Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 8
8 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR BLAIR Í LEIKFIMI Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók þátt í leikfimitíma í kvennaskólanum Wa- verley í Peckham í London í gær. Blair var þar til að kynna átak í byggingu íþrótta- mannvirkja við skóla, en markmið þess er að hver nemandi í breskum grunnskólum verði minnst fjóra tíma í leikfimi í viku hverri áður en áratugurinn er úti. LANDBÚNAÐUR Á næstunni verður fargað um 350 fullorðnum kindum auk ásetningsfjár á bænum Aust- urhlíð í Biskupstungum vegna riðusmits sem þar greindist í tveimur kindum í liðinni viku. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, sér- fræðings yfirdýralæknisembætt- isins í sauðfjársjúkdómum, er hjörðin á bænum sú stærsta í sveitinni, losar um 400 fjár. Sigurður segir að beitt sé nýrri aðferð við greiningu þannig að smit komi nú fyrr fram en áður. Hann segir riðuna í Austurhlíð af tegund sem hér hefur greinst áður, en í haust kom upp ný teg- und af riðu í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum sem ekki hefur greinst hér áður. „Þar fannst af- brigði sem fundist hefur áður í Noregi og virðist ekki jafnsmit- andi og eldri gerðin sem hér er þekkt,“ segir hann. Sigurður segir vísbendingar um samspil snefilefna í umhverfi og hversu auðveldlega kindur smitast af riðu. „Menn vita ekki nógu vel hvað breytir eðlilegu próteini skepnunnar þannig að úr verður smitefni. Komið hefur í ljós að meira mangan er í fé og umhverfi bæja þar sem riða hefur ekki fundist,“ segir hann, en bæt- ir við að rannsaka þurfi betur tengslin við riðusmitið, því um gæti verið að ræða samspil mang- ans við önnur efni. - óká Bílar keyptir á uppboði á ebay Fjöldi einstaklinga velur nú að kaupa sér bíla á netinu í stað þess að kaupa þá af bílasölum eða umboðum hérlendis. Fólk leitar helst til Bandaríkjanna þar sem dollarinn er mjög hagstæður fyrir innkaup þar. BÍLAR Sprenging hefur orðið í inn- flutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að not- færa sér netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á upp- boðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruð- um þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins, segir að þessi áhugi ein- staklinga á bílakaupum í Banda- ríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á netinu. Dæmi séu um að menn hafi óafvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráð- ir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti verið að losna við slíka bíla. Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hæstánægður. Maður- inn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýs- ingar að innflutningur einstak- linga á bifreiðum frá Bandaríkj- unum hefði aukist talsvert undan- farna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl að utan borga ein- staklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úr- vinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir vélarstærð. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með meira en tveggja lítra vél þá er vörugjaldið 45 pró- sent. Vörugjaldið er greitt af upp- hæð sem samanstendur af kaup- verði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslu- gjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. trausti@frettabladid.is Landspítali: Nýtt og öfl- ugt ómtæki HEILBRIGÐISMÁL Nýtt og mjög öfl- ugt segulómtæki var tekið í notk- un á röntgendeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi í gær. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók nýja tækið formlega í notkun. Með tilkomu þess stígur LSH stórt skref sem hátæknispítali og háskólasjúkrahús. Í útboði er gert ráð fyrir kaupum á öðru sambæri- legu tæki sem verður á Landspít- ala við Hringbraut. Það verður notað við rannsóknir á börnum, krabbameinssjúkum og ýmsum fleiri sjúklingahópum. - jss TÍÐ DAUÐSFÖLL FANGA Að meðal- tali annan hvern dag fremur fangi sjálfsmorð, er myrtur eða deyr við vafasamar kringumstæður í breskum fangelsum, samkvæmt nýrri úttekt. Yngstur til að fremja sjálfsmorð var sextán ára piltur. SIGURÐUR SIGURÐARSSON Sérfræðingur yfirdýralæknisembættisins varar bændur við allri verslun með og skiptum á sauðfé milli bæja vegna hættunnar á sauðfjárriðusmiti. „Enn verður að undirstrika varnað- arorð við því að hýsa eða fóðra fé frá öðrum og láta vita undir eins ef eitthvað grunsam- legt kemur upp,“ segir Sigurður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /G VA Sauðfjárriða í Biskupstungum: Fé fargað í Austurhlíð GRAND CHEROKEE TIL SÖLU Á EBAY Þessi jeppi er aðeins einn af þúsundum bíla sem eru til sölu á vef ebay. GRAND CHEROKEE LIMITED ÁRGERÐ 2003 Ebay Ísland Kaupverð 1.350.000 3.816.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukaskattur (24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskipt- ur með leðursætum og miklum staðal- búnaði. Verð hér er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu. PALLBÍLAR VINSÆLIR Bandarískir pallbílar eru algengari en verið hefur. Samkvæmt upplýsingum tollstjóra er helsta skýringin sú hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnu- bifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar, eða aðeins 13 pró- sent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablað- inu fyrir mánuði er fjármálaráðuneyt- ið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni. ■ EVRÓPA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.