Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 49

Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 49
FÖSTUDAGUR 31. desember 2004 49 Komatsu PC290LC-6 Árgerð 2000 9.300 vinnust. Hraðtengi og skófla Fleyglagnir 700 mm spyrnur Komatsu PC450LC-6 Árgerð 2000 11.342 vinnust. Skófla Fleyglagnir 700 mm spyrnur Komatsu PC340LC-6 Árgerð 1999 7.900 vinnust. Hraðtengi og skófla Fleyglagnir 700 mm spyrnur Fermech 965 Viking Árgerð 2000 2.650 vinnust. 2 skóflur Komatsu PW150ES-6 Árgerð 1999 11.200 vinnust. Hraðtengi og skófla Fleyglagnir Caterpillar D5H LPG Árgerð 1991 Komatsu D65EX-15 Árgerð 2003 2.900 vinnust. Multishank ripper 610 mm spyrnur Komatsu D61PX-12 Árgerð 2000 2.000 vinnust. 860 mm spyrnur Komatsu PC600-6 Árgerð 2003 3.589 vinnust. Hraðtengi / KVX skófla Fleyglagnir Komatsu PC340LC-6 Árgerð 2001 7.714 vinnust. Skófla Fleyglagnir 700 mm spyrnur Moxy Árgerð 1998 Moxi Árgerð 2001 1.800 vinnust. Komatsu PC450LC-6 Árgerð 2002 4.309 vinnust. Hraðtengi og KVX skófla Fleyglagnir 800 mm spyrnur Komatsu BR350JG-1 Árgerð 2001 3.990 vinnust. Matari: 940 mm x 550 mm Nánari upplýsingar veita sölumenn Kraftvéla í síma 535-3500 www.komatsu.is Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3519 Beltagrafa Beltagrafa Beltagrafa Traktorsgrafa Hjólagrafa Jarðýta Jarðýta Jarðýta Beltagrafa Beltagrafa Búkolla Búkolla Beltagrafa Brjótur Kosning fyrir Stjörnuleikinn í NBA-deildinni sem fram fer í Denver í febrúar: Ming og O’Neal með flest atkvæði KÖRFUBOLTI Miðherjarnir Yao Ming hjá Houston Rockets og Shaquille O’Neal hjá Miami Heat hafa fengið flest atkvæði í kosn- ingu byrjunarliða í Stjörnuleikn- um í NBA-deildinni 2005 sem fer fram í Denver 20. febrúar. Fólkið kýs byrjunarliðin á vefsvæðinu nba.com og greini- legt að Kínverjar eru duglegir að kjósa því þeirra maður Yao Ming hefur fengið flest atkvæði allra leikmanna í deildinni. Hann hefur fengið 881.223 at- kvæði og getur ekkert annað en meiðsli hans sjálfs komið í veg fyrir að hann verði í byrjunar- liði vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum. Hann hefur fengið rúmlega 750 þúsund fleiri atkvæði en næsti miðherji, Brad Miller hjá Sacramento Kings. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves og Tim Duncan hafa fengið flest atkvæði fram- herja í vesturdeildinni en sá sem veitir þeim harðasta keppni er Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. Tracy McGrady hjá Houston Rockets og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers eru síðan efstir á meðal bakvarða og þarf leikstjórnand- inn Steve Nash hjá Phoenix Suns á kraftaverki að halda til að geta skákað þeim. Shaquille O’Neal hefur fengið flest atkvæði allra í austurdeild- inni og líkt og hjá Ming er hann öruggur með sæti í byrjunarlið- inu. Ben Wallace, miðherji Detroit Pistons, kemur honum næstur en hann er tæplega 600 þúsund atkvæðum á eftir O’Neal. Vince Carter, sem er nýgeng- inn til liðs við New Jersey Nets, og Grant Hill hjá Orlando Magic eru efstir meðal framherja aust- urdeildarinnar Hinn ungi LeBr- on James hjá Cleveland Cavali- ers og Allen Iverson hjá Phila- delphia 76ers eru efstir meðal bakvarða í austurdeildinni en Dwayne Wade hjá Miami Heat kemur þar ekki langt á eftir. ■ YAO MING Hefur fengið flest atkvæði allra leikmanna í byrjunarlið í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer í febrúar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.