Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. desember 1974. TÍMINN 5 FRÆÐSLUFERÐIR SKÓLABARNA TIL REYKJAVÍKUR Undanfarin ár hefur mennta- málaráðuneytið gengizt fyrir list- kynningu I skólumeftir þvi sem fé hefur verið veitt til, en einkum hefur það náð til skóla sunnan- lands og annarra en á barna- fræðslustigi. Nú hefur ráðuneytið með góðri aðstoð Flugfélags ts- lands boðið þremur hópum 12 ára barna til Reykjavikur f fræðslu- ferð. Fyrsti hópurinn (33) var frá Norðfirði. Komu þau 16. og héldu heim 19. nóvember. í fyigd með þeim var skólastjórinn, Gisli Sig- hvatsson. Næsti hópur (34) var úr Norður-Þingeyjarsýslu. I fylgd með þeim var Angantýr Einars- son, skólastjóri á Raufarhöfn. Sá hópur kom 19. og hélt heim 21. nóvember. Þriðji hópúrinn (30) var frá Patreksfirði og Tálkna- firði og kom 20. og fór heim 22. nóvember. 1 fylgd með þeim var Daði Ingimundarson, skólastjóri á Patreksfirði. — Gestirnir komu með flugvél frá Flugfélagi tslands og gistu á Hótel Esju meðan þeir dvöldust i Reykjavik. Þeim var sýnt Sæ- dýrasafnið, Náttúrugripasafnið, Þjóðminjasafn, Listasafn Islands og Ásgrimssafn, Sögusýningin á Kjarvalsstöðum (Island — Is- lendingar), farið i heimsókn i sjónvarpið, drukkið súkkulaði i boði menntamálaráðherra, Vil- hjálms Hjálmarssonar, i Ráð- herrabústaðnum, Tjarnargötu 32, Alþingi heimsótt og ræddu forseti Sameinaðs Alþingis, Asgeir Bjarnason, og skrifstofustjóri Ai- þingis, Friðjón Sigurðsson við gestina, sýndu þeim húsið og veittu margvislegan fróðleik um Alþingi að fornu og nýju. Börnin frá Norðfirði sáu „Kardimommu- bæinn” i Þjóðleikhúsinu, en barnasýningar voru ekki þá daga, sem hinir gestirnir dvöldust i Reykjavik. Þá var skemmtisam- koma i Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans, þar sem að- komubörnin hittu jafnaldra sina úr þeim skóla. Þetta voru mjög ánægjulegar heimsóknir, sem vonandi reynist unnt að halda áfram i einhverjum mæli, en hér var um tilraun að ræða. SÖGUSÝNINGIN SÝND ERLENDIS 1 tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu kemur i ljós, að rikisstjórn og þjóðhátiðarnefnd, hafa fallizt á, að sá efniviður Sögusýningarinnar á Kjarvals- stöðum (tsland — Islendingar) sem ekki var fenginn að láni, skuli vera til reiðu handa utan- rikisráðuneyti og menntamála- ráðuneyti til þess að setja saman sýningu, er komið verði á fram- færi erlendis með aðstoð sendi- ráða Islands. Einnig að þessi efniviður Sögu- sýningarinnar verðinotaður til að setja saman sýningu, eina eða fleiri, og komið yrði á framfæri innanlands i félagsheimilum eða skólum. Unnið er að undirbúningi slikra sýninga, undir handleiðslu Einars Hákonarsonar, listmálara, sem stjórnaöi gerð Sögusýningarinn- ar. Auglýsing um kosningu til fulltrúaþings F. í. B. 9. grein laga félagsins: „Félagsmenn búsettir I hverju hinna 6 umdæma, sem talin eru I 3. grein, skulu kjósa fulltrúa til fulltrúaþings, F.l.B. sem hér segir: Umdæmi nr. I. Umdæmi nr. II. Umdæmi nr. III. Umdæmi nr. IV. Umdæmi nr. V. Umdæminnr. nr. VI. Vesturland Norðurland Austurland Suöurland Reykjanes Reykjavlk ognágr. 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa. 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa. 4. aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa. 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa. 6 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa, 20 aðalfulltrúa og 10 varafulltrúa. Alls 42 fulltrúar og 30 varafulltrúar. Kjörtlmabil fulltrúa er 2 ár og miðast við fulltrúaþing. Skal helmingur fulltrúa kjörinn árlega. Uppástungur um fulltrúa eða varafulltrúa, sem félags- menn vilja bera fram, skulu hafa borizt félagsstjórninni I ábyrgöarbréfi fyrir 15. janúar það ár, sem kjósa skal. Kjörnir fulltrúar skulu alltaf vera I kjöri. Komi ekki fram uppástungur um fleiri en kjósa skal verður ekki af kosningu. Með uppástungum um þingfulltrúa, sem kjósa skal I hverju umdæmi, skulu fylgja meðmæli eigi færri en 15 fullgildra félagsmanná úr þvl umdæmi, en I VI. umdæmi skulu meðmælendur eigi vera færri en 30 fullgildir félags- menn þar. 1 framangreindri tölu meðmælenda má telja þá, sem stungið hefur verið uppá sem þingfulltrúum. Berizt eigi uppástungur úr einhverju eða einhverjum umdæmum skoðast fyrri fulltrúar þar endurkjörnir, nema þeir hafi beðizt skriflega undan endurkjöri”. Samkvæmt þessu skulu uppástungur um HELMING þeirrar fulltrúatölu, sem i 9. grein getur, hafa borizt aðal- skrifstofu F.I.B., Armúla 27, Reykjavlk, I ábyrgðarbréfi fyrir 15. janúar 1975. Reykjavík 19. desember 1974. F.h. stjórnar Félags Islenzkra bifreiðaeiganda. Einar Flygenring, framkvæmdastjóri. Skoðid r LEIKFÖNGIN OG GJAFAVÖRURNAR sem Jólamarkaðurinn hefur upp ó að bjóða Athugið að margar vörur eru enn ó gamla, góða verðinu Opið til kl. 10 í öllum deildum Vandaðor og fallegar hillueiningar sem hægt er að raða upp EFTIR ÞÖRFUM HVERS OG EINS - Ert þú líka í vandræðum með hljómflutningstækin ? Þó er þetta rétta lausnin - Komið og kynnið ykkur verð og greiðsluskilmóla Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt húsið Tökum að okkur gerð FRYSTI- OG KÆLIKLEFA í sambýlishúsum og verzlunum • Gerum fullnaðartilboð í efni (einangrun, allar vélar, hurðir o. fl.) og vinnu Ármúla 38 - Sími 8-54-66

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.