Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 28
15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Gefðu þér vistvæn jól Vistvernd í verki gefur góð ráð til að halda hátíðunum umhverfisvænum. Jólin eru oftar en ekki hátíð bruðls og ofgnóttar og því miður fer slíkt oft saman við kæruleysi varðandi umhverfisvernd. Frétta- bréf samtakanna Vistvernd í verki kom út á dögunum og þar er að finna nokkur hollráð til að gleyma ekki vistkerfinu um jólin. Einnig geta þeir, sem vex í augum að vistvænar vörur eru dýrari en aðrar, notað jólin til að dekra virkilega við sig og keypt lífræn- ar lúxusvörur. Hér fylgja um- hverfisvænar ábendingar sem hægt er að fylgja án þess að skerða jólagleðina á nokkurn hátt: Veldu lífrænt ræktað, líka um jólin. Villibráð og lambakjöt er vist- vænni kostur en svínakjöt og ann- að kjöt úr verksmiðjubúskap. Kauptu mat sem er framleiddur í heimabyggð. Mikil olía fer í að flytja mat langar leiðir. Hugsaðu um gæði frekar en magn og kauptu vandaða og lífræna matvöru í litlu magni frekar en fjöll af fjöldaframleiddu drasli. Kauptu gæðavörur til jólagjafa. Óvistvænustu gjafirnar eru þær sem skemmast eftir tvær vikur og er hent vegna þess að viðtak- andinn þarfnast þeirra ekki. Gefðu upplifanir og þjónustu í staðinn fyrir hluti. Notaðu maskínupappír sem gjafa- pappír. Venjulegan gjafapappír er ekki hægt að endurvinna. Mask- ínupappír er hægt að endurvinna og að auki geturðu sett á hann munstur að eigin vali. Forðastu jólakort með tónlist og rafhlöðum. Í þeim eru yfirleitt eiturefni. Kauptu íslenskt jólatré. Það hefur ferðast stystu leiðina, ber ekki með sér óþekkta plöntusjúkdóma eða lýs og hefur verið ræktað á mun vistvænni máta en erlend tré. Gerðu þrifin eins vistvæn og þér er unnt, líka um jólin. Gefðu jörð- inni og þér þessa alúð í jólagjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.