Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 16
16 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR SÉRSTAKT ILMVATN Kona frá Singapúr heldur á ilmvatni sem er nýkomið á markaðinn og á að auka kynhvöt íbúa landsins. Stjórnvöld hafa stutt markaðssetningu ilmvatnsins þar sem þau hafa áhyggjur af minnkandi barneign- um landsmanna. Ilmvatnið verður einnig markaðssett í Evrópu, Bandaríkjunum og annars staðar í Asíu. Fiskikóngurinn í Vör: Með ísbjörn í glugganum ÍSBJÖRN „Þetta er fyrst og fremst gert til að draga að athygli. Fiski- kóngurinn verður alltaf að vera með kónginn,“ segir Kristján Berg, fisksali sem hefur komið uppstoppuðum ísbirni fyrir í búð- arglugga í Fiskbúðinni Vör. Björninn fékk Kristján frá Grænlandi en hann hefur leitað mánuðum saman að hentugu dýri. „Það er svo erfitt að finna ísbjörn með allar klær heilar,“ segir Kristján og upplýsir að verðið á ísbirni sé á við verðið á notuðum bíl. Kristján lýsir upp búðina um nætur svo að fólk geti litið björn- inn augum og segir að margir komi við á kvöldin til að sjá hann. „Þetta er eins og jólaskraut, ég held að fullorðna fólkið sé meira að segja spenntara fyrir þessu en krakkarnir.“ Kristján kveðst hafa langað í ísbjörn árum saman. „Það eru margir sem vilja eiga hlébarða, hann myndi ekki passa vel inn í fiskbúð. Ég var líka að spá í hval en hann tæki sennilega of mikið pláss,“ segir Kristján og hlær. - bs ■ Jagúar á ferð og flugi ■ Göturnar í lífi Einars Kárasonar ■ Matgæðingurinn Helga Braga ■ Hugrún og Magni í Kron ■ Grænmetisbaka að rússneskum sið ■ Myndbandið sem safngripur ■ Fröken Freyja leysir vandann Sturla Gunnarsson Týndi sonurinn gerir dýrustu mynd Íslands Þau erfa flokkana Næsta kynslóð stjórnmálaforingja F24. TBL. 1. ÁRG. 2. 12. 2004 ■ Ceres 4 pönkar ■ Sægreifinn er ekkert slor ■ Göturnar í lífi Dísu í World Class ■ Birta og Andrea í júniform ■ Gæsabringur á Óðinsvéum ■ Birgir Þór Bieltvedt er leiðtoginn í Magasin du Nord F23. TBL. 1. ÁRG. 25. 11. 2004 Elma Lísa Leiklistin & tískan Stéttskipt Ísland í uppsiglingu Aldrei fleiri milljónamæringar Þorsteinn Pálsson Ætlar ekki aftur í pólitík Fylgir Fréttablaðinu alla fimmtudaga Tíska, stjórnmál og allt þar á milli... KRISTJÁN OG ÍSBJÖRNINN Búðin er lýst upp á nóttunni og margir koma við á kvöldin til að líta á björninn. HEILBRIGÐISMÁL Hátt í helmingur fólks í sveit fer sjaldan eða aldrei til tannlæknis, samkvæmt niður- stöðum könnunar á tannheilsu landsmanna frá árinu 2000. Það voru Guðjón Axelsson tannlæknir og Sigrún Helgadóttir tölfræðingur sem gerðu könnun meðal 800 manna. Samkvæmt niðurstöðum henn- ar fer stærstur hluti Reykvíkinga árlega eða oftar til tannlæknis. Í kaupstöðum og þorpum fara rúm 67 prósent svo oft til tannlæknis, en rétt rúmur helmingur íbúa í sveitum lætur líta á tennur sínar einu sinni á ári eða oftar. Tveir sem áttu heima í Reykja- vík, fjórir sem bjuggu í kaupstað og tveir sem bjuggu í sveit sögð- ust aldrei hafa komið til tann- læknis. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar má áætla að rúmlega tvö þúsund Íslendingar á aldrin- um 45-55 ára, eða um 6 prósent þjóðarinnar, gætu verið með gervitennur. Samanborið við fyrri kannanir þýðir það að tannlausum hefur fækkað um rúm 20 prósent á árunum 1990-2000. Stór hluti þeirra missti tennurnar á unga aldri og einungis lítill hluti þeirra eftir að 45 ára aldri var náð. Lítill munur var á því á tíu ára tímabili hvenær þátttakendur urðu tann- lausir í efri og neðri gómi. Athygli vekur í niðurstöðum könnunarinnar hve fáir í ofan- greindum aldurshópi höfðu farið til tannlæknis, áður en þeir urðu sex ára eða einungis 7,3 prósent þeirra sem svöruðu. Spurningu um viðhorf þátttakenda til tann- læknisþjónustu svöruðu flestir á þá lund að þeir væru ánægðir með þjónustuna. Þeim tæplega 24 pró- sentum þátttakenda sem óánægð- ir voru með þjónustuna þótti hún of dýr. - jss Fólk í sveit fer mun sjaldnar til tannlæknis Nær helmingur fólks sem búsett er í sveit fer sjaldan eða aldrei til tannlæknis, samkvæmt könnun á tannheilsu landsmanna. Tannlausum hefur farið ört fækkandi á árunum 1990-2000. Má ætla að um 6 prósent séu með gervitennur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TANNHEILSA Ætla má að um 6 prósent þjóðarinnar séu tannlaus, en tannheilsa fer stöðugt batnandi. TANNLÆKNISHEIMSÓKNIR TÍÐNI REYKJAVÍK KAUPST./ÞORP SVEIT Árlega eða oftar 77,8% 67,4% 51,6% Sjaldan, aldrei 22,2% 32,6% 48,8%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.