Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 14
Þannig söng verðlaunaskáldið
Megas á sínum tíma og sumar
þessara hendinga hans hafa orðið
föst orðtök í málinu, enda eiga
þær oft við. Þær eru t.d. ágætlega
lýsandi fyrir störf og stíl ríkis-
stjórnarinnar á því ári sem nú er
að kveðja, en áberandi oft hefur
hlutum þar á bæ verið bjargað
fyrir horn á elleftu stundu. For-
lögin hafa gripið með einhverjum
heillavænlegum hætti inn í fram-
vinduna og afstýrt stórum vand-
ræðum þrátt fyrir einbeittan vilja
til annars. Svo virðist, að þrátt
fyrir að stjórnarherrarnir hafi oft
á tíðum gleymt guði í pólitískum
ákafa og jafnvel offorsi, þá hafi
guð hins vegar ekki gleymt þeim.
Dæmin eru mörg um það
hvernig stjórnarflokkarnir og þá
sérstaklega foringjar þeirra, þeir
Halldór Ásgrímsson og Davíð
Oddsson, hafa á árinu teflt með
ögrandi hætti á tæpasta vað í
stjórnarathöfnum sínum og póli-
tík allri. Það var nánast eins og
þeir væru beinlínis að láta á það
reyna hversu mikið þanþol stjórn-
málanna væri áður en þverbönd
og bitar slitnuðu sundur. Þetta
birtist ef til vill best í fjölmiðla-
málinu sl. vor og öllum eftirmála
þess þar sem Davíð Oddsson
keyrði í gegn löggjöf sem orkaði
svo tvímælis að það beinlínis lá
við uppreisn í Framsóknarflokkn-
um í Reykjavík suður og eflaust
víðar. Viðbrögðin við synjun for-
setans um staðfestingu á lögunum
voru af sama toga. Á síðustu
stundu var þó gripið inn í málið og
útgönguleið fundin úr þeim
ógöngum sem annars stefndi í.
Það er nefnilega nokkuð ljóst að
ef stjórnarherrarnir hefðu komið
sínu fram hefði slík umgengni við
stjórnarskrána valdið þeim mun
meiri vandræðum til lengri tíma
með tilheyrandi málaferlum bæði
hér innanlands og erlendis. Inn-
grip forsjónarinnar á elleftu
stundu hefur því orðið til þess að
stjórnin og leiðtogar hennar sitja
eftir, kannski eitthvað skaddaðir,
en vel starfhæfir. Síðast en ekki
síst er fjölmiðlamálið sjálft komið
í góðan farveg og eðlilegan að því
er virðist, með hinni nýju fjöl-
miðlanefnd.
Fleiri tilfelli mætti nefna þar
sem ríkisstjórnin hefur í klaufsku
stefnt beint inn í Kínahverfið í
sorta nætur en bjargast þaðan út.
Nýjasta dæmið um að guð hefur
ekki gleymt stjórnarherrunum er
einmitt að læða sér inn í umræð-
una þessa dagana. Allt þetta ár og
raunar miklu lengur hefur ríkis-
stjórnin vitað af og verið vöruð
við mikilli þensluhættu sem fylgi
framkvæmdum á hálendinu og á
Austfjörðum. Engu að síður er
efnahagsstefnan og ríkisfjármál-
in sett í þann farveg að kynda
frekar undir þenslu og verðbólgu
en draga úr henni. Þar má nefna
skattalækkanir, spennu á húsnæð-
ismarkaði, og ýmsar ríkisstýrðar
verðhækkanir aðrar s.s. varðandi
ýmsa þjónustu og á áfengi og tó-
baki. Fjárlögin voru vissulega af-
greidd með 10 milljarða afgangi,
en enginn úti í samfélaginu virð-
ist þó telja það marktæka bremsu.
Er nú svo komið að menn naga
neglurnar á meðan þeir bíða og
sjá hvort verðbólgan fari yfir 4%
í desember, en það eru hin skil-
greindu þolmörk. Hagstjórnin
vegur salt á blábarmi stöðugleik-
ans og háskinn hugnast aðeins
hörðustu spennufíklum. En þótt
þú gleymir guði þá gleymir guð
ekki þér sagði Megas. Í lítilli frétt
í vikunni mátti sjá haft eftir aðal-
hagfræðingi Seðlabankans að „út-
sölur hafa verið að færast fram á
við á síðustu árum og það hefur
verið á móti þessum opinberu
verðhækkunum. Fyrstu dagar nýs
árs skipta máli. Þá er mælingin
gerð.“ Útsölurnar virðast því ætla
að bjarga hagstjórninni um sinn,
sem er guðs blessun. Afar óskyn-
samlegt er þó að stóla eingöngu á
að guð gleymi mönnum ekki þeg-
ar líða tekur á nýja árið og ein-
hvers konar útsöluhagstjórn muni
komi til bjargar á elleftu stundu
þegar illa horfir. Á árinu sem nú
er að kveðja upplifðum við ein-
göngu meðgöngutíma þenslunnar,
en á nýja árinu má gera ráð fyrir
erfiðum fæðingarhríðum. Verka-
lýðshreyfingin, sem byggir sína
samninga á tilteknum verðlags-
forsendum, er farin að ókyrrast
vegna verðlagsþróunarinnar og
endurskoðun kjarasamninga er að
komast á dagskrá. Því er sérstak-
lega mikilvægt fyrir stjórnvöld að
eiga vinsamleg og uppbyggileg
samskipti við samtök launafólks
ef þess á að freista að halda verð-
bólgu niðri.
Að halda áfram að klaufskast
inn í Kínahverfin – í vinnumark-
aðamálum við Kárahnúka eða í
öðru – með pólitískum ögrunum
til beggja handa er því alveg sér-
staklega óskynsamlegt. Æskilegt
áramótaheit stjórnarherranna
væri því að þeir breyttu um stíl –
þeir hétu að hætta að treysta á
það við landsstjórnina, að þó þeir
gleymi guði þá gleymi guð ekki
þeim.
Gleðilegt nýtt ár! ■
U m áramót líta menn gjarnan um öxl og fara yfir áriðsem er að líða. Þá kemur óhjákvæmilega ýmislegt upp íhugann. Hvað hefði betur mátt fara og hvað tókst vel.
Þetta á jafnt við hvort sem um er að ræða einkalífið, rekstur
fyrirtækis eða stofnunar eða þróun mála almennt innanlands og
utan út frá sjónarhóli viðkomandi einstaklings. Það getur verið
hollt fyrir alla að líta um öxl og læra af reynslunni, meta eftir á
ýmsa hluti til að byggja á í framtíðinni.
En það er ekki aðeins að menn líti um öxl, heldur hafa
kannski fleiri hug á því að horfa fram á veginn og spá í það hvað
árið muni bera í skauti sér. Það er erfitt að spá um framtíðina,
oft geta óvæntir hlutir komið upp eins og dæmin sanna nú á síð-
ustu dögum hvað varðar náttúruhamfarirnar við Indlandshaf,
sem skyggja á áramótagleðina um allan heim.
Árið sem er að líða hefur almennt verið gjöfult fyrir okkur
Íslendinga, þótt sláandi undantekningar sé þar að finna. Það er
sem meiri og meiri munur sé að verða á kjörum manna hér á
landi – hvað sem veldur. Kannski er orðin meiri og opnari um-
ræða um þessi mál en áður, fólk er orðið opnara fyrir því að tjá
sig um eigin hag, en lokar sig ekki af með eigin vandamál. Fjöl-
miðlarnir eiga vafalaust sinn þátt í því.
Ef skyggnst er fram á veginn í þjóðmálunum hljóta efna-
hagsmálin að vera þar efst á baugi. Halldór Ásgrímsson forsæt-
isráðherra kom einmitt inn á þetta í viðtali við Fréttablaðið um
jólin sem tekið var í tilefni af eitt hundrað dögum hans í emb-
ætti. „Það verður að viðhalda stöðugleika og það þarf að halda
vel um stýrið í þeirri miklu spennu sem óneitanlega er í þjóð-
félaginu,“ sagði forsætisráðherra. Og enn fremur: „Hagvöxtur-
inn er mikill – meiri en við áttum von á – og það er mikill kraft-
ur í efnahagslífinu eins og sést á útrás fyrirtækja og þátttöku
okkar í alþjóðlegum viðskiptum.“ Þetta eru orð að sönnu og það
virðist ekkert mega út af bera til að hlutirnir fari ekki á verri
veg. En þeir eru fleiri sem óttast verðbólguna. Þannig hefur
Landsbankinn dregið í land hvað varðar húsnæðislán, vegna
mikillar hækkunar á fasteignaverði og aukinnar hættu á meiri
verðbólgu. Fleiri hafa varað við mikilli spennu á þessum mark-
aði og undir það skal tekið.
Umfjöllun Fréttablaðsins í gær um íslenska viðskiptajöfra
og útrásina margumtöluðu sýnir að hér er mikið líf og kraftur í
viðskiptalífinu. Margir hafa spurt sig að því hvernig það komi
okkur til góða sem hér búum. Það eru því ánægjuleg tíðindi ef
hægt er að lækka verð á innfluttum vörum hér um 1-3% eftir
kaup Baugs á Big Food Group í Bretlandi.
Vonandi tekst stjórnvöldum að halda þannig á spilunum að
þenslan verði ekki of mikil, en það er líka undir einstakling-
unum komið og þeir þurfa að kunna fótum sínum forráð í góð-
ærinu.
Fréttablaðið hefur átt velgengni að fagna á árinu og við ósk-
um landsmönnum gleðilegs árs. ■
31. desember 2004 FÖSTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Ef skyggnst er fram á veginn í þjóðmálunum hljóta
efnahagsmálin að vera þar efst á baugi.
Við áramót
ORÐRÉTT
Heyrt þetta áður?
Spennandi ár framundan.
Óðinn, dálkahöfundur Viðskiptablaðs-
ins, um horfur í viðskiptalífinu 2005.
Viðskiptablaðið 29. desember.
Athyglisverð hugmynd
Gamlársdagur er á föstudaginn
og þá er viðeigandi að kveðja
árið og fagna nýju ári með
sprelli og skemmtilegheitum.
Dálkahöfundur „Undarlegrar viku“ í
Viðskiptablaðinu.
Viðskiptablaðið 29. desember.
Hvert þekkir best sitt sinni
Neikvæðnin hefur fylgt mér
lengi, í bland við biturð, öfund og
illkvittni.
Gunnar Lárus Hjálmarsson í kjall-
aragrein í DV.
DV 29. desember.
Áramótaheit ritstjórnar?
Vert að varðveita vitið.
Fyrirsögn í Morgunblaðinu.
Morgunblaðið 30. desember.
Upp rísi þjóðlið...
Ég tel það skyldu mína sem
ábyrgur þjóðfélagsþegn að verja
ráðherra í ríkisstjórn Íslands
þegar að þeim er vegið með
óþverralegum og rætnum
óhróðri...
Kristinn Pétursson fiskverkandi á
Bakkafirði.
Morgunblaðið 30. desember.
Nýstárleg hugmynd
Sókn er besta vörnin.
Gunnar Örlygsson alþingismaður.
Morgunblaðið 30. desember.
Heyr á endemi!
Karlakór Dalvíkur slær á jóla-
strengi.
Fyrirsögn í Morgunblaðinu.
Morgunblaðið 30. desember
FRÁ DEGI TIL DAGS
Árið sem er að líða hefur almennt verið gjöfult
fyrir okkur Íslendinga, þótt sláandi undantekning-
ar sé þar að finna. Það er sem meiri og meiri munur sé
að verða á kjörum manna hér á landi - hvað sem veldur.
,,
Í DAG
EINKENNI Á
LANDSTJÓRNINNI
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Þótt þú í Kínahverfið inn,
klaufskist í sorta nætur,
og Kínamaður með stóran sting
úr stáli, hann gefi þér gætur.
Á elleftu stundu þá fær hann flog
og fellur að fótum þér.
Því þótt þú gleymir guði,
þá gleymir guð ekki þér.
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
Opið
í dag
til kl. 13.00
Þótt þú gleymir guði
Fimmtug
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður
Samfylkingarinnar er fimmtug í dag eins
og lesa má um annars staðar í blaðinu.
Til hamingju með daginn! Af þessu tilefni
efnir hún til mikillar samkomu í dag í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, þar
sem hún ætlar að hitta sem flesta af
þeim sem hún „hefur orðið
samferða einhvern tímann
á lífsleiðinni, þakka það
sem liðið er og fagna því
sem er framundan“ eins
og hún orðar það í boðs-
bréfi. Er ekki að efa að fjöl-
menni mun sækja veisluna
sem ýmsir í stuðnings-
mannaliði hennar
vona að marki upp-
haf að því að hún verði meira áberandi í
þjóðfélagsumræðunni en verið hefur um
skeið. Framundan eru örlagaríkir mánuð-
ir á stjórnmálaferli hennar því á hausti
komanda mun hún freista þess að verða
kjörinn formaður Samfylkingarinnar þótt
ekkert fararsnið sé á svila hennar, Össuri
Skarphéðinssyni.
Silfrið í dag
Áhugamenn um þjóðmál hafa úr nógu
efni að velja í sjónvarpi í dag. Auk hinna
hefðbundnu umræðuþátta á Stöð 2 og
Ríkissjónvarpinu verður Egill Helgason
með síðasta silfursþátt ársins á Stöð 2
klukkan 12 á hádegi í opinni dagskrá.
Mikill fjöldi gesta kemur fram í þættin-
um, um þrjátíu talsins. Þar verður farið
vítt og breitt yfir svið þjóðmálanna á hinu
viðburðaríka ári 2004 og meðal annars
velt upp þeirri spurningu hverjir voru
stjörnur og skussar ársins, hvað var best
og verst á árinu og reynt að skima aðeins
inn í framtíðina til næsta árs.
Frekar kaupþing en alþing
Um þessi áramót eru fréttir á innlendum
vettvangi helst af viðskiptalífinu. Það er
raunar ekki nýlunda. Á síðustu árum hafa
kaupsýslumenn á ýmsan hátt tekið við
því hlutverki sem stjórnmálamenn
gegndu áður og endurspegla fjölmiðlarn-
ir þá þróun. Fréttir af manntafli viðskipta-
jöfra og kaupþingi, þar sem verðbréf
ganga kaupum og sölum, eru orðnar al-
gengari - og kannski áhugaverðari – en
fréttir af alþingi, þar sem lögin eru þó
enn sett.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871