Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 1

Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 1
● einlægni í öðru sæti Védís Hervör: ▲ SÍÐA 47 Tók þátt í lagahöfunda- keppni á netinu ● reyndi að flytja bjór til landsins Davíð Scheving: ▲ SÍÐA 30 Reis upp gegn mismunum ● yfirgefur Essen næsta vor Guðjón Valur Sigurðsson: ▲ SÍÐA 32 Á leið til Gummersbach MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR AÐVENTUTÓNLEIKAR Kór Kvenna- skólans í Reykjavík heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan átta í kvöld. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartar- dóttir og píanóleikari Tómas Guðni Egg- ertsson. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 15. desember 2004 – 343. tölublað – 4. árgangur UNGMENNI REYKJA MINNA Fimmt- án til sextán ára íslenskir unglingar reykja minna, fara síður á fyllerí og hafa sjaldnar neytt ólöglegra vímuefna en flestir jafnaldrar þeirra í Evrópu. Árangurinn er rakinn til eftir- lits foreldra og náinna tengsla þeirra við börn sín. Sjá síðu 4 JANÚKOVITSJ NEITAR ÁSÖKUN- UM Forsætisráðherra Úkraínu þvertekur fyrir að hafa viljað senda herinn til að tvístra mótmælendum í höfuðborginni. Financial Times hefur eftir heimildar- mönnum að hann hafi þrýst á forsetann um þetta. Sjá síðu 6 BÍLAKAUP Á NETINU Fjöldi einstak- linga kaupir sér bíla á netinu í stað þess að kaupa þá af bílasölum eða umboðum hérlendis. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 Steinunn Sigurðardóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Eldar fisk á aðfangadagskvöld ● jólin koma HVESSIR Í KVÖLD Sunnan og vestan til. Bjart með köflum um austanvert landið. Þykknar upp með éljum eða snjókomu sunnan og vestan til í kvöld. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Ungmenni á SMS og MSN: Tala tungum tveim ÍSLENSKA Íslensk ungmenni hafa þróað með sér nýtt orðfæri sem þau nota sín á milli í samskiptum með SMS- skilaboðum og MSN-tölvufor- ritinu. Fjöldi íslenskra orða hefur fengið nýjan rithátt og ensk blóts- yrði og skammstafanir eru notuð í miklum mæli. Nefnilega er skrifað neb- blea, kasseiru kemur í stað hvað segirðu og ekka þýðir eitthvað, svo dæmi séu nefnd. Kennurum ber saman um að SMS- og MSN-málið sé að mestu bundið við þessa samskiptamáta og lítið beri á hinum nýstárlega rithætti í skólastarfinu. - bþs sjá síðu 18 STJÓRNMÁL Stjórnendur Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar telja að hægt væri að flytja innanlandsflug til Keflavíkur á innan við einu ári og spara verulegt fé. Höskuldur Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar, skýrði frá því á fundi nýverið að allt að tvö hundr- uð og fjörutíu milljónir myndu sparast á ári við flutninginn. Á fundi stjórnenda Leifsstöðv- ar og Aflvaka, þróunarfélags Reykjavíkurborgar, fyrir skömmu kom fram að kostnaður við rekstur Reykjavíkurflugvall- ar næmi á ári hverju um 300 millj- ónum fyrir utan yfirstjórn og stofnkostnað. Rekstur innanlands- flugs á Keflavíkurflugvelli myndi sennilega kosta um 60 til 80 millj- ónir á ári fyrir utan stofnkostnað, að mati stjórnenda Leifsstöðvar. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra ljáði máls á því í viðræðum við Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fyrir skemmstu að Íslendingar tækju á sig stærri hluta af rekstrarkostn- aði Keflavíkurflugvallar og hafa spurningar vaknað í kjölfarið um hvort nú sé lag að flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Kefla- víkur í sparnaðarskyni. Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri Aflvaka, áréttar að ekki sé búið að staðfesta þessar tölur um sparnað sem slegið hafi verið fram á fundinum, þó svo að standa megi við fullyrðingar um sparnað vegna samlegðaráhrifa við annan rekstur. „Það sem liggur í þessu er að hægt er að ná fram veruleg- um sparnaði og greinilega hægt að taka við innanlandsfluginu með tiltölulega stuttum fyrirvara,“ sagði hann og bætti við að með flutningi innanlandsflugsins næð- ist greinilega aukið rekstrar- og vinnuhagræði á Keflavíkurflug- velli. Aflvaki hefur í kjölfar ráð- stefnu um „stórborgina“ sem haldin var síðasta vor fundað með forsvarsmönnum nágrannasveit- arfélaga höfuðborgarinnar þar sem velt hefur verið upp hug- myndum um aukið samstarf. Fundurinn með Leifsstöðvar- mönnum tengdist viðræðum við Reykjanessbæ. -ás/-óká Spara mætti 220 til 240 milljónir á ári Stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar segja margfalt ódýrara að vera með innanlandsflug í Keflavík en í Reykjavík. Taka myndi innan við ár að koma upp aðstöðu fyrir innanlandsflugið í Keflavík. HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð- herra hefur beðið Landlæknisemb- ættið að fylgjast með rannsókn á láti manns á níræðisaldri sem þykir hafa borið að með óeðlilegum hætti. Maðurinn, sem var vistmað- ur á Hrafnistu í Reykjavík, féll við þar sem hann beið í biðröð við morgunverðarborð í matsal heimil- isins. Hann var færður upp á her- bergi sitt, en hrakaði og var síðan fluttur á sjúkrahús nálægt því níu tímum síðar. Þar kom í ljós að blætt hafði inn á heila og maðurinn var lamaður öðru megin. Hann lést svo um viku síðar á sjúkrahúsinu. „Fjölskyldan hefur óskað eftir rannsókn og ráðherra beðið Land- lækni að fylgjast með málinu,“ sagði Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu. Hann segir lítið um mál- ið að segja meðan málið sé í rann- sókn. Hann áréttar þó að innanhúss á Hrafnistu séu ákveðnir vinnu- ferlar sem fara eigi eftir þegar óhöpp eigi sér stað og að af frá- sögnum að dæma virðist sem pott- ur hafi verið brotinn í þeim efnum. „Við höfum fundað með fjölskyldu mannsins, sem eðlilega vill fá svör við ákveðnum spurningum, og við bentum fjölskyldunni á allar mögu- legar leiðir til þess.“ Sveinn bjóst við að í framhaldinu yrði fólk kall- að til yfirheyrslu og farið ofan í saumana á málinu, bæði af hálfu lögreglu og Hrafnistu. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir málið ekki enn hafa verið kært til lögreglunnar í Reykjavík, en það verði rannsakað samkvæmt meðferð opinberra mála berist kæra. - óká/hrs Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar 9 Opið í dag 10-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 60531 FRÁBÆR TILBOÐ!SÉRBLAÐ FYLGIR Mosfellsbær: Reiði ríkir MANNSLÁT Mikil reiði er meðal ættmenna og vina Ragnars Björnssonar, mannsins sem lést eftir árásina í Mosfellsbænum um helgina. „Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt,“ segir Jón Davíð Ragnarsson. „Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var eng- an veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað,“ segir hann. Sjá síðu 2 Á BRETTUM Í BLÁFJÖLLUM Eyþór Bergvinsson og Matthías Árnason léku listir sínar á snjóbrettum í Bláfjöllum. Reytingur var af fólki á skíðum í gær, flestir á æfingum í ágætis færi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÚR FARSÍMALEIK Myndin er úr far- símaleiknum Poolhall, en hann býður líka upp á spjall þeirra sem spila. Ungmenni hafa komið sér upp sérstökum rithætti fyrir slík samskipti. Landlæknir beðinn um að fylgjast með rannsókn: Mannslát á Hrafnistu rannsakað

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.