Fréttablaðið - 15.12.2004, Side 26

Fréttablaðið - 15.12.2004, Side 26
Steinunn Sigurðardóttir fer stundum á markaði og kaupir einhver kvikindi í matinn sem hún veit ekki hvað heita. „Ég er ekki með fastar hefðir kringum jólahaldið heldur haga því dálítið eins og andinn blæs mér í brjóst hverju sinni,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur innt eftir sínum jólasiðum. Samtalið fer fram gegnum síma þar sem Steinunn býr í grennd við Montpellier í Frakklandi og er ekkert á leiðinni heim til Íslands fyrir hátíðirnar. Hún segir þau Þorstein Hauksson, mann sinn, verða tvö saman á aðfangadags- kvöld eins og oft áður og þau hafi jafnan lag á að njóta hátíðarinnar. „Stundum förum við út að borða á einhverjum gæðastað. Hér er allt opið á aðfangadagskvöld því há- tíðin hefst ekki hjá Frökkum al- mennt fyrr en á jóladag. En ég á það alveg eins til að elda og þá fisk. Eldamennskan er ekki mín sterka hlið en ég hef nú rambað á það einmitt á jólum að elda ævin- týralega góðan fisk. Þá fer ég á markað og næ í eitthvað sem ég veit ekki alltaf hvað heitir. Einu sinni í París náði ég í svoleiðis kvikindi sem ég veit ekki nafnið á. Ég fiskaði upp sósu úr Elisabeth David, enska matarheimspek- ingnum sem ég held tryggð við, og úr varð þvílíkt lostæti að ég mundi ekki vilja leika þetta eftir mér!“ Steinunn segir það til í dæminu að skreppa í einhvern annan landshluta og gista þar eins og eina nótt yfir hátíðirnar. Oft kveðst hún líka hafa haldið jól á Madeira og stundum hafi dætur þeirra Þorsteins komið þangað. Hún lætur þess getið að algengt sé að þau Þorsteinn gangi í guðs- hús seint á aðfangadagskvöld og þá gjarnan í kaþólskar kirkjur. „Það er svo gott að sækja sér þangað frið og fegurð,“ segir rit- höfundurinn og bætir við að lok- um: „Eitt af því sem ég geri kring- um hátíðirnar eins og fleiri er að ég tek svolítið til í hugskotinu. Úr þessari tiltekt sprettur svo ljóð og ljóð. Hendi sumum, held öðrum til haga.“ gun@frettabadid.is Jólafjör Fylgstu með öllum jólatónleikum og skemmtunum. Reyndu að fara með barnið þitt eða barn úr fjölskyldunni og dansa í kring- um jólatré með stæl til að finna barnið í sjálfum þér fyrir jólin.[ Rambaði á góðan fisk Steinunn notar hátíðirnar meðal annars til að taka til í hugskotinu og út úr þeirri tiltekt sprettur ljóð og ljóð. Þú getur komið í veg fyrir að barnið þitt fari í hitt liðið. Við eigum mikið úrval af búningum í settum fyrir minnstu börnin á enn betra verði. Ármúla 36 • 108 Reykjavík s. 588 1560 • www.joiutherji.is -ítölsk náttföt - amerískir heimagallar. -íslenskar værðarvoðir og fleira fallegt í jólapakkan Diza • Ingólfsstræti 6 • S. 561-4000 Glæsileg ný verslun ] Gullfalleg handquilteruð bútasaums-rúmteppi á góðu verði !! Verð frá 22.300,- kr. Einnig púðar, bangsar, diskamottur og löberar úr bútasaum. Mikið úrval af gamaldags og fallegri gjafavöru !! Munið heimasíðuna www.virka.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Jólablóm með góðum ilmi Skreytingar með hýasintum eru afar jólalegar. Hýasinta hefur tekið sér sess sem ein af jólaplöntunum hjá okkur en víða erlendis er hún vorblóm. Hýasintan er lauk- planta, þannig að allur næring- arforði er í lauknum og þarf hún því í raun og veru ekki að vera í mold. Laukurinn sjálfur á ekki að vera í vatni en ræturnar þurfa að fá vatn og passa þarf að halda að þeim raka. Hýasintur eru til í nokkrum litum og blómstra fallega yfir jólin auk þes sem þær gefa góðan ilm. Hægt er að fresta því að plantan blómstri með því að halda henni í kæli og taka hana svo út tíman- lega fyrir jólin. ■ Falleg hýasintuskreyting frá Blómastofu Friðfinns. Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn Með ljúffengri fyllingu úr ostum og öðru góðgæti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.