Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 20. desember 1974. 111111111111 MffWlTWllllrTffliTTWfTTTTTWllfWllllWTIllffflMlM Frumvarp flutt um Bættan hag elli- og örorkulífeyrisþega Flutningsmaður Sverrir Bergmann LÖG UM VIRKJUN BESSASTAÐAÁR A fundi efri deildar Alþingis i gærdag var flutt frumvarp til iaga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Flutnings- maöur frumvarpsins var Sverrir Bergmann, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins I Reykja- vík. Auk hans lýstu þingmennirn- ir Helgi Seljan og Oddur Ólafsson yfir stuöningi viö frumvarpið. Að lokinni fyrstu umræðu i efri deild var samþykkt að visa mál- inu til heilbrigðis- og trygginga- máianefndar. 1. grein frumvarpsins gerir ráð fyrir þeirri breytingu, að dveljist sá, sem dagpeninga nýtur, i sjúkrahúsi eða á hæli á kostnað samlags sins, skuli hann halda dagpeningum óskertum. Hið sama gildi um sjúkradagpeninga vegna barna sjúklings. 1 gildandi lögum er aftur gert ráö fyrir þvi, að dveljist sá, er dagpeninga nýt- ur á sjúkrahúsi megi lækka dag- peninga hans um allt að 2/3 hlutl- um. t 2. grein frumvarpsins er gert ráö fyrir, að elli- örorku- eða ekkjulifevrisþegi haldi óskertum lifeyrisgreiðslum, þótt til komi vistun á stofnun, þar sem sjúkra- tryggingar greiða fyrir hann, nema um sé að ræða samfellda vistun á slikum stofnunum um- fram 24 mánuði. t gildandi lögum er aftur gert ráð fyrir, að lifeyrir elli-, örorku- og ekkjulifeyrisþega falli niður dveljist þeir i stofnun þar sem sjúkratryggingar greiða fyrir þá lengur en i einn mánuð, og ef vistin hefur verið lengri en 4 mánuðir undanfarandi 24 mán- uöi. Með lögum um breytingu á lögum um almannatryggingar 1974 var svo ákveðið, að trygg- ingaráði væri heimilt að vikja frá þessum timatakmörkunum, ef sérstaklega stæði á. Með þessu frumvarpi er lagt til, að skerðingarákvæðin falli niður og grein laganna gerð ákveðnari hvað timamörkum viðkemur. t greinagerð með frumvarpinu segir m.a.: Frumvarp þetta er flutt til þess að fá numin úr gildandi lögum um almannatryggingar skerðingar- ákvæði, er taka til sjúkradagpen- inga annars vegar og elli- og ör- orkulifeyris hins vegar, þegar um er að ræða timabundna sjúkra- húsdvöl þeirra, sem þessara greiðslna njóta. Augljóslega þurfa elli- og ör- orkulifeyrisþegar oft á timabund- inni sjúkrahúsdvöl að halda. Tiðni sjúkdóma, sem oft eru lang- vinnir, eykst með aldrinum. bá eru margir öryrkjar einmitt slikir vegna sjúkdóma, er krefjast reglulega endurmats og sér- hæfðrar meðferðar, sem erfitt er aö láta i té utan sjúkrahúsa. Má búast við sjúkrahúsdvöl hjá þess- um einstaklingum oftar en öðrum og sjálfir fá þeir litlu um það ráð- ið, hversu oft og hversu lengi hverju sinni þeir þurfa að dvelja á sjúkrahúsunum. Getur sjúkra- húsdvölin hæglega farið fram úr þeim timamörkum, sem leyfð eru i gildandi lögum um almanna- tryggingar án þess að til skerðingar á lifeyri komi. Þetta hefur einatt reynst vandamál mörgum elli- og örorkulifeyris- þega. Hafa þeir þurft að útskrif- ast af sjúkrahúsum, án þess að meöferö væri lokið, eða þeir hafa þurft að fresta sjúkrahúsdvöl til þess að halda lifeyri sinum óskertum. Elli- og örorkulifeyrisþegar, sem halda heimili, þurfa áfra-m að greiða reksturskostnað heimilis sins, svo sem leigu, raf- magn, hita, sima, útvarp, sjón- varp o.s.frv., þótt til tima- bundinnar dvalar á sjúkrahúsi komi. Margir þeirra hafa engar aörar tekjur og r ip.nda þvi ráðlitl- ir gagnvart venjulegum rekstrar- kostnaði heimilis, ef lifeyrir þeirra fellur niður. (ietur slikt kippt fótum undan heimilishaldi þeirra, sem annars er i raun þjóð- félarMnu i hag, þar eð það léttir á byrði elli- og dvála'rhéimila i land inu. Rétt er, að lifeyrisgreiðslur falli inn i ramma gildandi laga, ef samfelld sjúkrahúsvist elli- og ör- orkulifeyrisþega verður 24 mán- uðir eöa lengri, enda telst þá ekki lengur vera um að ræða tlma- bundna sjúkrahúsvist. Sjúkradagpeningar eru tima- bundin greiðsla, miðuð við tólf mánuði hverju sinni. Upphæð sjúkradagpeninga getur ekki orð- ið hærri en 3/4 af vinnutekjum hins sjúka mánuðina undanfar- andi veikindum hans. Frekari skerðing sjúkradagpeninga vegna timabundinnar sjúkrahús- dvalar skapar sömu vandamál og Þegar Baldur Johnsen, for- stöðuinaður hcilbrigðiseftirlits rikisins, falaðist cftir þjónustu minni við stofnunina sem sér- fræðings i umhverfis- og mengunarmálum, um siðustu áramót, dró ég enga dul á það viö hann, að ég ynni enn að rannsókn- um við Lundúnaháskóla til doktorsgráðu, og ég gæti ekki sætt mig viö að sjá á bak þeirri aðstöðu sem mér væri þar sköpuö til að taka við fullu starfi við heilbrigðiseftirlitið. Lagði hann þá a það rika áherzlu, að þörfin fyrir mann með mina menntun væri oröin svo knýjandi innan veggja stofnunar- innar, að nokkurra mánaða starf á ári hverju væri strax betra en ekkert, unz rannsóknum minum væri að fullu lokiö og ég gæti tekið við fullu starfi. Um það var þvi samið á fundi með þáverandi heilbrigðismála- ráðherra Magnúsi Kjartanssyni, auk annarra, að ég fengi aö sinna rannsóknum minum i Lundúnum áfram að nokkru leyti, auk þess sem ég gegndi störfum fyrir heilbrigöiseftirlitið. Samiö var um, að ég yrði ráðinn lausum samningi, þannig að ég fengi greitt fyrir alla þá vinnu, sem ég leysti af hendi fyrir stofnunina, en þægi ekki laun allt árið sem fast- ráðinn starfsmaöur. bessu hygg ég Baldur muni vart mótmæla. Þykir mér þvi sá framburður Baldurs Johnsens I Morg unblaðinu og Timanum 18. þ.m. næsta furöulegur, aö „til- hjá elli- og örorkulifeyrisþegum og er af sömu ástæðum óréttlát og skerðing á lifeyri þeirra vegna tlmabundinnar sjúkrahúsvistar. Lita verður á sjúkradagpen- inga og elli- og örorkulifeyri sem laun til þeirra, er vegna aldurs og/eða sjúkdóma geta ekki aflað sér þeirra á hinum almenna launamarkaði. Laun þessi eru langt undir venjulegum vinnu- tekjum og ósanngjarnt að þau séu skert enn frekar komi til tima- bundinnar vistunar á sjúkrahúsi. Sýnist slikt ekki i anda þess til- gangs, er liggur að baki lögum um almannatryggingar. Á það ber einnig að lita, að sjúkratrygg- ingar greiða að fullu timabundna sjúkrahúsdvöl allra landsmanna og hafa aðrir en nefndir einstak- lingar ýmist ráðningu, er tryggir þeim óskert eða litt skert laun, þótt til timabundinnar sjúkrahús- vistar komi, eða þá að aðrir hafa möguleika á tryggingum, er bæti þeim launamissi i timabundnum veikindum. Einar Valur Ingimundarson. raunasamningur” sá sem gerður var við mig i jan. 1974 skuli ekki endurnýjaður I ljósi þess, hve stutt ég geti starfað hér á hverju ári, t.d. aðeins fjóra og hálfan mánuð I ár. t fyrsta lagi var hér aldrei um neinn „tilraunasamning” að ræða i munni Baldurs Johansen um siðastliðin áramót, heldur þóttist hann þá vera að tryggja stofnun- inni „starfskrafta mína og dugnað”, svo notuö séu hans eigin orð úr Morgunblaöinu og Timanum. 1 öðru lagi var I samningi okkar aldrei neitt tekið fram um starfs- tima minn hér, eins og áður greindi. I þriðja lagi hef ég I höndunum launamiða, sem staðfesta a.m.k. í gær var afgreitt sem lög frá Alþingi frumvarp um virkjun Bessastaðaár I Fljóts- dal. 11. grein laganna er gert ráð fyrir, að Rafmagnsveitum rikisins verði falið að reisa og reka vatnsaflsstöð við Bessa- staðaá I Fljótsdal I Norður- Múlasýslu með allt að 32 megawatta afli og gera nauð- synlegar ráðstafanir á vatna- svæði árinnar til að tryggja rekstur virkjunarinnar. Enn- fremur að leggja þaðan aðal- orkuveitu að Egilsstaðakaup- túni til tengingar þar við veitukerfi Grimsárvirkjunar og Lagarfossvirkjunar. Þá er rikisstjórninni heimil- að að taka fyrir hönd rlkis- Á þingdeildarfundi neðri deildar Alþingis I gær var fram haldið fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á útvarpslögunum. Frumvarpið hefur þegar hlotið afgreiðslu I efri deild, en mikið málþóf var i neðri deild, þar til mennta- málaráðherra bar fram til- lögu um, að frumvarpinu skyldi visað til annarrar umræðu og nefndar. sex mánaða starf fyrir heilbrigðiseftirlit rikisins á árinu. Laun, sem ekki hefðu fengizt greidd nema komið hefði til staöfesting forstöðumanns að vinnan hefði verið innt af hendi. Þá sakar ekki að geta þess, að mér voru ekki greidd þau laun fyrir vinnu mina, sem um var samið i upphafi, heldur allnokkuð lægri upphæð. Gerði ég ekki við það athugasemd, fyrr en ljóst var að yfirvinna sú, er ég hafði leyst af hendi. A timabilinu, fengist ekki heldur greidd. 1 stað þess bauð forstööumaður mér leyfi frá vinnu minni, jafnmarga daga og aukavinnutimi sagði til um. Skýtur þetta allnokkuð skökku við, þegar Baldur Johnsen kvartar nú opinberlega yfir tima- leysi minu hérlendis, að hann vill ekki nýta „starfskrafta mlna og kunnáttu”, þegar þeirra er völ! Af framangreindu ætti þvi að vera ljóst, að forsendur Baldurs Johnsens fyrir riftun á ráðningarsamningi minum eru falskar, og einungis settar fram I þessu formi til að breiða yfir raunverulegar ástæður, sem hon- um er jafnkunnugar og mér og öðrum, er til málsins þekkja. Sannleikurinn er sá, að um verulegan ágreining er að ræða milli okkar Baldurs um mengunarvarnir og rannsóknir á iðjumengun. Agreiningur þessi kviknaði fljótlega eftir aö ég hóf störf og magnaðist eftir þvi sem á leiö. Agreiningur þessi endur- sjóðs eða ábyrgjast lán, er virkjunaraðilinn tekur, allt að 2000 millj. kr., eða jafngildi þeirrar upphæðar I erlendri mynt, til greiðslu stofn- kostnaðar þeirra mannvirkja, sem 1. gr. getur um. 1 athugasemd með frum- varpinu til laga þessara segir m.a., að virkjun fyrsta áfanga Lagarfoss á Fljótsdalshéraði sé nú komin á lokastig fram- kvæmda. Enda þóttsú virkjun bæti mjög úr orkuskorti á Austurlandi um sinn sé þó öll- um ljóst, að hún er ekki til neinnar frambúðar, sérstak- lega með tilliti til ört vaxandi húshitunar á þessu orkuveitu- svæði. Fór atkvæðagreiðsla fram I málinu og var samþykkt með 23 atkvæðum gegn 6 að vlsa þvi til annarrar umræðu. Þá var samþykkt með 21 sam- hljóða atkvæði, að frum- varpinu skyldi visað til menntamálanefndar. Horfur eru á að frumvarpiö hljóti ekki endanlega afgreiðslu fyrr en að loknum jólaleyfum þing- manna. speglast reyndar I svari Baldurs viðopnu bréfi náttúrufræðinema, 14. þ.m I bréfi sinu lýsa þau stuttlega þeim ramma, sem sérhver visindamaður veröur aö starfa eftir, vilji hann láta kalla sig sér- fræðing og láta allan almenning telja sig ábyrgansem slikan. Innan þessa ramma hef ég sjálfur ætið kappkostað aö starfa, jafnt i störfum minum við heilbrigðiseftirlitiö sem og annars staðar. Baldur Johnsen hefur ekki annað um þau vinnubrögð að segja, en að þau séu „upptugga á hjali stjórnmálamanna og blaða- manna Þjóöviljans”, svo notuð séu hans eigin orð úr svargrein. Það var þvl ekki að ástæðulausu, að einn fulltrúi náttúruverndarráðs svaraði opinberlega: „Ég harma þessi skrlf Baldurs Johnsen og vænti þess, að sá álitshnekkir, sem hann hefur bakað heilbrigðis- eftirlitinu með þeim, verði bætt- ur fyrr en seinna”. Af tillitssemi við stofnunina ætla ég ekki að tlunda hér frekar öll okkar ágreiningsefni en mun þó bregðast við, sjái ég mig þess til neyddan. Hitt get ég þó tilkynnt Baldri Johnsen, að fáir sérfræöingar myndu una þvi á nokkurri stofnun að mega ekki sinna sérgrein sinni og verða að sitja með hend- ur I skauti meðan ákvarðanir eru teknar um mál, sem þú Baldur, Framhald á bls. 27 Lög um ráðstafanir í sjávarútvegi og ráðstöfun gengishagnaðar Á fundi neðri deildar Alþingis i gær var til umræðu frumvarp til laga um ráðstafanir I sjávarút- vegi og ráðst'öfun gengis- hagnaðar. Frumvarpiö var samþykkt i 3. umræðu með áorðnum breytingum, sem til- lögur meiri hluta sjávarútvegs- nefndar gerðu ráð fyrir. Frumvarpið var siðan sent til efri deildar og ætlunin var að ljúka af- greiðslu þess I gærkvöldi eða nótt. Miklar umræður urðu um málið á Alþingi I gær og komu fram nefndarálit bæði frá meiri og minnihluta sjávarútvegsnefndar. t nefndaráliti meiri hluta sjávarútvegsnefndar segir m.a.; Meiri hluti nefndarinnar hefur náð samkomulagi um breytingar- tillögu við frv., en mælir að öðru ieyti með samþykkt þess. Undirrituðum nefndarmönnum er ljós knýjandi nauðsyn þess, að mál þetta nái hið fyrsta fram að ganga, svo að hefja megi greiðslur gengishagnaðarins til útvegsins. Þess vegna mæla þeir eindregið með að frv. nái laga- gildi svo fljótt sem kostur er. Undir nefndarálit meiri hluta sjá varútvegsnefndar rita: Guðlaugur Gislason, Pétur Sigurðsson, Ragnheiður Svein- björnsdóttir og Sverrir Her- mannsson og Tómas Árnason. Nefndarálit minni hlutans var undirritað af þeim Garðari Sigurðssyni og Sighvati Björg- vinssyni. Þeir töldu, að hér væri einungis um að ræða tilfærslur fjármagns innan atvinnugreinarinnar og með þessu væri verið að skerða kjör sjómanna. ÓHEIÐARLEG VINNUBRÖGÐ Frumvarpið um útvarpsróð til 2. umræðu og nefndar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.