Fréttablaðið - 19.12.2004, Síða 23

Fréttablaðið - 19.12.2004, Síða 23
Hann bendir á að raunvextir íbúðalána hafi verið níu prósent fyrir áratug. „Vaxtalækkunin frá þeim tíma hefur verið leidd af auk- inni samkeppni á markaði og eðlis- breytingum á markaðnum sjálf- um.“ Rætur þessa, eins og í útrás atvinnulífsins, segir Bjarni liggja í auknu frjálsræði í samfélaginu, frjálsu flæði fjármagns og því að tókst að rjúfa samband verðlags, gengis og launa með þjóðarsáttar- samningum og koma á stöðugleika. Fljótfærni hættulegust Hraðinn í viðskiptalífinu hefur margfaldast og miklar breytingar orðið á skömmum tíma. Í slíkum hræringum er ekki laust við að tortryggni gæti meðal sumra gagnvart viðskiptalífinu. Þess hefur í það minnsta séð stað í stjórnmálaumræðunni. Bjarni segir að það sem helst sé að óttast í viðskiptalífinu sé fljótfærni. „Hvort sem um er að ræða fljót- færni stjórnmálamanna í við- brögðum við viðskiptalífinu, fyrirtækjanna í viðbrögðum við breyttu samkeppnisumhverfi og í því að sigra heiminn og hjá ein- staklingum í að meta gylliboðin sem fylgja breyttu umhverfi. Þetta felur því í sér bæði tækifæri og ógnanir fyrir alla þessa aðila.“ Á sama tíma og Bjarni hefur stýrt vexti og útrás bankans hafa ný- lega orðið breytingar á bankaráð- inu. Um tíma hafði hann ekki ein- dreginn stuðning þar, en með breyttu eignarhaldi á bankanum og nýju bankaráði í kjölfar hlut- hafafundar í haust hefur þar öld- ur lægt. Hann vill lítið tjá sig um átökin. „Ég held að fyrir stjórn- anda í skráðu fyrirtæki sé þetta spurningin um að vinna fyrir alla hluthafa eins og þeir eru á hverj- um tíma. Í mínu tilviki er þetta búið að vera mikið breytingaskeið frá því að ég hóf störf hjá FBA 1997. Frá þessum tíma hefur verið mikið umrót í eignarhaldi í fram- haldi af einkavæðingu. Ég held að þetta sé hluti af ögruninni sem felst í því að stýra skráðu fyrir- tæki. Daglega verða viðskipti með bréf í bankanum og það er lykil- atriði að eiga aðgang að fjármála- markaði. Mestu viðskipti með skráð hlutabréf á Íslandi eru bréf í Íslandsbanka. Þar er því mesta dýptin og mesti seljanleikinn. Það gerir okkur kleift að ná okkur í fjármuni þegar við þurfum á þeim að halda. Mönnum lærist með tím- anum að átta sig á því að það verða alltaf breytingar.“ Að baki er ár breytinga og fram undan bíða næg verkefni við útrás og vöxt bankans. haflidi@frettabladid.is SUNNUDAGUR 19. desember 2004 Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 26 70 8 1 2/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 26 70 8 1 2/ 20 04 Banki allra landsmanna 6,3%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.11.2004–30.11.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.