Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 54
Gunnar Dal segir nútímann dularfullan punkt þar sem framtíðin steypist inn í for- tíðina. Þriðja árþúsundið – framtíð manns og heims er þriðja og síðasta bókin í þríleik Gunnars Dal. Fyrri bæk- urnar eru Að elska er að lifa og Stefnumót við Gunnar Dal. Saman heita þessar þrjár bækur Íslensk heimsmynd árið 2000. Þriðja árþús- undið er því hluti af stærra verki og er skipt niður í hundrað og ellefu kafla. Þegar Gunnar er spurður hvern- ig hann sjái framtíðina fyrir sér segir hann ekki auðvelt að lýsa því í stuttu viðtali sem er samþjappað í heila bók, en menn viti mjög mikið um framtíðina með vissu. „Flestir segja „við vitum ekkert um framtíðina,“ en við vitum í rauninni mikið um hana – með vissu. Mörg þúsund hlutir munu ekki breytast; grasið heldur til dæmis áfram að gróa, regnið að falla. En við vitum líka, með vissu, að framtíðin verður öðruvísi en við höldum. Í þessari bók er gert ráð fyrir því að nútíðin sé ekki til, nema sem samkomulag. Í sjálfu sér er nútíðin ekki til, nema sem fortíð, fyrir utan ómæl- anlega lítið sekúndubrot. Bókin fjallar því um fortíð. Við mennirnir eigum fortíð sem spannar um tvær milljónir ára – en miklu lengri framtíð. Við erum stödd þar sem þessi gífurlega mikla framtíð steypist inn í fortíðina. Við erum nákvæmlega í þeim punkti þar sem þetta dynur yfir. Nútíminn er því punktur sem er mjög dularfullur. Við þekkjum fortíðina og þekkj- um framtíðina miklu betur en við höldum, því hún er þegar komin inn í líf okkar áður en hún birtist. Hún er komin inn sem hugmyndir, lang- anir og hugboð. Það er mjög stór hluti af framtíðinni kominn inn í okkur.“ Aðaleinkenni bókarinnar segir Gunnar vera það sem hann telur vera mesta afrek tuttugustu aldar- innar. „Það er það að leggja niður kenningar, sem einkenndu tuttugustu öldina öllum til bölvunar – og taka í staðinn upp tilgátuna. Kenningin heldur því ákveðið fram að „svona“ séu hlutirnir og menn eru tilbúnir til þess að berjast fyrir þá, jafnvel deyja fyrir þá. Tilgátan segir hins vegar: Ég er búinn að rannsaka þetta mál ævilangt og samkvæmt minni bestu þekkingu og besta skilningi, þá álít ég þetta vera svona. En ég veit að allir hlutir breytast og þegar – og ef – ég uppgötva að ég hef rangt fyrir mér, þá er það mér fagnaðarefni, því það þýðir það að ég hef bætt minn skiln- ing minn og þekkingu. ■ 38 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Jólaþorpinu, jólasýningu Hafnarborgar í kaffistofu lista- safnsins. Guðlaug Wium sýnir postulín og Freydís Kristjáns- dóttir er með myndlýsingar... GSM leiðsögn um Listasafn Reykjavíkur. Slík leiðsögn gerir þér kleift að hringja úr farsíma til að fá leiðsögn um valin verk á sýningum listasafnsins.. Fólki með augum Ara, ljós- myndasýningu Ara Sigvaldason- ar í Setustofu Gerðubergs. Stjórn KÍM (Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar) hefur ráðið dr. Christian Philipp Schoen í stöðu for- stöðumanns en staðan var auglýst fyrr á þessu ári. Dr. Schoen tekur við stöð- unni í mars 2005. Hann er þýskur, fæddur árið 1970 og lauk doktors- gráðu í heimspeki frá Ludwig-Maxim- ilians-University í München 2001. Hann lauk M.A.-gráðu í listasögu og sálfræði frá sama skóla. Dr. Schoen var sýningarstjóri Lothrin- ger 13 frá 2000-2003 og fram- kvæmdastjóri Osram Gallery of Contemporary Art. Hann hefur auk þess komið að mörgum verkefnum þar sem hann hefur verið sýningar- stjóri, skrifað greinar í sýningarskrár, haldið fyrirlestra um myndlist, jafnframt því sem hann kennir í háskólunum í München og í St. Gallen í Sviss Í stjórn KÍM sitja: Ingibjörg Pálmadóttir for- maður, Ólafur Kvaran, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Sigrún Hrólfsdóttir, Elín Flygenring. Kl.22.15 á Rás 1: Endurfluttur þátturinn Anton Tsjekhov – Maður- inn verk hans. Árni Bergmann fjallar um rússneska leikskáldið og smásagnahöfundinn í þremur þátt- um í tilefni þess að öld er liðin frá andláti hans. menning@frettabladid.is Forstöðumaður KÍM ráðinn GUNNAR DAL Við mennirnir eigum fortíð sem spannar um tvær milljónir ára – en miklu lengri framtíð. Lífið er ekki lína eða hringur ! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Miðvikudagur DESEMBER Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur íerlendum tungumálum hefur gefið út fyrstu bókina í ritröð fjölmála texta á Íslandi. Um er að ræða tvímála út- gáfu á hinu sígilda leikriti Yermu eftir Federico Garcia Lorca í þýðingu Margrétar Jóns- dóttur og Karls J. Guðmunds- sonar. Frumtexti og þýðing birtast hlið við hlið, línu fyrir línu auk neð- anmálsgeina þar sem Margrét Jóns- dóttir skýrir ýmis málleg og menn- ingarleg atriði textans. Einnig hefur Margrét ritað ýtarlegan fræðilegan inngang að bókinni til frekari skýr- inga og samið æfingar fyrir spænsku- nema sem er að finna aftast. Ritstjóri Yermu er Álfrún Gunnlaugsdóttir. PP forlag hefur sent frá sér finnskuskáldsöguna Fyrirmæli eftir Leena Lander í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Sagan gerist í finnsku borgarastyrjöld- inni 1918. Jag- a r a h e r m a ð u r kemur með rauðan kven- fanga í fanga- búðir eftir sjó- volk í rúma viku. Y f i r h e y r s l u m stýrir rithöfundur sem nú gegnir hlutverki her- dómarans. Þrátt fyrir sögusviðið getur sagan gerst hvar sem er, hvenær sem er, þar sem karlar, konur og börn verða fórnar- lömb styrjalda og haturs, og menn fylkja sér undir fána mismunandi hugmyndafræði og trúarbragða. PP forlag hefursent frá sér bók- ina Fullnæging eft- ir einn þekktasta k y n l í f s r á ð g j a f a Svía, Katerinu Janouch í þýðingu Ernu Árnadóttur. Bókin er hispurs- laus og praktísk. NÝJAR BÆKUR Vertu me› í Ævint‡raleik Augasteins í mi›borginni! Jólastemmningin er í mi›borg Reykjavíkur! Ef flú verslar í mi›borginni í desember b‡›st flér a› taka flátt í stórglæsilegu happdrætti. fiar a› auki fylgir frábært tilbo› á jólaleikriti› Ævint‡ri› um Augastein í Tjarnarbíói! Ævint‡raleikur Augasteins í mi›borginni stendur frá 3. – 21. desember 2004. Nánari uppl‡singar um leikinn og vinningaskrá má finna á www.midborgin.is Sjáumst í jólaskapi í mi›borginni! Kær jólakve›ja – firóunarfélag mi›borgarinnar og Leikhópurinn Á senunni www.midborgin.is www.senan.is ■ TÓNLEIKAR  20.00 Kór Flensborgarskólans heldur jólatónleika í Víðistaðakirkju ásamt 17 manna sveit hljófæraleikara og einsöngvara. Stjórnarndi er Hrafn- hildur Blomsterberg.  20.00 Árlegir aðventutónleikar kórs Fella- og Hólakirkju verða haldnir í kirkj- unni. Kórinn mun þar syngja aðventu- og jólalög, einsöngvarar koma fram og lesin verður stutt jólasaga.  20.00 Ellen Kristjánsdóttir heldur tónleika í Grafarvogskirkju í tilefni af út- komu geisladisksins Sálmar. Á efnisskrá eru íslenskir sálmar frá ýmsum tímum í nýjum útsetningum Ellenar og Eyþórs Gunnarssonar. Sér til fulltingis hefur Ellen alla þá 10 hljóðfæraleikara sem leika með henni á diskinum.  20.00 Anonymous, dúett þeirra Tönyu og Marlons Pollock, heldur tón- leika í Tónlistarþróunarmiðstöðinni úti á Granda ásamt Visuala og Frank Murder.  20.00 Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur aðventutónleika í Frí- kirkjunni. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Tómas Guðni Eggertsson.  20.30 Gospelsystur Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox fem- inae halda sameiginlega aðventutón- leika undir stjórn Margrétar J. Pálma- dóttur í Hallgrímskirkju.  21.00 Stranger rokkar á Grand Rokk ásamt Togga og KGB.  21.00 Vonbrigði verða með út- gáfutónleika á Gauknum. Hljómsveitin Bacon hitar upp. Nýi diskurinn fylgir með aðgöngumiða, sem kostar 1400 krónur. ■ BÆKUR  17.15 Halldór Guðmundsson les úr bók sinni Halldór Laxness, ævisaga og Njörður P. Njarðvík les úr bók sinni Eftirmál í Amtsbókasafninu á Akureyri. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.