Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. desember 1974. TÍMINN 11 Kynna íslenzkar matvörur — d matvælasýningu í París Sjötta SIAL sýningin var haldin i Paris fyrir skömmu. Sýning þessi er ein stærsta matvælasýn- ing I heiminum haldin annað hvert ár i Paris. Á sama staö og tima eru fleiri sýningar, t.d. umbúöasýning, mjólkurafurOa- sýning o.fl. Auk þess eru ýmsar ráðstefnur og fyrirlestrar i tengslum við sýninguna, sem er mjög fjölsótt, bæði af frönskum og erlendum gestum. Sölustofnun lagmetis tók nú i fyrsta sinn þátt i SIAL.Lögð var megináherzía á að kynna islenzk- an kaviar og þorsklifur. Einnig var kynnt loðna og lifrarpasta, sem eru nýjar vörur á markaðin- um. Var S.L. eina fyrirtækið sem haföi loðnu á boðstólum og vakti hún mikla athygli. 1 tengslum við sýninguna hélt islenzka sendiráðið i Paris boð fyrir blaðamenn og helztu kaup- endur, þar sem framreitt var is- lenzkt lagmeti. S.L. væntir góðs árangurs af þátttökunni þrátt fyrir erfiðar viðskiptaaðstæður i Frakklandi vegna tollmála. Dagsbrún aðili að samninganefnd ASÍ A fundi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 15. des. s.l. var sam- þykkt að félagið gerðist aðili að samninganefnd þeirri, sem kjör- in var á fundi sambandsstjórnar ASÍ hinn 1. desember, en nefnd- inni er ætlað að hafa forystu um samningamál verkalýðsfélag- anna. A Dagsbrúnarfundinum var ennfremur mótmælt þeim ráð- stöfunum stjórnvalda að afnema með lagaboði þau ákvæði i frjáls- um samningum verkalýðsfélag- anna, er kveða á um verðlagsbæt- ur á kaup. „Jafnframt leggur fundurinn áherzlu á, að hafa verði vakandi auga með þróun atvinnumála” segir einnig i ályktun þeirri, sem samþykkt var á fundinum og sú krafa sérstaklega undirstrikuð, að haldið verði uppi fullri og stöð- ugri atvinnu fyrir alla”. Nýjar bækur frd bókaútgdfunni Hildi Fjórar bækur koma út hjá bókaútg. Hildi. Þrjár þeirra eru skáldsögur eftir höfunda, sem fyrir löngu eru kunnir meðal is- lenzkra lesenda. LÆKNIRINN A SVANEY er eftir danska rithöfundinn Ib H. Cav- ling. Þetta er ástarsaga og þarf ekki að kynna höfundinn fyrir is- lenzkum lesendum, þvi að þetta er 17. bókin, sem út kemur eftir hann á islenzku, enda er Cavling einn af vinsælustu skemmti- sagnahöfundum á Norðurlöndum. A kápu bókarinnar segir, að hún fjalli um unga stúlku, sem er læknir að mennt. Hún ræður sig sem lækni á Svaney eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum i ástamál- um. Fólkið á þessari litlu eyju er einkennilegt á marga lund. Það eru einkum tveir eyjaskeggja, sem verða örlagavaldar i lifi ungu stúlkunnar: ungt tónskáld, laglegur maður og mikið kvenna- gull og maður, sem flutzt hefur frá Afriku, þar sem hann hafði misst konu sina og barn i upp- reisn blökkumanna, einrænn maður sem hefur litið samneyti við aðra eyjaskeggja. Fleiri koma við sögu og lýsir Cavling þessu litla samfélagi af glögg- skyggni hins reynda sögumanns. LEYNDA KONAN er eftir ensku skáldkonuna Victoriu Holt. Þetta er 10. skáldsagan, sem út kemur á islenzku eftir Victoriu Holt. Það er einkenni á sögum hennar, aö fortiðin, sem i dulúð sinni er smám saman leidd fram á sögu- svíðið, orkar sterkt á örlög sögu- persónanna. Hinn sérstæði hæfi- leiki höfundarins til að flétta saman nútið og fortið samfara ó- venju frjóu imyndunarafli, gefur sögum hennar þann dulúöuga blæ, sem gert hefur hana að ein- um allra vinsælasta skemmti- sagnahöfundi i Englandi um ára- bil. UNG STÚLKA A RÉTTRI LEIÐ er saga fyrir ungar stúlkur eftir norsku skáldkonuna Margit Ravn. Sögur Margit Ravn voru svo vinsælar hér á landi fyrir 30—40 árum, að þar kom enginn samjöfnuður til greina. Þessi saga er sú 11. sem Bókaútgáfan Hildur gefur út i annarri útgáfu af sögum hennar, og sýnir það glöggt, að lifsmagn þeirra hefur ekki dofnað, enda er hressilegur frásagnarmáti og heilbrigt lifs- viðhorf hinnar norsku skáldkonu, samfara næmleika hennar á til- finningalif ungra stúlkna, þess eölis að ekki fyrnist, þótt timarnir breytist. DRAUMABÓK, draumráðningar og leiðarvisir til að spá i spil og bolla, er nú komin út i annarri út- gáfu hjá Hildi, en fyrri útgáfan seldist upp á skömmum tima. Bibi Gunnarsdóttir tók bókina saman. Það þarf naumast að lýsa þessari bók fyrir þeim, sem hafa áhuga á draumum og drauma- ráðningum, eða gaman hafa af þvi að spá i spil eða bolla. Þeir munu geta sótt margvislegan fróðleik i þessa bók. Desemberhefti Samúels komið út Timaritið Samúel, desember- blað, er komið út. Er nú liðið eitt ár frá þvi að það hóf göngu sina i breyttri mynd, en áður hét blaðið Samúel og Jónina og fjallaði meira um popp. Nú er hinsvegar ekkert popp að finna i blaðinu. Af efni blaðsins má m.a. nefna samtal við grinistann Birgi Bragason, myndskreytta grein um félag vélhjólaeigenda, grein um Robert Redford og Paul New- man, nokkur viðtöl og greinar um bila. Upplag Samúels hefur vaxið stöðugt og er nú komið i 15 þúsund eintök. Hefur blaðið komið út annan hvern mánuð til þessa, en á næsta ári er fyrirhugað að koma þvi út mánaðarlega. HLJÓAATÆKJADEILD Laugavegi 66 * Sími 1-43-88

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.