Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 24
Á að verðlauna þjóðir fyrir góða og æskilega hegðun með aðild að Evrópusambandinu? Eða gæti slíkt hlutverk eyðilagt ESB? Þess- ar spurningar vakna hvað varðar Tyrkland og Úkraínu. Þegar ég var í Istanbúl leitaði hugurinn þráfaldlega til Madríd. Borgirnar eru ekki líkar og eiga fátt annað sameiginlegt en að hafa verið glæsilegar höfuðborgir löngu horfinna heimsvelda. En draumar manna í Istanbúl þessi misserin eru hinir sömu og menn dreymdi á Spáni þegar ég kom fyrst til Ma- dríd fyrir röskum aldarfjórðungi. Þeir eru raunar svo sláandi líkir að mér fannst ég vera að heyra sömu ræðurnar aftur. Ég get ekki sagt að það hafi orðið aldarfjór- ungshlé á þessum ræðum því að í millitíðinni voru þær haldnar yfir hverjum sem undir þeim vildi sitja í nýfrjálsum ríkjum okkar álfu. Draumarnir voru og eru um Evrópu og eitthvað sem menn kölluðu þá og kalla enn nútíma. Og norðan Svartahafsins, í Úkra- ínu, eru menn nýlega farnir að tala um þetta sama, nútímann og Evrópu. Fyrir þá sem heimsækja Madríd þessi árin er erfitt að ímynda sér að fyrir röskum aldar- fjórðungi efuðust margir norðar í álfunni um að Spánn gæti átt heima í Evrópusambandinu. Menning og hugmyndaheimur Spánverja virtist lokaður og bundinn trúarlegum kreddum, efnahagurinn var bágborginn og bæði viðskiptalíf og pólitík ein- kenndust af heimatilbúnum og innhverfum sjónarmiðum. Í tali fólks kom fram undarleg blanda af stolti yfir glæsilegri fortíð og nagandi minnimáttarkennd yfir einangrun liðinna áratuga. Hvort sem menn voru til hægri eða vinstri litu nær allir af ungu kyn- slóðinni svo á að lausnin á efna- hagslegum, pólitískum og menn- ingarlegum vanda Spánverja fælist í inngöngu í Evrópusam- bandið. Ef okkur verður ekki hleypt inn, sagði nálega hver mað- ur sem ég hitti, mun lýðræði ekki ná fótfestu á Spáni og landið verð- ur dæmt til fátæktar og einangr- unar. Aldarfjórðungi síðar er lýð- ræði óvíða þróttmeira í Evrópu en á Spáni, menning er óvíða í jafn spennandi gerjun og hvergi hefur efnahagurinn batnað eins hratt á síðustu áratugum. Þetta vita menn í Istanbúl. Og nú í Kíev. Menn vissu líka í Búdapest, Brat- islava, Varsjá, Prag og í borgum út um allan Balkanskaga að leiðin til alls hins nútímalega lá og ligg- ur í gegnum Brussel. Það efast fáir um það núorðið að það fulla frelsi til viðskipta yfir landamæri Evrópu sem fylgir aðild að ESB er leiðin til efnahagslegrar velmeg- unar í okkar heimshluta. Íslend- ingar sáu þetta eins og aðrir en sluppu við að taka afstöðu til fullrar aðildar að sambandinu fyrir þá sögulegu tilviljun að menn í Brussel mátu það skakkt hversu fljótt Svíar og Austurríkis- menn gætu gengið í ESB. Evrópu- sambandið var hins vegar stofnað útaf pólitík frekar en útaf við- skiptum. ESB er eins pólitískt og nokkuð getur verið. Stækkanir þess til suðurs og austurs áttu sér líka pólitískar frekar en við- skiptalegar forsendur. Fyrir ald- arfjórðungi var það skilningur manna í öllum löndum Evrópu- sambandsins að ríkari lönd Evr- ópu þyrftu að leggja nokkuð á sig til að bjarga nágrönnum sínum í suðri frá fasísku einræði, fátækt og einangrun. Sömu sjónarmið hafa ráðið ferðinni gagnvart ríkj- unum sem losnuðu undan komm- únísku einræði. En hvað með Tyrkland? Stærri hlutinn af Istan- búl er í Evrópu í landfræðilegum skilningi og að hluta til í menning- arlegum skilningi. Stórir hlutar borgarinnar minna meira á Evr- ópu en Miðausturlönd. Menn þurfa hins vegar ekki að fara langt austur eftir landinu til að það rifjist upp að Tyrkland liggur ekki að Spáni, heldur að Írak, Íran og Sýrlandi. Vestar og norðar mótaði ítalska endurreisnin, trú- arbyltingar, upplýsingaöldin og iðnbyltingin þau þjóðfélög sem lengst hafa verið ríkust og frjálsust í Evrópu. Menningin sem varð til úr þessu gat af sér þetta sem menn kalla nútíma og vilja falast eftir. Margir óttast að menning Tyrklands, sem yrði fjöl- mennasta ríki ESB, falli illa að menningu Evrópu. Það væri auð- veldara ef það væri bara sú ægifagra borg Istanbúl sem sækti um aðild og Anatólía fylgdi ekki með. Hættur af aðild Tyrklands eru margar en þau mál mætti leysa ef Evrópa gæti fundið á ný til síns mikla styrks eftir pólitísk- an doða síðustu ára. ■ Fréttir af rekstrarvanda Landspítalans berast með vissu millibili og þar virðist við eilífðarvanda að etja. Það er ekki langt síðan miklum fjölda starfsmanna var sagt upp og hnykkti þá mörgum við, því við höfum almennt búið við góða heilbrigðisþjónustu. Það fer þó talsvert eftir landshlutum, því þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu í nánd við stóru sjúkrahúsin þar sem bráðaþjónustan er best búa auðvitað við mest öryggi. Þeir sem búa úti á landi fjarri sjúkrahúsum og heilsu- gæslustöðvum eiga ekki kost á eins góðri þjónustu þrátt fyrir bættar samgöngur á landi, þyrlur og flugvélar. Landspítalinn er flaggskipið í heilbrigðisþjónustunni. Þar starfa upp undir fimm þúsund manns og er stofnunin þar með langstærsti vinnustaður landsins. Það er því kannski von að öðru hvoru heyrist þaðan talað um hagræðingu og sparnað, enda veltur á miklu að þar sé farið vel með fjármuni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að spítalinn fái um 26 milljarða króna til ráðstöfunar. Til að setja þá tölu í eitthvert samhengi er það upp undir tíundi hluti fjárlaganna á næsta ári, og svarar til þess að hver Íslendingur greiði tæplega eitt hundrað þúsund krónur á ári til þessarar einu stofnunar ríkisins. Þrátt fyrir þessa miklu fjármuni og samdrátt og breytingar á rekstri á ýmsum deildum sjúkrahússins blasir fjárhagsvandinn eilíf- lega við. Það er þá spurning hvort um er að ræða innbyggðan vanda, eða hvort einhverjar ytri aðstæður valdi. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að meira en eitt hundrað sjúklingar séu á Landspítalanum sem ekki eiga að vera þar. Þeir hafi orðið innlyksa, þar sem ekki hef- ur tekist að koma þeim fyrir í varanlega vistun utan spítalans. Þessir sjúklingar eiga ekki heima á dýru hátæknisjúkrahúsi, heldur á annars konar stofnunum sem eru sniðnar að þörfum þeirra. Hér er einkum um að ræða aldraða, geðfatlaða og sérstaklega er getið um ungt geð- fatlað fólk, sem hefur af ýmsum ástæðum orðið illa úti í lífinu. Meðal- legutími geðfatlaðra er talsvert lengri hér á landi en víða í nágranna- löndunum. Sem dæmi eru geðsjúkir yfirleitt ekki á bráðasjúkrahúsum í Svíþjóð, og þar bera sveitarfélög ábyrgð á þjónustu við aldraða. Hér bíða aldraðir oft svo vikum eða mánuðum skiptir á Landspítalanum eftir viðeigandi þjónustu á dvalar- eða hjúkrunarheimilum sem sniðin eru að þeirra þörfum. Töluvert átak hefur verið gert til að leysa þenn- an vanda, og margt er í farvatninu. Með því að leysa vanda aldraðra sjúklinga vænkast hagur Landspítalans væntanlega. Spítalinn hefur lagt áherslu á að efla dag- og göngudeildir á undanförnum misserum og endurspeglast það í því að rösklega fimm prósentum fleiri hafa komið á þær deildir í ár en á sama tíma í fyrra. Skurðaðgerðum fjölg- aði aðeins fyrstu tíu mánuðina í ár og biðlistar á því sviði hafa styst um fimmtung. Augnaðgerðum hefur fjölgað mikið, en þrátt fyrir það bíða nú meira en 1.200 manns eftir aðgerð á augasteini og er meðal- biðtíminn tæplega eitt ár. Miklar framfarir hafa orðið í þessari grein á undanförnum árum og tækninni hefur fleygt fram. Það skýrir hinn mikla fjölda aðgerða og langa biðlista. ■ 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Á næsta ári er gert ráð fyrir að Landspítalinn fái um 26 milljarða króna til ráðstöfunar. Aldraðir á Landspítala FRÁ DEGI TIL DAGS Augnaðgerðum hefur fjölgað mikið, en þrátt fyrir það bíða nú meira en 1.200 manns eftir aðgerð á augasteini og er meðalbiðtíminn tæplega eitt ár. Miklar framfarir hafa orðið í þessari grein á undan- förnum árum og tækninni hefur fleygt fram. ,, Stuðtækið vinsæla F í t o n / S Í A F I 0 1 1 3 9 6 úr Popptíví 3.990 kr. Draumarnir um Evrópu Brautryðjandi Ársritið Andvari er komið út og er höfuð- grein ritsins að venju ævisaga nafnkunns Íslendings. Að þessu sinni ritar Björg Ein- arsdóttir um Auði Auðuns (1911-1999). Um hana hefur verið frekar hljótt en þó var hún brautryðjandi fyrir íslenskar kon- ur, fyrst kvenna varð hún borgarstjóri í Reykjavík (1959) og ráðherra (1970). Auður var lögfræðingur að mennt. Í árs- byrjun 1930 varð hún fyrsta konan til að setjast á skólabekk í laga- deild Háskóla Íslands og í fjórtán ár eftir lagapróf 1935 var hún eina konan í stétt íslenskra lög- fræðinga. Auður var borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík í 24 ár, frá 1946 til 1970, og þingmaður fyrir flokkinn var hún frá 1959 til 1971. Auðvitað Íslendingar Í byrjun vikunnar fréttist að skandinavísk- ur banki væri að reyna að kaupa National Irish Bank á Írlandi. Lundúna- blaðið Times giskaði strax á að þar væru Íslendingar á ferð. Var Landsbanki Ís- lands talinn eiga hlut að máli. Í gær kom í ljós að það voru Danir sem voru að kaupa bankann. Það er kannski vísbend- ing um stöðu og frægð Íslendinga í al- þjóðlegum fjármálaheimi nú um stundir að heimspressan skuli í svona tilvikum frekar veðja á íslenska fjárfesta en danska, sænska, norska eða finnska. Ekki skrýtið að bræður okkar á öðrum Norð- urlöndum séu súrir þessa dagana. Bókastríðið Bókastríðið er í algleymingi og bókaútgefendur keppast við að auglýsa bækur sínar. Fyrir stuttu var vakin athygli á því hér á síðunni að Sakleysingjar Ólafs Jóhanns Ólafssonar hefði verið auglýst í öðru sæti metsölulista þegar hún var í því níunda. Í gær mátti sjá opnuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem sú góða bók Jóhönnu Kristjónsdóttur, Arabíukonur, var sögð vera í fyrsta sæti ævisagnalista bæði Pennans og Félagsvísindastofnunar. Hér á við hið fornkveðna: hafa skal það sem sannara reynist. Vissulega voru Arabíu- konurnar í fyrsta sæti á lista Pennans í síðustu viku. En bókin sem var efst á ævisagnalista Félagsvísindastofnunar var hins vegar Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson. ■ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG TYRKLAND OG EVRÓPA JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Menn þurfa hins vegar ekki að fara langt austur eftir landinu til að það rifjist upp að Tyrk- land liggur ekki að Spáni, heldur að Írak, Íran og Sýr- landi. ,, ORÐRÉTT Örlítið meira Við höfum hvert og eitt stillt á okkar stöð. Og stöðvarnar eru margar og þeim fjölgar bara. Svo hér liggur sóknarfærið. Að koma okkur, íslensku stórfjöl- skyldunni, að skjánum. En það má leggja aðeins meira í þætt- ina en Hemmi gerði á sunnu- dagskvöldið. Ritstjórnarnargrein DV undir fyrir- sögninni „Reynslan lak af Hemma Gunn“. DV 14. desember. Jólatónar Það er eins og öllum tónlistar- mönnum, sama úr hvaða geira þeir koma, finnist þeir þurfa að reyna sig við svosem eitt jólalag. Arnar Eggert Thoroddsen um jólatónlistina. Morgunblaðið 14. desember. Það má hann eiga Jói Fel. er mikið sjarmatröll, það má hann eiga. Og sannar- lega kann hann brauð að baka svo úr því verði kaka. Skarphéðinn Guðmundsson í fjöl- miðlapistili. Morgunblaðið 14. desember. Jólagjöfin í ár? Gefur stórkaupmönnum langt nef. Frétt í Morgunblaðinu um Ásvald Sigurðsson „kaupmann á horninu“ í Neskaupstað. Morgunblaðið 14. desember. Efra eða neðra? Færri komast að en vilja Fyrirsögn í Morgunblaðinu. Morgunblaðið 14. desember. Flokkskvígildin Framsóknarflokkurinn fékk ... nákvæmlega það [fylgi í könnun Gallup] sem hann á skilið í borg- inni, 4% fylgi, algeran botn. Þetta er hreint hagsmuna- og þakkargerðarfylgi, sveit þeirra, sem ráðherrar flokksins hafa fyrr og síðar útvegað stóla og stöður hjá hinu opinbera. Þetta eru bara flokkskvígildin. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit- stjóri. DV 14. desember. Þú segir ekki! Það var stemmning við tjörnina í Reykjavík í gær. Gæsir, endur, álftir og dúfur vögguðu um í stór- um hópum. Blaðamaður kynnist óvæntri hlið á borgarlífinu. DV 14. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.