Fréttablaðið - 31.12.2004, Síða 20

Fréttablaðið - 31.12.2004, Síða 20
20 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR VIÐ ÁRAMÓT Ein ömurlegasta stund á Alþingi á líðandi ári var þegar ut- anríkisráðherra sagði að Íslending- ar ættu að vera stoltir af hlutdeild sinni í þróuninni í Írak. Hún hefði gefið Írökum von! Þetta var árið sem virtasta læknarit í heiminum, The Lancet í Bretlandi, upplýsti að hundrað þúsund saklausir borgar- ar hefðu farist í kjölfar innrásar- innar. Hvaða von ætli stríðið hafi fært þeim og fjölskyldum þeirra? Svartasti bletturinn Hefðu Bandaríkjamenn og Bretar lagt í innrásina ef þeir hefðu ekki getað veifað listanum með hinum 30 vígfúsu þjóðum sem afsökun gagnvart Sameinuðu þjóðunum? Mitt svar er nei. Ábyrgð okkar er því meiri en flesta órar fyrir. Við getum ekki fært þeim líf sem hafa misst það í átökunum. Það minnsta sem við getum gert til að bæta fyr- ir mistök okkar er að veita mun ríkulegar til uppbyggingar í Írak en ábyrgðarmenn innrásarinnar hér á landi í ríkisstjórn hafa viðrað. Írak er svartasti bletturinn á ferli íslenskra ríkisstjórna um áratugi. Samfylkingin er í forystu fyrir tillögu stjórnarandstöðuflokka um að Ísland verði með táknrænum hætti tekið formlega af lista hinna vígfúsu þjóða. Alþingi getur ekki annað en samþykkt þá tillögu ef einhver dugur er í þingmönnum. Þjóðarhreyfingin á þökk skilda fyr- ir að hafa gefið Íslendingum kost á að lýsa andstöðu sinni við innrásina með því að taka þátt í auglýsingu sem birt verður í bandarísku stór- blaði í janúar. Ég hvet alla and- stæðinga stríðsins til að láta ekki árið líða án þess að hafa lagt sitt lóð á þá vogarskál með þúsund króna framlagi. Valdníðsla sem starfsaðferð Á líðandi ári varð valdníðslan að einskonar starfsaðferð ríkisstjórn- arinnar gagnvart almenningi. Írak er skarpasta dæmið. Ákvörðun um stuðning var tekin af að- eins tveimur stjórn- málamönnum, án þess að bera hana undir Al- þingi, og í trássi við yfir- gnæfandi vilja þjóðar- innar. Svipað var uppi á teningnum í fjölmiðla- málinu. Lög, sem allt benti til að fælu í sér margfalt stjórnarskrár- brot, voru knúin í gegn- um Alþingi. Lögin voru í trássi við vilja yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Á Alþingi fann ég engan mann í hópi stjórnarliða sem taldi brýnt að setja slík lög nema formenn stjórnarflokkanna. Fjöl- miðlalögin voru skóla- bókardæmi um vald- níðslu. Forseti lýðveld- isins kom þá þjóðinni til bjargar með því að beita málskotsákvæði stjórn- arskrárinnar og vísaði málinu í þjóðaratkvæði. Valdníðsla var það líka, og ekkert annað, þegar ríkisstjórnin sveik þjóð- ina um þá atkvæða- greiðslu. Sama kalla ég svikin við öryrkja þar sem skjalfest loforð ráð- herra voru brotin. Og hvað er hægt að kalla það annað en valdníðslu þegar jafnréttislög eru brotin til að skipa frænda í Hæsta- rétt? Þessi ítrekaði valdhroki hefur gengisfellt stjórnmálin og stjórn- málamenn og leitt til þess að trú Ís- lendinga á þeim hefur rýrnað. Beint lýðræði – þjóðaratkvæði Áhrifarík leið til að endurheimta og auka trú og traust almennings á stjórnmálin, sem er ekki aðeins vandamál hér á landi heldur víðar, er að færa aukið vald til kjósenda. Þess vegna höfum við í Samfylk- ingunni síðustu fjögur árin tekið al- gera forystu um stefnu sem miðar að því að auka möguleika borgar- anna á að hafa bein áhrif á ákvarð- anir sem varða umhverfi þeirra og lífsgæði miklu. Við endurskoðun stjórnarskrárinnar teljum við að höfuðáherslu beri að leggja á auk- inn rétt einstaklingsins í gegnum þjóðaratkvæði, þjóðareign á sam- eiginlegum auðlindum, og breyt- ingu á kjördæmaskipan sem gerir landið að einu kjördæmi þannig að allir hafa loksins sama atkvæða- vægi. Íbúalýðræði innan sveitarfé- laga þarf að auka, sömuleiðis að tryggja rétt minnihluta á Alþingi til að geta krafist opinna rannsóknarnefnda, auka upplýsingarétt einstak- lingsins, koma á nýrri skipan hæstaréttardóm- ara svo fátt eitt sé nefnt af þeim mörgu útfærðu stefnumálum sem Sam- fylkingin hefur sett fram um breytt og bætt lýðræði. Ég er þeirrar skoðun- ar að það þurfi að auka rétt kjósenda í kosning- um. Í Samfylkingunni er nú í vinnslu frumvarp sem verður lagt fram á næsta ári þar sem lagt er til að kjósendur fái ekki aðeins að velja flokk, heldur fái líka tækifæri til að velja einstaklinga og raða þeim í sæti. Þannig væri valréttur kjósenda aukinn og próf- kjörin gerð óþörf. Átök um jöfnuð og vel- ferð Hér á Íslandi er að koma fram skýr málefna- ágreiningur þar sem þeir sem nú hafa náð yf- irhöndinni í samstarfi stjórnarflokkanna taka frjálshyggjuna fram yfir norræna velferðar- módelið sem Íslendingar hafa löng- um tekið mið af. Þetta kemur fram í átökum um skattkerfi og gjald- töku. Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka tekjuskatta og í staðinn koma á stóraukinni gjaldtöku í skóla- og heilbrigðiskerfinu. Sér- staklega virðist hann staðráðinn í að stórhækka skólagjöld á flestum stigum skólakerfisins. Mennta- kerfið er jöfnunartæki framtíðar- innar. Skattalækkanir sem hafa í för með sér aðgangshindranir að menntakerfinu munu stórauka stéttamun og ýta undir ójöfnuð milli efnameiri og efnaminni Ís- lendinga. Sama gildir ef stóraukin gjaldtaka verður tekin upp í heil- brigðiskerfinu eins og virðist á óskalista sumra frjálshyggjusinna Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin vill hins vegar skynsamlegar skattalækkanir sem miða að aukn- um jöfnuði, eins og lækkun matar- skatts og mikla hækkun barnabóta, og hún hafnar óhóflegri gjaldtöku í heilbrigðis- og skólakerfinu. Allt bendir til að um þetta verði tekist á í íslensku samfélagi á næstu miss- erum og árum. Samfylkingin mun berjast ótrauð fyrir því að hugsjón- ir um samhjálp og jöfnuð verði í heiðri hafðar samhliða því að berj- ast fyrir auknu frelsi og minnkandi ríkisafskiptum í atvinnu- og við- skiptalífinu og fyrir sanngjörnu jafnvægi milli réttinda og skyldna einstaklinganna í okkar góða sam- félagi á Íslandi. Ég óska öllum Íslendingum árs og friðar og þakka þeim fyrir hönd Samfylkingarinnar góða samfylgd á árinu 2004. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar: Írak, stjórnarskrá og velferðarátök Áramótagreinar Fréttablaðið fór þess á leit við formenn allra stjórnmálaflokkanna að þeir rituðu áramótahugvekju til birtingar í blaðinu í dag, gamlárs- dag. Greinar bárust frá formönnum Frjálslynda flokksins, Fram- sóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og er þær að finna hér á síðunni og síðu 22. VIÐ ÁRAMÓT Góðir Íslendingar, Andartakið sem við upplifum um áramót þegar við kveðjum eitt ár og stígum inn í annað er á margan hátt stórbrotnara en aðrar stund- ir. Minningin um hið liðna verður skýrari, framtíðarsýnin ljósari. Andartakið getur skipt sköpum í lífi okkar ef við njótum þess og lifum í samræmi við hugsanir og væntingar sem brjótast fram. Áramótin eru tími uppgjörs. Árið 2005 blasir við um leið og við sjáum á bak árinu 2004, sem að mörgu leyti var gjöfult og farsælt ár í sögu þjóðarinnar. Við höfum upplifað gleði og sorg á árinu sem er að líða, en minningarnar eru okkur þó dýrmætar og vitur mað- ur sagði eitt sinni að þjóð án sögu væri eins og maður án minnis. Við höfum lært af sögu okkar að góð menntun er besta vopnið í sókninni fram á veg. Á fræðslu- setrinu Odda dvaldi Snorri Sturlu- son í tvo áratugi í fóstri hjá Jóni Loftssyni. Þar var líka við nám Þorlákur Þórhallsson biskup sem hélt námi áfram í París og Lincoln. Þetta menningarsetur menntaði Snorra til afreka sem hafa haft meiri áhrif á þjóðina en flest annað. Nú eru liðin áttahund- ruð ár síðan Snorri var að komast til áhrifa í íslensku samfélagi, ekki hvað síst á grundvelli hæfi- leika og góðrar menntunar. Aldrei fyrr höfum við lagt jafn mikla áherslu á menntun og nú. Um fimmtán þúsund Íslendingar stunda nú háskólanám. Endur- menntun og símenntun hefur aldrei verið öflugri. Við verðum að halda áfram á þessari braut og auka menntun enn frekar. Því að- eins getum við tryggt stöðu okkar í samfélagi þjóðanna að þekking okkar og starfshæfni sé eins og best verður kosið. Mennt er máttur og sá máttur býr í ís- lenskri þjóð og að hon- um þarf að hlúa. Ég hvet til víðtæks sam- ráðs allra stjórnmála- flokka og hagsmuna- samtaka um menntun og skólastarf með það fyrir augum að efla menntun í landinu enn frekar. Hvaðeina í okkar til- veru er sett á mælistiku og horft til samanburðar við ýmsa aðra þætti. Þjóðarbú- skapurinn er veginn og metinn og fyrirtæki skoða afkomu sína. Ein- staklingar líta sömu- leiðis yfir farinn veg til að meta árangur ársins og ævinnar. Allflestir eru sáttir og una glaðir við sitt, enda sýnir hver alþjóðleg könnun- in á fætur annarri að við Íslendingar stönd- um fremst í flokki þjóða að því er snertir afkomu, mannauð, lýð- ræði og lífsgæði. Staða efnahagsmála hér á landi er traust. Hagvöxtur er meiri en annars staðar; atvinnuleysi minna; kaupmáttur heimilanna hefur aukist meira en annars staðar þekkist, eða um 40% frá árinu 1995 og stefnir í 55% aukn- ingu til loka kjördæmabilsins. Þá hefur afkoma ríkisins verið betri en víðast hvar annars staðar sem meðal annars hefur orðið til þess að skuldir ríkissjóðs hafa minnk- að mjög mikið, eða úr 35% af landsfram- leiðslu 1995 í 19% sam- kvæmt áætlun fyrir árið 2004 og 17% í árs- lok 2005. Þótt verðbólga hafi færst heldur í auk- ana upp á síðkastið stafar það fyrst og fremst af hækkandi fasteigna- og olíuverði. Það er ekkert óeðlilegt að verðbólga taki við sér samhliða auknum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi. Ábyrg og traust efnahagsstjórn undan- farin ár og styrk staða ríkissjóðs eru lykil- atriði í því að svigrúm hefur nú skapast til þess að lækka skatta heimilanna í landinu án þess að stofna stöðug- leikanum í hættu. Áherslur ríkisstjórnar- innar eins og þær hafa birst í fjárlagafrum- varpi og langtímaáætl- un í ríkisfjármálum gera fyrst og fremst ráð fyrir aðhaldi hvað varð- ar opinberar fram- kvæmdir. Þessi stefnu- mörkun er algjörlega í takt við ábendingar inn- lendra sem erlendra hagfræðinga, til dæmis frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og OECD sem hafa mælt með slíkum aðgerðum til að hamla gegn þensluáhrifum stóriðjufram- kvæmdanna. Áfram er hins vegar gert ráð fyrir auknum útgjöldum til þess að halda uppi almennri og umfangsmikilli þjónustu á sviði velferðar- og menntamála. Í lífinu skiptast á skin og skúr- ir. Í velgengni er vitaskuld gott að finna vinarhug, en þegar eitthvað bjátar á kemur þó fyrst í ljós hvað skilur viðhlæjendur frá vinum. Við Íslendingar höfum löngum reynt að styðja hvert annað á erf- iðum stundum og er samkenndin rík í þjóðarsál okkar Íslendinga. Í því ljósi dvelur hugur okkar nú hjá þeim fjölmörgu sem eiga um sárt að binda eftir hinar hrikalegu náttúruhamfarir í Suður Asíu fyrir örfáum dögum. Óblíð náttúruöflin minna á sig, það þekkjum við Íslendingar. Við erum því fljót að rétta þeim sem minna mega sín hjálparhönd og höfum brugðist við með opinberu fjárframlagi og jafnframt hafa einstaklingar lagt fram sinn skerf til aðstoðar. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. Svo kvað Valdimar Briem í áramótaljóði sínu. Minning ársins 2004 lifir og hvetur til áframhalds á þeim góða grunni sem lagður hefur verið. Ég þakka gott samstarf og ánægjuleg kynni og óska lands- mönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu 2005. ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins: Menntun er besta vopnið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.