og bjuggum þar um okkur eins vel og viðgátum. Schmidt hallaði sér út af hægra megin við altarið, en við Biering vinstra megin. Þessa nótt var mjög kalt. Sunnudagur 24. júll: Þegar við höfðum snætt morgunverð létum við leggja á hestana og riðum sið- an upp Almannagjá, sem er djúp sprunga, um það bil fjögurra faðma breið. Þar er vegurinn og á báðar hendur eru þverhniptir klettar eins og veggur sé,þrjátiu til fjörutiu faðma háir. Erfitt er að komast upp úr gjánni, þvi að þar er hún ekki nema sex til átta feta breið, og urðum við að teyma hestana. Klukkan tvö komum við að Seljadal. Þa' var sérlega hlýtt i veðri. Nú var ferðin senn á enda, og við áðum og drukkum nokkur staup af vini. Klukkan á milli fjögur og fimm komum við heilu og höldnu til Reykjavikur, harla ánægðir með ferðina og það, sem við höfðum séð. Við söknuðum þess eins, að ferðin hafði ekki orðið lengri, svo að við fengjum tækifæri til þess að sjá fleira. Fyrir þessa ferð og þann ánægjulega tima, sem ég naut I félagsskap með samferðamönn- um minum er ég fjarskalega þakklátur, og ég mun ævinlega minnast þessarar ferðar með þakklátum huga. Stangveiðifélag Rangæinga auglýsir: Veiðitimabil Ranganna hefst 15. júli n.k. Veiðileyfi verða seld i söluskál- um Kf. Rangæinga, Hvolsvelli og Kf. Þórs á Hellu. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.