Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 25
Föstudagur 20, desember 1974,
TÍMINN
25
Björn Ólafsson umdæmisverkfræðingur:
Snjómokstur í Dýrafirði
og Önundarfirði
Vegna blaðaskrifa undanfarið
um snjómokstur i Dýrafirði og
Önundarfirði vill Vegagerð rikis-
ins taka fram eftirfarandi:
Núgildandi snjómokstursreglur
eru: (Reglur samgönguráðu-
neytisins ’68)
1. Einn dag i viku: Flateyri —
vegamót Vestfjarðavegar og
Valþjófsdalsvegar
2. Einn dag i hálfum mánuði:
Vestfjarðavegur og Ingjalds
sandsvegur: Þingeyri — Núpur
3. Nokkrum sinnum á vetri, þó
ekki oftar en einu sinni i mán-
uði: Vestfjarðavegur um
Gemlufallsheiði.
Fyrirmæli, sem verkstjórar
Vegagerðarinnar hafa varðandi
snjómokstur, eru m.a. þessi:
1. Vegagerðin sér um allan snjó-
mokstur á þjóðvegum, og hafa
verkstjórar hennar stjórn hans
á hendi. Verkstjórar greiða þvi
ekki annan kostnað við snjó-
mokstur en þann, sem þeir hafa
stofnað til eða samþykkt.
2. Verkstjórum þer að varast að
moka, þegar veður er óhag-
stætt, eins og i snjókomu eða
skafrenningi, eða þegar slikra
veðra er von. Enn fremur skulu
þeir fækka mokstrardögum,
eða leggja mokstur niður um
lengri eða skemmri tima I sam-
ráöi við vegaeftirlitið, þegar
kostnaður við hann er orðinn
óhóflegur.
3. Ef vegir eru færir þann dag,
eða þá daga, sem moka á, verð-
ur ekki mokað aðra daga i stað
þeirra.
Samkvæmt reglum skal þvi
moka 74 km á mánuði á leiöinni
Gemlufall — Flateyri og 82 km á
mánuði frá Núpi að Þingeyri.
Tilefnið að ég minni á þessar
reglur er grein Kristins Snælands
á Flateyri I dagblöö-
um 18.-19. des. siðast liðinn.
I framhaldi af þessu vil ég siðan
taka stuttlega fyrir þau atriði,
sem Kritinn bendir á i grein sinni.
Kristinn bendir á litinn tækja-
kost Vegagerðarinnar. Um hann
er það að segja, að áætlað hefur
veriö, að tveir heflar verði I vetur
á svæðinu frá áramótum, enda
var samningur, sem gerður var
við flugmálastjórn um þátttöku i
snjómokstri um Dýrafjörð, að-
eins bundinn þeim tima. Snjó-
þyngsli i Dýrafjarðarbotni var
Vegagerðarmönnum fullkunnugt
um við samningsgerð þessa. Um
„Salómonsdóm” læt ég ósvarað
en bendi á, að hér var um bráða-
birgðalausn að ræða, þar sem
viðbótarhefill losnar ekki fyrr,
vegna vélarupptektar ísaf jarðar-
hefils i Reykjavik, en þvl verki
verður lokið um áramót.
Varðandi minni hefilinn á Þing-
eyri er rétt, að hann er sem næst
ónýtur og verður tekinn af skrá
eftir áramót. Að visu er hægt að
gangsetja hefilinn, en til að sinna
einhverjum verkefnum er hann
ófær, og framleiðslu varahluta i
þessa gerð var hætt fyrir 5-6 ár-
um.
Um mannaráðningar læt ég
ósvarað, en Vegagerðin mun leita
lausnar á þvi m'áli, þegar þar að
kemur.
B.Ól.
ALLT í JÓLAMATINN
Svínasteikur — Svínahamborgarar-
hryggir — Svínakótelettur —
Nautakjöt
Jólahangikjötið
London Lamb —
Holdakjúklingar — Unghænur
Jólaóvextirnir nýir og niðursoðnir
Dilkakjötið
á gamla verðinu
Mjólk — Brauð — Fiskur
SVÍAR GERA KVIKMYND ÚR
GÍSLA SÖGU SÚRSSONAR
t FRÉTTABRÉFI frá mennta-
málaráðuneytinu, segir frá þvi að
á fundi stjórnar Norræna menn-
ingarsjóðsins I Kaupmannahöfn
fyrir skömmu hafi samkvæmt til-
lögu formanns, verið ákveðið að
ætla fé á árinu 1975 til þess aö
veröa við styrkumsóknum, sem
kynnu aö berast frá landssamtök-
um kvenna á Norðurlöndum I til-
efni alþjóðlega kvennaársins,
enda sé sótt um stuöning við
verkefni, sem falla undir verk-
svið og starfsreglur sjóðsins og
umsóknir fullnægi einnig að öðru
leyti þeim kröfum, sem sjóðs-
stjórnin gerir. Mun innan
skamms verða efnt til fundar á
vegum sjóðsins um framkvæmd
þessa máls.
Þá var samþykkt að gera ráð
fyrir fjárhagsstuðningi á árinu
1976 viö norrænnar, „menningar-
vikur” eftir nánara samkomulagi
við sveitarstjórnarsamtök á
Norðurlöndum.
Norræni menningarsjóðurinn
hefur til umráða á árinu 1975 um
110 milljónir isl.kr. Að þvi er ís-
land varðar sérstaklega, voru að
þessu sinni veittar úr sjóðnum
800.000 krónur til Búnaðarfélags
íslands til þátttöku I samningu
orðabókar, sem á að ná yfir orð i
Norðurlandamálum varðandi
landbúnað. Einnig verður orða-
bókin gefin úr á ensku og rúss-
nesku. Akveðið var að veita
Svenska filminstitutet fjárhags-
stuðning á næstu tveimur árum til
þess að gera kvikmynd um efni
Gisla sögu Súrssonar.
I sjóösstjórninni er einn þing-
maður og einn embættismaður
frá hverju Norðurlandariki. Af
íslands hálfu eiga sæti i sjóðs-
stjórninni Birgir Thorlacius,
ráðuneytisstjóri, sem var á
fundinum endurkjörinn formað-
ur, og Jóhann Hafstein, alþingis-
maður, sem var kjörinn varafor-
maður 1975. Varamenn eru Árni
Gunnarsson, deildarstjóri, og
Gils Guðmundsson, alþingismað-
ur, en Gils er aðalmaður i sjóðs-
stjórn og varaformaður árið 1974.
OPIÐ TIL KL. 10
KJÖRBÚÐIN
Dalmáll
SÍÐUMÚLA 8
SIMI 33-800
BLANDA
— nýtt tímarit meö blönduðu efni
E □ E1 lectrol ux
HEIMILISTÆKI — —— —i
Timaritið BLANDA er nýtt rit
með blönduðu efni, sem ætlað er
til fróöleiks- og skemmtilestrar
fyrir alla þá, sem Islenzku lesa.
BLANDA er tilraun i þá veru að
bæta úr vöntun á óháöum, islenzk
um fjölmiðli, og siður ritsins
ætlaðar lærðum og leikum, sem
heldur kjósa hlutlausan vettvang
fyrir skrif sin en flokkspólitisk
blöð.
I fyrsta tölublað, sem nú kemur
út, rita m.a.: Dr. Halldór I. Elias-
son, Pétur Pétursson, Asgeir
Jakobsson, Árni Bergmann, Arni
Johnsen, Bjarni Sæmundsson,
Þorgrimur Gestsson, Guðmundur
Þórarinsson, Ási i Bæ.
Ætlunin er að ritið komi út
mánaðarlega.
Qpái:klefe?
Nýkomin sending:
kolsýruhylki í SPARKLETS
sódavatnskönnur og
rjómaþeytara.
bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Suðurlandsbraut 6 sími 38640
KÆLISKAPUR, 360 lítra
með 24 litra frystihólfi.
Mál 1500x595x595
mm.
ELDAVÉL. 2 ofnar,
steikarmælir, grill og grill-
mótor. H: 850 B: 700 D:
600 mm.
HRÆRIVEL, með hraða-
stilli, klukkurofa og fjölda
fylgihluta.
ÞVOTTAVÉL, gerð WH
38. Alsjálfvirk. H: 8500
B: 600 D: 550 mm.
1. hæb MATVMA, jólamarkaður
2 11 JCA HÚSGÖGN, erlend/innlend, sérpöntuð eða sérsmíðuð fyrir
■ llfLll Vörumarkaðinn
HEIMILISTÆK! frá Electrolux, Rownta o.fl.
GJAFAVARA sérpöntuð fyrir okkur.
3. HÆÐ
VEFNAÐARVARA, danskar sænqur, handklæði o.fl.
V
Vörumarkaðurinnhf.
ÁRMÚLA 1A, SÍMI 8 6112, REYKJAVÍK.
Matvörudeild, sími 86-111.
Húsgagnadeild, sími 86-112.
Heimilistækjadeild, simi 86-112.
Vefnaðarvörudeild, simi 86-113.