Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 19
Föstudagur 20. desember 1974. TÍMINN 19 AAagnús Ólafsson frá Sveinsstöðum: Landbúnaður, niður- greiðslur og gróðureyðing Eftir uppruna má skipta is- lenzkum atvinnugreinum i þrjá aðalflokka, frumgreinar, Ur- vinnslugreinar og þjónustu- greinar. Til frumgreinanna telj- ast fiskveiðar og landbilnaður, til úrvinnslugreinanna fisk- iðnaður og annar iðnaður, bygg- ingastarfsemi o.fl. en til þjón- ustugreinanna telst verzlunar og bankastarfsemi og ýmiss konar þjónustustarfsemi. Endalaust má deila um nyt- semi hverrar einstakrar at- vinnugreinar og hvaða áhrif hún hefur á þjóðarbúskapinn, en þó ættu allir að geta verið sammála um að án frumgreinanna væri ekki lifvænt á íslandi. Enginn bill getur gengið án eldsneytis og segja má að fiskurinn og landbúnaðarafuröirnar séu eldsneyti islensks þjóðfélags. Ef við hættum að veiða fisk hættum við lika að fá gjaldeyri fyrir nýj- um bilum og öðrum innfluttum vörum. En án landbúnaðar yrð- um við að eyða stórum hluta gjaldeyris okkar til að kaupa matvörur inn i landið. Þar að auki fáum við mikinn gjaldeyri þegar við flytjum út land- búnaðarvörur, sérstaklega full- unnar iðnaðarvörur. Mætti þvi ætla að allir séu sammála um að efla frum- greinarnar sem mest.Anþeirra eflum við ekki aðrar greinar is- lensks atvinnulifs. Það byggir enginn án undirstöðu. Að taka matvörur frá sveltandi heimi. I þjóðfélagi voru er þó æði há- vær hópur manna, sem telur að með þvi að leggja landbúnað niður skapaðist mun betra lif á Islandi. Aðalrök þeirra eru, að þá væri hægt að kaupa ódýrar innfluttar landbúnaðarvörur, bændur þyrftu ekki lengur að þræla sér út til að sjá sér og sin- um farborða og rikið þyrfti ekki lengur að veita bændum „styrki” i formi niðurgreiðslna. t fararbroddi fyrir þessum mönnúm er ritstjóri VIsis. Hef- ur hann að undanförnu skrifað af miklu offorsi gegn islenskum landbúnaði og islenskum bænd- um. Blaðið er þó sjálfu sér æði ósamkvæmt þvi annan daginn fjalla forustugreinar Visis um að leggja niður islenskan land- búnað og flytja inn land- búnaðarvörur, en hinn daginn er þar talað um hinn geigvæn- lega fæðuskort i heiminum. Er þar bent á að ef hver tslending- ur sparaði við sig sem svaraði einni pylsu á viku væri hægt að bjarga fjölda manna frá hungurdauða. Hvaða samræmi er I svona málflutningi? Að vilja annan daginn leggja allan land- búnað á tslandi niður og taka mátvöru frá sveltandi heimi, en hvetja tslendinga hinn daginn til að spara við sig fæðu, svo þeir verði aflögufærir til hinna hungruðu þjóða. Er það styrkur við bænd- ur að greiða niður inn- fluttar kartöflur? Á hverju ári ver islenska rikið stórum fjárhæðum til að greiða verð landbúnaðarvara niður. Alveg er fráleitt að kalla það styrki til bænda. Eða voru það styrkir við islenska bændur fjárhæðirnar sem fóru til að greiða niður innfluttar kartöflur á siðasta sumri. Niðurgreiöslur eru hag- stjórnartæki rlkisvaldsins. Með þeim er verðlagi haldið niðri eftir þvi sem talið er nauðsyn- legt á hverjum tima. Oftast eru það. landbúnaðarvörur sem greiddar eru niður. Astæðan er sú að allir þurfa á þeim að halda. Eftir þvi sem verð þeirra er hærra þarf kaup hins al- menna launþega aðvera hærra, svo hann geti framfleytt sér og Magnús Ólafsson sinum. Ef t.d. dagblöð, leikhús- miðar, eða jafnvel áfengi hækk- ar, hækkar visitalan. Ef rikis- valdið telur óæskilegt að hleypa þeirri hækkun út i verðlagið, eru niðurgreiðslur landbúnaðar- vara auknar. Þegar ritstjóri VIsis þarf aö fá hærra verð fyrir sitt blað hækka niðurgreiðslurn- ar. Er það styrkur við bændur? Niðurgreiðslur eru styrk- ur til rithöfunda og listamanna. Vilji menn endilega telja niðurgreiðslurnar styrk, er þaö svo sem i lagi. En sá styrkur er bara alls ekki til bænda, heldur miklu frekar til rithöfunda og listamanna. Fáránlegt segir einhver, en enginn kemst af án þess að kaupa sér mat. Þaö er sama hvað hann kostar. Ef maturinn er það dýr miðað við kaup hins almenna launþega að hann eigi litla fjármuni eftir þegar hann hefur brauðfætt sig og sina, fer ekki hjá þvi að hann verður að spara við sig á ein- hverju sviði. Það fyrsta sem all- ur almenningur sparar við sig er menningarneysla og minna yrði keypt af bókum og lista- verkum. Slikt hefði ófyrirsjáan- legar afleiðingar I för með sér fyrir vort menningarþjóðfélag. Margir menningarfrömuðir yrðu atvinnulausir, þegar lista- verk þeirra hættu að seljast og það gæti jafnvel skapast svo alvarlegt ástand að þeir yrðu að fara að vinna i fiski! Þegar við reisum mann- virki minnkum við gróðurlendið A þessu ári höfum við Is- lendingar lifað i landi voru i ellefu aldir. Við höfum lifað á landinu og þvi sem það gaf. Þegar góðæri var, fjölgaði landsmönnum, en fækkaði þeg- ar harðnaði I ári. Þeir sem uxu upp I góðærinu urðu hærri en þeir sem ólust upp á hörðu árun- um. Svo var þjóöin nátengd gæðum lands og sjávar. Oft heyrist um það talað að búpeningur landsmanna hafi gengið nærri gróðri landsins. Gifurleg gróðureyðing á að hafa átt sér stað vegna þessa ágangs og hér væri mikið öðru visi um að litast ef engin sauðkind hefði llandið komið. En sú staðreynd vill oft gleymast að hefði engin sauðkind komiö til tslands og lifað á landinu i ellefu aldir, þá væri engin islensk þjóð til. Án sauðfjár hefu forfeður vorir aldrei getað dregið fram lífið. Það skulu menn hafa i huga og áfellast forfeður vora þvi ekki fyrir að beita landið jafn mikið og þeir gerðu. íslenskt veðurfar er hart og á stóran hlut i gróðureyðingunni en sauðkindin hefur einnig hjálpað til. Þótt enginn geti sagt um það með nokkurri vissu hvaö umrædd gróðureyðing er að stórum hluta sauðkindinni að kenna stöndum við Islendingar i þakkarskuld við landið. Þvi færðum við landinu gjöf á þessu þjóðhátiðarári og hétum þvl að reyna að bæta fyrir þær gróður- skemmdir sem orðið hafa vegna búsetu okkar. En gróður landsins hefur eyðst af fleiru en hörðu veður- fari og ágangi búfjár. Sú gróðureyðing er hvaö mest á siöustu árum. Þar á ég við allt það gróðurlendi, sem farið hef- ur undir byggingar, bæi, þorp og borgir, vegi og ýmsa aðra mannvirkjagerö. Þannig eyði- leggst gróðurlendi, sem aldrei grær aftur. Ef gróður landsins á ekki að minnka verður þjóðin að græða mikið land i staðinn. Bændur hafa gert stór- átak til að auka gróður landsins. Bændur eru miklir ræktunar- menn. Þeir gera sér manna ljósast nauðsyn þess aö gróður landsins sé mikill og góður. Engum er eins illa við og þeim ef gróðurlendi er skemmt. Þeir hafa á undanförnum árum unn- ið stórvirki i uppgræðslu lands- ins. Við hvert býli hefur verið ræktað stórt trún. Beitiland hef- Framhald á bls. 27 Á stjómarfundi SUF, sem haldinn var um síðustu helgi, var Pétur Einarsson, Kópavogi, kjörinn varaformaður sambandsins. Mun hann i forföllum formannsins, Eggerts Jóhannes- sonar, hafa seturétt á þingflokksfundum Framsóknarflokksins, en það nýmæli var tekið upp á siðasta flokksþingi og mun væntanlega stuðla að auknu og styrkara sambandi milli flokksstjórnarinnar og stjórnar SUF. Á fundinum var mættur ritari flokksins, Stein- grimur Hermannsson, sem á nú sæti i stjórn SUF með málfrelsi og tillögurétt, skv. lögum, sem einnig voru samþykkt á siðasta flokksþingi. Vænta menn þess, að þessar tvær breytingar verði til þess að auka gagnkvæmt traust og efla samstöðu með yngri og eldri mönnum i flokknum. —hs— Hinir afskiptu í þjóðfélaginu Það er oft fullyrt, og er reyndar sagt i lögum, að allir þjóðfélagsþegnar eigi sama rétt til al- mennrar menntunar, og að tryggja beri öllum jafna aðstöðu og tækifæri til menntunar og þroska eftir getu hvers og eins. Enn eru þetta þó aðeins orðin tóm. Öll börn, sem fæðzt hafa andlega og likam- lega vanþroska, eða orðið það á einhvern hátt, hafa vegna skilningsleysis og skorts á allri að- stöðu ekki komizt til þess mesta þroska, sem geta þeirra leyfir. Óneitanlega hefur mönnum aukizt skilningur á þessu málefni, en mikið vantar á að þessi aukni skilningur hafi leitt til átaka á fram- kvæmdasviði þessa máls. Mikilvægt er, að öll kennsla og þjálfun slikra barna hefjist sem fyrst. Þar geta jafnvel mánuðir skipt máli. Jafnframt verður að tryggja, svo sem frekast er kostur, að þessi börn slitni ekki úr tengslum við foreldra sina og fjölskyldu. Það á ekki fyrst og fremst að byggja yfir þau hæli, -— geymslustofnanir, sem þrátt fyrir ágætt starfslið búa þeim ekki það félagslega umhverfi, sem þeim er nauðsynlegt. Þessi börn verða að alast upp við sem iikastar aðstæður og heilbrigðir jafnaldrar þeirra, og umfram ailt verða þau að fá að vera innan um jafnaldra sina á almennum leikskólum og dag- heimilum. Hjálparbekkir á skyldunámsstiginu verða að eflast um allt land, þannig að sem flest þeirra barna, sem kölluð hafa verið afbrigðileg, hafi möguleika á námi i hinu almenna skólakerfi, er einmitt kemur fram i nýju grunnskólalög- unum. Með þessu eina móti getum við átt von á, að þessir þegnar þjóðfélagsins öðlist getu til að bjarga sér sem sjálfstæðir einstaklingar i þjóðlifinu. Nú hafa nýlega verið stofnuð foreldrafélög fjölfatlaðra i Reykjavik og á Suðurlandi til að knýja á um úrbætur i þessu máli, og hefur starf þeirra þegar vakið vissa bjartsýni þeirra, sem þessi mál eru hugstæð. Hér er um að ræða slikt mannréttindamál, að þvi verður ekki trúað, að fjárveitingavaldið verji ekki til þess- ara mála þvi fjármagni, sem nauðsynlegt er til að hröð framþróun geti hafizt um allt land. Ef slikt rætist, efast enginn um vilja núver- andi menntamálaráðherra til að fylgja þessum málum fram. Þetta er fyrst og fremst menntunar- og mannréttindamál. —E. Jóh. Happdrætti Fram- sóknarflokksins Vinningarnir I happdrættinu að þessu sinni eru 24 farseölar í höpferð til Kanarieyja, með ferðaskrifstofunni Sunnu. Ferðin stendur i hálfan mánuð, 22. mars til 5. april 1975. Dvaliö verður á Hótel Waikiki og er hálft fæði innifalið 1 farseðli. Verðið á happdrættismiðunum er aðeins 200 krónur og má panta þá á Skrifstofu happdrættisins, simi 24483. Þeir, sem fengið hafa heimsenda miða, með giróseðli, eru vinsamlegast hvattir til að greiða þá i næsta banka eða pósthúsi ellegar á Skrifstofu happdrættisins, Rauðárárstig 18, pósthólf 5121. Afgreiðsla Timans, Aðalstræti 7, tekur einnig á móti greiðslum og hefur miða til sölu. Dregið veröur I happdrættinu 23. desem- ber n.k. og verður ekki frestað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.