Fréttablaðið - 15.12.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 15.12.2004, Síða 28
15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Gefðu þér vistvæn jól Vistvernd í verki gefur góð ráð til að halda hátíðunum umhverfisvænum. Jólin eru oftar en ekki hátíð bruðls og ofgnóttar og því miður fer slíkt oft saman við kæruleysi varðandi umhverfisvernd. Frétta- bréf samtakanna Vistvernd í verki kom út á dögunum og þar er að finna nokkur hollráð til að gleyma ekki vistkerfinu um jólin. Einnig geta þeir, sem vex í augum að vistvænar vörur eru dýrari en aðrar, notað jólin til að dekra virkilega við sig og keypt lífræn- ar lúxusvörur. Hér fylgja um- hverfisvænar ábendingar sem hægt er að fylgja án þess að skerða jólagleðina á nokkurn hátt: Veldu lífrænt ræktað, líka um jólin. Villibráð og lambakjöt er vist- vænni kostur en svínakjöt og ann- að kjöt úr verksmiðjubúskap. Kauptu mat sem er framleiddur í heimabyggð. Mikil olía fer í að flytja mat langar leiðir. Hugsaðu um gæði frekar en magn og kauptu vandaða og lífræna matvöru í litlu magni frekar en fjöll af fjöldaframleiddu drasli. Kauptu gæðavörur til jólagjafa. Óvistvænustu gjafirnar eru þær sem skemmast eftir tvær vikur og er hent vegna þess að viðtak- andinn þarfnast þeirra ekki. Gefðu upplifanir og þjónustu í staðinn fyrir hluti. Notaðu maskínupappír sem gjafa- pappír. Venjulegan gjafapappír er ekki hægt að endurvinna. Mask- ínupappír er hægt að endurvinna og að auki geturðu sett á hann munstur að eigin vali. Forðastu jólakort með tónlist og rafhlöðum. Í þeim eru yfirleitt eiturefni. Kauptu íslenskt jólatré. Það hefur ferðast stystu leiðina, ber ekki með sér óþekkta plöntusjúkdóma eða lýs og hefur verið ræktað á mun vistvænni máta en erlend tré. Gerðu þrifin eins vistvæn og þér er unnt, líka um jólin. Gefðu jörð- inni og þér þessa alúð í jólagjöf.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.