Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 18
18 Nýr dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir rúmlega tvítugum manni vegna kynferð- isafbrots gegn fimm ára stúlkubarni hefur vakið athygli. Maðurinn fékk skil- orðsbundinn dóm til sjö mánaða, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða stúlkunni miskabætur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Símanum, er ein þeirra sem ekki eru sáttir við þessa niðurstöðu. „Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt að menn þurfi ekki að sæta fangelsisvist þegar þeir hafa verið fundnir sekir um kynferðisafbrot gegn börnum,“ segir hún. „Kynferðisbrot gegn börnum eru ein alvarlegustu brot sem hægt er að hugsa sér og valda varanlegu tjóni á sál- arlífi barna.“Manninum var gert að greiða barninu miskabætur og Eva telur þær of lágar miðað við afbrotið gegn því. „ Andlegt tjón stúlkunnar er því miður eingöngu metið á 150.000 krón- ur en gerandinn gengur laus,“ segir hún. „ Ég ætla að biðja hverja móður og hvern föður á landinu að hugleiða sína eigin líðan stæðu þau í sömu sporum og foreldrar stúlkunnar – að horfa upp á sitt eigið barn svívirt á þennan hátt. Að ekki sé talað um tjónið sem barnið bíður.“ Eva kveðst vilja strangari viðurlög við kynferðisbrotum gegn börnum. „ Dómarar verða að bregðast við þeirri kröfu samfélagsins að taka harðar á kynferðisafbrotum og er þessi dómur í hróplegu ósamræmi við það. Við verð- um einfaldlega að fara að taka þessi mál fastari tökum og líta þau alvarlegri augum.“ EVA MAGNÚSDÓTTIR Í hæsta máta óeðlilegt SKILORÐSDÓMUR VEGNA KYNFERÐISBROTS GEGN BARNI „Það er létt yfir fólki hér fyrir austan. Menn eru hressir og kátir og horfa björtum augum til jóla og framtíðar allrar,“ sagði Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann sagði að síldarvertíð væri nú á fullu og langt síðan svo mikill kraftur hefði verið í síldarvinnslu og síldveið- um fyrir austan og nú. „Það gengur miklu betur að veiða heldur en á undanförnum árum. Afl- inn er nánast allur unninn til mann- eldis,“ sagði Smári og bætti við að ef horft væri yfir Norðfjörð og Norðfjarð- arflóann þá lægju þar vinnsluskip út um allt. Veiðiskipin kæmu og lönd- uðu afla sínum yfir í þau og þar væri aflinn unninn, sem og í landi. „Þannig að þetta er svolítið öðruvísi síldarævintýri en áður. En engu að síður mikil stemning og mikil umsvif. Mannlífið er gott, gleði og glaumur. Menningarlíf blómstrar og jólaundir- búningur er á fullu.“ Smári sagði að nýlokið væri mikilli árlegri rokkveislu í Neskaupstað. Að baki hátíðanna stæði klúbburinn BRJÁN, sem væri skammstöfun fyrir Blús-, rokk- og jassklúbburinn á Nesi. Komið yrði suður með hátíðina að venju og að þessu sinni yrði hún á Broadway þann 14. janúar. Þá mættu menn og fylltu ævinlega húsið. Smári kvaðst hafa tekið þátt í hátíð- unum og myndi gera það svo lengi sem honum „yrði leyft að vera með.“ Nú síðast sem söngvari, enda kvaðst hann gera eins og honum væri sagt. „Það er gaman að fá að vera með,“ sagði hann. „Sumir spyrja hvort mað- ur sé ekki orðinn of gamall til að vera í þessu. Þá segi ég bara:„Ekki er Jagger hættur.““ Öðruvísi síldarævintýri HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SMÁRI GEIRSSON, FORSETI BÆJARSTJÓRNAR: 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Nottla gegt gaman Ekki er víst, og reyndar æði ólíklegt, að allir lesendur skilji fyrirsögnina hér að ofan. Stór hópur á hins vegar auðvelt með að lesa þetta og við honum blasir einfaldlega: „Náttúrlega geðveikt gaman“. Fjöldi orða er nú stafsettur á nýstárlegan hátt í samskiptum unga fólksins með fjarskiptatækjum nútímans. ÍSLENSKA Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleið- um þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt ís- lenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skamm- stöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstaf- anir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmæl- endum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir við- fangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. bjorn@frettabladid.is Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Toyota Land Cruiser 100 www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 83 9 1 2/ 20 04 Fyrst skráður: 10.2002. Ekinn: 90.000 km. Vél: 4,2 dísel. Litur: Grár. Búnaður: Sóllúga og dráttarbeisli. Verð: 5.750.000 kr. Brynja Baldursdóttir, kennari í Hagaskóla, kannast vel við hina nýju íslensku stafsetn- ingu og segir hana birt- ast í skólastarfinu. „Þetta kemur fram í verkefnum hjá krökkun- um, ýmis orð hafa fengið nýjan rithátt.“ Hún segir þó að í hefðbundnum stafsetningarverkefnum, þar sem skrifað er upp eftir upplestri, gæti þessa síður enda hlusti krakkarnir vel eftir framburði orðanna. „Ég hef rætt þetta og bent krökkunum á að það er mikill munur á rituðu msn-máli annars vegar og hefðbundnu rituðu máli hins vegar.“ Brynja rekur breyttan rithátt til flýtisins sem einkennir samskipti krakkanna á msn-forritinu, þar gildir að koma orðunum sem fyrst frá sér til að fá svör sem fyrst. Og vissulega hefur hún áhyggjur af þróun málsins. „Það er mikilvægt að brýna fyrir krökkunum að gera greinarmun á msn-máli og hinu rétta.“ ■ SMÁRI GEIRSSON Brynja Baldursdóttir kennari: Asinn styttir orðin „Auðvitað sést þetta annað slagið en ég verð þó ekki mikið vör við þetta,“ svarar Inga Rósa Þórðardótt- ir, kennari í Folda- skóla, aðspurð hvort sms- og msn-málið rati inn í skólaverk- efnin. Hún segir þetta smitast inn eins og aðrar mál- villur en þar sem hún geri miklar kröfur til nemenda sinna viti þeir að það stoðar lítt að rugla saman þessum tveimur heimum. „Krakkarnir gera því nokkuð góðan greinar- mun og passa sig vel.“ Inga Rósa segist ekki hafa áhyggjur af þró- uninni, sjálf hafi hún alist upp við dönsku- slettur sem varla heyrist lengur í mál- inu. „Ég hef miklu meiri áhyggj- ur af málvillum hjá almenn- ingi, vaxandi þágufallssýki og slíku,“ segir Inga Rósa Þórðar- dóttir. ■ Inga Rósa Þórðardóttir kennari: Óttast ekki þróunina „Ætli þetta sé ekki gert til að spara tíma,“ segir Eygló Ásta Þor- geirsdóttir, nemandi í Langholts- skóla, en hún hefur talsverð sam- skipti við vini og kunningja í gegnum sms. Þar grípur hún til alls kyns styttinga og skammstaf- ana til að koma sem mestu fyrir á sem skemmstum tíma. „Svo skrif- um við oft orðin eins og þau eru sögð,“ segir hún. Eygló segir ýms- ar útgáfur til af sumum orðum en aldrei vefjist fyrir nokkrum að skilja þau. Ungt fólk skilur ungt fólk. Almennt eiga krakkarnir ekki í vandræðum með að skipta yfir í hefðbundið íslenskt mál og þegar í skólastofuna er komið skilja flestir sms-ritháttinn eftir frammi á gangi. Hið sama gildir ef foreldrum eða öðrum fullorðn- um eru send skilaboð, þá er gripið til þess orðfæris sem þykir gott og gilt. ■ SMS og MSN SMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöpp- um símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skila- boðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmark- að. MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skila- boð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr. ÁRNI KRISTJÁNSSON OG EYGLÓ ÁSTA ÞORGEIRSDÓTTIR Með þumalinn á símanum. Eygló Ásta Þorgeirsdóttir nemi: Skrifum orðin eins og þau eru sögð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Etta - Þetta Geðeikt - Geðveikt Gegt - Geðveikt Geggt - Geðveikt Mar - Maður Marr - Maður Nottla - Náttúrlega Náttlega - Náttúrlega Eillega - Eiginlega Eikkað - Eitthvað Eikka - Eitthvað Ekka - Eitthvað Kasseiru? - Hvað segirðu? Allavena - Alla veganna Essu - Þessu Geturru? - Geturðu? Eikkur - Einhver Nebblea - Nefnilega Atlaru? - Ætlarðu? Solis - Svoleiðis Sollis - Svoleiðis Huxa - Hugsa Audda - Auðvitað Æslegt - Æðislegt STUTT SPJALL Á MSN DÆMI UM MSN OG SMS ORÐ SJÓNARHÓLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.