Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 6
6 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR UMFERÐ Hámarkssekt vegna um- ferðarlagabrota fer úr 100 þúsund krónum í 300 þúsund krónur sam- kvæmt nýsamþykktri breytingu á reglugerð um viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er breyt- ingin liður í því að fylgja eftir um- ferðaröryggisáætlun samgöngu- ráðuneytisins og auka aðhald að ökumönnum á þjóðvegum. Í ný- legri skýrslu, sem tekin var saman af Umferðarstofu, kemur fram að í þremur af hverjum fjórum banaslysum á Íslandi á árunum 1998 til 2002 var aðalorsök talin vera hraðakstur, ölvunarakstur eða það að bílbelti var ekki notað. Allar þessar orsakir banaslysa tengjast brotum á umferðarregl- um. Samgönguráðherra hefur boð- að að umferðaröryggisáætlun verði fylgt fast eftir og hefur þegar ráðgert að leggja 400 millj- ónir til verksins á næsta ári. Höf- uðmarkmið samgönguráðuneytis- ins er að fækka slysum á þjóðveg- um landsins þannig að fjöldi al- varlegra slysa í umferð á hverja 100 þúsund íbúa verði sambæri- legur við það sem lægst gerist í heiminum. - th Janúkovitsj sagður hafa viljað beita valdi Forsætisráðherra Úkraínu þvertekur fyrir að hafa viljað senda herinn til að tvístra mótmælendum í höfuðborginni. Financial Times hefur eftir heimildar- mönnum að hann hafi þrýst á forsetann um þetta. ÚKRAÍNA, AFP Viktor Janúkovitsj, forsætisráðherra Úkraínu, þvertók í gær fyrir að hafa reynt að fá Le- oníd Kútsjma forseta til að beita hersveitum gegn mótmælendum í Kiev. Breska viðskiptadagblaðið Financial Times birti í gær frétt þess efnis að Janúkovitsj hefði far- ið þessa á leit við Kútsjma og vísaði til heimilda í úkraínsku stjórninni og meðal sendimanna erlendra ríkja. Samkvæmt frétt Financial Times var Janúkovitsj einn þeirra áhrifamanna í úkraínskum stjórn- málum sem vildu að her eða örygg- issveitir yrðu notaðar til að tvístra mótmælendum sem voru komnir til höfuðborgarinnar til að mótmæla kosningasvindli ráðamanna. „Ég veit að margir fulltrúar stjórnvalda reyndu að fá forsetann til að lýsa yfir neyðarástandi,“ hefur blaðið eftir Vasyl Baziv, að- stoðarstarfsmannastjóra forsetans. „Þeir sögðu að tími væri kominn til að nýta vald ríkisins. Forsetinn var frá fyrstu stundu mótfallinn því að beita valdi,“ sagði Baziv. Meðal þeirra sem sagðir eru hafa þrýst á forsetann er starfsmannastjóri hans, Viktor Medvetsjúk. Kútsjma er sagður hafa neitað að beita hervaldi þar sem hann vildi ekki að valdatíma sínum lyki með blóðugum átökum. Janúkovitsj þvertekur fyrir að hafa hvatt til þess að hervaldi yrði beitt gegn mótmælendum. Janú- kovitsj var lýstur sigurvegari kosn- inganna sem fram fóru í síðasta mánuði og voru dæmdar ógildar nokkru síðar. Hann etur nú kappi við Viktor Júsjenkó í endurtekningu kosninganna. „Ég tók ekki þátt í neinum umræðum um þessa spurn- ingu. Þessar upplýsingar eru falsk- ar. Við ræddum ekki um að beita valdi heldur einungis um að koma á reglu,“ sagði Janúkovitsj eftir birt- ingu fréttarinnar. Fréttin er afar óheppileg fyrir Janúkovitsj, sem er talinn eiga erfitt uppdráttar gegn Júsjenkó. ■ Grunnskólar Reykjavíkur: Lækka nið- urgreiðslur SKÓLAR Ákveðið hefur verið að lækka niðurgreiðslur til skóla- mötuneyta í Reykjavík um 20 krónur á máltíð til að koma til móts við kröfu um hagræðingu hjá Fræðsluráði Reykjavíkur. Skólamáltíðir gætu því hækkað um 400 krónur á mánuði. Stefán Jón Hafstein segir að stefnt sé að því að fólk finni ekki fyrir þessu með því að auka magninnkaup og fjölga útboðum. Nú kostar heit máltíð í skólum borgarinnar á bilinu 200-280 krón- ur máltíðin. - ss Hafnarfjörður: 3,4 milljónir á hverja íbúð VERKTAKA Tilboð í byggingarrétt á Norðurbakka í Hafnarfirði voru opnuð í byrjun vikunnar. Byggingar- félagið Ingvar & Kristján var með hæsta tilboðið í annan hluta verks- ins og bauð rúmar 132 milljónir eða 3,4 milljónir á hverja íbúð. Eykt bauð rúmar 260 milljónir í hinn hlut- ann eða um 3,3 milljónir á íbúð. Í gær voru opnuð tilboð í tvær lóðir til viðbótar og í dag verða síð- ustu tilboðin opnuð. Byggðar verða 440 íbúðir á Norðurbakka. - ghg Suðurlandsvegur: Ók á bíl í vegkanti LÖGREGLA Ökumaður bíls sem ekið var vestur eftir Suðurlandsvegi skammt austan við Þjórsá ók á kyrrstæðan mannlausan bíl í veg- kantinum með þeim afleiðingum að bíll hans fór út af veginum, valt og endaði þvert yfir skurði. Ökumað- urinn leitaði læknis á heilsugæslu- stöðinni á Hellu vegna meiðsla á handlegg og á fæti. Báðir bílarnir eru gjörónýtir og voru fjarlægðir af slysstað með kranabíl. - hrs BÍLVELTA UNDIR HAFNARFJALLI Maður var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum í hálku og hafnaði utan vegar við Vestur- landsveg undir Hafnarfjalli í fyrrinótt. Bíllinn valt og hafnaði um tuttugu metrum fyrir neðan veginn. Maðurinn var ekki talinn alvarlega slasaður. DEKKJUM STOLIÐ Bíleigandi á Akureyri var undrandi þegar hann kom að Skoda-bíl sínum við Hvannavelli á mánudag en búið var að taka öll dekkin, með felg- um, undan bílnum. Múrsteinar höfðu verið settir undir öxla bíls- ins og hann skilinn þannig eftir. Ekki er vitað hver var að verki en þeir sem geta veitt upplýsing- ar eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hve margir eru innlyksa á Landspítal-anum af því að úrræði skortir fyrir þá? 2Hverjir hafa verið nefndir sem kostir ístarf bæjarstjóra í Kópavogi? 3Hvar kviknaði í í miðbæ Reykjavíkurá mánudagskvöldið? Svörin eru á bls. 46 „UMFRAM ALLT: TÖFF“ „Bók í anda Tarantinos, hæfilega blóðug og hæfilega fyndin. En umfram allt: töff.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntir.is VETNISSTÖÐIN Vetnisvagn Nýorku við vetnisstöð Skelj- ungs. Hún hóf aftur starfsemi í gær en hún hefur verið biluð í nokkrar vikur. Strætó: Vetnið aftur í umferð SAMGÖNGUR Vetnisstöð Skeljungs og Íslenskrar Nýorku hóf aftur störf í gær en hún hefur verið bil- uð í nokkrar vikur. Á meðan hafa vetnisstrætisvagnar Nýorku stað- ið ónotaðir. Vetni verður dælt á þá aftur í dag. Þegar bilunin kom upp var ákveðið að fara í stærri viðgerð og endurhanna hluta hennar. Við- ræður eru á milli eigenda stöðvar- innar og Norsk Hydro um kostn- aðarskiptingu vegna viðgerðar- innar en fyrirtækið framleiddi tækjabúnað í stöðina. - ghg Sendiherra Íslands í Kambódíu: Afhenti trúnaðarbréf UTANRÍKISMÁL Ólafur Egilsson af- henti í gær í fyrsta skipti konungi Kambódíu, Norodom Sihamoni, trúnaðarbréf sem sendiherra Ís- lands. Sendiherrastörfum gagnvart Kambódíu verður að sinni gegnt frá Reykjavík eins og samskiptum við fleiri ríki í Suðaustur-Asíu. Formlegu stjórnmálasambandi Íslands og Kambódíu var komið á fót í fyrra. Þetta var í fyrsta skipti sem Sihamoni tók við trúnaðarbréfi erlends sendiherra en hann tók við konungdómi af föður sínum fyrir skemmstu. - bs Afbrot: Öruggast á Austurlandi LÖGREGLA Öruggast virðist að búa á Austurlandi, eftir því sem fram kemur í ritinu Afbrotatölfræði 2003, sem tekið er saman af Ríkislög- reglustjóra, en fæst brot áttu sér stað á Austurlandi árið 2003. Flest tilkynnt hegningarlagabrot áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu; um 76 prósent tilkynntra hegningarlaga- brota og rétt rúmur helmingur um- ferðarlagabrota. Næstflest brot áttu sér stað á Suðurlandi. Fjöldi brota er miðaður við hverja 10.000 íbúa. Brotum miðað við íbúafjölda fjölgaði mest á Seyðisfirði og Ísa- firði, en fækkaði mest í Búðardal og Vestmannaeyjum. - ss WASHINGTON, AFP Spirit, könnunar- far Bandarísku geimferðastofn- unarinnar (NASA) á Mars, hefur fundið steinefni sem teljast öruggasta sönnunin hingað til fyrir því að vatn hafi einhvern tímann fundist á plánetunni. Þetta kom fram hjá vísinda- mönnum NASA á mánudag. Spirit fann steinefnið goethite á því svæði Mars sem kallast Kólumbíuhæðir. Eftir því sem fram kemur hjá NASA myndast steinefnið einungis nálægt vatni, hvort sem vatnið er fljótandi, frosið eða í gufuformi. Á svipuð- um stað hafði einnig fundist steinefnið hematite, sem oftast, en ekki alltaf, myndast nálægt vatni. Goestar Klingelhoefer, vís- indamaður sem hefur yfirum- sjón með greiningu steinefna sem finnast á Mars, segir goet- hite, líkt og jarosite sem könnun- arfarið Opportunity fann hinum megin á Mars, vera sterka sönn- un fyrir því að vatn hafi ein- hvern tímann fundist þar. Tilgangur könnunarfaranna Spirit og Opportunity var að finna sannanir um vatn á Mars. Talið er að því hlutverki hafi lok- ið í apríl síðastliðnum. ■ KÓLUMBÍUHÆÐIR Á MARS Vísindamenn segja að á Kólumbíuhæðum séu öruggustu sannanirnar sem hingað til hafa fundist fyrir vatni á Mars. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Reikistjarnan Mars: Nýjar sannanir um vatn BÍLSLYS VIÐ MIKLUBRAUT Þrjú af hverjum fjórum banaslysum voru vegna hraðaksturs, ölvunaraksturs eða vegna þess að bílbelti voru ekki notuð. Sektir fyrir umferðarlagabrot hækkaðar: Hámarkssekt er nú 300 þúsund JANÚKOVITSJ Á SKRIFSTOFU SINNI Forsætisráðherrann þvertekur fyrir að hafa viljað beita valdi gegn mótmælendum sem kröfðust ógildingar kosninganna þar sem hann var lýstur sigurvegari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.