Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 15
14
TÍMINN
Föstudagur 20. desember 1974.
Föstudagur 20. desember 1974.
TÍMINN
15
Klara Snæland starfsstiilka aöstoöar ólöfu og Margréti viö gerö málverks.
Skólaheimili þroskaheftra
barna á Selfossi heimsótt
Þótt sú hafi veriö stefnan hér á
landi, eins og I grannlöndum okk-
ar, aö veita þeim, sem fyrir ein-
hverra hiuta sakir mega sin
minna i iifsbaráttunni, sivaxandi
aöstoö, fer þvi þó enn fjarri aö
nóg sé aö gert i þeim efnum. Þeir
einstaklingar, sem sakir einhvers
konar vanmáttar falla ekki inn i
hiö venjuiega þjóöfélagskerfi,
hafa átt og eiga enn mjög erfitt
uppdráttar, þótt svo viröist sem
samfélagiö sé aö veröa sér betur
meövitandi um skyidur sinar i
þessum efnum.
Máiefni fjöifatlaöra og þroska-
heftra barna hafa vcriö nokkuö i
brennidepli aö undanförnu, sér-
staklega eftir aö foreldrafélög
viökomandi barna hafa veriö sett
á stofn. Vakin hefur veriö athygli
á vanda þeirra, og jafnframt sýnt
fram á, aö meö góöri umönnun og
kennslu frá unga aidri, má ná
mjög góöum árangri viö aö auka
þroska þeirra, svo aö þau veröi
svo sjálfbjarga sem framast má
veröa.
Þótt hér á Reykjavikursvæöinu
sé aöstaöa til aö leita sérfræöi- og
læknisaöstoöar fyrir þroskaheft
börn, er skorturinn mikill vföast
hvar úti á landsbyggöinni. Þaö
fólk, sem á þroskaheft börn, og
vill aö þau njóti þeirrar aöstoöar,
sem mögulegt er, hefur þvi oft á
tiöum neyözt til aö flytjast til
Reykjavikur, eöa senda börnin
frá sér aö öörum kosti.
Þaö er þvl ekki litið framtak,
sem foreldrar þroskaheftra
barna á Suöurlandi sýndu, er þeir
stofnuðu Foreldrafélag þroska-
heftra á Suðurlandi s.l. vor.
Foreldrafélagiö gekkst siöan
fyrir stofnun skólaheimilis á Sel-
fossi, og tók það til starfa þann 17.
júli s.l.
Skólinn er rekinn sem dag-
heimili, og hefur til þessa starfaö
einungis eftir hádegi, þ.e. frá kl.
1-6, en fyrirhugað er aö hann
starfi frá kl. 9 f.h. til kl.,5 e.h. frá
og með næstu áramótum, ef fjár-
hagsleg geta leyfir.
Tilgangur skólans er aö efla
þroska barnanna eftir þvi, sem
unnt er, koma þeim, sem mögu-
leiki kann að vera á, inn i hiö al-
menna skólakerfi eða i sér-
kennsluskóla, eða stuöla svo að
þroska þeirra, að þau megi veröa
sjálfbjarga á heimili eða stofnun i
framtiöinni.
Blaðamaður og ljósmyndari
Timans brugðu sér austur á Sel-
foss til að kynna sér starfsemi og
rekstur heimilisins, og hittum viö
fyrstan að máli Sigurfinn
Sigurðsson, formann ForeldraT7
félags þroskaheftra á Suðurlandi.
Sigurfinnur sagði, að þetta
skólaheimili á Selfossi væri hið
fyrsta sinnar tegundar, sem
stofnað væri utan Reykjavikur.
Þaö miðaði fyrst og fremst að þvi
að vera kennslustofnun, en ekki
geymslustofnun, eins og oft hefði
viljað brenna við meö heimili fyr-
ir vangefna.
Gera þroskaheftum kleift
að standa á eigin
fótum
— Fram til þessa, sagði Sigur-
finnur, má segja að vandamál
vangefinna hafi verið „heimilis-
vandamál”. Mörg þroskáheft
börn eru lika veikluð og næm fyr-
ir sjúkdómum, og áöur var svo,
að fæst þeirra komust til full-
orðinsára. Með bættri heilbrigðis-
þjónustu er heimilisvandamáliö
oröið aö þjóðfélagsvandamáli,
þvi að vandi fulloröinna vangef-
inna hefur aukizt mjög með vax-
andi fjölda þeirra.
Vandamálin byrja aðallega,
þegar börnin vaxa úr grasi og
geta ekki lengur notið jafnmikill-
ar umönnunar foreldranna og þau
geröu á bernskuskeiðinu. Mark-
miðið með stofnun skólaheimila
er þvi að leitast við að gera hinum
vangefnu kleift að standa á eigin
fótum, þegar þau hafa náö full-
orðinsaldri.
Foreldrafélag þroskaheftra á
Suðurlandi varstofnað s.l. vor, og
takmarkast starfsemi þess alls
ekki við Selfoss, heldur nær hún
yfir allt Suðurland. Stofnfélagar
voru nálægt þrjátiu talsins, allir
foreldrar þroskaheftra barna.
Starfsemi félagsins hófst þegar af
miklum krafti, og höfum viö alls
staðar notið mikils skilnings, þar
sem við höfum leitað aöstoðar.
Viö leituðum strax möguleika á
að koma á fót skólaheimili, og var
þvi ‘valinn staður á Selfossi,
vegna þess að hér var mikil þörf
fyrirhendi og nokkuð mörg börn,
sem þurftu á séraöstoð að halda.
Samkvæmt rannsóknum munu
þaö vera á bilinu 2-3% allra
barna, sem þurfa á séraöstoð að
halda.
Hér á Selfossi yoru nokkur
óseid Viðlagasjóðshús i vor og
leituðum við til stjórnarmanna
sjóðsins til að fá eitt þeirra leigt
undir starfsemi okkar. Við feng-
um strax mjög góöar viðtökur og
loforö fyrir 120 fermetra einbýlis-
húsi aö Lambhaga 48, og er húsið
einkar vel til þessarar starfsemi
falliö. Selfosshreppur gekk siðan
inn i málið. tók húsið á leigu og
hefur hann afhent félaginu það til
skólahaldsins endurgjaldslaust.
1 skólanum eru nú 8 börn á
aldrinum 2-6 ára, öll meira eða
minna þroskaheft andlega, og
sum einnig likamlega. Börnin eru
öll búsett á Selfossi, og sam-
kvæmt umsögn héraðslæknisins
mun heimilið aö öllum likindum
þurfa að þjóna mun stærri hópi en
hér um ræðir, en liklega má telja,
að húsrými gefi möguleika á dvöl
allt að 10-12 barna.
Við fengum húsið 1. júli og hóf-
um starfsemi hér þann 17. júli.
Viö höföum þá þegar fengið loforð
um verulega fjárhagsaðstoö
rikisins samkvæmt viðtölum við
þáverandi fjármálaráðherra,
Halldór E. Sigurðsson, og
menntamálaráöherra, Magnús
Torfa ólafsson. Siöan urðu nokk-
ur umskipti á stjórnmálasviöinu,
og geröist ekkert i málinu, þar til
núverandi menntamálaráöherra,
Vilhjálmur Hjálmarsson, hlutað-
ist til um, að rikið greiddi laun
-starfsmanna skólaheimilisins, og
vonumst við til enn frekari fyrir-
greiðslu rikisins siðar meir.
Þegar tekizt haföi að útvega
húsnæði, hófst leitin að hæfu
starfsfólki. Ég tel þaö mestu gæfu
okkar og heimilisins, að okkur
tókst að fá til starfa einstaklega
duglegt og hæft fólk og þakka það
sérstökum dugnaði og hæfni
starfsfólksins, hversu góður
árangur hefur náðst með börnin
Forstöðukona er Jóna Ingvars-
dóttir þroskaþjálfi, og henni til
aðstoðar er Klara Sæland, en auk
þess annast Sólveig Björnsdóttir
kennslu barnanna hluta úr degi.
Með lengingu skólatimans eftir
áramót er óhjákvæmilegt að bæta
einum þroskaþjálfa viö, enda tal-
iö, að umsjón megi tæpast fara
fram úr 2 börnum á hvern starfs-
mann, ef að fullu gagni á að
koma. Auk þess vantar tilfinnan-
lega ýmiss konar sérkennslu, sér-
staklega talkennslu.
Auk þessa fasta starfsliðs hafa
ýmsir aðrir innt mikið starf af
hendi. Sævar Halldórsson læknir
var okkur mjög hjálplegur og inn-
an handar viö stofnun heimilisins
og hefur gefið okkur mörg góð
ráð. Þá koma Sverrir Bjarnason
geðlæknir og Sigrún Karlsdóttir
félagsráðgjafi hingað vikulega og
eru ráðgefendur starfsfólksins.
Þau hafa kynnt sér aöstöðu hér,
og m.a. haft viðtöl við alla for-
eldra og gefiö þeim leiðbeiningar.
Anna Þórarinsdóttir sjúkra-
þjálfari kemur hingað viku- eða
hálfsmánaðarlega og þjálfar
börnin. Hún hefur kennt starfs-
fólkinu þær æfingar, sem henta
börnunum, og hafa þau þegar
tekið miklum framförum.
Þótt við höfum þegar náö góð-
um árangri með stofnun skóla-
Það eru mörg skemmtlleg tæki, sem hægt er að leika sér með.
Jöna og Ólöf dást að jólaskreytingunum, sem hanga ilofti skólaheimilisins.
heimilisins, biða okkar ótalmörg
önnur verkefni, sem vinna þarf
að. Úti um allt land eru þroska-
heft börn, sem þurfa á aöstoö að
halda. Starfsemi Styrktarfélags
vangefinna er að mestu bundin
viö Reykjavik, en þörfin er ekki
siður fyrir hendi úti á lands-
byggðinni. Það hlýtur þvi að
veröa næsta verkefni félagsins að
stuöla að þvi, að starfsemi af
þessu tagi verði aukin um allt
land, og ég hef trú á þvi, að innan
tiðar veröi skólaheimili fyrir
þroskaheft börn komin á laggirn-
ar i flestum landshlutum.
Þá ræddum við litillega við
Jónu Ingvarsdóttur þroskaþjálfa,
sem er forstöðukona skóla-
heimilisins á Selfossi.
Persónulegra samband á
litlu heimili
Jóna sagði, að mikill munur
væri á að starfa á svona litlu
heimili, þar sem auðvelt er að ná
persónulegu sambandi við hvert
einstakt barn. Hún hefur áður
starfað á Kópavogshæli, en þar er
þroskaþjálfaskólinn rekinn. Kvað
hún ljóst, að stefna bæri að þvi að
koma fremur á stofn fleiri og fá-
mennari heimilum, heldur en aö
koma börnunum fyrir á stórum
stofnunum, sem oft yrðu nokkurs
konar geymslustofnanir.
— Nám þroskaþjálfa, sagði
Baldvin og Margrét viröast
ekkert lofthrædd. ., þótt hátt sé
prilaö.
Þegar mögulegt er ieika börnin sér úti viD.
Jóna, tekur tvö og hálft ár og
skiptast á bókleg og verkleg nám-
skeið. Verklega námið er fólgið i
vinnu á hinum ýmsu deildum
Kópavogshælis, en i hinu bóklega
námi er leitazt viö að veita nem-
endum sem beztan undirbúning
til að taka að sér þjálfun vangef-
inna. Meðal þeirra bóklegu
greina, sem við lærum, er sjúk-
dómafræði, lyfjafræði, sálfræði,
föndur o.fl. Einnig er kennd tal-
kennsla, en of litil að minu mati,
þvi að starfið snýst mjög um það
svið, a.m.k. meðan skortur er á
sérmenntuðum talkennurum.
Þroskaþjálfafélag er starfandi
hér á landi, og munu meðlimir
þess vera u.þ.b. 70 talsins. Félag-
ið hefur nú beitt sér fyrir nám-
.skeiðahaldi, t.d. stendur nú yfir
stjórnunarnámskeiö, en það var
einn þáttur, sem mér fannst
skorta i námið sjálft, þvi að ég tel
þroskaþjálfa nauðsyn að hafa
fengið einhverja tilsögn á þvi
sviði.
Þegar ég var ráðin til starfa hér
i byrjun júni, byrjaði ég á þvi að
fara á heimili barnanna og kynn-
ast þeim þar ásamt foreldrunum.
Ég tel það ótviráðan kost, að
börnin hafi haft nokkurn að-
lögunartima til að kynnast mér,
áður en þau koma inn á sjálft
skólaheimilið, og ég geri mér far
um að svo verði þann tima, sem
ég vinn hér.
— Hér er engin viss dagskrá,
sem starfað er eftir. Við reynum
að láta börnin leika sér eins mikið
úti og mögulegt er, en þeim er
ákaflega mikilvægt að kynnast
sjálfum sér, og jafnframt hvert
öðru. Það eykur á eftirtekt
þeirra að hafa nýtt og fleira fólk i
Allir þekkja úrvalsvörurnar
frá
MARKS & SPENCER
Fataverzlun
fjölskyldunnar
Eggert Jóhannesson og Sigurfinnur Sigurösson úr stjórn Foreldra-
félagsins ásamt Jónu Ingvarsdóttur forstöðukonu skólaheimilisins.
kringum sig en nánustu fjöl- um, að'börnin eru misþroskaheft.
skyldu, og alla vega hefur það Engrar afbrýðisemi hefur gætt
ekki enn valdið neinum erfiðleik- Framhald á 27. siöu.