Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 20.12.1974, Blaðsíða 28
Tíminn er peningar Auglýsid ITiwiaiwim SIS-FOlHJll SUNDAHÖFN G0ÐI fyrir gúéan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ani AÐ LÆGJA OLDURNAR HEIAAA FYRIR, FRIÐA ARABA EÐA KLEKKJA Á JACKSON? Opinber tilkynning Sovétstjórnarinnar höfð að engu í Bandaríkjunum Föstudagur 20. desember 1974. Reuter—Washington. Siödegis i gær var allt útlit fyrir að Bandaríkjaþing féllist á aö veita Sovétrikjunum sérstaklega hag- stæð viöskiptakjör i Bandarikjun- um —en gegn þvi, að Sovétstjórn- in losi um hömlur á ferðafrelsi sovézkra gyðinga. Hin hagstæðu viðskiptakjör eru m.a. i þvi fólgin, að innflutnings- gjöld á varningi frá Sovétrikjun- um er nú nema um 50% af virði þeirra, færu allt niður i 8%. Sú breyting yki að sjálfsögðu innflutning á sovézkum vörum til Bandarikjanna og gæfi — eins og Reuter-fréttastofan orðar það — rikisreknum útflutningsfyrir- tækjum i Sovétrikjunum byr und- ir báða vængi. Bandariska utanrikisráðuneyt- ið staðhæfði i gær, að hin opinbera tilkynning er Tass-fréttastofan birti i fyrradag, bryti á engan hátt i bága við yfirlýsingar Henry Kissingers utanrikisráðherra. Kissinger hefur hvað eftir annað lýst yfir, að stjórnir Bandarikj- anna og Sovétrikjanna hafi ekki gert með sér formlegt samkomu- lag um rýmkun á ferðafrelsi sovézkra gyðinga — en hins vegar hafi sér verið heitið, að sovézkri löggjöf yrði breytt til móts við óskir Bandarikjastjórnar. Kissinger hefur sérstaklega fullvissað Henry Jackson öldungadeildarmann, sem barizt hefur hatrammlega fyrir auknu ferðafrelsi sovézkum gyðingum til handa, að straumur Gyðinga frá Sovétrikjunum muni aukast þegar á næsta ári. Fréttaskýrendur eru þegar farnir að brjóta heilann um, hvaða ástæður liggi að baki hinni opinberu tilkynningu Sovétstjórnarinnar. Þrjár tilgát- ur hafa skotið upp kollinum i þvi sambandi. Sú fyrsta er, að lægja hafi átt öldurnar heima fyrir þ.e, gera sovézkum borgurum fullljóst, að þeir ættu ekki von á rýmra ferða- frelsi i náinni framtið. önnur, að friða hafi átt Araba, sem eru Kissinger: Sovétstjórnin gaf fyrirheit bak við tjöldin. mótfallnir ferkari innflutningi Gyðinga til tsrael. Þriðja, að ófrægja hafi átt Jackson öldunga- deildarmann, sem — eins og áður getur — hefur barizt gegn sam- þykkt hinna hagstæðu viðskipta- kjara Sovétrikjanna i Bandarikj- unum, nema sovézkum Gyðing- um verði veitt aukið ferðafrelsi. HEIMSHORNA Á MILU Reuter-London. Mikill inflúensufaraldur geisar i Frakklandi um þessar mund- ir. Nokkrir hafa látizt einkum fólk, sem komið er á efri ár. Forstöðumaður Pasteur- rannsóknastofnunarinnar sagði i vikunni, að Frakkland væri fyrsta Evrópulandið, sem innflúensa héldi innreið sina i að þessu sinni. Hann kvað ógeriegt að segja til um, hversu margir hefðu iátizt af völdum flensunnar. Inflúensutegund sú sem herjar nú á Frakka er upprunnin i Astraliu, þar sem hennar varð fyrst vart i fyrravetur. ★ Reuter-Vin, Bruno Kreisky, kanslari Austurrikis, sagði i blaðaviðtali i gær, að Banda- rikjastjórn hefði heitið að kanna möguleika á að koma á sérstökum flugleiðum fyrir sovézka Gyðinga frá Austur- riki. Kreisky hefur varað stjórnir vestrænna rikja við: Aukist strauirur Gvðinga frá Sovét- rikjunum áieið til Israel veru- lega, neyðast stjórnvöld i Austurriki til að gripa til gagnráðstafana. (Straumur Gyðinga til Austurrikis hefur þegar skapað veruleg vand- ræði i landinu, þar eð fjöl- margir ferðalanganna hafa verið févana, og þeir þurft að dvelja I Austurriki nokkurn tima, unz þeim hefur verið leyft að flytjast til tsrael.) Kreisky. Reuter-Paris. Hernaðar- fulitrúi við sendiráð Uruguay i Paris var skotinn til bana i gær. Samtök, sem kennd eru við fyrrum foringja i Tupamaros-skæruliðasam- tökunum, hafa lýst yfir, að þau beri ábyrgð á morðinu. Hernaðarfulltrúinn var myrtur I bifreiðageymslu neðanjarðar, sem er undir heimili hans i Paris. Hann var þá nýkominn heim til há- degisverðar. Sendiráð Uruguay skýrði frá þvi I gær, að fulltrúinn hefði starfað i öryggisþjónustu landsins, áður en hann kom til Parisar i fyrravetur. Raul Sendic-samtökin — sem svo nefnast — hafa lýst sig bera ábyrgð á morðinu og kváðu þau fulltrúann hafa verið ofbeldissegg, meðan hann starfaði i Uruguay. ★ Reuter—Luanda, Angóla. Antonio Rosa Coutinho, land- stjóri Portúgala i Angóla, hélt i gærmorgun til borgarinnar Luso i austurhiuta nýlendunn- ar til viðræðna við leiðtoga tveggja af þrem þjóðfrelsis- hreyfingum I Angóia. Leiðtogarnir eru: Dr. Jonas Savimbi, foringi UNITA-sam- takanna og dr. Agostino Neto, foringi MPLA-hreyfingarinn- ar. Þetta er i fyrsta sinn, að fulltrúar tveggja frelsishreyf- inga i Angóla halda sameigin- legan fund með stjórnarerind- rekum Portúgala og það á angólskri grund. Fréttaskýrendur hafa dreg- ið þá ályktun af fundinum, að þær þrjár frelsishreyfingar,.er nú starfa i Angóla — sú þriðja er skammstöfuð FNLA — séu i þann veginn að sameinast, en sameiningin leiði aftur til myndunar bráðabirgðastjórn- ar i Angóla. Ljóst er, að deilur milli MPLA og UNITA hafa að undanförnu staðið i vegi fyrir sameiningu frelsishreyfing- anna I eina samfylkingu. Þeir Neto og Savimbi rædd- ust við i Dar-es-salaam og Lusaka, höfuðborgum Tanzaniu og Zambiu, fyrr i þessum mánuði og náðu af jafna allan ágreining sin á milli, að sögn þess siðar- nefnda. Portúgalsstjórn hefur á huga á að koma sem fyrst á fundi með æðstu mönnum allra frelsishreyfinganna, þar sem lögð yrðu drög að bráða- birgðastjórn og sjálfstæði Angóla I framtiðinni. Ályktun fastanefndar EBE: Erlendir verkamenn fói full stjórn- mólaréttindi 1980 NTB—Brussel. Fastanefnd Efna- hagsbandalags Evrópu hefur áiyktað að eriendir verkamenn fái sömu stjórnmálaréttindi i að- ildarrikjum EBE og rikisborgar- ar þeirra. Alyktun fastanefndarinnar ger- ir ráð fyrir, að árið 1980 njóti er- lendir verkamenn fullra stjórn- málaréttinda, þar sem þeir stunda atvinnu og eru búsettir. Það var trinn Patrick Hillery, sem lagði fram tillögu þessa efnis i fastanefndinni. Hillery sagði i gær, að þetta væri eina leiðin til að fá stjórnmálamenn i rikjum EBE til að takast á við vandamál erlendra verkamanna. 1 ályktun nefndarinnar er ekki gerður greinarmunur á uppruna verkamanna, t.d. fá jafnt vestur- þýzkir sem indverskir verka- menn i Danmörku atkvæðisrétt i sveitarstjórnarkosningum, nái hún fram að ganga. Aðalástæðan að baki samþykkt ályktunarinnar er skýrsla, sem unnin var i aðalstöðvum EBE i Briissel og lögð fyrir fastanefnd- ina. Sagt er, að lestur skýrslunn- ar hafi verið allt annað en þægi- legur. Hillery tók upp nokkuð af þeirri gagnrýni, er fram kemur i skýrsl- Ollu mistök dauða 191 ? Reuter-Colombo. Samgönguráðu- neyti Sri Lanka (áður Ceylon) skýrði svo frá i gær, að sterkar llkur bentu til, að mistök i flug- stjórn hefði valdið flugslysinu á Sri Lanka þann 4. desember s.l. I slysinu fórust 191. Þessi ályktun er dregin af sam- tali, er fór milli flugstjóra þot- unnar og flugumferðarstjóra á jörðu niðri rétt fyrir slysið. Sam- talið var að venju hljóðritað. Flugumferðarstjórinn gaf þotunni heimild til að lækka flug- tið til lendingar á Bandaranaike- flugvelli við Colombo, en líklega hafa átt sér stað mistök, þvi að þotan rakst á fjallstind i u.þ.b. 1300 m hæð yfir sjávarmáli. unni, þegar hann mælti fyrir til- lögu sinni i fastanefndinni. Hann sagði m.a. að ófært væri að segja erlendum verkamönnum upp störfum undir eins og eitthvað bjátaði á, meðan stuðzt væri við vinr.uafl þeirra, þegar allt léki i lyndi. Þessum ummælum er eink- um beint til vestur-þýzku stjórnarinnar, en hún hefur i hyggju að senda tæpan helming þeirra útlendinga, sem stundað hafa vinnu i Vestur-Þýzkalandi að undanförnu, úr landi. Um er að ræða tæpa eina milljón verka- manna. Atvinnuleysi hefur aukizt i Vestur-Þýzkalandi og hefur sú þróun bitnaö hart á erlendum verkamönnum, sem njóta iftilla réttinda. Á myndinni sést hópur atvinnuleysingja i Frankfurtbiða þess, að úr rætist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.