Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 27
Föstudagur 20. desember 1974.
TÍMINN
27
0 Óheiðarleg
viðurkenndir fyrir ári, að enginn
væri betur til fallinn að fjalla um
en undirritaður. Ekki er núna
áhuginn meiri að nota „starfs-
krafta mina og þekkingu”, þegar
býðst! Þú hefur ásakað mig,
Baldur að ég láti stjórnast af
pólitiskum öflum, rétt eins og þú
ásakar náttúrufræðinemana, sem
hlustuðu á þig á Leirá. En,
maður, littu sjálfum þér nær!
Ég vona að þú sjáir að þér áður
en það verður um seinan og
trausti almennings glatað, og
óska heilbrigðiseftirliti ríkisins
gæfu i framtiðinni.
Reykjavik, 19.desember, 1974.
Einar Valur Ingimundarson
umhverfisverkfræðingur.
® Skólaheimili
milli barnanna, og það er gaman
að sjá, hversu hrifin eldri börnin
eru af þeim yngri. Við reynum að
koma að flestu leyti fram við þau
eins og eðlileg börn, en þau þarfn-
ast þess að meira sér ýtt við
þeim. Börn eru oft fúsari til að
gera ýmsa hluti i skólum en á
heimilinu, og starfsfólkið ætlast
RIPREIDA
EIGEADUR!
Aukið ÖRYGGI, SPARNAÐ og ÁNÆGJU
i keyrslu yðar, með því að lóta okkur
annast stillingarnar á bifreiðinni.
Framkvæmum véla-, hjóla- og Ijósastillingar
ósamt tilheyrandi viðgerðum.
Ný og fullkomin stillitæki.
O. £ngilberl//on h/f
Stilli og Auðbrekku 51
vélcverksfæði Kópavoqi sími 43140
íslands
kóngur
SJÁLFSÆVISAGA
JÖRUNDAR
HUNDADAGAKONUNGS
Stjórnarbylting Jörundar á lslandi var aö-
eins hápunktur furðulegrar lífsreynslu hans.
Hann haföi áöur veriö sjómaöur og skipstjóri
og flækzt um heimsins höf. Hingaö til hafa
menn litiö vitaö um feril hans eftir aö hann
var fluttur fanginn frá Islandi og hafa fyrir
satt, aö hann hafi fljótlega látizt sem fangi i
Astraliu. En þaö er ekki einu sinni hálfur
sannleikurinn.
Jörundur sat hvaö eftir annaö i fangelsi á
ævi sinni, en þess á milli var hann á bólakafi i
ævintýrum. Hvaö eftir annaö átti hann gnægö
fjár, sem hann tapaöi siöan viö spilaboröiö.
Hann var um tima erindreki og njósnari i
Evrópu á vegum Breta og var meöal annars
viöstaddur þegar Napóleon tapaöi hinni
miklu orrustu viö Waterloo. Hann var af-
kastamikill rithöfundur og skrifaöi um guö-
fræöi, hagfræöi og landafræöi, auk skáld-
sagna og leikrita. Hann var einu sinni
fangelsisprestur og tvisvar var hann
hjúkrunarmaöur. 1 Astraliu geröist hann um
tlma blaöamaöur og útgefandi og var svo
lengi vel lögregluþjónn og lögreglustjóri I elt-
ingaleik viö bófaflokk. Og þar lauk hann ævi
sinni sem viröulegur góöborgari.
Sjálfsævisaga Jörundar birtist fyrst í
áströlsku tímariti á árunum 1835—1838.
HILMISBÓK
ER VÖNDUÐ BÓK
lika oftast til meira af þeim en
foreldrarnir. Þessi börn eru mis-
jöfn eins og önnur, þau þurfa öll
mikla bliðu og umhyggju, en þó
verður að leitast við að kalla
sjálfsbjargarviðleitnina eins
mikið fram og mögulegt er.
Þessum börnum þarf að kenna
ýmislegt, sem er aðeins sjálf-
sagður hlutur i þroska þeirra
barna, sem mótast meira af um-
hverfinu. T.d. er oft á tiðum mjög
erfitt að fá þau til að tjá sig með
málinu, einnig þarf að kenna
þeim að þekkja form, liti o.s.frv.
og sem betur fer erum við nokkuð
vel birg af þroskaleikföngum til
þessara nota. En frumskilyrðið i
allri kennslunni er að kenna börn-
unum að þekkja sjálf sig.
Það er gleðilegt, hversu vel við
sjáum árangur þess starfs, sem
hér er unnið. Við sjáum og verð-
um áþreifanlega vör við framför
hjá hverju barni á svona litlu
heimili, og i þvi er fólginn mikill
styrkur til frekari vinnu og starfs.
Það er áberandi, hversu við-
horfið til þessara mála hefur
breytzt á undanförnum árum.
Augu fólks virðast hafa opnazt
fyrir þvi, að hér eru þjóðfélags-
þegnar, sem þurfa á hjálp sam-
félagsins að halda. Það er alls
ekki langt siðan þessi börn voru
falin eða komið fyrir á heimilum,
þar sem foreldrar höfðu litla að-
stöðu til að fylgjast með þroska
þeirra. Nú er vöknuð hreyfing
fólks, sem farin er að vinna að
þessum málum opinberlega, og
er það mikið og stórt spor i fram-
faraátt.
Eitt langar mig til að segja að
lokum, sagði Jóna. Mér finnst
fólk, sem á heilbrigð börn, oft
ekki þakka það og meta nógsam-
lega. Þótt fólk sé e.t.v. ekki alveg
ánægt með hegðan barna sinna i
hvert skipti, þá ætti það að meta
meira þá gæfu að hafa eignazt
heilbrigð börn, og það gæti lika
vakið til umhugsúnar um, hvern-
ig bezt megi verða þeim, sem
ekki eru jafnheppnir, að liði.
Að lokum hittum við að máli
Sesselju ólafsdóttur, sem er
gjaldkeri Foreldrafélagsins.
Okkur veitt mikil
f járhagsaðstoð
Sesselja sagði, að öllum beiðn-
um Foreldrafélagsins hefði verið
einstaklega vel tekið frá upphafi.
Fréttatilkynningar hefðu komið
um stofnun þess i héraðsblöðun-
um, og hefðu strax mjög margar
hjálpfúsar hendur boðizt til að-
stoðar við starfið.
Fram til þess tima, er við feng-
um styrkinn frá rikinu, sagði
Sesselja, rákum við starfsemina
með gjafafé, sem einstaklingar
og félagasamtök hafa látið félag-
inu i té. Okkur hafa borizt stórar
minningargjafir, sem orðið hafa
til ómetanlegrar hjálpar..
Við fengum minningargjöf um
hjónin Sigrúnu Jóhannesdóttur og
Sveinbjörn Jón Einarsson frá
Heiðarbæ i Þingvallasveit, frá
börnum, fósturdóttur og barna-
börnum, og var hún að upphæð
100.000 krónur. Þá fengum viö
300.000 króna gjöf i minningu
hjónanna Sigurlaugar Helgu
Sveinsdóttur og Jóhannesar
Bjarnasonar frá Enniskoti i Vest-
ur-Húnavatnssýslu, frá börnum
þeirra. Einnig hafa okkur hlotn-
azt fjárframlög frá ýmsum ein-
staklingum og félagasamtökum.
Ekki má gleymast að Lions-
klúbbur Selfoss gaf 250.000 krónur
til starfseminnar, og Kiwanis-
klúbbur Selfoss gefur húsgögn til
heimilisins, sem nú eru i pöntun,
og hefur hann einnig heitið frek-
ari fyrirgreiðslu.
Okkur hefur þvi borizt hjálp úr
öllum áttum, og hafa fjárfram-
lögin að mestu gengið til kaupa á
húsgögnum og þroskaleikföng-
um. Okkur hefur gengið ágætlega
að fá vönduð leiktæki, og er
heimilið ágætlega búið sliku.
Nú stefnum við að þvi að auka
styrktarkerfi félagsins, en eins og
stendur eru styrktarfélagar um
30 talsins. Hver styrktarmeðlim-
ur hefur afskaplega mikið að
segja fyrir starfsemina, þótt auð-
vitjað komi þeir aldrei til með að
standa straum af öllum kostnaði
við reksturinn.
Starfsemin hér leggst mjög vel
i mig, og þegar hefur náðst áber-
andi árangur. Fyrir mig persónu-
lega er þetta mikill léttir, þvi aö
heföi þetta heimili ekki verið opn-
aö, hefðum við sennilega orðiö að
flytjast til Reykjavikur. Eg hef
þurft að fara tvisvar i viku með
dóttur mina til Reykjavikur, og
hefði helzt þurft að fara á hverj-
um degi eftir að árangur fór að
koma i ljós, og það er þreytandi,
þótt samgöngur séu góðar og leið-
in ekki löng.
Eftir að hafa dvalið á skóla-
heimilinu á Selfossi eina dag-
stund, kvöddum við Timamenn
og þökkuðum góðar móttökur, og
við vonum, að starf Foreldra-
félags þroskaheftra á Suðurlandi
megi verða öðrum gott fordæmi
og greiða til aukins skilnings á
málefnum þroskaheftra.
© Landbúnaður
ur verið þurrkað upp og borinn á
það áburður. Þannig margfald-
ast uppskeran og beitarálagið á
afréttir minnkar um leið. Það er
i raun undravert hve miklu hef-
ur verið áorkað á örfáum árum.
Það sýnir betur en flest annað
hve bændur á íslandi eru i dag
ákveðnir i að skila landinu betur
grónu en það hefur nokkru sinni
áður verið.
Þvi kemur það úr hörðustu átt
þegar hópur manna hrópar upp
að islenskir bændur séu að eyði-
leggja gróður landsins. Og þetta
gerist á þeim árum, sem stór-
átök eru gerð i að auka gróður-
lendi landsins með sifellt meiri
ræktun. Með skipulegum að-
gerðum eru bændur að vinna að
þvi að minnka beitarálagið á
þessum svæðum. Afkoma
þeirra og hagsæld þjóðarbúsins
byggist á þvi að hver gripur
skili sem mestum arði. Það ger-
ir hann ekki ef hann gengur á
landsvæði, sem er gróðurlaust.
Ég gat um það i upphafi að
landbúnaður væri undirstaðan
undir mjög mörgum þáuum i
islensku þjóðfélagi. An hans
gætum við ekki lifað þvi lifi,
sem við gerum nú. Það eru ekki
einungis bændur, sem sitt fram-
færi hafa af landbúnaðinum
heldur miklu fleiri stéttir. Má
þar til nefna alla þá sem at-
vinnu sina hafa af úrvinnslu úr
landbúnaðarafurðum og þjón-
ustu við landbúnaðinn.
Þvi ættu allir að vera sam-
mála um að okkur beri frekar
að auka landbúnað hér á landi
heldur en minnka hann. Þannig
eflum við fjölmarga aðra þætti i
okkar þjóðfélagi og stuðlum að
auknum hagvexti i landi voru.
* • O í
- * .. • .
* »
Enginn vill
vera
án orku
Og enginn þarf að vera það lengur.
Við getum nú útvegað nýjar Demco diesel-rafstöðvar
frá 10—1000 kw. 50 og 60 riða.
DEMCO diesel-rafstöðvar eru algjörlega sjálfstæðar
með vatnskælikerfi, vél og rafal byggt á mjög sterkan
stálsleða.
DEMCO diesel-rafstöðvar eru þekktar af áralangri
reynslu traustbyggðar og öruggar.
40% þeirra rafstöðva, sem bandaríska ríkisstjórnin
kaupir eru frá Demco.
DEMCO diesel-rafstöðvar eru færanlegar með
tengingum fyrir mismunandi volt.
Þær eru mjög hentugar fyrir einstaklinga og iðnað,
og sem vararafstöðvar veita þær stöðugt öryggi.
HF HÖRÐUR
GUNNARSS0N
HEIL.DVERSLUN - SKÚLATÚNI 6 - REYKJAVÍK - SÍMI 19460