Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 42
Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fimmtudaginn 9. desember síð- astliðinn kynnti Elísabet Jökuls- dóttir svokallað Tilfinningatorg sitt fyrir landsmönnum. Um er að ræða einfalda og skemmti- lega hugmynd þar sem fólki er gefið tækifæri að tjá tilfinning- ar sínar á götum úti gegnum hljóðnema. Fram kom að Reykjavíkurborg styrkir Elísa- betu um 400.000 kr. til verkefn- isins. Ég mótmæli þessum áformum. Ég hvet Reykjavíkur- borg til að sýna ábyrgð og gæta meðalhófs í upptöku og notkun fjármuna borgarbúa. Stjórnend- ur borgarinnar hafa ítrekað ver- ið hvattir til að beita aðhaldi í rekstri í baráttunni við mikla skuldasöfnun undanfarinna ára fremur en að taka enn meira fé af borgarbúum eins og gert var í nýlegri útsvarshækkun. Ætla má að einhverjir borgarbúar hefðu kosið að verja þeim pen- ingum sem teknir verða af þeim vegna Tilfinningatorgsins í eitt- hvað annað. Sumir gætu jafnvel hugsað sér að borga niður eigin skuldir, fyrst peningarnir eru á annað borð notaðir í annað en að greiða niður skuldir borgarinn- ar. Í þessu sambandi má benda á að niðurgreiðsla skulda borgar- innar var einmitt réttlætingin fyrir hækkun útsvarsins sam- kvæmt ummælum Árna Þórs Sigurðssonar oddvita borgar- stjórnar Reykjavíkur. Með því að mótmæla því að opinberu fé sé varið til Tilfinn- ingatorgsins er ég alls ekki að kasta neinni rýrð á listamanninn og frumkvöðulinn Elísabetu Jökulsdóttur, né hennar ágæta verk. Ég efast heldur ekki um að borgarbúar myndu sýna verkinu og höfundi þess þann tilfinningalega hlýhug að greiða kostnað vegna verksins af fús- um og frjálsum vilja ef þeir fengju að ráða sjálfir hvert þessir peningar þeirra færu. Það kann hins vegar að vekja blendnar tilfinningar hjá borg- arbúum að aukinn hluti tekna þeirra sé tekinn af þeim með valdi, án þess að nauðsynlegt sé. Einhverjir gætu bent á að hér sé um að ræða óverulega upphæð og því sé aðeins um smámál að ræða sem óþarfi sé að gera veð- ur út af. Því miður er þetta mál ekkert einangrað tilvik. Raunin er sú að mörg smávægileg sem stórvægileg óþarfa fjárútlát hafa smám saman sett borgina í þá erfiðu skuldastöðu sem hún er í. Frekari skuldasöfnun verð- ur aldrei stöðvuð með áfram- haldandi bruðli, hvorki stóru né smáu. Þetta vita þeir borgarbú- ar sem reka heimili, borga skuldir sínar og greiða útsvar, en ekki stjórnendur Reykjavík- urborgar. Höfundur er stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu. Fyrir nokkrum dögum hringdi í mig Björn Þór af Fréttablaðinu. Sagðist vera að skrifa greina- flokk um kvótakerfið til birting- ar í blaðinu, sagði mig lengi hafa gagnrýnt stjórn fiskveiða og bað mig að gefa álit á kostum og göllum kerfisins. Ég vildi koma miklu að en hann sagði að pláss- ið væri takmarkað, það yrði tal- að við fleiri og þetta yrði að vera stutt. Lét ég það gott heita. Hann hringdi síðan í mig og las viðtalsstúf sem ég gerði ekki at- hugasemdir við. Eftir að fyrsta greinin birtist fannst mér að ég hefði séð þetta áður. Tal um að nauðsynlegt hafi verið að koma kerfinu á og löng viðtöl við Jakob, Jóhann, Hall- dór og Kristján Ragnarsson um hvað ástandið hafi verið svaka- legt og þorskurinn í alveg gífur- legri hættu, forstjóri Hafró sagði að ofveiðin væri viðvar- andi. Næsta dag hélt þetta áfram í svipuðum dúr, talað um kerfið eins og skjólgóða flík sem hafi þurft að klæðast, þá hafi birt yfir öllu. Ef ekki þá hefði allt frosið í hel. Ég hringdi í blaðamanninn með það í huga að draga viðtal mitt til baka, það voru farnar að renna á mig tvær grímur, minn- ugur fyrirspurnarþingsins 2001 en þar var ég fenginn til að vera aðalgagnrýnandi á Hafró en var svo gerður að ómerkilegum kverúlant í fyrirfram skrifuðum álitsgerðum frá þinginu. Ekkert sagt frá faglegri gagnrýni minni eða annarra. Skilaboð ráðherra frá þinginu voru að Hafró hefði komist vel frá því og aukið trú- verðugleika sinn. Björn fullvissaði mig um að ekki væri sá þefur af málinu sem ég teldi mig finna, ég skyldi bara bíða morgundagsins, þá yrði kynnt hin hliðin á málinu, viðtöl við mig og aðra gagn- rýnendur. Eftir lestur þeirrar greinar, hinnar þriðju, varð mér ljóst að samsuðan var kokkuð eftir þekktri uppskrift frá kvótasinnum og sægreifum. Leiðaraskrif blaðsins full- vissuðu mig svo endanlega en þar sagði m.a: „Andstæðingar kvótakerfis- ins hafa einkum bent á sóknar- dagakerfið sem betri kost við stjórn fiskveiða, en hvað sem því líður hefur verið erfitt fyrir andstæðinga kerfisins að benda á eitthvað annað betra kerfi.“ Þessi rulla og aðrar sáust m.a. í sjónvarpsþáttum Páls Benediktssonar hér um árið. Þar var þó sá háttur hafður á að allra kostunaraðila var getið, einnig LÍÚ. Fjórða og síðasta greinin var í sama dúr, mærðartal um kvóta- kerfið bragðbætt með nokkrum saltkornum eins andmælanda. Í greinarflokknum var ekkert fjallað um það aðalatriði að eftir tilkomu kerfisins og fiskveiði- ráðgjöf Hafró hefur þorskaflinn minnkað um helming. Mér finnst það rýra trúverð- ugleika blaðsins að láta sig hafa það að leggja í svona ferð sem verður til þess að mann fer að gruna að ekki sé fullkomið hlut- leysi og heiðarleiki á ferðinni. Gagnrýni mín á þá fiski- fræðilegu hugmyndafræði sem beitt hefur verið til að byggja upp stofnana, með því að draga úr veiði til að geta veitt meira seinna, hefur alltaf verið fagleg og stuðst við líffræðileg lögmál um vöxt, afföll og fæðuframboð. Fyrir mér hefur ekkert annað vakað en að bæta hag fólksins í þessu landi sem misst hefur frumburðarréttinn á fölskum forsendum og falsvon um að ástandið batni – seinna, bara ef sultarólin er hert nógu mikið – núna. Út yfir tekur þegar talað er um að ekki hafi verið bent á annað kerfi til stjórnunar fisk- veiða. Ég var svo lánsamur að fá tæki- færi til að prófa þær stjórnunar- aðferðir sem ég hef talað fyrir í Færeyjum, en Færeyingar hafa í 4 ár farið að mínum ráðum með ágætum árangri. Það er ekki ein- ungis að afli hafi aukist og stofnar stækkað heldur hefur sannast að ráðleggingar mínar voru réttar en færeysku Hafró og ICES rangar. Ég hef breytt sýn Færeyinga á hefðbundna fiskifræðilega ráð- gjöf og hafa fjárveitingar til Hafró í Færeyjum verið skornar niður og þeir orðið að segja upp fólki. Þar ríkir einnig almenn ánægja með veiðidagakerfið sem byggist aðallega á sóknarstýringu en einnig tæknistjórnun, svo sem möskvastærð, veiðarfæranotkun, svæðastýringu og flotastjórn. Er nú svo komið að Færeyjar eru eina lifandi verstöðin sem enn er eftir í N-Atlantshafi og vonandi standast Færeyingar áfram stöðugan þrýsting frá ICES um veiðisam- drátt. ■ Eiríkur Bergmann skrifar aftur í Fréttablaðið 10. desember um arfavitlaust landbúnaðarkerfi, eins og hann kallar það, og tjáir sig eins og sá sem allt veit. Það merkilega við það er að í hina röndina viðurkennir hann að hann þekki hvorki haus né sporð á því kerfi! Telur hann hið besta mál að framkvæmdastjóri sauð- fjárbænda sjái sig knúinn til að svara fyrir mjólkurafurðir. Ég vil benda Eiríki á að lesa grein mína betur, þar minnist ég ekki á mjólkurafurðir enda er ég ekki sá sem allt veit, og held mig við það sem ég betur þekki. Rétt er það að sauðfjárbændur gefa út viðmiðunarverð; er það eitthvað óeðlilegt að framleiðandi setji fram ákveðið verð sem hann vill fá fyrir sína vöru? Það er afturá- móti alveg á valdi kaupandans, í þessu tilfelli afurðastöðva, hvort þær borga það verð fyrir vöruna eða eitthvað allt annað. Innflutningshöft eru á hráu kjöti hingað til lands, sem betur fer og því eru þeir sammála sem kynnt hafa sér hvernig smit- sjúkdómar í búfé hafa ætt á milli landa. Eiríkur vitnar í verðlag á kjötvörum í Danmörku og full- yrðir að það viti allir sem þang- að hafa komið að þar sé verð mun lægra en hér heima. Vitnar Eiríkur þar í tölur frá Eurostat. Ekki veit ég hvernig hann mat- reiðir þær tölur en nærtækast er að skoða tölur frá Hagstofu Íslands, www.hagstofa.is, og skoða kjöt sérstaklega í staðinn fyrir að vera með rangar full- yrðingar. Ef borið er saman verð á kjöti í ESB-löndum (ESB 15) og Íslandi þá er sá munur 42% okk- ur í óhag. Kjötvörur í Danmörku eru 8,3% ódýrari en hér heima (ekki helmingi dýrari) en í Nor- egi eru kjötvörur 19,7% dýrari en á Íslandi. Svo er fróðlegt að bera saman aðra flokka eins og t.d. brauð, sykur, sælgæti o.fl. Benda má á aðra hluti sem eru okkur Íslendingum mun hag- stæðari en t.d. Dönum. Skattar á Íslandi eru mun lægri en í Dan- mörku, verð á bílum er langtum lægra hér á landi en í Danaveldi og fleira mætti tína til. Ekki dugar að taka aðeins einn lið úr heildarpakkanum, það verður að taka allan „pakkann“, og þá lítur dæmið öðruvísi út. Margt má betur fara í því landbúnaðarkerfi sem við búum við og er stöðugt verið að bæta það. Við hér á Íslandi þurfum hinsvegar að taka upp allar þær reglur sem settar eru af ESB um landbúnaðarmál sem eru oft og tíðum alveg út úr korti miðað við aðstæður sem við búum við, gera hluti, sem áður voru kostn- aðarlitlir og einfaldir, dýra og flókna. Eflaust væri hægt að lækka matarkörfuna eitthvað með því að flytja inn ódýrari bú- vörur og þá fyrst og fremst frá þeim löndum sem nefnd eru „austantjaldslönd“. En viljum við það? Viljum við hætta á að tapa niður þeirri verkþekkingu sem hér er í landbúnaði? Viljum við taka áhættu hvað varðar bú- fjársjúkdóma sem núna knýja fastar á en áður og ógna mann- kyninu? Viljum við ekki vera okkur sjálfum nóg um matvæla- framleiðslu? Geta gengið að því vísu að við séum að fá góðan og hollan mat framleiddan eftir ströngustu gæðakröfum, hvað sem dynur á úti í hinum stóra heimi. Afurðir af dýrum þar sem öll lyfjagjöf er í lágmarki, hormónar bannaðir. Auðvitað kostar þetta. Hvað kostar það okkur að tala íslensku? Væri ekki mun hagkvæmara að leggja hana af og taka upp ensku? Vilj- um við það? Það kostar að vera Íslendingur en það hefur líka uppá mörg stór forréttindi að bjóða. ■ 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR26 Tilfinningatorgið í Reykjavík GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Dekkjalagerinn er nú á 12 stöðum um land allt! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi ...einfaldlega betri! ODDGEIR EINARSSON LÖGFR. SKRIFAR UM ÓÞÖRF FJÁRÚTLÁT Með því að mót- mæla því að opin- beru fé sé varið til Tilfinn- ingatorgsins er ég alls ekki að kasta neinni rýrð á lista- manninn og frumkvöðulinn Elísabetu Jökulsdóttur, né hennar ágæta verk. ,, JÓN KRISTJÁNSSON FISKFRÆÐINGUR UMRÆÐAN KVÓTAKERFIÐ Kvótaúttekt með slagsíðu ÖZUR LÁRUSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI UMRÆÐAN LANDBÚNAÐUR Viljum við taka áhættu hvað varðar búfjársjúkdóma sem núna knýja fastar á en áður og ógna mannkyninu? Viljum við ekki vera okkur sjálfum nóg um matvælafram- leiðslu? ,, Að tapa verkþekkingu » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.