Fréttablaðið - 19.12.2004, Side 80

Fréttablaðið - 19.12.2004, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 4 RÉTTA BÓKIN FYRIR AÐDÁENDUR DA VINCI LYKILSINS DAN BROWN: ENGLAR OG DJÖFLAR http://www.bjartur.is/englar/ „HÖRKUSPENNANDI OG BRÁÐSKEMMTILEG BÓK“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Fréttablaðið „FANTASPENNANDI REYFARI, HUGMYNDARÍKUR MEÐ MENNTUÐU ÍVAFI ... ÞETTA ER AFÞREYING, HREIN OG KLÁR, VEL BYGGÐ OG VEL SÖGГ – Páll Baldvin Baldvinsson, DV „BETRI EN BESTA SPENNUMYND“ – Kristján Hjálmarsson, Fréttablaðið Á liðnu ári skipaði Dan Brown sér í hóp vinsælustu spennu- sagnahöfunda veraldar með hinni frábæru bók Da Vinci lyklinum. Englar og djöflar gefur henni ekkert eftir enda hefur bókin setið mánuðum saman á metsölulistum víða um heim. Fischer Price Jólagjöfin í ár er Bobby Fischer.Heimsbyggðin stendur á öndinni yfir frumraun Íslendinga í mannúð- armálum. En er Bobby Fischer endi- lega málið? Getum við ekki gert bet- ur? Nýlega voru Íslendingar úrskurðaðir sveitalubbar og amatörar af heims- borgaranum fágaða Kristjáni Jó- hannssyni. Þess vegna er upplagt að leysa amatörvandann með því að fá fræga „flóttamenn“ í jólagjöf. Í flokki Íslandsvina kemur í ljós að valkostirnir eru nokkrir. Hvernig er listi hinna staðföstu Íslendinga, sem eru útlendingar? ANNAÐ LANDFLÓTTA og mis- skilið séní er Roman Polanski, en hann er ekki Íslandsvinur og því úr leik. Þá er fyrstur James Bond. Með 007 mætti viðhalda góðum sið ís- lenskra kvenna að leita til útlendinga eftir glæsilegum genum. Poppstjörn- ur reynast oft liðlegar í þessum efn- um, eins og James Brown, Robbie Willams, David Bowie og jafnvel Elton John. Þó má efast um afköst hins síðastefnda á því sviði. Kyn- táknin Harrison Ford, Kevin Costner, John Travolta og Angelina Jolie væru sömuleiðis frambærileg. Slíkir nýbúar gætu hugsanlega gert íslenskar kvikmyndir að öðru en ádeilu um böl brennivínsins og drunga íslensku sveitarinnar. ÞJÓÐMÁLAUMRÆÐAN gæti þegið nýtt blóð. Danskir þingmenn líkt og Uffe Ellemann-Jensen myndu gera mikið fyrir Kryddsíldina. Danir kunna fyrir það fyrsta að borða síld og eru ekki ragir við ölið þó þeir séu í beinni. Clinton kæmi ugglaust sterkur til leiks, þótt hann þyldi ekki SS-pulsurnar betur en Guðni, fór í hjartaþræðingu en Guðni tók jóðsótt. HINS VEGAR er sjónarmið hvort fyrst eigi að fá brottfluttar stjörnur til landsins, áður en erlendar eru fluttar inn. Eiríks Haukssonar og Eiðs Smára er sárt saknað. Hemma Gunn var líka saknað, en hann er fyrir guðs mildi kominn heim. Skiptisamningar eru annar mögu- leiki í stöðunni ñ t.d. að framselja Kristján Jóhannsson og fá í staðinn Pavarotti, sem amatörarnir kunna að meta. VIÐ NÁNARI ÍHUGUN er Bobby Fischer nokkuð hentug jólagjöf. Gjöfin hefur sameinað og jafnvel sætt þá erkifjendur Garðar Sverris- son og Davíð Oddsson. Það er óneit- anlega mjög í anda jólanna. BAKÞANKAR ÞORBJARGAR S. GUNNLAUGSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.