Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 18
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arfulltrúi er fimmtug í dag. Hún lauk BA-prófi í sagnfræði og bók- menntum 1979. Hún var borgar- stjóri í Reykjavík 1994-2003. Ingi- björg var kjörin í borgarstjórn í Reykjavík 1982 fyrir Kvennafram- boðið, 1988 og 1994 fyrir Reykja- víkurlistann og hefur verið í borg- arstjórn síðan. Hún sat á Alþingi 1991-1994 fyrir Kvennalistann. Ingibjörg Sólrún er formaður stjórnar Aflvaka og situr í banka- ráði Seðlabanka Íslands. Eiginmað- ur Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur er Hjörleifur Sveinbjörnsson, deildarstjóri hjá Íslenska útvarps- félaginu. Synir þeirra eru Svein- björn (1983) og Hrafnkell (1985). Tímamótin hringdu í Ingibjörgu Sólrúnu af þessu tilefni og spurðu hana fyrst um flugvallarmálið en samgönguráðherra ítrekaði nýlega þá skoðun sína að flugvöllurinn ætti að vera áfram í miðbæ höfuð- borgarinnar. „Það er alveg ljóst að flugvöllur- inn fer. Hann hefur grið á þessum stað til 2016 en eftir það verður hann að fara. Við höfum efnt til at- kvæðagreiðslu um þetta og fyrir liggur aðalskipulag sem gerir ráð fyrir að hluti af flugvallarsvæðinu verði tekinn undir byggð eftir 2016.“ Hvað um atvinnusjónarmiðin? Vinnur ekki fjöldi Reykvíkinga við flugið og starfsemi á Reykjavíkur- flugvelli? „Mér finnst nú gæta undarlegr- ar þröngsýni í málflutningi þeirra sem vilja hafa flugvöllinn hér og vísa til atvinnusjónarmiða. Í fyrsta lagi kemur auðvitað önnur starf- semi í staðinn. Flugvallarstæðið er kjörlendi fyrir margs konar at- vinnustarfsemi. Í öðru lagi er það hreinlega úrelt viðhorf að miða um- ræðu um atvinnu við hreppamörk. Það vita allir að góð atvinna í einu sveitarfélagi hefur jákvæð áhrif í því næsta, gott atvinnuástand hef- ur áhrif á öllu atvinnusvæðinu. At- vinnusvæði Reykjavíkur nær orðið frá Borgarnesi til Selfoss. Nú, í þriðja lagi sýnist mér ekki veita af atvinnu á Suðurnesjum, ég tala nú ekki um ef svo fer sem horfir að herinn fari héðan.“ Á dögunum samþykkti borgar- stjórn að hækka útsvarið. Reykja- víkurlistinn hefur aukið álögur á borgarbúa, til dæmis með holræsa- gjaldinu. Þá liggur fyrir að fast- eignagjöld hækka vegna hækkunar á fasteignaverði. Er þetta ekki orð- in óhófleg skattpíning? „Nei. Auðvitað verður alltaf að gæta hófs í þessu. Útsvarið er eins hér og hjá flestum sveitarfélögum. Og um holræsagjaldið má segja að það hefði örugglega verið lagt á, hver sem hefði verið hér við stjórn. Það er notað í sveitarfélögum sem sjálfstæðismenn stjórna, eins og til dæmis í Reykjanesbæ hjá Árna Sigfússyni. Hvað fasteignagjöldin varðar tel ég að við eigum að fara varlega og við höfum gert það. Á sínum tíma, þegar nýtt mat hækk- aði grunn fasteignagjalda í Reykja- vík, lækkuðum við gjaldaprósent- una, til þess að þetta ylli ekki aukn- um álögum. En ég hef ekki athugað þessa hækkun sem er að verða á matinu núna.“ Ekki er hægt að skilja við Ingi- björgu Sólrúnu án þess að spyrja hana um formannssætið í Samfylk- ingunni. Er kominn formannsfiðr- ingur í þig? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Tíminn mun leiða í ljós hvað verð- ur. Ég hef ekki verið að vinna að neinu í þessu sambandi. Gegni bara mínum störfum. Þetta verður ákveðið í haust. En afmælið Ingibjörg Sólrún, hefurðu haldið upp á það? „Já, yfirleitt eitthvað lítilsháttar. Ég hélt nú upp á fertugsafmælið í Norræna húsinu og mér finnst stórafmæli ágæt til þess að hitta þá sem ég hef verið samferða og unnið með og fagna með þeim. Núna lang- ar mig til þess að hitta vini, ættingja og samferðafólk í dag í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu milli klukkan tvö og fjögur.“ - sgt 18 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR SIMON WIESENTHAL NASISTAVEIÐARI FÆDDIST ÞENNAN DAG 1908. Enginn formannsfiðringur INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR: FIMMTUG Í DAG “Samtvinnun haturs og tækniþekkingar er mesta hættan sem steðjar að mannkyninu.“ Tæknin við að reisa múra hefur þekkst í þúsundir ára. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Karl Eiríksson flugmaður er 79 ára í dag. Ólafur B. Thors, fyrrv. borgarfulltrúi og for- stjóri, er 67 ára. Jón Steinar Guðmundsson, prófessor í Nor- egi, er 57 ára. Edda Erlendsdóttir píanóleikari er 54 ára í dag. Guðmundur Andri Thorsson er 47 ára. ANDLÁT Kristinn Guðjónsson, fv. skipstjóri frá Sand- gerði, er látinn. Útförin fór fram í kyrrþey. Gyða Karlsdóttir lést mánudaginn 27. des- ember. Ásdís Þórðardóttir, Brúarlandi, Fellabæ, lést mánudaginn 27. desember. Halldóra G. Magnúsdóttir, Hávarðarkoti, Þykkvabæ, lést þriðjudaginn 28. desember. Magnús Kristjánsson, Skipagötu 10, Ísafirði, lést þriðjudaginn 28. desember. Kristín Halldórsdóttir frá Þrasastöðum í Stíflu, síðast á Ásvegi 15, Akureyri, lést þriðjudaginn 28. desember. Stefán Þórðarson, Reykjahlíð 10, lést þriðjudaginn 28. desember. Þórður Elíasson, fyrrv. leigubílstjóri, Hraun- bæ 103, Reykjavík, lést miðvikudaginn 29. desember. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR: Úrelt að miða við hreppamörk. Þennan dag árið 1879 sýndi Thomas Alva Edison tækninýjung sem olli byltingu í heiminum: Ljósaperuna. reyndar hafði mönnum tekist að búa til ljósaperur 40 árum fyrr en pera Edisons var sú fyrsta sem logaði á lengur en örskotsstund. Hann tók upp á því að nota glóþráð úr kolum, sem dugði amk. í nokkra klukku- tíma. Uppfinningin vakti geysimikla athygli almennings. Edison var sjálfmenntaður og eiginlega birtingarmynd ameríska draums- ins. Hann var heyrnarsljór og það átti nokkurn þátt í því hvaða stefnu líf hans tók. Hann varð ritsímavörður 16 ára og hóf strax að endurbæta þá tækni. Tuttugu og tveggja ára gamall helgaði hann sig uppfinningum og sjö árum seinna setti hann upp rannsóknarstofu sína í Menlo Park í New Jersey. Það var þar, árið 1877, sem hann datt niður á uppfinningu sem breytti líka heimin- um: Grammófóninn. Ljósaperan sem kom tveimur árum seinna er enn í notkun, þótt efnið í glóþræðinum sé annað en Edison notaði og raun- ar átti rafmagnið hug hans allan seinni hluta ævinnar. Hann hannaði og setti upp fyrsta dreifi- kerfi rafmagns sem unnt er að kalla því nafni. Edi- son fékk 1093 einkaleyfi um ævina. Hann dó 1931. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1600 Elísabet Englandsdrottning veitir Austur-Indíafélaginu einkarétt til verslunar við nokkur Asíulönd. 1791 Fyrsta áramótabrennan sem sögur fara af hérlend- is, við Hólavallaskóla. 1909 Ein glæsilegasta brú New York-borgar, Manhattan- brúin opnuð fyrir umferð. 1914 Seinasta gamlárskvöld á Ís- landi fyrir vínbann, sem gekk í gildi á miðnætti. 1941 Bandaríkin banna króm á bílum. Sárafáir bílar til einkanota voru framleiddir allt til stríðsloka. 1944 Ný stjórn í Ungverjalandi lýsir yfir stríði á hendur Þjóðverjum 1968 Rússar reyna nýja hljóðfráa farþegaþotu, Tupolev 144. Aðeins 100 voru teknar í almenna notkun. Edison sýnir ljósaperuna Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Almut Alfonsson (fædd Andersen) Brúnalandi 16, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 29. desember sl. Þorvarður Alfonsson, Ingunn Þorvarðardóttir, Örn Guðmundsson, Þorvarður og Lárus Örn, Auður Björg Þorvarðardóttir, Þorsteinn Ingi Víglundsson, Alma Björg og Viglundur Ottó, Sigurður Ottó Þorvarðarson. Eiginmaður minn, fósturfaðir og afi, Einar Jóhann Olgeirsson trésmiður, lést þann 29. desember. Jarðarförin fer fram í Vestmanna í Færeyjum þann 1. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Maren Blárhamar, börn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Stefánsson lögfræðingur, Engihjalla 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 30. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Soffía M. Sigurjónsdóttir, Bragi Ólafsson, Helga Ólafsdóttir, Sigurjón Ólafsson, tengdabörn og barnabörn. Gils níræður Gils Guðmundsson, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, er níræður í dag. Gils er fæddur í Hjarðardal innri í Mosvallahreppi í V-Ísafjarðarðarsýslu. Hann var sjómaður í nokkur ár en lauk kennaraprófi 1938 og kenndi nokkra vetur. Gils var kjörinn á þing 1953 fyrir Þjóðvarnarflokk- inn og aftur fyrir Alþýðubanda- lagið 1963 og sat á Alþingi til 1979. Hann var forseti neðri deildar Al- þingis 1971-74 og forseti samein- aðs þings 1978-1979. Gils var framkvæmdastjóri Menningar- sjóðs 1956-1975. Hann hefur ritað fjölda bóka. Kunnust verka hans eru eflaust mörg bindi í röðinni um aldirnar og stórvirkið Skútu- öldin. Kona Gils var Guðný Jó- hannesdóttir. Hún lést 1993. Gils dvelur á afmælisdaginn hjá dótt- ur sinni í Danmörku. ■ Hvaðan kemur þessi siður? Að brenna út árið Í kvöld verður kveikt í brennum um allt land og margir líta á það sem sjálfsagða siðvenju. Þeir halda sjálfsagt að siðurinn sé gam- all. En svo er ekki. Við leituðum fróðleiks hjá Árna Björnssyni um brennurnar. Elsta heimild um ára- mótabrennu er í dagbókum Sveins Pálssonar, læknis og náttúrufræð- ings. Brennan var á vegum pilta í Hólavallaskóla, að líkindum á Landakotstúni árið 1791. Ekki er vitað til þess að þetta hafi verið gert fyrr, þótt grunsemdir séu um að þetta kunni að hafa tíðkast í Skálholtsskóla, þá að líkindum komið til vegna þess að eitthvað vildu skólapiltar sem ekki komust heim til sín um hátíðirnar gera sér til dægrastyttingar. Ekki er líklegt að siðurinn hafi tíðkast víða, því forfeður okkar og formæður töldu annað betra við eldivið að gera en eyða honum í flím og skemmtan. Allur nýtilegur eldiviður fór til hit- unar og matseldar. Þegar skólapilt- ar brenndu út árið í Reykjavík höfðu tímarnir breyst. Vísir að þéttbýli var orðinn til í Reykjavík, þótt kaupstaðurinn væri ekki nema rúmlega fimm ára gamall. Þar hefur eflaust eitthvað fallið til af rusli, sem brenna mátti. En hvað um önnur lönd? Brennur tíðkast víða og af ýmsu tilefni en áramóta- brennur eru fátíðar. Þær tíðkast þó í Skotlandi. En í öðrum nágranna- löndum okkar eru brennur yfirleitt á öðrum tímum ársins, til dæmis á vorin, sumrin eða haustin, og oft tengjast þær messudögum dýr- linga. Eldiviðarskortur og birta að sumarlagi hefur líklega valdið því að Íslendingar brenndu ekki til árnaðar helgum mönnum. ■ ÁRAMÓTABRENNA: Forfeðurnir höfðu annað við eldiviðinn að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.