Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 1
vélarhitarinn ifrostiogkulda Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 I DAG Skóla- heimili þroskra heftra barna á Selfossi — sjó bls. 14 og 15 Kvikmyndin Brekkukots- annóll — sjd bls. 9 c 256. tölublað —Föstudagur 20. des.—58. árgangur. Landvélar hf Snjóflóð ó tvö hús á Siglufirði - í annað sinn ó tíu órum: Níu manns í húsunum, en enginn slasaðist Bíll með þrem í varð fyrir snjóflóðinu - snjóflóð á barnaheimili í grenndinni á sama degi í fyrravetur FB-Keykjavik. Skömmu fyrir klukkan eitt i gærdag féll snjóflóö á tvö hús við Suðurgötu á Siglu- firði. Voru það húsin númer 76 og 78. í öðru húsinu var fimm manns, en fjórir I hinu, og björguðust allir út ómeiddir. Þá lenti bill með konu og tveimur sonum hennar i snjóflóðinu og barst með þvi eina hundrað metra. Fólkið komst við ilian leik úr bilnum, ómeitt. Snjóflóðið lenti á tveimur raf- magnsstaurum, sem eru í raflin- unni til bæjarins. Brotnaði annar og hinn hékk tæpast uppi eftir flóðið. Siðdegis i gær var búið að lagfæra linuna, svo ekki var raf- magnslaust á Siglufirði af þess- um sökum. Fyrir nákvæmlega einu ári féll snjóflóð á barnaheimili og hænsnabú þarna örskammt frá, og fyrir 10 árum féll snjóflóð á bæði þessi hús, sem nú urðu fyrir flóðinu. 1 húsinu númer 78 bjó Sigþór Erlendsson kennari með konu sinni og þremur börnum, en i hús- inu nr. 76 bjó Haraldur Arnason með tveimur börnum og eigin- konu. Timinn náði sambandi við Skúla Jóhannesson formann Slysavarnarsveitarinnar á Siglu- firði, og bað hann að segja frá snjóflóðinu. — Snjóflóðið féll á tvö hús, númer 76 og 78 við Suðurgötu, sagði Skúli. Ég vil telja húsið númer 76 nær ónýtt, en sem betur fer urðu ekki slys á mönnum, þótt það sé hreinasta tilviljun. Rétt i þann mund, sem snjóflóðið féll, ók bill þarna fram hjá, og lenti hann einnig i snjóflóðinu og þeytt- ist niður á tún þarna fyrir neðan. í bflnum var þrennt. Billinn hafn- aði á hvolfi, og ég tel það mikla mildi, að fólkið skyldi komast þarna út, en billinn grófst ekki niður i snjóinn, og hefur það e.t.v. bjargað farþegunum. Það er búið að vera ofstopa veður hér i dag, og mjög vara- samt hér viða fram úr giljunum. Við báðum Skúla að lýsa stað- Framhald á bls. 23. rnemar mótmæla samningi — „bókstaflega öllu segir Dagsbrún gébé Reykjavik — Aðalfundur Félags járniðnaðarnema hefur sent frá sér harðorða ályktun.en i henni segir meðal annars, að þeir mótmæli harðlega þeim kjara- skerðingasamningum, sem Eim- skip hf., Togaraafgreiöslan og Dagsbrún hafi „þvingað upp á stéttarbræður okkar og félaga, hafnarverkamenn i Reykjavik”. Haildór Björnsson hjá Dagsbrún sagði í gær, að bókstaflega öllu væri snúið við i ályktun járn- iðnaðarnema. „Þetta er alls eng- in kjaraskeröing, siður en svo”, sagði Halldór. Ályktun Félags járniðnaðar- nema fer hér á eftir: „Aðalfundur Félags járniðnaðarnema haldinn snúið öfugt", 12. des. 1974, mótmælir harðlega þeim kjaraskerðingarsamning- um, sem Eimskipafélag Islands hf., Togaraafgreiðslan og Dags- brún hafa þvingað upp á stéttar- bræður okkar og félaga, hafnar- verkamenn i Reykjavik. Við for- dæmum harðlega þessa samn- inga og þær ólýðræðislegu að gerðir, er ASl beitir gegn meðlimum i fjölmennasta verka- lýösfélagi ASl. Þessir samningar eru liður i kjaraskerðingarherferð vinnu- aflskaupenda og rikisvaldsins, Framhald á bls. 23. Sjómenn vilja 30% hækkun á grunnkaupi HHJ-Rvik — A kjaramálaráð- stefnu Sjómannasambands Is- lands, sem haldin var fyrir fáum vikum var kjörin sjö manna nefnd til þess að endurskoða samninga þeirra rúmlega tuttugu félaga, sem aðild eiga að sam- bandinu. Eins og Timinn hefur skýrt frá hafa tillögur nefndar- innar þegar verið sendar aðiidar- félögunum til athugunar og um- sagnar. Höfuðkrafan i samnings- drögum nefndarinnar er sú, að grunnlaun eöa kauptrygging há- seta á bátum og togurum undir 500 lestum verði hækkuð um 30%, en ekki 45-50%, eins og látið var liggja að hér i blaðinu fyrir fáum dögum. Frá 1. marz til 1. október var grunnkaup háseta 54,152 krónur. Við það bættust fatapeningar s.k., sem námu 4,088 kr. Samtals verða þetta 58,240 kr. Hinn 1. október bættust launajöfnunar- bætur við grunnkaupið sem þá varð 58,877 kr., en fatapeningar voru óbreyttir. Samtals varð upp- hæðin þá 62,965 kr. Fyrsta desem- ber hækkar grunnkaup og fata- peningar um 3%, þannig að heildarupphæðin varð 64,712 krónur. Þess skal getið, að fatapening- ar eru ekki greiddir, ef aflahlutur háseta er meiri en sem svarar kauptryggingunni, þ.e. grunn- launum. Oft heyrast miklar tröllasögur af tekjum sjómanna og er þá jafnan miðað við aflahæstu bát- ana, en á hitt er sjaldnar minnzt að stór hluti sjómanna hefur ekki annað en kauptrygginguna sér og sinum til framfærslu. Þannig áætlar Sjómannafélag Reykja- vfkur, að helmingur þeirra sjó- manna, sem undanfarna mánuði hafa verið á sildveiðum i Norður- Framhald á bls. 23. HLJOMAR OG ROOF TOPS HÆTTA — Gunnar Þórðarson sólóplötu Gsal-Reykjavik. Tvær af vinsælustu popphljómsveitum hér á landi hyggjast hætta störf- um áður en desembermánuður er SENDIR 10 ARA SON SINN í VERZLANIR TIL AÐ STELA Heimilis-Timinn kom ekki út í gær vegna jólaannrikis, og mun hann koma næst út 9. janúar. Gsal-Reykjavik. — I Timanum i gær var vöruþjófnaður úr verzlunum gerður að umtalsefni, og m.a. rætt við Helga Daniels- son, rannsóknarlögreglumann. Þar sagði hann m.a. aö þess væru ekki dæmi að foreldrar sendu börn gagngert út i verzlanir til aö stela. Timanum barst hins vegar nýlega fregnir af sliku máli og staðfesti Helgi Daníelsson að það mál væri i rannsókn hjá sér. Hér er um að ræða konu i Reykjavik, sem grunur leikur á, að hafi sent tiu ára gamlan son sinn i verzlanir og fengið hann til að stela. Við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni hefur drengurinn skýrt svo frá, að hann hafi margoft verið sendur i verzlanir til að stela, og það hafi verið gert að undirlagi móður hans. Hefur hann sagt að það hafi stundum tekizt og stundum ekki. Drengurinn var yfirheyrður fyrir skömmu, eftir að upp komst um að hann hafði stolið vörum i verzlun i Reykjavik. Þegar upp komst um þjófnaðinn hafði drengurinn farið- i tvigang með vörur i poka út i bil, sem móðir hans beið i fyrir utan verzlunina. 1 þriðju ferð drengsinstók einn verzlunarmannanna eftir drengnum, og náði að taka af drengnum vöruna, en móðir hans ók sem skjótast i burtu. Konan neitar að eiga nokkurn þátt i stuldum drengsins og neitar jafnframt að hafa nokkurn tima komið að umræddri verzlun þennan dag. Konan hefur áður komist i kast við lögin og hefur hún setið i fang- elsi fyrir afbrot. Timinn ræddi við verzlunar- stjórann i umræddri verzlun og sagði hann, að þetta væri ekki i fyrsta skipti, sem hann yrði var við að þessi drengur væri að stela fyrir móður sina. — 1 annarri verzlun, sem ég var i fyrir nokkru, kom þessi drengur inn og tók upp úr vösum sinum plastpoka og fyllti hann þá með alls kyns vörum. Þegar hann var að laumast út, náðum við i skottið á honum og viðurkenndi hann fyrirokkurpð hann hefði verið að stela. Skrifuðum við nafnið á hon- um og fórum siðan sama kvöld heim til hans og ætluðum að tala við móður hans. Hún var þá ekki heima, en drengurinn sagði okkur að hún sendi hann i verzlanir peningalausan einungis til þess að stela. Sýndi hann okkur inn i skáp, þar sem var ýmiss konar varningur og sagði að hann hefði stolið þessu úr ýmsum verzlun- um. Sagði verzlunarstjórinn, að fyrir nokkrum dögum hefði einn afgreiðslumaður I verzluninni tekið eftir þvi að drengur var að laumast ut með eina Machintosh dós. — Hljóp afgreiðslumaðurinn á eftir honumog náði dósinni af stráknum, við bil skammt frá verzluninni. I sama mund kom kona út úr bilnum og reif dósina af afgreiðslumanninum og sendi honum tóninn. Snaraðist hún siðan inn I bilinn og ók greitt i burtu. Sagði verzlunarstjórinn, að furðulegt væri að lögreglan að- hefðist ekkert i þessu máli. ætlar að hljóðrita úti. Hljómsveitirnar sem hér um ræðir eru Hljómar og Roof Tops, — báðar gamalgrónar I íslenzku poppioghafa á margan hátt veriö brautryðjendur hér á landi i popp- og rokktónlistinni. Báöar hljóm- sveitirnar gáfu út LP-plötu á þessu ári, Hljómar gáfu út plötuna Hljómar '74 og Roof Tops gáfu út plötu undir nafninu Transparency. Timinn ræddi i gær við Gunnar Þórðarsson i Hljómum og Ara Elfar Jónsson i Roof Tops. Sagði Gunnar, að þeir i Hljóm- um ætluðu að hvíla sig á hljóm- sveitarstarfinu einhvern tima. — Ég veit ekki hvort við getum kallað þetta að hætta, en ætli við verðum ekki að kalla það þvi nafni, enda er óvist hvort við þessirfjórir komum saman aftur. — Hvað hefur þú i hyggju að gera þegar veldi Hjóma er liðið undir lok? — Ég er staðráðinn i að gefa út sólóplötu og hef verið að vinna að henni i rúma þrjá mánuði. — Hvar myndir þú láta hljóðrita hana? — Ég er ekki kominn á neinn fastan punkt hvað þvi viðkemur en Bretland og Bandarikin koma sterklega til greina. Sjálfur mundi ég frekar óska eftir að komast til Bandarikjanna. Ég veit ekki hvenær ég held út, en sennilega verður það fljótlega eftir nýárið, þótt svo það gæti allt eins dregizt fram i marz. Að svo stöddu er ekki ákveðið hvort félagar minir i Hljómum munu aðstoða mig við gerð hennar. Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.