Tíminn - 20.12.1974, Page 13

Tíminn - 20.12.1974, Page 13
Föstudagur 20. desember 1974. TÍMTNN 13 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Biaðaprent h.f. „Glórulaust tal" Morgunblaðið hefur nú loks orðið við þeirri áskorun Timans að taka myndarlega afstöðu gegn þeim áróðri hins aðalmálgagns Sjálfstæðisflokks- ins, að leggja eigi niður islenzkan landbúnað. Svo myndarlega gerir Mbl. þetta, að Timinn getur látið sér i réttu rúmi liggja, þótt það hnjóði i annan ritstjóra hans i leiðinni. Það sýnir aðeins, að rit- stjórum Mbl. hefúr ekki verið nógu ljúft að þurfa að taka ákveðna afstöðu gegn Visi. Þótt Mbl. hafi þannig gert hreint fyrir sinum dyrum, verður ekki hið sama sagt um forustu- menn Sjálfstæðisflokksins. Enginn af þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins hefur enn tekið opinber- lega afstöðu gegn umræddum landbúnaðarskrif- um Visis, svo að kunnugt sé. Ástæðan virðist augljóslega vera hin sama og varð þess valdandi, að það þurfti að margbrýna Mbl., áður en það gekk hreint til verks. Þessi ástæða er sú, að ritstjóri Visis á áhrifamikla skoðanabræður innan Sjálf- stæðisflokksins, enda myndi hann ekki beita blaði sinu i þessu máli, eins og hann gerir, ef hann vissi sig ekki hafa sterkan bakhjarl. Hér er þvi ekki eingöngu um að ræða eigendur Visis, heldur stærri hóp áhrifamanna i Sjálfstæðisflokknum — og það svo stóran hóp, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins veigra sér við að ganga á móti honum, eins og Mbl. gerði lengi vel. Hverjar eru svo þessar skoðanir Visis, er svo mjög hafa vakið athygli? Þeim er lýst svo i for- ustugrein Mbl. siðast liðinn miðvikudag: ,,í dagblaðinu Visi var eigi alls fyrir löngu vikið að þvi, að það borgaði sig ekki fyrir fslendinga að reka landbúnað. Samkvæmt kenningu blaðsins eiga íslendingar að flytja inn allar landbúnaðar- afurðir og þar af leiðandi að leggja niður bænda- stéttina. Siðan á að reisa nokkrar álverksmiðjur og nota hagnaðinn til kaupa á erlendum landbúnaðarafurðum og i þvi skyni að greiða bændum fyrir það viðvik að bregða búi. Og eflaust yrði þessu dagblaði ekki skotaskuld úr þvi með sams konar reikningslist að sýna fram á rekstrar- tap i sjávarútvegi og setja siðan fram kröfur um, að hann verði lagður niður og álverksmiðjur reistar i staðinn.” Hér er „um svo glórulaust tal að ræða”, segir Mbl. enn fremur, ,,að það er varla svaravert.” Vissulega er það rétt hjá Mbl., að hér er um „glórulaust tal” að ræða, en það er hinsvegar mik- ill misskilningur hjá Mbl., að raunar sé það ekki svara vert. Væri slikum áróðri, sem rekinn er af einu stærsta blaði landsins og öðru aðalmálgangi stærsta stjórnmálaflokksins, látið ómótmælt, gætu menn brátt farið að halda, að umræddar kenningar ættu einhvern rétt á sér. Þess vegna er það alvörumál, að það þurfti að hálfneyða hitt aðalmálgangið til þess að taka ótviræða afstöðu gegn skrifum Visis, og að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa enn látið þvi ómótmælt. Haldi svo áfram, getur sá hópur innan Sjálfstæðisflokks- ins, sem aðhyllist kenningar Visis, haldið áfram að stækka. Þess vegna er umrædd þögn Sjálfstæðis- flokksins alvörumál. —Þ.Þ. Joseph C. Harsch, The Christian Science Monitor: Arafat er dýrkaður líkt og Begin forðum ísraelsmenn verða að semja við samtök hans AUÐSÉÐ er af öllu, að við- ræður tsraelsmanna og Yassers Arafats, leiðtoga Frelsishreyfingar Palestinu- manna, hefjast hvorki nú né i nánustu framtið, hver svo sem árangurinn verður af umræð- unum um Palestinu á þingi Sameinuðu þjóðanna. Báðum aöilum er allt of heitt i hamsi til þess að svo megi verða. Ein gild og brýn ástæða veldur því, að Israelsmenn ættu — þó ekki væri nema hægt og hægt — að fara aö venja sig við þá hugsun að taka þátt I slikum viðræðum, enda þóttþeir geti ekki til þess hugsaö eins og sakir standa. Þessi gilda og brýna ástæða er, að friðsamleg sambúð tsraelsmanna og Araba til frambúðar er, var og verður ævinlega þvi skilyrði háð að flóttamennirnir frá Palestinu fái sanngjarna og viðhlitandi lausn sinna mála. Þeir hafa orðiö að sæta þvi að búa I flóttamannabúðum siðan áriö 1948, og á þeim hlýtur raunverulegur og varanlegur friður óhjákvæmilega að stranda, unz þeim verður gefinn kosturá samastað, sem þeir geta fallizt á sem heimkynni sitt. Þá verður umfram allt að gera ánægða. Þaö getur ekki liðizt öllu lengur að láta þá afskipta- lausa. SAMHLIÐA ofannefndu atriði verður að hafa hugfast, aö vegna stefnu Israelsmanna á liöinni tið er ekki um neinn aðila að ræöa til þess að semja i viö fyrir hönd flóttamann- anna. Þessi mál horfðu annan veg við, ef ísraelsmenn hefðu stuðlað að þvi, að upp yxi ný forusta Palestlnumanna meðal Araba á vesturbakka Jórdan, Gazasvæðinu og I Israel sjálfu. Þá hefði getað orðið til I stað skæruliðanna samningsaðili, sem vanizt hefði samskiptum við rlkis- stjórn Israels. En ekkert hefir verið aðhafzt til þess að til yrði slík forusta, sem komið gæti I stað leiðtoga skæruliða. Arafat er I raun eini Palestinumaðurinn, sem nú nýtur virðingar og trausts allra Palestinu- manna, bæði þeirra, sem enn dvelja I Palestínu, og eins hinna, sem búa I flóttamana- búðum vlös vegar I Arabarlkj- unum. ISRAELSMENN virðast ekki gera sér grein fyrir þvi, að þeir fara með rakaleysu I eyrum Araba, þegar þeir kalla félagana I Frelsishreyfingu Palestinumanna „hermdar- verkamenn”. Arabar lita sem sé þannig á, að skæruliðar Palestinu- manna hafi tekið og taki sér til fyrirmyndar baráttuaðferðir og háttu skæruliða Gyðinga á sinni tíð. Þessir skæruliðar háðu harða baráttu gegn Bretum sfðustu árin, sem þeir fóru með umboðsvald sitt I Palestlnu. Skæruliðarnir ruddu brautina og komu þvl með vissum hætti I kring, að , unnt var að stofna ísraelsríki. Arin 1947 og 1948 voru það einkum tvenn ólögleg samtök særuliða Zlonista, sem lögöu til fréttaefni og spunnu sögu- þráðinn I Palestlnu. Þessar hreyfingar nefndust Irgun Zvai Leumi og Harði hópurinn. ÞESSAR tvær hreyfingar voru harðfengar, ófyrirleitnar og sigursælar, og þær störfuðu á margan hátt eins og her. Þær beittu jöfnum höndum sprengjuárásum, hermdar- verkum og tilræðum við and- stæðinga I stjórnmálum. Fáu stærðu þeir sig jafn mikið af og sprengjuárásinni á höfuð- stöðvar Breta I Gistihúsi Davlðs konungs. Foringi stjórnarandstöð- unnar I Israelska þinginu, eöa hægri-sam takanna , er Menahan Begin, sem var foringi Irgun Zvai Leumi á sinni tið. I augum Breta áriö 1947 var hann engu minni hermdarverkamaður en Israelsmenn telja Arafat nú. AÐFERÐIRNAR, sem Irgun Zvai Leumi og Haröi hópurinn viðhöfðu þá og skæruliöar Palestlnumanna nú, voru alveg eins I höfuð- dráttum og endurspegluðu djúpstæða örvæntingu heillar þjóðar. Aðferöirnar voru að þvl leyti eins, að þær þröngv- uðu þessari örvæntingu inn i vitund annarra, og þær náðu einnig I báðum tilvikum þeim árangri, aö þær knúðu til athafna, enda þótt aðrar og sléttfelídari aöferðir heföu brugöizt að þvl leyti. Hermdarverk og ofbeldi skæruliða ísraelsmanna ráku á eftir Bretum að hverfa á burt frá Palestlnu árið 1948. Þær hröktu Araba einnig á burt af þvi landi, sem Zionistar höfðu ætlað og ARAFAT ætluðu Gyðingum að nema á ný. HALDA má fram með gild- um rökum, að hermdarverk og ofbeldi palestlnskra skæru- liöa hafi neytt aðra Araba til að minnast þeirra og viður- kenna þá og stefnumið þeirra. Eins má halda fram, að ofbeldisverkin hafi náð athygli Sameinuðu þjóðanna, útvegað Yasser Arafat tækifæri til þess aö tala máli slnu á vettvangi samtakanna I New York og fengið þvl áorkað, að hann sé viðurkenndur sem talsmaður allra Palestlnu-Araba. VIÐURKENNA veröur undanbragðalaust, að Arafat er nú engu minni þjóðhetja I augum Palestlnumanna en leiötogar Irgun Zvai Leumi og Harða hópsins voru I augum Zionista fyrir einum manns- aldri. Vitanlega er erfitt og óskemmtilegt fyrir ísraels- menn aö brjóta odd af oflæti slnu, en mörgum vinum þeirra sýnist liggja I augum uppi, að þeir verði einn góðan veður- dag að setjast að samningum við Palestínu-Araba. Ef þeir ekki semja aö lokum og eiga þátt I lausn á vanda flótta- mannanna, hlýtur hver styrjöldin óhjákvæmilega að reka aöra óaflátanlega, og þær styrjaldir halda áfram að naga bæði efnahags- og siðferöisrætur tsraelsríkis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.