Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 33
Ballíhú. Ég breyttist í Robert
Langdon í Da Vinci Lyklinum þeg-
ar ég hóf leit í orðabókum. Hvað
þýddi þetta orð? Íslensk orðabók
Marðar gaf ekkert, og fullyrti
ÓRG þó að orðið hefði mikið verið
notað á Ísafirði í den, en í
Webster’s fannst hins-
vegar dálítið gamaldags
og hollywoodlegt orð:
ballyhoo: clamor or
outcry.
Það yrðu mikil læti.
Það urðu mikil læti.
Málskotsrétturinn
Ég var staddur í mjög
skapheitu veðri á stétt-
inni framan við flug-
stöðvarbygginguna á
Tegel-velli þegar forseti
Íslands tilkynnti um þá
ákvörðun sína að skrifa
ekki undir fjölmiðlalög-
in. Ég hafði ákveðið að
bíða aðeins með að tékka
mig inn í flugið til Vínar,
hringja í Egil Helgason
og biðja hann að bera
símtækið upp að sjón-
varpinu. Þetta var sögu-
leg og spennuþrungin
stund sem maður mátti
ekki missa af. Með
Bessastaði í hægra eyr-
anu varð mér litið út yfir
bílastæðið; yfir breið-
urnar af Bensum, Voff-
um og BM-Vöffum. Rödd
Íslands heyrðist vel hér
á meginlandinu en aðeins
þó í einum síma. Við vor-
um enn bara örþjóð. The
Buykings í Baugi og
Bakkavör voru enn ekki búnir að
kaupa Bretland. Stór ákvörðun
eins manns var umheiminum
ósýnileg. Daginn eftir fann ég
ekki staf um málið, hvorki í Süd-
deutsche né Kurier. Í smössum
sem vinir mínir létu dynja á
gemsanum í kjölfar blaðamanna-
fundarins kom fram að ÓRG hefði
verið ákveðinn en óstyrkur. Yfir-
lýsingin titraði í höndum hans á
meðan hann las. Sjálfsagt hefur
þetta tekið á hann.
Málskotsrétti forsetans hafði
verið beitt í fyrsta sinn. Við höfð-
um öll lært um hann í skóla. Við
kunnum þetta nánast utanbókar,
orðrétt upp úr stjórnarskránni:
„Nú synjar forseti lagafrumvarpi
staðfestingar, og fær það þó engu
að síður lagagildi, en leggja skal
það þá svo fljótt sem kostur er
undir atkvæði allra kosninga-
bærra manna í landinu til sam-
þykktar eða synjunar með leyni-
legri atkvæðagreiðslu. Lögin falla
úr gildi, ef samþykkis er synjað,
en ella halda þau gildi sínu.“ Og
nú var sem sagt loksins komið að
því. Hinu fræga ákvæði yrði beitt.
Þjóðaratkvæði blasti við.
Davíð var ekki viðtalshæfur
fyrr en að rúmum sólarhring liðn-
um, og hafði þá víst tekist að
hemja í sér mesta brjálæðið, en
dúdinn Dóri kvað strax upp úr
með að auðvitað yrði farið eftir
stjórnarskránni.
Ekki heilagt plagg
Annað kom á daginn. Ríkisstjórn-
in fór aldrei að fyrirmælum þessa
plaggs sem maður hélt í hjarta
sínu að væri undirstaða lýðræðis
á Íslandi; hinn háheilagi leiðbein-
ingabæklingur hverrar ríkis-
stjórnar. Í hönd fóru svartar vik-
ur. Öllum á óvart lét Sjálfstæðis-
flokkurinn, einn af hornsteinum
íslensks lýðræðis, skína í fasískar
tennur sem við héldum satt að
segja að hann ætti ekki til. Fram-
sókn rölti á eftir.
Ég sat úti í Hrísey og átti ekki
orð. Það er undarleg tilfinning að
vera bandbrjálaður inni í sér þeg-
ar úti skín sólin allan daginn og
fjörðurinn er fægður spegill
kvölds og morgna. Besta sumar
lífsins var líka það versta. Svartur
blettur í stjórnmálasögu Íslands.
„Stjórnarskráin er ekkert heil-
agt plagg,“ hét það hjá sitjandan-
um í stóli utanríkisráðherra.
„Holy shit“, var það eina sem við
gátum sagt. Að loknum hverjum
fréttatíma stóð maður hálf lamað-
ur úti á tröppum og horfði yfir
fjörðinn, horfði til lands, þessa
lands sem maður hélt að væri sið-
menntað og lýðræðislegt. Smám
saman rann það upp fyrir manni:
Hér sátu vondir menn við völd og
svifust einskis við að koma öllu
sínu fram. Ekkert var lengur heil-
agt, allt var leyfilegt.
Það sem hafði byrjað sem um-
ræða um fjölmiðla var orðin
grundvallarumræða um lýðræði
og stjórnarskrá. Og mannasiði.
Clintonískar hártoganir
Bláu hundarnir byrjuðu á því að
gelta um að málskotsrétturinn
væri í raun ekki til. Að forseti Ís-
lands hefði alls ekki þennan mál-
skotsrétt, sama hvað stóð í stjórn-
arskránni. Mitt í öllum þessum
clintonísku hártogunum var mað-
ur jafnvel farinn að efast um að
forseti Íslands væri yfir höfuð til.
Eða hvað merkti annars orðið
„til“?
Ég veit að þetta hljómar fárán-
lega nú, sex mánuðum síðar, en þá
var þessari dellu haldið fram af
mönnum sem síðar á árinu fengu
að launum stöðu hæstaréttardóm-
ara annars vegar og sendiherra
hins vegar. Menn sem nú sitja efst
í stjórnkerfi landsins héldu því
fram á liðnu sumri að stjórnar-
skráin væri bara bull sem ekki
væri mark takandi á. Sömu menn
héldu því síðan fram að það væri
alfarið Davíðs að meta það hvort
forsetinn hefði yfirhöfuð þennan
málskotsrétt. Je, beibí, je. Maður
gat sett setningarnar orðrétt inn í
teiknimyndasögurnar. Brandar-
arnir ultu fram úr öllum Júllunum
og Jónsteinurunum.
Í kjölfarið var síðan reynt, eins
og áður segir, að segja forsetann
vanhæfan. Því í ósköpunum köll-
uðu menn ekki bara út Víkinga-
sveitina og létu hana umkringja
Bessastaði? Sjálfsagt hefði það
verið gert ef Ólafur Ragnar hefði
farið úr landi á örlagastundu. For-
setinn hefði komið heim að læst-
um dyrum; Davíð þá orðinn ævi-
ráðinn forsætisráðherra OG for-
seti. Svo langt gengu menn þetta
sveitta svarta sumar að landið
stóð eiginlega á barmi valdaráns.
En forsetinn var heima og steig
sitt sögulega skref: Neitaði að
skrifa undir. Og þá var breytt um
taktík. Nú var hafist handa við að
snúa út úr fremur einföldu orða-
lagi stjórnarskrárinnar. Menn
vildu fyrir alla muni koma í veg
fyrir ósigur í þjóðraatkvæða-
greiðslu. Skoðanakannanir sýndu
enn meirihlutaandstöðu við fjöl-
miðlafrumhlaup Davíðs. Sam-
þykkt eða synjun „allra kosninga-
bærra manna í landinu“ var allt í
einu orðið mjög óljóst orðalag.
Það sem við lærðum utanbókar í
barnaskóla tók allt í einu að vefj-
ast fyrir „lögspekingum“. Stund-
um eru hlutirnir svo einfaldir að
sérfræðingarnir skilja þá ekki.
Stundum sér barnið betur en
„vitringurinn“. Stundum er
menntun ofmenntun. Þeir voru
ófáir lögfræðingarnir sem síðast-
liðið sumar settu gæsalappir utan
um starfsheiti sitt. Í tilraunum
sínum til að sleikja hátt sitjandi
rassa fóru þeir af stað með
allskyns reikningskúnstir; hversu
margir þyrftu að taka þátt, hve
meirihluti þyrfti að vera stór,
hvort miða skyldi við hámarks-
fylgi Sjálfstæðisflokksins í und-
anförnum þingkosningum eða
meðalúrkomu á Þingvöllum í
ágúst. Sumir fengu mynd af sér í
Mogganum og aðrir jafnvel stól í
einkavæðingarnefnd. Það borgar
sig að sleikja þótt bragðið sé vont.
Í öðrum hverjum fréttatíma
birtust nýir útreikningar og
síflóknari útlistingar á því hvern-
ig ríkisstjórnin treysti sér til að
hafa atkvæðagreiðsluna; enda-
lausar millileiðir sem áttu í senn
að tryggja stjórninni sigur en þó
þannig að atkvæðagreiðslan yrði
ekki algerlega að hætti fasista.
Inn á milli hafði svo stjórnin kom-
ist að allt annarri lausn á málinu.
Gamla frumvarpið skyldi fellt úr
gildi en þó lagt aftur fram í
breyttri mynd. Davíð fékk nýja
reddingarhugmynd í hverri viku
og Dóri dúd tók helgina til að
kyngja henni og melta; sagði svo
„jæja, ókei þá“ á hverjum mánu-
degi. Og á eftir var svo tekið við-
tal við Hjálmar Árnason, þing-
flokksformann Framsóknar-
flokksins, sem alltaf var jafn him-
inglaður með nýjustu niðurstöð-
una í þessu máli, jafnvel þótt hún
væri mjög frábrugðin þeirri sem
fékkst í vikunni á undan. Hjálmar
hlýtur titilinn Ánægðasti maður
ársins.
Og á nokkrum af hæstu hótel-
um Kínaveldis sat Björn Bjarna-
son sveittur við að leiðrétta
heimasíðuna sína aftur í tímann, á
la Stalín, í takt við nýjustu útspil-
in að heiman. Lausnir sem hann
hafði kallað hinar fárán-
legustu brellur fyrr um
vorið voru allt í einu
orðnar að nauðsynlegum
veruleika í vandræða-
gangi ríkisstjórnarinnar
og okkar maður varð því
að breyta fyrri skrifum.
Aldrei hefur íslenskur
stjórnmálamaður teygt
sig jafn langt til að hag-
ræða sannleikanum og
Björn Bjarnason sumar-
ið 2004. Hann teygði sig
alla leið frá Kína og
hingað heim. Bing Daó!
Brellu-Björn hlýtur titil-
inn Seinheppnasti mað-
ur ársins.
Frí frá Davíð
En brellan var engin
Barbabrella, heldur
bara ofur venjuleg
Bjarnarbrella sem virk-
aði ekki á alla. Að
minnsta kosti ekki á Al-
freð Þorsteinsson. Allt í
einu var Orkuveitukóng-
urinn eini maðurinn á Ís-
landi sem stöðvað gat
Davíð Oddsson. Doninn
setti Dúdanum stól fyrir
dyr og Dóri gat ekki
lengur sagt „jæja, ókei
þá“ heldur varð hann að
segja sem var:
„Heyrðu Dabbi, ég
held að þetta virki bara ekki leng-
ur. Við verðum bara að hætta við
þetta allt. Það er eini möguleikinn
í stöðunni. Flokkurinn leyfir mér
ekki annað.“
Ríkisstjórnin varð að lúffa.
Lúffa fyrir Alfreð. Lúffa fyrir
þjóðinni. Lúffa fyrir forsetanum,
sem þjóðin hafði í millitíðinni end-
urkjörið með miklum meirihluta.
Og það sem versta var: Lúffa fyr-
ir Baugi. Davíð fékk kast. Og það
FÖSTUDAGUR 31. desember 2004 33
HJÁLMAR ÁRNASON
Var alltaf jafn himinglaður með nýjustu
niðurstöðuna í fjölmiðlamálinu.
BJÖRN BJARNASON
Brellu-Björn teygði sig alla leið frá Kína til
að leiðrétta heimasíðu sína.
HALLDÓR BLÖNDAL
Átti erfitt með að hætta að tuða um for-
setann og málskotsréttinn.
SEINHEPPNASTI
MAÐUR ÁRSINS
ÁNÆGÐASTI
MAÐUR ÁRSINS
ÞUSARI
ÁRSINS
FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU