Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 54

Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 54
Gunnar Dal segir nútímann dularfullan punkt þar sem framtíðin steypist inn í for- tíðina. Þriðja árþúsundið – framtíð manns og heims er þriðja og síðasta bókin í þríleik Gunnars Dal. Fyrri bæk- urnar eru Að elska er að lifa og Stefnumót við Gunnar Dal. Saman heita þessar þrjár bækur Íslensk heimsmynd árið 2000. Þriðja árþús- undið er því hluti af stærra verki og er skipt niður í hundrað og ellefu kafla. Þegar Gunnar er spurður hvern- ig hann sjái framtíðina fyrir sér segir hann ekki auðvelt að lýsa því í stuttu viðtali sem er samþjappað í heila bók, en menn viti mjög mikið um framtíðina með vissu. „Flestir segja „við vitum ekkert um framtíðina,“ en við vitum í rauninni mikið um hana – með vissu. Mörg þúsund hlutir munu ekki breytast; grasið heldur til dæmis áfram að gróa, regnið að falla. En við vitum líka, með vissu, að framtíðin verður öðruvísi en við höldum. Í þessari bók er gert ráð fyrir því að nútíðin sé ekki til, nema sem samkomulag. Í sjálfu sér er nútíðin ekki til, nema sem fortíð, fyrir utan ómæl- anlega lítið sekúndubrot. Bókin fjallar því um fortíð. Við mennirnir eigum fortíð sem spannar um tvær milljónir ára – en miklu lengri framtíð. Við erum stödd þar sem þessi gífurlega mikla framtíð steypist inn í fortíðina. Við erum nákvæmlega í þeim punkti þar sem þetta dynur yfir. Nútíminn er því punktur sem er mjög dularfullur. Við þekkjum fortíðina og þekkj- um framtíðina miklu betur en við höldum, því hún er þegar komin inn í líf okkar áður en hún birtist. Hún er komin inn sem hugmyndir, lang- anir og hugboð. Það er mjög stór hluti af framtíðinni kominn inn í okkur.“ Aðaleinkenni bókarinnar segir Gunnar vera það sem hann telur vera mesta afrek tuttugustu aldar- innar. „Það er það að leggja niður kenningar, sem einkenndu tuttugustu öldina öllum til bölvunar – og taka í staðinn upp tilgátuna. Kenningin heldur því ákveðið fram að „svona“ séu hlutirnir og menn eru tilbúnir til þess að berjast fyrir þá, jafnvel deyja fyrir þá. Tilgátan segir hins vegar: Ég er búinn að rannsaka þetta mál ævilangt og samkvæmt minni bestu þekkingu og besta skilningi, þá álít ég þetta vera svona. En ég veit að allir hlutir breytast og þegar – og ef – ég uppgötva að ég hef rangt fyrir mér, þá er það mér fagnaðarefni, því það þýðir það að ég hef bætt minn skiln- ing minn og þekkingu. ■ 38 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Jólaþorpinu, jólasýningu Hafnarborgar í kaffistofu lista- safnsins. Guðlaug Wium sýnir postulín og Freydís Kristjáns- dóttir er með myndlýsingar... GSM leiðsögn um Listasafn Reykjavíkur. Slík leiðsögn gerir þér kleift að hringja úr farsíma til að fá leiðsögn um valin verk á sýningum listasafnsins.. Fólki með augum Ara, ljós- myndasýningu Ara Sigvaldason- ar í Setustofu Gerðubergs. Stjórn KÍM (Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar) hefur ráðið dr. Christian Philipp Schoen í stöðu for- stöðumanns en staðan var auglýst fyrr á þessu ári. Dr. Schoen tekur við stöð- unni í mars 2005. Hann er þýskur, fæddur árið 1970 og lauk doktors- gráðu í heimspeki frá Ludwig-Maxim- ilians-University í München 2001. Hann lauk M.A.-gráðu í listasögu og sálfræði frá sama skóla. Dr. Schoen var sýningarstjóri Lothrin- ger 13 frá 2000-2003 og fram- kvæmdastjóri Osram Gallery of Contemporary Art. Hann hefur auk þess komið að mörgum verkefnum þar sem hann hefur verið sýningar- stjóri, skrifað greinar í sýningarskrár, haldið fyrirlestra um myndlist, jafnframt því sem hann kennir í háskólunum í München og í St. Gallen í Sviss Í stjórn KÍM sitja: Ingibjörg Pálmadóttir for- maður, Ólafur Kvaran, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Sigrún Hrólfsdóttir, Elín Flygenring. Kl.22.15 á Rás 1: Endurfluttur þátturinn Anton Tsjekhov – Maður- inn verk hans. Árni Bergmann fjallar um rússneska leikskáldið og smásagnahöfundinn í þremur þátt- um í tilefni þess að öld er liðin frá andláti hans. menning@frettabladid.is Forstöðumaður KÍM ráðinn GUNNAR DAL Við mennirnir eigum fortíð sem spannar um tvær milljónir ára – en miklu lengri framtíð. Lífið er ekki lína eða hringur ! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Miðvikudagur DESEMBER Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur íerlendum tungumálum hefur gefið út fyrstu bókina í ritröð fjölmála texta á Íslandi. Um er að ræða tvímála út- gáfu á hinu sígilda leikriti Yermu eftir Federico Garcia Lorca í þýðingu Margrétar Jóns- dóttur og Karls J. Guðmunds- sonar. Frumtexti og þýðing birtast hlið við hlið, línu fyrir línu auk neð- anmálsgeina þar sem Margrét Jóns- dóttir skýrir ýmis málleg og menn- ingarleg atriði textans. Einnig hefur Margrét ritað ýtarlegan fræðilegan inngang að bókinni til frekari skýr- inga og samið æfingar fyrir spænsku- nema sem er að finna aftast. Ritstjóri Yermu er Álfrún Gunnlaugsdóttir. PP forlag hefur sent frá sér finnskuskáldsöguna Fyrirmæli eftir Leena Lander í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Sagan gerist í finnsku borgarastyrjöld- inni 1918. Jag- a r a h e r m a ð u r kemur með rauðan kven- fanga í fanga- búðir eftir sjó- volk í rúma viku. Y f i r h e y r s l u m stýrir rithöfundur sem nú gegnir hlutverki her- dómarans. Þrátt fyrir sögusviðið getur sagan gerst hvar sem er, hvenær sem er, þar sem karlar, konur og börn verða fórnar- lömb styrjalda og haturs, og menn fylkja sér undir fána mismunandi hugmyndafræði og trúarbragða. PP forlag hefursent frá sér bók- ina Fullnæging eft- ir einn þekktasta k y n l í f s r á ð g j a f a Svía, Katerinu Janouch í þýðingu Ernu Árnadóttur. Bókin er hispurs- laus og praktísk. NÝJAR BÆKUR Vertu me› í Ævint‡raleik Augasteins í mi›borginni! Jólastemmningin er í mi›borg Reykjavíkur! Ef flú verslar í mi›borginni í desember b‡›st flér a› taka flátt í stórglæsilegu happdrætti. fiar a› auki fylgir frábært tilbo› á jólaleikriti› Ævint‡ri› um Augastein í Tjarnarbíói! Ævint‡raleikur Augasteins í mi›borginni stendur frá 3. – 21. desember 2004. Nánari uppl‡singar um leikinn og vinningaskrá má finna á www.midborgin.is Sjáumst í jólaskapi í mi›borginni! Kær jólakve›ja – firóunarfélag mi›borgarinnar og Leikhópurinn Á senunni www.midborgin.is www.senan.is ■ TÓNLEIKAR  20.00 Kór Flensborgarskólans heldur jólatónleika í Víðistaðakirkju ásamt 17 manna sveit hljófæraleikara og einsöngvara. Stjórnarndi er Hrafn- hildur Blomsterberg.  20.00 Árlegir aðventutónleikar kórs Fella- og Hólakirkju verða haldnir í kirkj- unni. Kórinn mun þar syngja aðventu- og jólalög, einsöngvarar koma fram og lesin verður stutt jólasaga.  20.00 Ellen Kristjánsdóttir heldur tónleika í Grafarvogskirkju í tilefni af út- komu geisladisksins Sálmar. Á efnisskrá eru íslenskir sálmar frá ýmsum tímum í nýjum útsetningum Ellenar og Eyþórs Gunnarssonar. Sér til fulltingis hefur Ellen alla þá 10 hljóðfæraleikara sem leika með henni á diskinum.  20.00 Anonymous, dúett þeirra Tönyu og Marlons Pollock, heldur tón- leika í Tónlistarþróunarmiðstöðinni úti á Granda ásamt Visuala og Frank Murder.  20.00 Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur aðventutónleika í Frí- kirkjunni. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Tómas Guðni Eggertsson.  20.30 Gospelsystur Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox fem- inae halda sameiginlega aðventutón- leika undir stjórn Margrétar J. Pálma- dóttur í Hallgrímskirkju.  21.00 Stranger rokkar á Grand Rokk ásamt Togga og KGB.  21.00 Vonbrigði verða með út- gáfutónleika á Gauknum. Hljómsveitin Bacon hitar upp. Nýi diskurinn fylgir með aðgöngumiða, sem kostar 1400 krónur. ■ BÆKUR  17.15 Halldór Guðmundsson les úr bók sinni Halldór Laxness, ævisaga og Njörður P. Njarðvík les úr bók sinni Eftirmál í Amtsbókasafninu á Akureyri. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.