Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 44
Athyglin beinist að Íslendingum Den Danske Bank hyggst kaupa National Bank of Ireland. Breskir fjölmiðlar höfðu komist á snoðir um að norrænn banki hygði á kaup. Það er til marks um umræðuna í Bretlandi að breskum blaðamönnum dettur Ísland fyrst í hug þegar rætt er um Norðurlönd og viðskipti. Í Danmörku kveður hins vegar við annan tón. Berl- ingske Tidende heldur áfram að ýta undir þá skoð- un að íslenskt efnahagslíf standi ekki á neinum grunni og engar eignir séu á bak við kaup Íslend- inga í Danmörku. Þannig tókst blaðamönnum Berl- ingske að rugla saman söluhagnaði KB banka og söluvirði hlutar í Baugi. Með því tókst þeim að lækka markaðsvirði Baugs um hátt í 90 prósent. Einhverjir hafa að undanförnu reynt að leiðrétta rangfærslur dönsku blaðamannanna, en haft lítinn árangur. Þannig voru ummæli Atla B. Guðmunds- sonar hjá Greiningu Íslandsbanka af Bloomberg frá 3. nóvember um að sjá mætti einkenni hlutabréfa- bólu þýdd á dönsku þannig að sjá mætti „öll“ ein- kenni bólu. Þegar reynt var að leiðrétta þetta reyndi danski blaðamaðurinn að sannfæra við- mælanda sinn um að ekki hefði verið hægt að þýða ummælin öðruvísi á dönsku. Það er kannski ekki nema von að umræðan verði ruglingsleg á tungumáli sem ekki gerir greinarmun á hugtökun- um allir, sumir og engir. Spenntir hagsmunaaðilar Eigendur hlutabréfa í Geest eru spenntir þessa dagana af væntingum um hagnað vegna yfir- tökutilboðs Bakkavarar. Fleiri hafa hagsmuna að gæta, að sögn Financial Times. Þannig er nokkur spenna í dýragarðinum í Edinborg þar sem ísbirnir hafa notið þess sem fellur af borð- inu við gerð fiskrétta hjá Geest. Einnig munu maðkar í Hampshire áhyggjufullir af framvindu mála, en þeir hafa notið afskurðar af sal- atframleiðslu fyrirtækisins. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.335 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 197 Velta: 4.937 milljónir +0,02% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hlutabréfasjóðurinn ICEQ var skráður í Kauphöllinni í gær. Sjóðurinn er settur saman úr eignum í sömu félögum og mynda Úrvalsvísitöluna. Yfirtöku Kögunar á Opnum kerfum er lokið. Alls samþykktu eigendur 97,16 prósent hlutafjár í Opnum kerfum tilboðið. Opin kerfi verða afskráð úr Kauphöll- inni. Alþjóðleg samtök banka ætla að styðja Samtök banka og verðbréfafyrirtækja sem vilja að EFTAdómstóllinn skeri úr um lögmæti starfsemi Íbúðalána- sjóðs. Burðarás hefur enn aukið hlut sinn í sænska bankanum Carnagie og á nú um fimmtung hlutafjár. 28 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Kauphöll Íslands stóð fyrir kynningu á íslenskum fyrir- tækjum í London. Vaxandi áhugi er á Actavis enda bú- ist við skráningu félagsins í Kauphöllinni í London fyrrihluta næsta árs. Mikill áhugi var hjá breskum fjárfestum á nokkrum af leiðandi fyrirtækjum í Kauphöll Íslands. Kauphöllin stóð fyrir kynningu á íslenskum fyrirtækjum í London. Augu fjárfesta beindust að Acta- vis, enda fyrirhugað að félagið verði skráð í kauphöllina í London á næsta ári. Slíkt hefur þó ekki verið tilkynnt í Bretlandi, en lík- legt að breskir fjárfestar hafi nasaþef af fyrirætlunum félags- ins. Breskir fjárfestar voru einnig áhugasamir um að kynna sér önnur fyrirtæki sem kynntu starfsemi sína. Auk Actavis kynntu Burðarás, Flugleiðir, KB banki, Íslandsbanki, Landsbank- inn og Marel starfsemi sína. Bakkavör hætti við vegna yfir- tökuviðræðna á Geest. Auk fjár- festa mættu viðskiptablaðamenn helstu fjölmiðla á kynninguna og fengu innsýn í starfsemi íslensku fyrirtækjanna. Halldór Kristmannsson, for- stöðumaður innri og ytri sam- skipta hjá Actavis, segir að bresku fjárfestarnir hafi sýnt fé- laginu mikinn áhuga. „Það mættu margir í fundarherbergi Actavis og það var gerður mjög góður rómur að kynningunni,“ segir Halldór. Hann segir að ekki liggi fyrir neinar dagsetningar um fyrirhugaða skráningu Actavis í erlendri kauphöll. „Formleg kynning á fyrirtækinu mun hefj- ast þegar liggur fyrir hvenær stefnt er að skráningu félagsins.“ Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þessa kynningu mjög gott framtak hjá Kauphöll Íslands og búast megi við því að fyrirtækið verði með fleiri kynn- ingar á starfseminni á næstunni. „Saga Actavis breiðist hratt út og við finnum aukinn áhuga með hverjum deginum sem líður,“ seg- ir Róbert. Hann segir ánægjulegt að taka þátt í slíkri kynningu með íslenskum útrásarfyrirtækjum. Actavis frestaði skráningu sinni á erlendan markað fram yfir næstu áramót. Þótt ekki liggi fyrir endanleg ákvörðun um hvenær félagið verði skráð á markað er búist við því að það verði á fyrrihluta ársins. Við skráningu er lögð fram ítarleg skráningarlýsing sem lýtur að öll- um helstu þáttum í rekstri félags- ins. Líklegt er að þá muni liggja fyrir uppgjör fyrstu mánaða næsta árs. Seinnihluti vetrar eða snemma næsta vor er því líkleg- asti tíminn fyrir skráningu félagsins í kauphöllinni í London. Formleg kynning hefst líklega um það bil tveimur mánuðum áður en skráning er fyrirhuguð, en búast má við að umfjöllun í Bretlandi fari stigvaxandi á næst- unni. „Við finnum fyrir miklum áhuga á Actavis og íslenskum fyrirtækjum,“ segir Halldór. Hann segir að fyrirtækið finni fyrir því að umfjöllun um við- skipti Íslendinga í London skili sér í vaxandi áhuga á Actavis. haflidi@frettabladid.is Lífeyrissjóðir eiga nú 962 milljarða og hefur verðmæti eigna þeirra hækkað um 138 milljarða frá áramótum. Mikil hækkun á hlutabréfa- markaði vegur þar þyngst. Lífeyrissjóðirnir íslensku hafa ekki farið varhluta af uppgangi á innlendum hlutabréfamarkaði. Eignir þeirra hafa hækkað um 138 milljarða króna í ár einkum vegna mikilla hækkana á verði hluta- bréfa í íslenskum fyrirtækjum. Heildareignir íslenskra lífeyr- issjóða voru 962 milljarðar króna. Það er ívið meira en sem nemur árlegri landsframleiðslu Íslands. Í Morgunkorni greiningar- deildar Íslandsbanka segir að íslensku lífeyrissjóðirnir hafi í ár fært eignir sínar í auknum mæli í erlend verðbréf en að þær fjár- festingar hafi skilað lélegri ávöxt- un. Kemur þar til að verðbréfa- markaðir í nágrannalöndunum hafa ekki skilað mikilli ávöxtun auk þess sem styrking á gengi krónunnar dregur úr verðmæti eigna í öðrum gjaldmiðlum. Þar kemur einnig fram að nokkuð virðist hafa verið um að sjóðsfélagar hafi greitt upp lán sín. Líklegasta skýring þessa er fjölgun valkosta við fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Stærstur hluti eigna lífeyris- sjóðanna er bundinn í skuldabréf en það hlutfall hefur þó lækkað úr 56,5 prósentum í byrjun árs í 53,2 prósent í lok október. - þk vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 38,00 -0,52% ... Bakkavör 24,30 +0,41% ... Burðarás 12,00 - ... Atorka 5,75 - ... HB Grandi 7,40 +1,37% ... Íslandsbanki 11,10 +0,45% ... KB banki 442,50 +0,57% ... Landsbankinn 11,90 -0,83% ... Marel 48,00 -0,83% ... Medcare 5,91 - 1,34% ... Og fjarskipti 3,09 -0,32% ... Opin kerfi 27,60 - ... Samherji 10,50 -3,67% ... Straumur 9,80 - ... Össur 75,50 -0,66% Búist við skráningu Actavis með vorinu Grandi 1,37% Hlutabréfasj. Búnaðarb. 0,99% SÍF 0,83% Samherji -3,67% Kögun -2,13% Medcare -1,34% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is og hvað segir þú? Hluthafafundur Og Vodafone Og Vodafone (Og fjarskipti hf.) boðar til hluthafafundar sem haldinn verður í Ársal Radisson SAS Hótel Sögu við Hagatorg, í dag, miðvikudag kl. 16.00. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Tillaga þess efnis að stjórn félagsins hafi heimild til útgáfu nýrra hluta að nafnverði 809.614.941 kr. vegna kaupa á öllu hlutafé Íslenska útvarpsfélagsins ehf. og Fréttar ehf. 4. Kosning varamanns í stjórn félagsins. 5. Önnur mál. Dagskrá og fundargögn eru hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Síðumúla 28, Reykjavík, fram að fundi. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar eru afhentir á fundarstað. Stjórn Og fjarskipta hf. ÍSLEN SK A A U G LÝ SIN G A ST O FA N /SIA .IS O G V 2 6 7 6 3 1 2 /2 0 0 4 Elfar á förum frá Eskju Elfar Aðalsteinsson, starf- andi stjórnarformaður Eskju, hefur selt allt hlutafé sitt í félaginu og hyggst ein- beita sér að eigin útgerð. Kristinn Aðalsteinsson og Þorsteinn Kristjánsson, stjórn- armenn og eigendur Eskju á Eskifirði, hafa gert samning um kaup á öllu hlutafé Elfars Aðal- steinssonar, starfandi stjórnar- formanns og meðeiganda þeirra. Í kjölfarið lætur Elfar af stjórnarformennsku. Í tilkynn- ingu félagsins kemur fram að hluthafafundur verði haldinn á næstunni og ný stjórn skipuð. Elfar er sagður ætla að snúa sér að nýjum verkefnum, m.a. að eigin útgerð. „Ég hef stýrt Eskju síðastliðin fjögur ár og haft af því mikla ánægju enda hafa síðustu misseri verið tími uppbyggingar og reksturinn gengið vel. Ég vil þakka öllu starfsfólki fyrirtækisins fyrir þeirra framlag og þolinmæði í umbreytingum síðustu ára um leið og ég óska því og eigendum velfarnaðar í framtíðinni,“ er haft eftir honum. Eskja á Eskifirði gerir út þrjú fiskiskip og rekur bæði bol- fiskvinnslu og mjöl- og lýsis- vinnslu í landi. Að sögn eigenda Eskju telja þeir að fjölmörg tækifæri felist í rekstrinum og að framtíðarstaða félagsins sé sterk. - óká ELFAR AÐALSTEINSSON Breytingar standa fyrir dyrum í eigenda- hópi sjávarútvegsfyrirtækisins Eskju á Eski- firði. Starfandi stjórnarformaður og með- eigandi fyrirtækisins hefur samið um sölu á hlut sínum og er á förum frá fyrirtækinu. Eignir lífeyrissjóða stóraukast FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT LÍFEYRISSJÓÐIR EFLAST Gott árferði í Kauphöll Íslands hefur styrkt lífeyrissjóðina. Nú nema heildareignir þeirra 962 milljörðum króna. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM VAXANDI ÁHUGI Róbert Wessmann forstjóri og Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samskipta hjá Actavis, finna fyrir vaxandi áhuga á fyrirtækinu meðal breskra fjárfesta og fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.