Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 1
● einlægni í öðru sæti Védís Hervör: ▲ SÍÐA 47 Tók þátt í lagahöfunda- keppni á netinu ● reyndi að flytja bjór til landsins Davíð Scheving: ▲ SÍÐA 30 Reis upp gegn mismunum ● yfirgefur Essen næsta vor Guðjón Valur Sigurðsson: ▲ SÍÐA 32 Á leið til Gummersbach MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR AÐVENTUTÓNLEIKAR Kór Kvenna- skólans í Reykjavík heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan átta í kvöld. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartar- dóttir og píanóleikari Tómas Guðni Egg- ertsson. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 15. desember 2004 – 343. tölublað – 4. árgangur UNGMENNI REYKJA MINNA Fimmt- án til sextán ára íslenskir unglingar reykja minna, fara síður á fyllerí og hafa sjaldnar neytt ólöglegra vímuefna en flestir jafnaldrar þeirra í Evrópu. Árangurinn er rakinn til eftir- lits foreldra og náinna tengsla þeirra við börn sín. Sjá síðu 4 JANÚKOVITSJ NEITAR ÁSÖKUN- UM Forsætisráðherra Úkraínu þvertekur fyrir að hafa viljað senda herinn til að tvístra mótmælendum í höfuðborginni. Financial Times hefur eftir heimildar- mönnum að hann hafi þrýst á forsetann um þetta. Sjá síðu 6 BÍLAKAUP Á NETINU Fjöldi einstak- linga kaupir sér bíla á netinu í stað þess að kaupa þá af bílasölum eða umboðum hérlendis. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 Steinunn Sigurðardóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Eldar fisk á aðfangadagskvöld ● jólin koma HVESSIR Í KVÖLD Sunnan og vestan til. Bjart með köflum um austanvert landið. Þykknar upp með éljum eða snjókomu sunnan og vestan til í kvöld. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Ungmenni á SMS og MSN: Tala tungum tveim ÍSLENSKA Íslensk ungmenni hafa þróað með sér nýtt orðfæri sem þau nota sín á milli í samskiptum með SMS- skilaboðum og MSN-tölvufor- ritinu. Fjöldi íslenskra orða hefur fengið nýjan rithátt og ensk blóts- yrði og skammstafanir eru notuð í miklum mæli. Nefnilega er skrifað neb- blea, kasseiru kemur í stað hvað segirðu og ekka þýðir eitthvað, svo dæmi séu nefnd. Kennurum ber saman um að SMS- og MSN-málið sé að mestu bundið við þessa samskiptamáta og lítið beri á hinum nýstárlega rithætti í skólastarfinu. - bþs sjá síðu 18 STJÓRNMÁL Stjórnendur Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar telja að hægt væri að flytja innanlandsflug til Keflavíkur á innan við einu ári og spara verulegt fé. Höskuldur Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar, skýrði frá því á fundi nýverið að allt að tvö hundr- uð og fjörutíu milljónir myndu sparast á ári við flutninginn. Á fundi stjórnenda Leifsstöðv- ar og Aflvaka, þróunarfélags Reykjavíkurborgar, fyrir skömmu kom fram að kostnaður við rekstur Reykjavíkurflugvall- ar næmi á ári hverju um 300 millj- ónum fyrir utan yfirstjórn og stofnkostnað. Rekstur innanlands- flugs á Keflavíkurflugvelli myndi sennilega kosta um 60 til 80 millj- ónir á ári fyrir utan stofnkostnað, að mati stjórnenda Leifsstöðvar. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra ljáði máls á því í viðræðum við Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fyrir skemmstu að Íslendingar tækju á sig stærri hluta af rekstrarkostn- aði Keflavíkurflugvallar og hafa spurningar vaknað í kjölfarið um hvort nú sé lag að flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Kefla- víkur í sparnaðarskyni. Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri Aflvaka, áréttar að ekki sé búið að staðfesta þessar tölur um sparnað sem slegið hafi verið fram á fundinum, þó svo að standa megi við fullyrðingar um sparnað vegna samlegðaráhrifa við annan rekstur. „Það sem liggur í þessu er að hægt er að ná fram veruleg- um sparnaði og greinilega hægt að taka við innanlandsfluginu með tiltölulega stuttum fyrirvara,“ sagði hann og bætti við að með flutningi innanlandsflugsins næð- ist greinilega aukið rekstrar- og vinnuhagræði á Keflavíkurflug- velli. Aflvaki hefur í kjölfar ráð- stefnu um „stórborgina“ sem haldin var síðasta vor fundað með forsvarsmönnum nágrannasveit- arfélaga höfuðborgarinnar þar sem velt hefur verið upp hug- myndum um aukið samstarf. Fundurinn með Leifsstöðvar- mönnum tengdist viðræðum við Reykjanessbæ. -ás/-óká Spara mætti 220 til 240 milljónir á ári Stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar segja margfalt ódýrara að vera með innanlandsflug í Keflavík en í Reykjavík. Taka myndi innan við ár að koma upp aðstöðu fyrir innanlandsflugið í Keflavík. HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð- herra hefur beðið Landlæknisemb- ættið að fylgjast með rannsókn á láti manns á níræðisaldri sem þykir hafa borið að með óeðlilegum hætti. Maðurinn, sem var vistmað- ur á Hrafnistu í Reykjavík, féll við þar sem hann beið í biðröð við morgunverðarborð í matsal heimil- isins. Hann var færður upp á her- bergi sitt, en hrakaði og var síðan fluttur á sjúkrahús nálægt því níu tímum síðar. Þar kom í ljós að blætt hafði inn á heila og maðurinn var lamaður öðru megin. Hann lést svo um viku síðar á sjúkrahúsinu. „Fjölskyldan hefur óskað eftir rannsókn og ráðherra beðið Land- lækni að fylgjast með málinu,“ sagði Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu. Hann segir lítið um mál- ið að segja meðan málið sé í rann- sókn. Hann áréttar þó að innanhúss á Hrafnistu séu ákveðnir vinnu- ferlar sem fara eigi eftir þegar óhöpp eigi sér stað og að af frá- sögnum að dæma virðist sem pott- ur hafi verið brotinn í þeim efnum. „Við höfum fundað með fjölskyldu mannsins, sem eðlilega vill fá svör við ákveðnum spurningum, og við bentum fjölskyldunni á allar mögu- legar leiðir til þess.“ Sveinn bjóst við að í framhaldinu yrði fólk kall- að til yfirheyrslu og farið ofan í saumana á málinu, bæði af hálfu lögreglu og Hrafnistu. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir málið ekki enn hafa verið kært til lögreglunnar í Reykjavík, en það verði rannsakað samkvæmt meðferð opinberra mála berist kæra. - óká/hrs Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar 9 Opið í dag 10-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 60531 FRÁBÆR TILBOÐ!SÉRBLAÐ FYLGIR Mosfellsbær: Reiði ríkir MANNSLÁT Mikil reiði er meðal ættmenna og vina Ragnars Björnssonar, mannsins sem lést eftir árásina í Mosfellsbænum um helgina. „Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt,“ segir Jón Davíð Ragnarsson. „Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var eng- an veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað,“ segir hann. Sjá síðu 2 Á BRETTUM Í BLÁFJÖLLUM Eyþór Bergvinsson og Matthías Árnason léku listir sínar á snjóbrettum í Bláfjöllum. Reytingur var af fólki á skíðum í gær, flestir á æfingum í ágætis færi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÚR FARSÍMALEIK Myndin er úr far- símaleiknum Poolhall, en hann býður líka upp á spjall þeirra sem spila. Ungmenni hafa komið sér upp sérstökum rithætti fyrir slík samskipti. Landlæknir beðinn um að fylgjast með rannsókn: Mannslát á Hrafnistu rannsakað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.