Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 14. j'úil 1974. TÍMÍNN 11 (VR METSÖLUBÆ t/INSTRI FÆTI desember, og snjór lá yfir öllu. — Eg man það eins og það hefði gerzt i gær, Flestir fjöl- skyldumeðlimirnir voru i eld- húsinu. Tvö systkini min, Mona og Paddý, voru að leysa heima- verkefni. Þau skrifuðu með gulri krit á litla töflu. Allt i einu — ég veit ekki hvers vegna, greip ég kritina með vinstri fæti. Ég hafði hana milli tánna, og krotaði með henni á gólfið. Mamma kom inn i eldhúsið úr búrinu með þungan pott. Hún var næstum búin að missa hann. Siðan settist hún við hliðina á mér, teiknaði stórt A og sagði: — Gerðu svona, Chris. Égreyndi. Fyrst helming, svo annan, en þá brotnaði kritin. Ég varð örvæntingarfullur. Langaði mest til að henda brotinu i vegginn. Mamma sagði ástúð- lega: — Einu sinni enn! Ljúktu við A-ið þitt. — Þegar mamma sá árangurinn, runnu tár niður kinnar hennar. Það var fyrsti sigur hannar, segir Chris stoltur. Móðir hans dó fyrir rúmum fimm árum, stuttu áður en hann varð metsöluhöfundur. — Ég hefði svo sannarlega viljað, að hún hefði lifað það, segir Christy hógværlega. Áhorfandi að lifinu Þetta fyrsta A varð Christy leiðin til lifsins, lykillinn að frelsinu. Þótt hann gæti ekki talað, gat hann þó a.m.k. tjáð sig með einhverju. Móðir hans greip hvert tækifæri til að kenna honum nýja bókstafi. Og starf hennar var árangur. Systkini hans voru einstök i sinni röð. Christy fylgdist með öllu, sem fram fór, úr leikvagni með bólstruöu sæti. Vagninn var kallaöur „hásætið” eða „Henry gamli”. Bræður Chris tóku hann með sér næstum hvert sem þeir fóru, og stundum báru þeir hann á bakinu. — Mér fannst ég frekar vera áhorfandi en þátttakandi i lifinu. Til allrar hamingju hafði ég góða heyrn og sjó'ri' og ‘ fjörugt imyndunarafl. Oðru hverju varð Christy bitur, eins og skiljanlegt er. Hann var þrátt fyrir allt ekki eins og aðrir. Það var svo margt, sem hann vildi gera, en gat ekki. — Nú skil ég, hvaö angraði mig mest. Það var ekki það,sem fólk sagði við mig og um mig, heldur það sem það sagði ekki. Margir horfðu á mig, eins og ég væri tvihöfðaður þurs. Þessi þöglu viðbrögð særðu mig eins og hnifstungur. Þegar Christy hafði lært að lesa, leitaði hann athvarfs i heimi bókanna. Charles Dickens var lengi uppáhalds rithöfundurinn hans. Chris eignaðist lika aðra tóm- stundaiðju. Hann byrjaði að mála, og auðvitað með vinstri fætinum. Þegar hann var 12 ára, vann hann teiknisamkeppni barna, sem dagblaöið á staðnum, Sunday Independent, efndi til. Um þetta leyti fór hann að skyggnast inn i heim tónlistar- innar. „Largo” Hándels er enn eitt af viðburðum lifs hans, þótt fjölskylda hans yppti öxlunum dálitið háðslega yfir áhuga hans á klassiskri tónlist. ööruvísi kraftaverk Þrátt fyrir bækurnar, litina og pensilinn. tónlistina og útvarpið, fór Christy að finnast heimilið vera fangelsi. — Ég fór að kviða fyrir hverjum nýjum degi. Mér fannst, að allir hefðu brugðizt mér. Jafnvel. guð virtist fjarlægjast meira og meira. Mér fannst enginn tilgangur með lifinu. Dag nokkurn kom vingjarnleg kona, frú Maguire, heim til Brown-fjölskyldunnar. Hún stakk upp á, að Chris færi til heilsulind- anna i Lourdes. Og strax var hafizt handa. Móðir Chris sló einn frændann i fjölskyldunni um lán. Frú Maguire bauö vinum sinum heim til að spila bridge, og hver þátttakandi átti að borga fimm shillinga fyrir hverja 100 punkta. Peningarnir runnu i feröa- kostnaðarsjóð Chris. —- Off, hvað ég skalf, þegar brottfarardagurinn nálgaðist. Þetta var i fyrsta skipti, sem ég fór til útlanda. Ýmsir hlutir i sambandi við daglegar þarfir runnu upp fyrir mér. Hver átti að gefa mér að borða? Myndi nokkur skilja mig? Yrði ég klæddur og aðstoðaður á snyrtinguna? Sem sagt: allir þessir hlutir, sem fjöl- skyldan heima hjálpaði mér viö. Christy fór. Móðir hans, frú Maguire og maður hennar fylgdu honum til flugvallarins i Dublin. Það hafði mikil áhrif á Chris að koma til Lourdes. Þótt hann baðaði sig i hinum helgu lindum og bæði um hjálp að ofan, lét kraftaverkið á sér standa og gerðist raunar ekki. — Þ.e.a.s. likamlega krafta- verkið gerðist ekki, en aftur á móti gerðist eitthvað innra með mér, sem má likja við krafta- verk, segir Chris. Ég sá fjölda fólks, bæði unga og aldna, sem voru alveg jafnmikið fatlaðir og ég sjálfur. Ég varð sannfærður um, að ég væri ekki sá verst setti i heiminum. Ferðin hafði þvi mjög gagnleg áhrif á mig. Hætti að nota fótinn A hinn bóginn gerðist nokkuð viku eftir heimkomu Christys frá Lourdes. Læknir að nafni Robert Collis, sem áður hafði séð Chris, birtist dag nokkurn á heimili Brown- fjölskyldunnar. Dr. Collis ætlaði einmitt að fara að opna fyrsta sjúkrahús fyrir fatlaða á Irlandi. Honum datt þvi Christy Brown i hug. Fyrst sendi dr. Robert Collis Chris i rannsókn til mágkonu sinnar í London, læknisins Eirene Collis. Hún var meðal þeirra lækna, sem voru brautryðjendur i meðhöndlun fatlaðra i Evrópu. Hún ráðlagði Christy að hætta að nota vinstri fótinn. Allar frekari aðgerðir komu áð engu gagni. Eirene Collis álit — kannski með réttuað öll hugarstarfsemi Chris snerist um þennan eina fót. — Þetta var mikið áfall. Það vareins og ég hefði læst mig inni i herbergi og kastað lyklunum burt, segir Chris. — En ég lofaði lækninum að hlýða. Chris hélt loforðið i eitt ár. Hann var þá 18 ára. Jafnvei þessi þrekraun bugaði hann ekki. Þaö var eitthvað.sem sauö innra með honum og lét hann ekki i friði. Hannvarðaðfá útrás. hann vildi skrifa bók. Sina eigin ævisögu. Hann byrjaöi af fullum krafti, undir sterkum áhrifum frá uppá- haldsrithöfundi sinum, Charles Dickens. Hann mátti ekki skrifa sjálfur. en hann samdi viö systkini sin, sem gengu i skóla. Hann samdi skólaritgerðirnar {yrir 'þau og þau gerðust ritarar hans i staðinn. Handritabunkarn- ir hlóðust upp. • — Aumingja systkini min. Þau skrifuðu þetta brjálæöisverk, sem ég las þeim fyrir. Þau skildu oft ekki orð af þvi, sem ég sagði. Allt var skrifað i Dickens-stil með Christy hefur verið þátttakandi i mörgum málverkasýningum undan farin ár. í scinr.i tið hefur hann þó cinskorðað sig við skriftirnar. Hér sést hann við eiít af málverkum sínum. . gamaldags málfari. En ég var bara ekki Dickens! Christy hlær við tilhugsunina um þessi barnabrek sin. En dr. Robert Collis, sem auk þess að þjálfa Christy likamlega, leiddi hann á rétta leið sem rit- höfundur. Þaö kom nefnilega i ljós, að Collis var ekki aðeins læknir, heldur einnig ágætur rit- höfundur, sem skrifaði æviminningar sinar. ásamt s.ögum og leikritum. — Mamma og dr. Robert Collis voru i raun og veru einu mann- eskjurnarsem trúðu á mig, þegar ég var barn. Ég man ennþá, þegar dr. Collis sagði við mig, alvarlegur en vingjarnlegur: — Ef maður vill skrifa góða nútima ensku, veröur maöur lika að lesa enskar nútimabókmenntir. Dickens er ágætur. Þetta mál sem þú notar, hefði sómt sér vel á Viktóriutimabilinu, en nú er það blátt áfram hræðilegt. Skrifaðu þetta upp aftur, vinur minn. Ég veit að þú getur það! Christy Brown gerði þrjár tilraunir með aöstoð systkina Þegar Christy Brown var fimm ára, komst hann aö raun um, aö hann gat notaö vinstri fótinn. Allt i cinu gat hann tjáð sig. Og þegar hann var 12 ára, vann hann teiknisamkcppni barna. Þessi inynd er einmitt frá því timabili. þegar hann fékkst sem mest við pensil og vatnsliti. Chris hcfur óvenjulegan vilja styrk. Það,sein hann vill,gerir hann. Hann getur t.d. auöveld lega drukkið hjálparlaust með sogröri. sinna. Að lokum heppnaöist það vorið 1954. Þessi bók var þó aðeins byrjunin á leiðinni upp á við. Christy Brown. krypplingurinn frá Dublin, hefur haft sig upp — og það á hann vinstri fæti sinum og viljastyrknum að þakka. (Þýtt og endursagt. — gbk).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.