Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 14. júll 1974. með ungu fólki með ungu fólki með ungu Mán- aðar- ferð um alla Evrópu fyrir 50 þús. krónur Rætt við f jóra Evrópufara Þótt viö notuðum aöallega venjulegar járnbrautir, voru þessar einnig I notkun, og þá aöallega til þess aö flytja túrista upp á helztu sögustaöi. Komnir heim, hressir og ánægöir. Ólafur G. Jónsson, Þórir B. Kolbeinsson, Tómas Ólafsson og Gunnar B. Guömundsson. Viö skoöuöum fyrst i staö anzi mikiö af söfnum og turnum. Seinna settum viöþá reglu, aö turnar yröu aö vera minnst 550 m. háir, til þess, aö viö færum upp I þá. En úr þeim var oft gott útsýni eins og þessi mynd ber með sér. keyptum bkkur farfuglaskirteini, sem eru alveg nauðsynleg, ætli maður að búa á stúdentagisti- heimilum á ferðum sinum. Járn- brautarmiðinn sjálfur kostaði að- eins 575 krónur danskar og gjald- eyri fyrir honum fengum við aukalega að fengnu vottorði ferðaskrifstofa, að ekki væri hægt að fá svona miða hérna. — ■ — Það, sem þessi miði síðan felur I sér, segir Ólafur, er 50% af fargjaldi lesta innan Danmerkur, en slðan ferðast maður ókeypis með hvaða lest sem er i hvaða landi i Vestur-Evrópu sem er. Þetta gerðum við undir lokin, en fyrst vorum við nú ekki alveg vissir, hvort þetta væri satt. — — Hins vegar, ef maður ætlar að fá svefnpláss i svefnvagni eða einhver aukaþægindi, kemur fullt gjald fyrir það. Miðinn gildir á 2. farrými, en það er hvort sem er ekki svo mikill munur á þvi, hvort verið er þar eða á 1. farrými, að við vissum ekki af þvi, að við vor- um seztir inn á 1. farrými þegar viö stigum inn i lestina i Kaup- mannahöfn, segir Þórir, og hinir hlæja stórum. — — Það er ágætt að ferðast með lestum, alla vega er það nýstár- legt fyrir okkur, sem engar lestir höfum, segir Tómas. Hins vegar eru lestir i Evrópu allmisjafnar að gæðum, þegar komið er suður fyrir Alpana, vill brenna við, að heldur séu þær óhrjálegár, gaml- ir trébekkir og á ítaliu kom oft fyrir að við urðum að standa, svo fullar voru lestirnar þar. — Mat er hægt að fá keyptan i flestum, segir Þórir og er hann þá framreiddur i sérstökum matar- HP.-Reykjavik. — Segja má, að allt nýjabrum sé farið af ferðalögum ungs fólks, sem og eldra til útlanda, og þykir það ekki i frásögur færandi, þótt það bregði sér til út- landa i lengri og skemmri tima. Hins vegar er hægt að ferðast á ýmsan máta og það var vegna nokkuð nýstárlegs ferðalags þeirra, að við ræddum litillega við þá Tómas Björn Ólafsson, sem er úr Kópavoginum og Þóri Björn Kolbeinsson, Ólaf Gisla Jónsson og Gunn- ar Benedikt Guðmunds- son úr Reykjavik. Höfðu þeir þá nýlokið mánaðarlöngu ferðalagi með járnbrautum um stóran hluta Evrópu á svonefndum Inter-rail farmiðum, sem eru af- . sláttarmiðar fyrir ungt fólk undir tuttugu og eins árs aldri. — Þórir og ég lukum stúdents- prófi núna I vor, og ákváðum, að gera eitthvað til hátíðarbrigða, t.d. og þá alveg sérstaklega að fara eitthvað I ferðalag, segir Ólafur. Strákarnir Gunnar og Tómas ákváðu að skella sér með og við fórum að athuga hina ýmsu möguleika., á ódýrri ferð um meg inland Evrópu. Við ætluðum fyrst að reyna að leigja okkur bil, en i flestum löndum þarf leigutakinn að vera minnst tuttugu og eins ár, svo að það gekk ekki. Hægt mun samt að fá bil leigðan í Englandi, en þá aðeins gegn einhverri allt of hárri aukatryggingu, sem við sá- um okkur ekki fært að borga. — — Við komumst nú að þessu með afláttarmiðana eftir ýmsum krókaleiðum. Mamma þekkti konu, sem þekkti konu, sem átti strák úti I Noregi og hann hafði víst eitthvað talað um þetta við hana. Segir Tómas og hlær við. — Þó höfðum við heyrt um svo- nefnda Euro-rail-miða, en kom- umst að því, að þeir væru aðeins fyrir þá stúdenta, eða námsfólk, sem búsett væri utan Evrópu. Þeir giltu þannig ekki fyrir okkur. — Ég skrifaði siðan út til dönsku járnbrautanna og leitaði upplýsinga um ódýrustu ferðir milli borga á venjulegan hátt. Þá sendu þeir þennan bækling með upplýsingum um ferðirnar og við tókum þvi tilboði náttúrlega tveim höndum, segir Þórir. Og það er að minu viti undarlegt, að þeir skuli ekki vita af þessu á ferðaskrifstofunum hér heima, þvi við höfðum jú talað við þá og beöið um fyrirgreiðslu. Kannski gærða þeir ekki nein ósköp á svona ferðamáta. — — Þá var ekki eftir annað en að koma sér út, sem var dýrasti þáttur ferðarinnar, segir Gunnar, — en áður en við fórum, komum við við á skrifst. stúdentaráðs og fengum stúdentaskirteini og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.