Fréttablaðið - 31.12.2004, Síða 62
Hermundur lá ekki á svörunum
þegar hann var inntur eftir þeim
anda sem mun svífa yfir vötnum á
árinu sem er að ganga í garð.
Hann segir tímana fram undan
vera svokallað biðstöðuástand og
ekkert þýði að ýta á miklar fram-
kvæmdir til þess að framkalla
breytingar. „Næstu þrjú ár eru
uppgjörstími síðustu sex ára. Á
Íslandi verður sérstaklega mikil
depurð og fólk á eftir að verða
fyrir miklu tjóni. Talan sjö verður
ríkjandi út næsta ár. Tilfinninga-
lega séð verður fólk í miklu ójafn-
vægi og við megum búast við
miklum þunglyndistilfinningum,
aukning verður í sölu á geðlyfj-
um, hryðjuverk munu verða
stærri hluti af atburðarás næsta
árs. Við megum búast við hækk-
andi tíðni fátæktar og sjálfs-
morða. Þetta er ár efans og trúar-
innar en líka þekkingarinnar.
Spurningin er hvort við munum
læra af fortíðinni, leyfa henni að
kenna okkur að vega á móti
tímunum og breyta. Við þurfum
að staldra við og skoða inn í for-
tíðina. Hvað höfum við lært? Ef
við lærum ekki neitt og hlustum
ekki þá verða átök.“
Undiraldan neikvæð
Það er greinilega ýmislegt sem
Hermundur er ekki sáttur við
þegar hann lítur yfir næsta ár.
Hann segir vera dökkt yfir heim-
inum og að undiraldan sé nei-
kvæð, sem leiði oft til þess að út-
koman sé það einnig. „Í maí á
næsta ári raða sér upp sjö stjörn-
ur. Þær veina allar á persónuleika
og tilfinningar mannsins. Næsta
ár einkennist af umtónun mann-
eskjunnar, tragedíu, stríði, ham-
förum, aukningu á fjárhagslegum
örðugleikum og ólgu á fjárhags-
legum markaði. Ég er ansi hrædd-
ur um flensur og sjúkdóma úr
lofti. Eitthvað verður þó um nýj-
ungar á læknasviðinu, kannski ný
lyf. Græðgin eykst og enginn veit
hvenær alheimurinn stöðvar hjól
efnahagslífsins. Hvað mun það
kosta manninn að huga að gildum
sálarinnar? Við megum ekki
gleyma kærleikanum, bróðerninu
og samstöðunni.“
Framsóknarmaður svíkur lit
„Það verða mikil pólitísk uppgjör.
Ég hugsa að borgarstjórinn okkar
verði ekki vinsælasta manneskjan
í stólnum. Það verða stjórnar-
skipti og annar flokkur mun koma
í staðinn fyrir þennan. Nýr borg-
arstjóri mun koma úr röðum sjálf-
stæðismanna. Það er ekkert gefið
mál að auðvelt sé að finna þann
kandídat og ekki verða allir sam-
mála. Það verður lítill friður í
kringum Halldór Ásgrímsson og
vaxandi ólga í kringum Fram-
sóknarflokkinn. Einhver úr röð-
um þeirra framsóknarmanna er
að svíkja lit. Við munum líka sjá
mikil veikindi í stjórnmálaheim-
inum og innan raða sjálfstæðis-
manna verður einn maður mikið
veikur.“
Hneyksli í kvikmyndaiðnaðinum
Miklar breytingar verða á einni
sjónvarpsstöð segir Hermundur
en sér ekki hver þeirra. „Í sam-
bandi við bókmenntir munum við
fá góða dóma erlendis. Tveir Ís-
lendingar fá stór bókmenntaverð-
laun.
Leiklistarlega séð mun eitt-
hvert leikrit vekja mikla athygli.
Það er ekki leikritið sem er búið
að vera mjög áberandi núna,
Rómeó og Júlía, en mér finnst
þetta vera alíslenskt leikrit sem
mun hafa mikil áhrif. Í íþróttum
munum við ná afar góðum ár-
angri. Í handboltanum eru góðar
breytingar og afar jákvæður ár-
angur. Viggó þjálfari setti sér tak-
mark en hann mætti setja sér
hærra takmark því þeir geta bet-
ur en hann veit. Hneyksli kemur
upp í kvikmyndaiðnaðinum sem
vekur mikla athygli. Íslensku
myndirnar verða nokkuð góðar og
ég sé eina fá verðlaun. Ég er hins
vegar ekki viss hvaða stytta það
verður. Það gæti verið Óskarinn
en gæti líka verið eitthvað allt
annað.“
Ljótt morð
Hermundur nefnir ljótt morð í
sambandi við næsta ár sem mun
vekja athygli. „Næsta ár er ekkert
ofsalega fallegt ár ef við lítum á
orku mannsins en þetta getur samt
verið jákvætt á margan hátt og
þetta er tími sem við verðum að
nota til þess að safna fyrir mögru
árin 2006-2007 og búa okkur undir
breytta þjóðfélagsskipan. Maður-
inn er grimmasta skepnan á jarð-
ríki en líka mjög kærleiksrík. Við
þurfum að leita og reyna að bægja
hættum frá eins og sjúkdómum og
fjárhagslegum kröggum. Við meg-
um ekki eltast við peningaboltann
en þurfum að einbeita okkur að því
að taka til í okkar huga.“
Oft hamfarir í kringum áramót
Hann segist hafa grunað að ein-
hverjar yrðu hamfarirnar nú í
kringum áramótin. „Samkvæmt
talnaspekinni tók níu ára og níu
mánaða hringrás enda í september
og þá urðu miklar breytingar í
heiminum. Gamla orkan gekk úr
sér og nýja orkan gekk inn. Því
nær sem dregur að áramótum, því
meiri verður orkan. Svona hamfar-
ir verða oft í kringum áramót því
þá tekur orkan breytingum og þeg-
ar hún nálgast hámarkið verða oft
einhvers konar hamfarir,“ segir
Hermundur.
Hermundur vitnar í Stalín og
segir: „Þegar eitt mannsfall verður
er það hörmung en þegar þúsundir
deyja er það tölfræði. Maðurinn
hefur ekki tilfinningalega næmni
til þess að átta sig á þessu gífur-
lega slysi og hamförum. Þegar
Móðir Teresa og Díana prinsessa
dóu var heimurinn yfirtekinn af
sorg. Þetta voru þó bara tvær
manneskjur og núna erum við að
tala um hundrað þúsund manns.
Engin mannvera nær að átta sig á
því hversu gífurlegt tjónið er.“
Spá fyrir 2004
Í fyrra bjóst Hermundur við mikilli
spennu á Íslandi á árinu 2004. Hann
sagði spennuna jákvæða ef við
myndum sá fyrir velgengni með
réttu hugarfari. Honum þótti við
hins vegar hafa verið sáð neikvæðu
og nefndi þá alþingismenn og lífeyr-
isréttindafrumvarpið. „Með því að
ganga á bak orða sinna verður upp-
skeran slæm og þannig má búast
við að samningar bresti árið 2004.“
Hermundur spáði því í fyrra að
forsætisráðherrastarfið yrði loka-
starf Halldórs Ásgrímssonar sem
stjórnmálamanns. Hann sagði
Halldór ekki vera þá manngerð
sem ætti að vera í þessu starfi og
talan hans ellefu stæði fyrir hug-
myndamanninn. Hann taldi ekki
líklegt að Halldór starfaði lengi
sem forsætisráðherra.
hilda@frettabladid.is
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Kiefer Sutherland.
European City Guide (ECG).
Þórey Edda Elísdóttir.
62 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Dökkt yfir heiminum árið 2005
...fá Eilífur Friður Edgarsson og
fjölskylda sem gáfu Rauða kross-
inum 70 þúsund krónur til stykt-
ar fórnarlömbum hamfaranna
við Indlandshaf. Megi aðrir Ís-
lendingar taka Eilíf Frið og fjöl-
skyldu til fyrirmyndar.
HRÓSIÐ
Fréttablaðið leitaði til Hermundar Rósinkranz talnaspekings og miðils um spá komandi árs. Hermundur er ekki nógu ánægður með
árið 2005 og segir dökkt yfir heiminum. Hann segir árið vera uppgjörstíma síðustu sex ára og nauðsynlegt að læra af mistökunum.
Gunnlaugur spáði
fjölmiðlakrísu
Gunnlaugur Guðmundsson stjörnu-
spekingur hefur oft látið til sín taka á
áramótum og spáð fyrir um það
sem koma skal á nýju ári. Hann hef-
ur þó ekki gert neitt kort fyrir árið
2005 og segist lítið hafa velt næsta
ári fyrir sér í víðu samhengi enda sé
hann mest farinn að gefa persónum
og einstaklingum gaum í spádóm-
um sínum.
Gunnlaugur lét hins vegar til sín
taka fyrir ári síðan og þá hafði hann
þetta að segja um árið 2004 sem þá
var á næsta leiti:
„Ég hef verið að reyna að koma
mér út úr þessu spádómarugli. Nú,
veit ég ekki hvort þú vilt heyra þetta
en veturinn 2004 til 2005 verður
erfiður fyrir DV. Allir DV gaurarnir og
reyndar Gunnar Smári einnig eru
með erfiðar stjörnur. Þar sé ég fyrir
mér samdrátt í haust. Krísu í júní,
júlí, ágúst og september.“
Þegar hamagangurinn í kringum
fjölmiðlafrumvarið er hafður í huga
má segja að Gunnalugur hafi verið
nokkuð sannspár en hefði frumvarp-
ið náð fram að ganga hefði vissu-
lega skapast krísuástand á dag-
blaðamarkaði.
Gunnlaugur spáði því að árið
2004 yrði almennt þokkalegt fyrir
Íslendinga en sá fyrir gífurlegar
sviptingar á árunum 2005 og 2006
og tengdi þær forsætisráðherra-
skiptunum sem urðu í september
2004. „Það eru alltaf sviptingar í
kringum Halldór sem eru ekki í
kringum Davíð Oddsson,“ sagði
Gunnlaugur. „Ferill Halldórs, sem
virkar íhaldssamur og jarðbundinn
en er það ekki, er slíkur. Hann er
frjálslyndur og með mikið af kon-
um í kringum sig. Honum fylgja
miklar breytingar þótt hann vilji
skilgreina sig sem jarðbundinn.“
Þessi kunni stjörnuspekingur var helsti sér-
fræðingur Fréttablaðsins í áramótaspá fyrir
árið 2004. Hann spáði hamagangi á fjöl-
miðlamarkaði og það er óhætt að segja að
sú spá hafi gengið eftir.
HERMUNDUR RÓSINKRANZ Rýndi í framtíðina fyrir Fréttablaðið en var ekkert of hrifinn af útlitinu á árinu 2005.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Það verður
lítill friður í kringum Halldór Ásgrímsson
og vaxandi ólga í kringum Framsóknar-
flokkinn. Einhver úr röðum þeirra fram-
sóknarmanna er að svíkja lit.“
STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
„Ég hugsa að borgarstjórinn okkar verði
ekki vinsælasta manneskjan í stólnum.
Það verða stjórnarskipti og annar flokkur
mun koma í staðinn fyrir þennan.“
Silfurlitað efni á kjólum, skyrtum, jökkum, buxum ogsvo framvegis er algerlega inni á þessum tíma og
sjaldan er afsakanlegt að ganga í silfurlituðum buxum
en áramótin eru tíminn! Njóttu þess að vera glitrandi og
áberandi á áramótunum. Þó skal ávallt hafa í huga að
ofgera engu og því er ekki ákjósanlegt að klæðast silfri
frá hvirfli til ilja og vera eins og gangandi álpappírsrúlla.
Gamaldags herðaslár úr alvöru- eða gerviskinni er óg-urlega móðins núna. Þetta er eitthvað sem gengur alls
ekki alltaf en er alveg upplagt að nota um áramótin. Vertu
glamúrus upp á gamla mátann um áramótin með herða-
slá á öxlunum og hárgreiðslu í anda Audrey Hepburn.
Áramótadóterí, hattar, grímur, knöll og þess háttarer bara til að lífga upp á áramótapartíin. Stemn-
ingin er ekki fullkomnuð fyrr en maður situr fyrir fram-
an skaupið með fjólublátt kampavín í hönd, allur út í
litla, litríka, krullaða dótinu sem kemur úr litlu flösku-
sprengjunum og maður finnur teygjuna á ljótum ára-
mótahattinum skerast upp í hálsinn. Gaman saman!
Að eyða fúlgu fjár í rakettudrasl er ekki svalt og afar heimsku-legt. Fólk gæti í rauninni alveg eins safnað fimmþúsundköllun-
um saman og kveikt í þeim! Það eina góða við þetta er að margar
hjálparstofnanir nýta sér sprengigleði landans og selja flugelda.
Það væri samt gaman ef hægt væri að safna pening fyrir þær án
þess að fylla loftið af þungmálmum og jörðina af rakettulíkum.
Áramótaheit sem ekki er hægt að standa við.„Ég ætla að missa þetta mörg kíló“, „Ég ætla að
hætta að reykja“, „Ég ætla að trimma á morgnana
áður en ég mæti í vinnuna!“ Yfirlýsingagleðin stend-
ur sem hæst á þessum degi. Auðvitað er gott og
blessað að hætta að reykja eða missa nokkur kíló ef
þess er þörf en ekki heita að gera eitthvað sem þið
vitið að þið eigið ekki eftir að gera.
Að nota ekki hlífðargleraugu. Hvaða rugl er það? Það erutveir valmöguleikar: Að vera með hlífðargleraugu og vera
kannski ekkert svakalega töffaralegur í nokkra tíma á gamlárs-
kvöld – eða að eiga á hættu að fá sprengju í augað og verða
blindur eða með ljótt ör það sem eftir er. Þetta er varla erfitt val.
INNI ÚTI