Fréttablaðið - 31.12.2004, Síða 4
4 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Íbúar Bam í Íran um flóðasvæðin:
Máttur viljans
ótrúlegur
TEHERAN, AP „Uppbyggingin verður
hæg, peningar sem hefur verið
lofað munu ekki alltaf skila sér og
sorgin mun vofa yfir, en máttur
viljans getur verið ótrúlegur,“
segir Ali Jewshai, embættismað-
ur í írönsku borginni Bam, um þá
tíma sem eru í vændum í Suðaust-
ur-Asíu.
Fáir vita betur hvað íbúar á
hamfarasvæðinu við Indlandshaf
eiga í vændum en íbúar Bam, þar
sem 27 þúsund manns týndu lífinu
í jarðskjálfta fyrir ári síðan.
Borgin telur nú um eitt hundrað
þúsund manns og flestir búa enn í
bráðabirgðahúsnæði. Af þeim
fimmtán þúsund heimilum sem
eyðilögðust í skjálftanum hafa um
sex þúsund verið endurreist.
Talið er að um tíu þúsund
manns þjáist enn af áfallastreitu
en þrátt fyrir eigin hörmungar er
hugur íbúa Bam hjá meðbræðrum
þeirra við Indlandshaf. Skólabörn
spyrja kennara sína hvað þau geti
gert til að leggja sitt af mörkum
og haldnar hafa verið fjáröflunar-
samkonur til styrktar hinna
hrjáðu. ■
Allt í algjörri óreiðu
Hjálparsamtök kappkosta við að koma vistum til hamfarasvæða en samgöng-
ur gera erfitt fyrir. Nokkrir dagar til viðbótar geta liðið þar til hjálp berst fólki
á afskekktum svæðum og hættan á farsóttum eykst með hverjum deginum.
BANDA ACEH, AP Hjálparsamtök og
erlend ríki kappkosta við að senda
mat og lyf til hamfarasvæðanna
við Indlandshaf, en dreifing vist-
anna er óskilvirk vegna sam-
gönguerfiðleika og birgðirnar
safnast upp á flugvöllum.
Tafirnar eru þegar farnar að
auka á hörmungar flóðsins í
Indónesíu þar sem hreint vatn og
matur er af skornum skammti.
Yfirvöld á Srí Lanka segja að
mislingar og niðurgangur hafi
gert vart við sig og Indverjar eru
byrjaðir að bólusetja tugþúsundir
manna.
Jan Egeland, aðgerðastjóri
neyðarhjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, segir að víða geti það tekið
allt að því tvo til sex sólarhringa
þar til hjálp berst fólki sem þurfi
á henni að halda ekki seinna en í
dag eða í gær. „Ég held að fólk
eigi eftir að verða mjög reitt á
næstu dögum og vikum,“ segir
hann. Hjálparsamtök eru flest
vön að vinna á einu eða tveimur
hamfarasvæðum í einu en nú er
um tólf stór svæði að ræða. Óttast
er að fjöldi látinna sé þegar orð-
inn eitt hundrað þúsund en Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin segir
að sú tala geti tvöfaldast ef far-
sóttir breiðast út.
„Það er allt í rúst,“ segir
Achmad Hiayat hershöfðingi í
I n d ó n e s í s k a
h e r n u m .
„Sjúkrahúsin og
neyðarhjálpin
eru í algjörri
óreiðu. Hjálpar-
starfsmenn eru
velkomnir en
þeir verða að út-
vega sér sín eig-
in farartæki.“
Indónesíski her-
inn reynir að
senda vistir til þeirra staða sem
ekki er hægt að nálgast landleið-
ina en vitað er til að matvæli sem
var varpað úr flugvélum lentu þar
sem fólk náði ekki til þeirra og
fóru til spillis. Sumir óttast að
spilltir embættismenn muni
reyna að hagnast á ástandinu og
muni reyna að draga undan neyð-
arbirðgðunum til eigin afnota.
Ríkisstjórnir um heim allan
hafa lagt fram um fimmtán millj-
arða króna til aðstoðar við fólks á
hamfarasvæðinu við Indlandshaf.
Rauði krossinn telur sig þurfa um
þrjá milljarða króna til björgunar-
og uppbyggingarstarfs á flóða-
svæðunum. ■
Hjálparstarf kirkjunnar:
Fé til þorpa
á Indlandi
JARÐSKJÁLFTI Þrjár milljónir króna
hafa verið sendar til hjálpar íbú-
um fiskiþorpa á Indlandi.
Helmingur fésins fór til héraðsins
Tamil Nadu og hinn til Andhra
Pasesh. Þorp þar eru í rúst eftir
flóðbylgjuna sem varð að völdum
jarðskjálfta í Suður-Asíu.
Féð sendir Hjálparstarf kirkj-
unnar til samstarfsaðila vegna
flóðanna. Verður það notað til að
fæða íbúa og útvega fjölskyldum
dýnur og föt
Um eitt hundrað lík hafa fund-
ist í Tamil Nadu og er 2.000 manna
saknað. Ástandið í Andhra Pasesh
er einnig skelfilegt. ■
FRAKKAR TVÖFALDA FRAMLÖG
SÍN Franska ríkisstjórnin hefur
ákveðið að tvöfalda fjárframlög
sín til neyðaraðstoðar við Ind-
landshaf og er heildarfjárhæðin
þá um 1,7 milljarðar króna.
Frönsk yfirvöld hvetja almenning
til að láta fé af hendi rakna. 22
Frakkar hafa látið lífið í hamför-
unum og 560 er saknað.
BRETAR GEFA 2,3 MILLJARÐA
Bretar hafa safnað rúmlega 2,3
milljörðum króna til hjálpar fólki
á hamfarasvæðinu við Indlands-
haf. Breska stjórnin hefur lagt
fram um 1,8, milljarða króna sem
og 27 tonn af vatni og vatns-
hreinsunarbúnað. Að minnsta
kosti 27 Bretar hafa látið lífið á
hamfarasvæðinu og hundraða er
saknað.
FJÁRFRAMLÖG Í STAÐ FLUGELDA-
KAUPA Skipuleggjendur stærstu
nýárshátíðarhaldanna í Berlín í
Þýskalandi hvetja væntanlega há-
tíðargesti um að láta fé af hendi
rakna í þágu fórnarlambanna í
Suðaustur-Asíu í stað þess að
kaupa flugelda. Formaður skipu-
lagsnefndarinnar segir eitt góð-
verk betra en þúsund góð áform.
Búist er við allt að milljón manns
taki þátt í hátíðarhöldunum.
SMÁR JARÐSKJÁLFTI Í JAPAN
Jarðskjálfti sem mældist fimm
stig á Richter-kvarða skók svæði
í norðurhluta Japans í gær. Eng-
inn mun hafa meiðst og ekki var
talin hætta á að flóðbylgja kæmi
í kjölfar skjálftans. Skjálfta-
virkni í Japan er með mesta móti
í heiminum.
■ FLÓÐBYLGJAN
,,Ég held að
fólk eigi eftir
að verða
mjög reitt á
næstu dög-
um og vik-
um.“
Strengir þú áramótaheit?
Spurning dagsins í dag:
Áttu von á að fjárhagslegur hagur þinn
vænkist á nýju ári?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
77%
23%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
LEITAÐ Í RÚSTUNUM
Eftirlifendur flóðbylgjunnar á Srí Lanka
leita að einhverju nýtilegu í húsarústum.
Óánægja á Srí Lanka:
Gerðu aðsúg
að ráðherra
COLOMBO, AP Íbúar í norðurhluta Srí
Lanka gerðu aðsúg að Mahinda
Rajapakse, forsætisráðherra lands-
ins, þegar hann kom á svæðið til að
berja eyðilegginguna af völdum
flóðsins augum. Fólkið hafði verið
að segja ráðherranum frá vandræð-
um sínum og hvað það skorti helst
þegar tilkynning barst úr hátalara-
kerfi þar sem fólk var beðið um að
tala ekki við hann.
Við það færðist talsverður órói í
fólk og það gerði hróp að forsætis-
ráðherranum og sagði honum að
fara af svæðinu sem hann gerði eft-
ir að fólk réðst á blaðamann og her-
mann með spýtum. ■
Líktalning í Taílandi:
Fangar smíða
líkkistur
PHUKET, AP Taílendingar leggja nótt
sem dag við að finna lík fórnar-
lamba flóðbylgjunnar og jarðsetja
þau. Sjálfboðaliðar flykkjast af
hamfarasvæðunum og fangelsi hafa
verið rýmd svo fangar geti aðstoðað
við að telja líkin og smíða líkkistur.
Enn er um sjö þúsund saknað í
Taílandi, þar af um tvö þúsund
Norðurlandabúa. Taílensk yfirvöld
segjast óttast að 80 prósent þeirra
sem saknað er séu látnir. Ef það er
rétt munu tæplega sjöþúsund
manns hafa týnt lífinu í Taílandi.
Talið er að um þriðjungur hinna
föllnu sé börn. ■
FRÁ SRÍ LANKA
Eyðileggingin af völdum flóðbylgjunnar er
ótrúleg og ljóst að uppbyggingarstarf mun
taka langan tíma.
BEÐIÐ EFTIR HJÁLP
Flóttamenn frá Banda Aceh í Indónesíu bíða í röð eftir mataraðstoð. Dreifin neyðargagna
hefur reynst óskilvirk og margir þurfa að bíða lengi í viðbót eftir aðstoð.