Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 10

Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 10
10 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaskyldu fyrir hönd ríkisins, og þá Land- spítala - háskólasjúkrahúss, vegna lítilar stúlku sem lést á síðasta ári af völdum heila- himnubólgu. Ekki er þó ljóst hvort samkomulag næst um upp- hæð bótanna, en náist það ekki fer málið væntanlega fyrir dóm- stóla. Aðstandendur litlu stúlkunn- ar töldu að mistök hefðu verið gerð á Barnaspítala LSH sem hefðu orðið þess valdandi að barnið fékk ekki rétta meðferð, sem ella hefði getað bjargað lífi þess. Landlæknisembættið fékk málið til athugunar í kjölfarið. Þetta er þriðja tilvikið, þar sem sviplegt andlát barns fer í bótaferli. Eitt málanna er komið fyrir héraðsdóm, eins og Frétta- blaðið hefur greint frá. Það barn lést á Landspítala - háskóla- sjúkarhúsi eftir bráðakeisara- skurð árið 2002. Þá liggur fyrir bótakrafa hjá ríkislögmanni vegna þriðja barnsins sem einnig lést á Landspítalanum eftir að hafa verið tekið með bráðakeisaraskurði á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja. ■ TRÚFÉLÖG Hrópleg mismunun og ranglæti er milli trúfélaga, segir Hjörtur Magni Jóhannsson, prest- ur í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hjörtur biður um jafnræði milli þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Endurskoða þurfi lög sem gildi um kirkjuna. Hvorki sé verið að biðja um forréttindi til handa Fríkirkjunni né að hún verði ríkiskirkja. „Ég tel að það sé ókristilegt að menn loki augunum fyrir ranglæt- inu. Kærleikurinn og réttlætis- kenndin eru grunnþræðir í krist- inni boðun og kristinni trú. Ef um- gjörð kirkjunnar er ekki trúverðug og ekki kristileg er ég ansi hrædd- ur um að allt innra starf missi svo- lítið vægi,“ segir Hjörtur. Halldór Reynisson, verkefnis- stjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunn- ar, segir málflutning Hjartar ómálefnalegan, nú sem fyrr. „Það virðist vera meginósk Fríkirkju- prestsins að Fríkrikjan geti sótt í svokallaðan jöfnunarsjóð þjóð- kirkjunnar. Um þann sjóð gilda hins vegar lög sem koma í veg fyrir að það sé hægt. Meðal ann- ars vegna þess að meðlimir í Frí- kirkunni greiða ekki í hann, sem meðlimir þjóðkirkjunnar gera aft- ur á móti.“ Halldór segir þjóðkirkjuna hafa viljað að söfnuður Fríkirkj- unnar í Reykjavík sæti við sama borð og þjóðkirkjusöfnuðir. „Má þar benda á að biskup Íslands hef- ur varpað þeirri hugmynd fram að lögum um þennan sjóð sé breytt en hlaut takmarkaðar und- irtektir hjá löggjafanum.“ Nefna megi að á kirkjuþingi fyrir þrem- ur árum hafi komið fram tillaga um að fríkirkjur hefðu sambæri- legan aðgang að jöfnunasjóði og söfnuðir þjóðkirkjunnar. „Þessari hugmynd hefur séra Hjörtur Magni alfarið hafnað.“ Halldór segir þjóðkirkjuna reiðubúna að stuðla að því að lykt- ir finnist í málinu þannig að sátt náist: „Það snýr þó fyrst og fremst að ríkisvaldinu en ekki þjóðkirkjunni.“ Í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu fengust þau svör að mis- munun trúfélaga væri ekki óleyfi- leg samkvæmt stjórnarskránni. Að öðru leyti fengust engin svör. gag@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Gamli sjómaðurinn endaði ævina prúðbúinn á afmælisdaginn Höfuðkúpubrotnaði og var geymdur deyjandi inni á herbergi í níu tíma » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM BARNASPÍTALI Samþykkt hefur verið bótaskylda vegna lítillar stúlku sem lést úr heilahimnubólgu. Kröfur vegna meintra læknamistaka: Þrjú barnslát í bótaferli HEILSUGÆSLA Heilsugæslan í Reykjavík og Íslenskir aðalverk- takar hf. skrifuðu í gær undir samning um leigu til 25 ára á nýju húsnæði fyrir heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfinu. Sam- kvæmt samningnum munu Ís- lenskir aðalverktakar hf. byggja 950 fermetra heilsugæslustöð ofan á eina álmu Glæsibæjar við Álfheima 74, og á hún að vera full- búin 1. ágúst á næsta ári. Heilsugæslustöðin mun þjóna tæplega 10 þúsund manns, en um 9.500 manns voru búsettir á svæði hennar í maí á þessu ári. Gert er ráð fyrir að sex læknar verði þar starfandi. ■ VIÐ UNDIRRITUN Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra handsalar samninginn við Stefán Friðfinnsson, forstjóra Íslenskra aðalverktaka hf. Hjá þeim situr Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík. Heilsugæsla: Ný stöð rís í Glæsibæ HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON „Ég trúi því að Ísland muni ekki afkristnast á einni nóttu þó svo að trúfélagsumgjörðin verði gerð kristileg og að þjóðkirkjan fari að haga sér kristilega gagnvart öðrum trú- félögum,“ segir Hjörtur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Ís- landi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. Fríkirkjuprestur vill jafnræði trúfélaga Prestur Fríkirkjunnar segir þjóðkirkjuna ekki kristilega þar sem hún loki aug- unum fyrir mismunun trúfélaga. Verkefnisstjóri þjóðkirkjunnar segir í verka- hring löggjafans að rétta stöðuna, en löggjafinn segir mismununina leyfilega.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.