Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Yfir hundrað manns Hansína Ásta Björgvinsdóttir og Páll Magnússon Í Kebabhúsinu í Lækjargötu 46 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Söngkonan Védís Hervör Árna- dóttir lenti í öðru sæti í sínum flokki í lagahöfundakeppninni SongoftheYear.com sem er í sam- starfi við tónlistarstöðina VH1. Sigurvegararnir í hverjum mánuði keppa um besta lagið í sín- um tónlistarflokki, sem eru alls tíu talsins, og úr þeim er valið lag ársins. Varð Védís Hervör önnur í októbermánuði í poppflokki fyrir lag sitt „Honestly“. Sigurvegarar í hverjum mánuði ásamt þeim sem lenda í fjórum næstu sætum á eftir fá lögin sín send til útgáfu- aðila og útvarpsstöðva í öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna. Þetta er því stórt tækifæri fyrir Védísi sem lagahöfund. Hún játar að lagið hafi þegar opnað einhverjar dyr fyrir hana. „Það er búið að hafa samband við mig og margir hafa sýnt áhuga. Ég á örugglega eftir að ferðast eitthvað til Bandaríkjanna á næsta ári. Það verður vonandi skemmtilegt,“ segir Védís. Hún segist hafa frétt af keppninni í gegnum vini sína og ákveðið að senda eitt lag inn. Sér hún varla eftir því núna. Védís hefur búið í London síð- astliðið eitt og hálft ár. Þar hefur hún starfað við tónlist ásamt því að stunda nám við upptökustjórn og hljóðblöndun. Auk þess að semja tónlist fyrir sjálfa sig hefur Védís meðal annars samið fyrir upprennandi stúlknasveitir í Bretlandi sem eiga vonandi eftir að slá í gegn í framtíðinni. Eftir áramót verður Védís síð- an fyrsti listamaðurinn til að skrifa undir samning hjá netút- gáfufyrirtækinu gdrecords sem er verið að setja á laggirnar. Til- efnið er ný sólóplata hennar sem kemur út á næsta ári. Aðspurð segist Védís eiga slatta af lögum í pokahorninu. Flest séu þau óraf- mögnuð og minimalísk, þar sem píanó og kassagítar fá að njóta sín. Sú verður einmitt raunin í Salnum í Kópavogi þann 28. des- ember þegar Védís ætlar að spila lögin sín með hjálp góðra vina. Um klukkutíma dagskrá verður að ræða og lofar Védís mjög huggulegri stemningu mitt í allri lognmollunni á milli jóla og nýárs. freyr@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Banaði manni í 29 ára afmæli sambýliskonu sinnar Tveir menn hafalátist af völdumhnefahöggs í ár Felix Bergsson er á leið með barnaleikritið Ævintýrið um Augastein til Lundúna. Sýningin verður sett upp 20. - 23. desem- ber í Drill Hall leikhúsinu í mið- borg Lundúna. Á ensku heitir verkið Greela and the 13 Yule Lads. Ævintýrið um Augastein, sem er eftir Felix en leikstýrt af Kol- brúnu Halldórsdóttur, var frum- sýnt í London árið 2002. Verkið byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en inn í það er fléttað ævintýrið um litla drenginn Augastein, sem er mið- punktur leikritsins. Helga Arn- alds gerði brúður og leikmynd og Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson stjórnaði tónlistinni. Barnabókin um Augastein kom út á vegum Máls og menn- ingar á síðasta ári og fékk fínar viðtökur. ■ Augasteinn í London FELIX OG KOLLA Felix Bergsson er höfundur verksins og fer með öll hlutverk sýningar- innar en Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrði því. VÉDÍS HERVÖR Söngkonan Védís Hervör Árnadóttir ætlar að gefa út sólóplötu á næsta ári. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 HRÓSIÐ VÉDÍS HERVÖR: TÓK ÞÁTT Í LAGAHÖFUNDAKEPPNI Á NETINU Komst með einlægni í annað sæti Lárétt: 1 gestaboð, 6 geri óðan, 7 gat, 8 ónefnd- ur, 9 keyra, 10 beiðni, 12 ílát, 14 hrós, 15 á stundinni, 16 fæddi, 17 þvaður, 18 skordýr. Lóðrétt: 1 gott, 2 hress, 3 tveir eins, 4 hársveig- ana, 5 herma eftir, 9 ílát, 11 væla, 13 hrunin bygging, 14 fugl, 17 skóli. Lausn. Lárétt: 1veisla,6æri,7op,8nn,9aka,10ósk, 12kar, 14lof, 15nú,16ól,17mas,18maur. Lóðrétt: 1vænt,2ern,3ii,4lokkana,5apa,9 ask,11vola,13rúst,14lóm,17mr. Tóm vitleysa „Þetta er komið út í tóma vit- leysu. Ég fékk í magann og mér varð óglatt þegar ég horfði á Brennidepil þar sem Páll Benediktsson var með þátt um jólagjafir lands- manna og kaupmenn lýstu því yfir að ekki væri óalgengt að menn gæfu úr sem kost- aði hálfa milljón. Ég mæli fremur með því að menn fari í Tiger og kaupi 200-400 króna jólagjöf. Það er bara gaman að gefa fólki eitthvað smotterí, það á allt hvort eð er og getur ekki bætt á sig.“ Jón Birgir Pétursson Mikið um dýrar gjafir „Jólaneyslan fer alltaf út í öfgar en svo jafnar það sig. Mér finnst fólk hins vegar vera orðið skynsamara, það er farið að kaupa jólagjafir fyrr þannig að höggin lenda ekki öll á des- embermánuði heldur dreifast á fleiri mánuði. Það er því svo- lítil skynsemi í því sem er að gerast núna. Það eru hins veg- ar greinilega meiri peningar í gangi þetta árið en oft áður því þeir sem eiga mest eru að kaupa dýrar gjafir.“ Guðrún Ögmundsdóttir Varasamt neyslusvell „Það þarf sterk bein til að þola góða daga,“ segir mál- tækið. Ef marka má fréttir af neyslu Íslendinga síðustu vikur og mánuði þá virðist mér mörgum hafa orðið hált á neyslusvellinu. Kaupmenn vitna um að það færist í vöxt að dýrar jólagjafir séu greiddar með reiðufé. Hvaðan kemur allt þetta fé? Ég vona að fólk sé ekki að halda jólin með marg- földum tilkostnaði sem fjár- magnaður er með lántökum, jafnvel þótt lánin beri ekki nema 4,15% vexti! Hvað getur fólk haldið mörg jól sem fjár- mögnuð eru með 40 ára lán- um? Kunnum við fótum okkar forráð? Verður hóglífið okkur Íslendingum að aldurtila? spurði vís maður eitt sinn. Jól- in koma án mikilla útgjalda og jólagleðina er að finna hið innra, í kyrrð hjartans. Sú kyrrð fæst ekki fyrir fé, sama hversu mikið er í boði, hún er ókeypis. Jólabarn- ið sjálft var fátækt og fjölskyldan var á flótta undan harðstjóra þess tíma. En englarnir sungu nú samt og það voru gleðileg jól. Hvar finnum við sanna jólagleði árið 2004 eftir Krist?“ Örn Bárður Jónsson ER JÓLANEYSLAN KOMIN ÚT Í ÖFGAR? JÓN BIRGIR PÉTURSSON BLAÐAMAÐUR GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON PRESTUR ...fær Skálholtsútgáfan fyrir að Disney-væða Biblíusögurnar og brydda upp á nýstárlegum aðferð- um til að guðspjallið nái eyrum ís- lenskra barna með því að skella Frelsaranum á bak Eyrnaslapa úr ævintýrunum um Bangsímon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.