Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. júli 1974. TÍMINN 7 Frummyndin, sem er I Sankti Jakobskirkju I Innsbruch. AAYNDLIST Á vefi. Þær finnast á heið- um Suður-Englands og einnig á vinekrum i Austurríki. Það var nálægt Innsbruch i Austurriki, að heit trúhneigð landsmanna knúði þá snemma á átjándu öld til að uppgötva það, að unnt var að nota köngullóar- vefi þessa til merkilegra hluta. Leifar skordýrsins voru hreinsaðar af vefnum. Siðan var hann vættur i mjólk, og þá var hægt að mála á hann með vatns- litum og pensli úr hrossa- gauksfjöðrum. Elztu myndirnar á köngullóar- vef málaði Elias Prunner (um 1730),og voru þær eftirlikingar af helgimyndum. Vinnan á þeim var svo fin, að þær sáust jafn vel hvorum megin sem horft var á þær, ef þær voru hafðar á milli tveggja glerplantna. Prunner taldi sig ekki skapandi listamann, en færni hans i gerð slikra mynda laðaði að nemendur og eftirlikjendur. Listgrein þessi lifði eins lengi og bezti nemandi hans Jóhann Burgmann (d. 1825). Um sjötiu slik málverk frá þessu timabili, sumt landslagsmyndir, hafa fundizt i kirkjum i Austurriki og Bæheimi, opinberum söfnum og einkasöfnum. Flestar myndir Burgmanns sjálfs eru áletraðar, og stundum er litil mynd af KÖNGULLÓARVEF KÖNGULLÆR, sem arhús (Agelena Labyr- kenndar eru við völund- inthica), spinna þykka Byrjunin. Könguló I vef sinum Frummyndin eftir Peter Paul Kirckebner I Ferdinandssafni. köngulló i horni þeirra. Sagt er að hann hafi einnig sett hnetur i mjólkina.sem hann bleytti vefina með,til að fá oliukennda áferð á myndirnar. Stærð þeirra takmarkaðist af stærð vefjanna,' venjulega voru þessi málverk innan við 19x15 cm. Reynt var að endurvekja þessa listgrein um 1870, og á þessu sið- ara skeiði kom bezti málarinn fram, Trager. Hann var siðastur þessara málara og gerði einkum myndir á þéttan vef, sem lirfu- tegund spinnur (Hyponomeuta evanymellus). Eina vel bekkta mvndin i Eng- landi úr hópi austurriskra mynda úr köngullóarvef er af guðsmóður með jesúbarnið, römmuð inn milli tveggja þunnra glerplatna i dómkirkjunni i Chester. Hún er eftirmynd af oliumálverki eftir Lucas Cranach frá 16. öld, sem er einn af dýrgripum kirkju heilags Jakobs i Innsbruch. Frú Dennistoun innanhússarki- tekt, sem var i tizku meðal Lundúnabúa fyrir um fimmtiu árum, átti aðra mynd af heilögum Andrési að kanna uppskeru sina ásamt þrem englum. Þriðju myndina á W.S. Bristowe, sem er mikill áhugamaður um köngullær. Hann keypti hana nýlega á uppboði i Hove. Myndin er af fallegri en dapurlegri stúlku, Filippinu Welser frá Augsburg, sem Habsborgarar útskúfuðu er hún giftist Ferdinandi syni Ferdi- nands erkihertoga af Áusturriki. Siðar hlaut hún fyrirgefningu og bjó hamingjusöm með manni sin- um i Ambraskastala nálægl Inns- bruch, og það orð komst á meðal ibúanna að hún væri dýrlingur. Hún lézt árið 1580. Oliumálverkið, sem var fyrir- myndin, fannst i Ferdinandssafn- inu i Innsbruch. Það málaði Paul Kirckebner um 1830, en engar spurnir eru um að hin myndin hafi verið máluð um svipað leyti. Gerð hennar bendir til að höfund- urinn sé A. Trager. Myndin er máluð á silki áðurnefndrar lirfu. Randolf Berens kom með myndina til Englands 1896. Þótt myndin sé ekki gömul er hún mjög vel gerð og ótrúlega fögur. Myndin i Chester dómkirkju er ómerkt og kom til Englands á 19. öld. Rannsókn kann að leiða i ljós að hún sé máluð á siðara timabil- inu. Guðsmóöir með barnið i Chesterdómkirkju á Englandi eftirliking af oiiumálverki frá 16.öld. Fiiippina Welser máluö á köngulóavef. Ein af myndurn Jóhanns Burgmann dagsett 1784, sem er á Ferdínandssafninu 1 Innsbruch.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.