Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 48
32 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Við hrósum... ... forráðamönnum Knattspyrnusambands Íslands fyrir höfðingsskapinn gagnvart SOS barnaþorpum. Létu þeir hálfa milljón króna renna til samtakanna í fyrrakvöld, sama kvöld og tilkynnt var um val knattspyrnufólks ársins. Mun féð meðal annars fara til að gera lífið bærilegra fyrir munaðarlaus börn í Úkraínu en þar eru tæplega 200 börn sem munu njóta góðs af. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Miðvikudagur DESEMBER HANDBOLTI Fjögurra ára veru Guð- jóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heima- velli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val, sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. „Þetta hefur verið frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum fram- förum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfir- gefur félagið í góðu. Heiðarlegur „Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég a f þ a k k a ð i gott tilboð, kom heiðar- lega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gumm- ersbach fyrir þrem til fjórum vik- um síðan og við munum væntan- lega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag,“ sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. Mikil stemning „Þeir hafa hingað til leikið ör- fáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gumm- ersbach líka með með hörkusterk- an leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu,“ sagði Guðjón Valur Sig- urðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach. henry@frettabladid.is Guðjón Valur á leið til Gummersbach Hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið og mun yfirgefa herbúðir TUSEM Essen, þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár, þegar tímabilinu lýkur næsta vor. Eyjamenn urðu síðastir liða til þessað tryggja sér sæti í undanúrslit- um SS-bikars karla í handbolta þegar þeir unnu KA-menn, 24-27, í KA-húsinu á Akureyri. ÍBV hafði örugga forustu lengstum og sló bik- armeistarana næsta auðveldlega út á þeirra eigin heima- velli. Samúel Ívar Árnason skoraði 8 mörk fyrir ÍBV en Roland Valur Eradze varði yfir 20 skot, þar af þrjú fyrstu vítaköst KA- manna. Lið Guðmundar E. Stephensen,sænsku meistararnir í Malmö FF, heldur áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvalsdeild- inni í borðtennis en liðið sigraði Marie- dals IK örugglega 6- 0 í fyrrakvöld. Guð- mundur, sem hefur staðið sig mjög vel í allan vetur, vann sinn leik örugglega gegn Johan Björklund 3-0 (11-6, 11- 3, 1-2). Malmö FF er þar með komið í efsta sæti í úrvalsdeildinni ásamt liði Eslöv og Falkenberg, en öll eru þau með 14 stig. Malmö FF leikur næst á morgun, gegn Eslöv. Ágúst Sigurður Björgvinsson hef-ur verið ráðinn þjálfari U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta en Ágúst þjálfar einnig hið unga og efnilega kvennalið Hauka. Meðal verk- efna hjá landsliðinu næsta sumar eru Norðurlandamót og Evrópukeppni.Liðið hefur undirbúning fyrir sumarið nú um jólin og hefur Ágúst valið stóran hóp til æfinga. Flestir leikmenn koma úr Haukum (10) og Keflavík (7) en Tindastóll (2) og Njarðvík (2) eiga einnig leikmenn í þessum stóra æfingahópi. Richard Jefferson hjá New JerseyNets og Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns voru valdir bestu leik- menn NBA-deildarinnar vikunnar frá 6. til 12. desember. Jefferson og félagar hans í Nets unnu 3 af 4 leikjum vikunn- ar og hann var stiga- hæstur í þeim öll- um, skoraði 24,5 stig að meðaltali í vikunni, setti niður 66,7% þriggja stiga skota sinna og var einnig með 6,0 fráköst og 5 stoðsendingar í leik. Stoudemire og félagar hans í Suns unnu alla þrjá leiki vikunnar og hann skoraði í þeim 30,7 stig, tók 12 fráköst og hitti úr 64% skota sinna. Erna Rún Magnúsdóttir, 19 árakörfuboltakona úr Grindavík, hef- ur ákveðið að breyta til og ganga til liðs ÍS í 1. deild kvenna í körfubolta. Erna Rún, sem þrátt fyrir ungan aldur á að baki 86 leiki í efstu deild með Grindavík, hefur ekki fengið mikið að spreyta sig með Grindavíkurliðinu í vetur, bara í 10,8 mínútur að meðaltali í leik. Hamar/Selfoss hefur fengið lið-styrk fyrir baráttuna á nýju ári en sameiginlega liðið á Suðurlandi hef- ur nú leikið sjö sigurleiki í röð í deild og bikarkeppni eftir að hafa tapað fyrstu sjö leikjum tímabilsins. 24 ára framherji, Hallgrím- ur Brynjólfsson, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Hamar en hann lék með liðinu á síð- asta tímabili en hafði farið aftur á heimaslóðirnar í Þorlákshöfn og skorað 16,5 stig að meðaltali með Þór Þ. í 1. deildinni í vetur. Þá hefur hinn tvítugi Kjartan Atli Kjartans- son skipt yfir frá Haukum en Kjartan skoraði 1,2 stig að meðaltali í fimm leikjum með Haukum í vetur. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM 5 690691 2000 08 Lífsreynslus agan • He ilsa • • M atur • Kro ssgátur 49. tbl. 66. árg., 14. de sember 2004. g•á~t Engin jól hjá Vottum Stórt og flott Ofurkonan Elín Hirst! Fallega skreytt hátíðarborð Þau eru að vinna um jólin Glæsileg verðlau n í jólakrossgátunn i Öðruvísi jólapakkar ]™Ätz}ty|Ü handa öllum Gleðileg jól Aðeins 599 kr. 00 Vikan49. tbl.'04-1 3.12.2004 10:40 Page 1 ný og fersk í hverri viku Aðeins 599 kr. í jólaskapi Háaleitisbraut 68, sími 568 4240 Reiðfatnaður á börn og unglinga í miklu úrvali ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og ÍS mætast í Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta.  19.15 Njarðvík og Haukar mætast í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  19.00 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn.  19.25 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.20 Íþróttakvöld á RÚV. KÖRFUBOLTI Ísak Einarsson hefur skipt í Tindastól en hann hefur spilað með Álaborg í Danmörku með námi undanfarin tvö tímabil. Ísak lék síðast hér á landi með Breiðabliki tímabilið 2002 til 2003 þar sem hann skoraði 8,6 stig á 24 mínútum að meðaltali í leik en hann er uppalinn á Sauðárkóki og lék 59 leiki með Tindastóli á fyrstu fjórum tímabilum sínum í úrvalsdeildinni, 1997 til 2000. Ísak á alls 94 leiki að baki í úr- valsdeild með Tindastóli og Breiðabliki og skoraði í þeim 546 stig, 5,8 stig að meðaltali. Það er ljóst að Ísak kemur til með að styrkja lið Tindastóls mik- ið en hann var með 11 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim tíu leikjum sem hann spilaði í dönsku úrvalsdeildinni í vetur með Álaborgarliðinu, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Ísak er 24 ára og 188 cm hár bakvörður sem hefur sem dæmi nýtt 50% skota sinna í dönsku deildinni í vetur. Ísak verður löglegur með Tindastóli strax 6. janúar og mun því geta spilað fyrsta leik liðsins á nýju ári, sem verður í Keflavík gegn Íslands- og bikarmeisturun- um. ■ TÖLFRÆÐI ÍSAKS Í DÖNSKU DEILDINNI: Leikir: 10 Mínútur í leik: 33,1 Stig í leik: 11,0 Fráköst í leik: 2,6 Stoðsendingar í leik: 2,5 Stolnir boltar í leik: 16 Skotnýting: 50% Vítanýting: 73% Tindastóll fær góðan liðsstyrk í Intersportdeildinni: Ísak á leiðinni heim ÍSAK Á KRÓKINN Ísak Einarsson, sem sést hér í leik með Breiðabliki, er genginn til liðs við Tindastól. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Yfirgefur herbúðir TUSEM Essen í sumar þar sem hann hefur leikið síðustu fjögur ár. Mun skrifa undir tveggja ára samning við Gummersbach fyrir helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.