Fréttablaðið - 19.12.2004, Side 56

Fréttablaðið - 19.12.2004, Side 56
44 19. desember 2004 SUNNUDAGUR Brynhildur spila r og áritar kl. 14 . Á móti sól spila og árita kl. 15. Mugison spilar o g árita kl. 16. Jagúar spila og árita kl. 17. Áritanir og tónle ikar Í Skífunni Laugavegi 26 verður gaman í allan dag! Kíktu við og njóttu tónlistarinnar Lifandi Laugavegur! ...skemmtir þér ; ) Skífan Laugavegi 26 • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is Brynhildur spila r og áritar kl. 14 . Á móti sól spila og árita kl. 15. Mugison spilar o g árita kl. 16. Jagúar spila og árita kl. 17. Áritanir og tónle ikar 1.999,- 1.999,- 1.999,- 1.999,- JÓNSI Laumuspil í flugvél JÓNAS JÓNAS SON Járnbrautarlest frá jólasveininum VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Gletta eftirminnilegust Valgerður Bjarnadóttir, fyrrver- andi jafnréttisstýra, segist hafa fengið eftirminnilegustu gjöfina þegar hún var ellefu ára gömul. „Á þessum tíma héldum við jól- in hjá afa mínum og ömmu. Fjöl- skyldan var mikil hestafjölskylda og ég átti mér þann draum að eignast hest. Það var enginn stór pakki undir jólatrénu frá foreldr- um mínum þessi jól heldur bara lítið umslag. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn hissa og glöð og þegar ég las hvað stóð í bréfinu – ég fékk hryssu í jólagjöf sem ég nefndi síðan Glettu. Við fórum strax upp í hesthús þetta aðfanga- dagskvöld og þar sá ég í fyrsta skiptið hana Glettu mína. Þessi gjöf er sú fyrsta sem kemur upp í hugann þó ég hafi oft fengið margar góðar gjafir.“ „Eftirminnilegasta jólagjöfin er járnbrautar- lest sem jólasveinninn gaf mér fimm eða sex ára gömlum þegar ég bjó að Baugsvegi 26, sem nú heitir Bauganes, í Skerjafirðinum,“ segir Jónas Jónasson útvarpsmaður. „Ég veit ekki hvað það var við þessa lest, kannski það að hún gekk í hringi og veitti mér þannig endalausa gleði. Er ekki lífið líka ein endalaus hringferð? Síðan ég fékk þess gjöf hef ég verið heillaður af lestum og nærri hvergi líður mér betur en um borð í járnbraut- arlestum.“ Jónas glataði lestinni fyrir löngu. „Það var í tísku á þessum árum að flytja og ætli lestin hafi ekki horfið í búferlaflutningum. Nema hún hafi einhvern tímann sloppið úr hringnum og horfið á braut.“ „Timberland-úr sem konan mín gaf mér jólin 1997 er eftirminni- legasta jólagjöfin,“ segir Jón Jós- ep Snæbjörnsson söngvari. „Úrið keypti hún í flugvél á leiðinni til Edinborgar þar sem við eyddum jólunum. Það var mik- ið laumuspil að koma mér úr sæt- inu við hliðina á henni meðan hún keypti úrið. Ég veit ekki alveg hvernig hún fór að þessu. Ég held hún hafi skriðið út á væng eða eitthvað og verslað þar á Saga boutique.“ Jónsi segir úrið mjög fallegt, hann hafi gengið mikið með það síðustu ár og geri enn. Á því sé stálskífa og leðuról en henni hefur hann nokkrum sinnum skipt út. Úrið beri ljósbrúna ól núna og minni hann alltaf mjög mikið á eiginkonuna. Sumar jólagjafir breyta lífi manns. Sumt dót gerir mann að vinsælasta krakkanum í hverfinu. Breytir manni í stælgæja. Aðrar kenna manni umhyggjusemi og ábyrgð. Og til eru gjafir sem fá mann til að elska og meta eitthvað fyrir lífstíð. Sérstakar gjafir hitta mann beint í hjartastað og minna eilíft á ástina. Fréttablaðið fann dæmi um allt þetta hjá fjórum landsþekktum jólasálum. Töfrar undir trénu Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, betur þekktur sem Tolli, þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður hver sé eftirminni- legasta jólagjöfin sem hann hafi fengið. „Það var skammbyssa sem ég fékk frá ömmusystur minni í Danmörku,“ segir Tolli. „Þetta var náttúrlega leikfangabyssa úr massífu plasti. Ég var átta ára þegar ég fékk byssuna og barnssálin gladdist yfir þessari gjöf á degi frelsarans. Á þessum tíma var Danmörk hinn stóri heimur. Hérna heima var þetta bara Kron og kaupmaðurinn á horninu. Þeir sem áttu ekki ættingja erlendis voru því oft í slæmum málum. Þessi knallettubyssa markaði ákveðin tíma- mót hjá mér á þessum aldri. Ég varð aðalmað- urinn í hverfinu og ég man að milli jóla og nýárs þá skaut ég stanslaust úr þessari byssu og var langflottastur. Auðvitað hef ég fengið fullt af fallegum gjöfum sem hafa verið merkilegri en þessi. Þessi byssa er nú samt eftirminnilegust.“ TOLLI Fékk byssu á degi frelsarans

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.