Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 150 stk. Keypt & selt 43 stk. Þjónusta 43 stk. Heilsa 11 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 14 stk. Tilkynningar 5 stk. Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 15. des., 350. dagur ársins 2004. Reykjavík 11.16 13.23 15.30 Akureyri 11.31 13.08 14.44 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Helgi Pétursson heldur í þá hefð að lesa jólakortin á Þorláksmessukvöld eftir að tréð hefur verið skreytt. „Við höfum gjarnan lagt mikið upp úr Þorláksmessukvöldi og það verið hátíðis- dagur hjá okkur,“ segir Helgi Pétursson tónlistarmaður með meiru, og má segja að það liggi vel á honum þessa dagana og jólastemningin sé farin að segja til sín. „Fyrir utan að reyna að komast eina ferð niður Laugaveginn, eftir veðri, þá höfum við í raun og veru gengið þannig frá að jólin séu komin á Þorláksmessukvöld,“ segir Helgi og hugsar með hlýjum hug til þeirra stunda sem hann á með fjölskyld- unni þegar þau sitja saman og lesa kortin. „Okkur hefur fundist eðilegt að gera það rétt áður en jólin fara í hönd og höfum gert úr þessu skemmtilega kvöldstund, eftir að búið er að skreyta jólatréð og pakka inn gjöfum. Þá er gjarnan einn úr fjölskyldunni fenginn til að lesa þau, þetta hefur alltaf þótt skemmtilegur siður og þó það hafi ver- ið að fækka í heimili þá hafa menn haft orð á því að koma á Þorláksmessukvöldi til að taka þátt í þessu,“ segir Helgi en bætir við að sérstakar veitingar séu ekki á boðstólum þetta kvöld, nema þá auðvitað skatan. „Frúin er af vestfirskum ættum þannig að það er skata á Þorláksmessu hjá okkur við misjafnar undirtektir, en ég hef lært að borða þetta með henni og tekið mig föstum tökum í þeim lærdómi. Mér leist illa á í upp- hafi en finnst ljómandi núna,“ segir Helgi hlæjandi en bætir við að börnin séu ekki jafnhrifin af skötunni. „Það eina sem varpar skugga á hátíðar- höldin hvað börnin varðar er vestfirsk elda- mennska frúarinnar,“ segir Helgi en er á sama tíma sannfærður um að börnin gætu ekki hugsað sér Þorláksmessu án skötunnar. kristineva@frettabladid.is Skata og jólakort á Þorláksmessu Jólatré bernsku minnar ersýning í handverksmiðstöð-inni Punktinum við Kaup- vangsstræti á Akureyri. Sum jólatrén eru nýskreytt en önn- ur líta út eins og þau komu af háaloftinu. Að sögn Höddu í Punktinum hefur sýningin vakið upp margar tilfinningar og mikið þakklæti og jafnvel orðið til þess að fólk er farið að skreyta híbýli sín aftur með þessum gömlu trjám. Sýningin stendur fram til 21. desember og er opin alla virka daga kl. 13-17 og mánu- dags- og mið- vikudagskvöld kl. 19-22. Hægt er að skoða trén á síðunni punkturinn.akureyri.is/is- lensk_jolatre.htm 10 Hertz er nafnið á há- degis- og miðnætur- tónleikum sem Margrét Sigurðardótt- ir sópransöngkona og Gunn- hildur Einarsdóttir hörpuleik- ari flytja í Vídalínskirkju og Víðistaðakirkju á næstu dög- um. Á dagskránni er aðventu- og jólatónlist frá ýmsum lönd- um. Hádegistónleikarnir eru í Víðistaðakirkju 16. desember og í Vídalínskirkju 18. desem- ber og hefjast þeir klukkan 12. Miðnæturtónleikarnir hefj- ast klukkan 23.30 og eru í Vídalínskirkju 17. desember og í Víðistaðakirkju 21.des- ember. Aðgangseyrir er 900 kr. en börn, eldri borgarar og öryrkjar fá ókeypis inn. jol@frettabladid.is Helgi Pétursson heldur í þann sið að lesa jólakortin með fjölskyldunni á Þorláksmessukvöld. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU fyrir jólin FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS JÓLIN KOMA FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Hvort sef ég af því að ég er þreytt á því að vera vakandi eða vaki af því að ég er þreytt á að vera sofandi? Lítil og sæt jólatré BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.