Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 26
Steinunn Sigurðardóttir fer stundum á markaði og kaupir einhver kvikindi í matinn sem hún veit ekki hvað heita. „Ég er ekki með fastar hefðir kringum jólahaldið heldur haga því dálítið eins og andinn blæs mér í brjóst hverju sinni,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur innt eftir sínum jólasiðum. Samtalið fer fram gegnum síma þar sem Steinunn býr í grennd við Montpellier í Frakklandi og er ekkert á leiðinni heim til Íslands fyrir hátíðirnar. Hún segir þau Þorstein Hauksson, mann sinn, verða tvö saman á aðfangadags- kvöld eins og oft áður og þau hafi jafnan lag á að njóta hátíðarinnar. „Stundum förum við út að borða á einhverjum gæðastað. Hér er allt opið á aðfangadagskvöld því há- tíðin hefst ekki hjá Frökkum al- mennt fyrr en á jóladag. En ég á það alveg eins til að elda og þá fisk. Eldamennskan er ekki mín sterka hlið en ég hef nú rambað á það einmitt á jólum að elda ævin- týralega góðan fisk. Þá fer ég á markað og næ í eitthvað sem ég veit ekki alltaf hvað heitir. Einu sinni í París náði ég í svoleiðis kvikindi sem ég veit ekki nafnið á. Ég fiskaði upp sósu úr Elisabeth David, enska matarheimspek- ingnum sem ég held tryggð við, og úr varð þvílíkt lostæti að ég mundi ekki vilja leika þetta eftir mér!“ Steinunn segir það til í dæminu að skreppa í einhvern annan landshluta og gista þar eins og eina nótt yfir hátíðirnar. Oft kveðst hún líka hafa haldið jól á Madeira og stundum hafi dætur þeirra Þorsteins komið þangað. Hún lætur þess getið að algengt sé að þau Þorsteinn gangi í guðs- hús seint á aðfangadagskvöld og þá gjarnan í kaþólskar kirkjur. „Það er svo gott að sækja sér þangað frið og fegurð,“ segir rit- höfundurinn og bætir við að lok- um: „Eitt af því sem ég geri kring- um hátíðirnar eins og fleiri er að ég tek svolítið til í hugskotinu. Úr þessari tiltekt sprettur svo ljóð og ljóð. Hendi sumum, held öðrum til haga.“ gun@frettabadid.is Jólafjör Fylgstu með öllum jólatónleikum og skemmtunum. Reyndu að fara með barnið þitt eða barn úr fjölskyldunni og dansa í kring- um jólatré með stæl til að finna barnið í sjálfum þér fyrir jólin.[ Rambaði á góðan fisk Steinunn notar hátíðirnar meðal annars til að taka til í hugskotinu og út úr þeirri tiltekt sprettur ljóð og ljóð. Þú getur komið í veg fyrir að barnið þitt fari í hitt liðið. Við eigum mikið úrval af búningum í settum fyrir minnstu börnin á enn betra verði. Ármúla 36 • 108 Reykjavík s. 588 1560 • www.joiutherji.is -ítölsk náttföt - amerískir heimagallar. -íslenskar værðarvoðir og fleira fallegt í jólapakkan Diza • Ingólfsstræti 6 • S. 561-4000 Glæsileg ný verslun ] Gullfalleg handquilteruð bútasaums-rúmteppi á góðu verði !! Verð frá 22.300,- kr. Einnig púðar, bangsar, diskamottur og löberar úr bútasaum. Mikið úrval af gamaldags og fallegri gjafavöru !! Munið heimasíðuna www.virka.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Jólablóm með góðum ilmi Skreytingar með hýasintum eru afar jólalegar. Hýasinta hefur tekið sér sess sem ein af jólaplöntunum hjá okkur en víða erlendis er hún vorblóm. Hýasintan er lauk- planta, þannig að allur næring- arforði er í lauknum og þarf hún því í raun og veru ekki að vera í mold. Laukurinn sjálfur á ekki að vera í vatni en ræturnar þurfa að fá vatn og passa þarf að halda að þeim raka. Hýasintur eru til í nokkrum litum og blómstra fallega yfir jólin auk þes sem þær gefa góðan ilm. Hægt er að fresta því að plantan blómstri með því að halda henni í kæli og taka hana svo út tíman- lega fyrir jólin. ■ Falleg hýasintuskreyting frá Blómastofu Friðfinns. Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn Með ljúffengri fyllingu úr ostum og öðru góðgæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.