Fréttablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 2
2 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
Mahmoud Abbas hvetur til friðsamlegs andófs gegn Ísraelum:
Mistök að beita vopnum
PALESTÍNA Það voru mistök hjá
Palestínumönnum að grípa til
vopna gegn Ísraelum, sagði Ma-
hmoud Abbas, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínu, í viðtali við
blaðið Asharq al-Awsat, sem gefið
er út á arabísku í London. Hann
sagði að Palestínumenn ættu að
beita sér gegn hernámi Ísraela án
þess að grípa til ofbeldis.
Abbas sagði mikilvægt að hafa
andófið gegn hernáminu vopn-
laust þar sem það væri lögmætur
réttur fólks til að tjá andstöðu
sína við hernámið. „Notkun vopna
er skaðleg og henni verður að
linna,“ sagði hann.
Árásir Palestínumanna á Ísrael
eru skaðlegar fyrir orðspor og
málstað Palestínumanna, sagði
Abbas sem hefur löngum verið
andvígur vopnaðri baráttu gegn
Ísraelum og talið aðrar aðferðir
líklegri til að skila árangri. Hann
sagði jafnframt í viðtalinu að eitt
helsta verkefni Palestínustjórnar
væri að endurskipuleggja palest-
ínskar öryggissveitir, þær væru
núna í molum. ■
Eitt högg er nóg
Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg í Mos-
fellsbæ um helgina, segir ofbeldið í skemmtanalífi Íslendinga komið út í öfgar.
Mikil reiði er meðal ættmenna og vina Ragnars Björnssonar vegna atburðarins.
MOSFELLSBÆR Jón Davíð Ragnars-
son, sonur mannsins sem lét lífið
eftir árásina í Mosfellsbæ um helg-
ina, telur ofbeldið í tengslum við
skemmtanalíf Íslendinga vera kom-
ið út í öfgar. Hann rifjar upp að
nokkrir menn hafi verið blóðugir
eftir áflog þegar hann gekk í gegn-
um biðstofuna á bráða- og slysa-
deild aðfaranótt sunnudags. Þegar
hann fór heim nokkru síðar hafi þar
verið lögregluþjónar að ræða við
hóp af ungu fólki.
„Þeir voru blóðugir og einn svo
illa farinn á öðru auga að hann gat
varla haldið því opnu. Þetta sá ég
meðan ég var að upplifa þetta með
honum pabba. Það er ótrúlegt hvað
maður er oft vitni að um helgar. Um
daginn var ég á göngu í Hafnar-
stræti og sá strák koma hlaupandi
að stúlku með miklum látum. Ég
gekk að stúlkunni og spurði hvort
hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að
þau þekktust og maðurinn ætlaði að
rjúka í mig fyrir það að athuga
hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna,“
segir hann.
Jón Davíð telur ofbeldi tvímæla-
laust orðið grófara en áður. „Það
þarf að hamra á því að eitt högg er
nóg. Það þarf ekki meira en það.
Þetta er ekki eins og í bíómyndun-
um þar sem menn eru lamdir fram
og til baka og það sést ekki skráma
á þeim. Fólk þarf að gera sér grein
fyrir því að þessu,“ segir hann.
Hann kveðst ekki geta ímyndað
sér hvers vegna ofbeldið verður sí-
fellt grófara. „Í 99 prósentum til-
vika eru þetta ölvaðir einstaklingar,
kannski með einhverja karl-
mennskustæla eða vandræði í
einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum
undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei
lent í slagsmálum sjálfur og get
ekki ímyndað mér hvað fær fólk til
að haga sér svona,“ segir hann.
Fjöldi fólks hefur haft samband
við fjölskylduna síðustu daga. „Fólk
er reitt og því þykir þetta ósann-
gjarnt. Faðir minn átti þetta svo
sannarlega ekki skilið og var engan
veginn tilbúinn til að fara.
Það var svo margt sem hann átti
eftir ógert. Það er bara reiði í fólki
sem talar við okkur. Það á ekki orð
yfir því hvernig þetta getur átt sér
stað,“ segir Jón Davíð.
ghs@frettabladid.is
EA samtökin:
Barist við
jólakvíða
FÉLAGSSTARF Árlegur fundur EA
samtakanna um jólakvíða fer fram í
kórkjallara Hallgrímskirkju klukk-
an sex síðdegis næsta fimmtudag.
EA stendur fyrir Emotions
Anonymus, en í tilkynningu samtak-
anna kemur fram að vaxandi hópur
fólks berjist við jólakvíða. „Þetta er
til dæmis fólk sem hefur misst ást-
vin á árinu,“ segir þar, en einnig eru
nefndar ástæður á borð við hjóna-
skilnaði, fjárhagsörðugleika, fjöl-
skylduvanda og sjúkdóma. Samtök-
in segjast bjóða upp á tólf spora
kerfi til gleðilegra jóla, en trúnaður
er sagður ríkja um það sem fram
fer á jólakvíðafundinum. - óká
BJÖRGUNARSTARF Í GANGI
Hermenn og starfsmenn björgunarsveita
komu að björgunarstarfi.
Lestir í árekstri:
Nær fjörutíu
létu lífið
INDLAND, AFP 38 manns létu lífið
þegar tvær indverskar farþegalest-
ir rákust saman í Punjab-héraði í
norðurhluta Indlands. Lestirnar
voru fyrir mistök á sama járnbraut-
arspori en hvor á leið í sína áttina og
lentu því framan á hvorri annarri.
„Ég lít ekki á þetta sem slys held-
ur sem morð. Þetta var hreint og
klárt kæruleysi af hálfu viðkomandi
starfsmanna,“ sagði Laloo Prasad
Yadav, ráðherra lestarsamgangna.
Annarri lestinni var fyrir mistök
hleypt inn á spor hinnar lestarinnar
á röngum tíma. ■
ÞRIGGJA BÍLA ÁREKSTUR Einn
var fluttur á slysadeild með
eymsli í baki og hálsi eftir
þriggja bíla árekstur á gatnamót-
um Víkurvegar og Borgarvegar
um klukkan átta á mánudags-
kvöld. Bílarnir skemmdust allir
töluvert.
PUNKTUR FYRIR FARSÍMANOTK-
UN Ökumaður sem talar í far-
síma við akstur án þess að nota
til þess handfrjálsan búnað getur
nú búist við því að fá einn punkt í
ökuferilsskrá sína verði hann
stöðvaður af lögreglu. Þegar öku-
maður hefur fengið tólf punkta
er hann sviptur ökurétti í 3 mán-
uði. Ökumenn fá punkta fyrir
ýmis umferðarlagabrot.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
■ DÓMUR
INGUNN JÓNSDÓTTIR
Segir það hafa verið stórkostlegt að verða
fimm milljónasti gesturinn.
200.000 á viku:
Milljónir
heimsókna
HEPPNI Fimm milljónasti gestur
Kringlunnar á árinu gekk inn um
aðalinnganginn klukkan fjórtán
mínútur í þrjú í gær.
Ingunn Jónsdóttir segir að hún
hafi alls ekki átt von á blómum og
gjafabréfi þegar hún kíkti í
Kringluna. „Þetta var stórkostlegt
og ég á heldur betur eftir að nýta
mér þetta,“ segir Ingunn. Hún
hafi ætlað að stoppa stutt og
versla áður en hún færi í vinnuna.
Um 100 þúsund manns koma í
Kringluna í viku hverri. Gestum
fjölgar um helming síðustu vik-
urnar fyrir jól. - gag
SÝNDI STÚLKU KLÁMMYND Mað-
ur var í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær dæmdur í þriggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir að
særa blygðunarsemi ungrar
stúlku. Hann sýndi stúlkunni
klámmynd þegar hún var um tólf
ára gömul.
“Nei, því fer fjarri. Við eigum langt í
land með að nýta alla þá möguleika
sem liggja í ferðaþjónustunni.“
Magnús Oddsson er ferðamálastjóri. Framlög rík-
isins til markaðssetningar í ferðaþjónustu eru
skorin niður um meira en helming milli ára sam-
kvæmt fjárlögum 2005.
SPURNING DAGSINS
Magnús, er ekki hvort eð er komið
nóg af þessum ferðalöngum?
Tímaritaútgáfan Fróði:
Skiptir um nafn og kennitölu
KENNITALA Nýtt félag hefur verið
stofnað um útgáfu á vegum Fróða
og heitir það Tímaritaútgáfan
Fróði ehf. Engar breytingar eru
fyrirhugaðar á rekstrinum. Breyt-
ingin er gerð þar sem unnið er að
því að semja við lánardrottna um
lækkun skulda og er vonast til að
niðurstaða fáist í það innan
skamms.
„Augljóslega hlýtur þetta sam-
komulag að ganga út á lækkun en
við tökum fram að laun og allir
skattar eru uppgerð þannig að
þetta eru fyrst og fremst samning-
ar við birgja og lánadrottna,“ segir
Páll Gíslason, stjórnarformaður
Tímaritaútgáfunnar Fróða ehf.
Torg, dótturfélag Odda, keypti
öll hlutabréf í Fróða í ágúst og var
gengið frá kaupunum í september.
Unnið hefur verið að því að hag-
ræða í rekstrinum í samstarfi við
starfsmenn.
Skuldir Fróða námu 410 millj-
ónum króna árið 2003 samkvæmt
300 stærstu 2004. Tapið nam 76
milljónum króna. - ghs
FRÓÐI SKIPTIR UM NAFN
Fróði heitir nú Tímaritaútgáfan Fróði ehf. Unnið er að því að semja um lækkun skulda.
Myndin er gömul og tekin af fólki fyrir utan ritstjórnarskrifstofur Fróða við Seljaveg.
GERT AÐ SÁRUM KONU
Palestínskir vígamenn skutu eldflaug-
um að landtökubyggðinni Ganei Tal á
Gaza í gær. Þrjár taílenskar konur særð-
ust í sprengingu í gróðurhúsi.
HAFNAÐI Í SKURÐI Kona missti
stjórn á bíl sínumí gær á Hrúta-
fjarðarhálsi þegar hún tók fram úr
hægfara bíl í mikilli hálku. Bíll
konunnar fór út af veginum og
endaði ofan í skurði. Hún fékk kúlu
á höfuð auk annarra minniháttar
meiðsla. Bíllinn var óökufær.
JÓN DAVÍÐ RAGNARSSON
Jón Davíð telur að ofbeldi sé orðið grófara en áður. „Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira,“ segir hann.