Fréttablaðið - 07.01.2005, Page 6

Fréttablaðið - 07.01.2005, Page 6
Verktakar: Sækja um fleiri leyfi VINNUMARKAÐUR Verktakar gera ráð fyrir að þurfa að sækja um at- vinnuleyfi fyrir erlenda starfs- menn í auknum mæli á þessu ári. Loftur Árnason framkvæmda- stjóri gerir ráð fyrir að erlendum starfsmönnum fjölgi fremur en fækki hjá Ístaki á þessu ári. „Það er mikið að gerast og stór verkefni í gangi,“ segir hann. „Við höfum oft flutt inn erlent vinnuafl þegar það hefur skort hér inn- anlands svo að það er ekkert nýtt fyrir okk- ur. Vinnuafl frá Evrópu- sambandinu hefur verið sve i f lujafn - andi fyrir ís- lenskan vinnumarkað og ég held að það sé bara af hinu góða.“ Loftur segir óánægju með það í samkeppninni ef innflutt vinnu- afl fær ekki sömu kjör alls staðar á markaðnum. „Það skekkir sam- keppnisgetu fyrirtækisins ef ekki sitja allir við sama borð,“ segir hann. Bjarni Pálsson, forstjóri Keflavíkurverktaka, gerir einnig ráð fyrir því að sækja um at- vinnuleyfi fyrir erlenda starfs- menn. - ghs 6 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Forráðamenn verktakafyrirtækisins Impregilo: Frábiðja sér ásakanir KÁRAHNJÚKAR Impregilo hefur lýst yfir að ásakanir ASÍ undan- farna daga um að portúgalskir leigustarfsmenn hafi verið snuð- aðir eigi sér enga stoð í raun- veruleikanum. Fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun sam- kvæmt gildandi kjarasamning- um og svo verði áfram. Impregilo segir að sam- kvæmt samkomulagi við verka- lýðshreyfinguna skuli starfs- menn sem vinna undir virkjana- samningnum fá íslenskan launa- seðil þar sem komi fram vinnu- tímar og tímakaup. Frá brúttó- launum skuli draga frá fjárhæð sem svarar til lífeyrissjóðs, stað- greiðslu skatta og stéttarfélags- gjalds. Launaupphæðin sem þá standi eftir sé lágmarksgreiðsla inn á reikning hvers starfs- manns. Gefi erlenda uppgjörið lægri upphæð en það íslenska skuli greiða starfsmanninum uppbót þannig að erlendur starfsmaður fái aldrei lakari kjör en íslenskir kollegar. Impregilo lítur svo á að sam- komulag þetta sé ígildi kjara- samnings og frábiður sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna um brot á samningum. - ghs Starfsréttindi ekki virt Formaður Rafiðnaðarsambandsins gagnrýnir Impregilo fyrir að virða ekki starfsréttindi og segir að sýslumaðurinn á Seyðisfirði hafi ekki eftirlit með því. Gagnrýni vísi hann til verkalýðsfélaganna sem hafi enga heimild til eftirlits eða eftirlitsskyldu. KJARAMÁL Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, gagnrýnir Impregilo fyrir að virða einskis starfsréttindi, ökupróf og vinnuvélaréttindi og segir að sýslu- maðurinn á Seyðisfirði virðist hafa tilskipun um að athuga engin rétt- indi. Gagnrýni vísi hann til verka- lýðsfélaganna sem hafi enga heim- ild til eftirlits eða eftirlitsskyldu. „Við höfum engin slík fyrir- mæli enda er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur á Kárahnjúkum. Nú er janúar, ófærð og erfitt um vik því að þetta er uppi á regin- fjöllum, það hefur kannski áhrif á okkar starfsemi núna en við skoð- um þetta,“ segir Helgi Jensson, sýslufulltrúi á Egilsstöðum, og telur ýkjur oft í gangi. „Við verð- um oft varir við að menn hafa til- hneigingu til að ýkja allt slæmt þarna upp frá. Þegar við skoðum málið þá er það ekki rétt.“ Guðmundur gagnrýnir einnig Impregilo fyrir að flytja erlent vinnuafl beint að Kárahnjúkum án þess að senda það fyrst í heil- brigðiseftirlit. „Það er hlutverk heilbrigðisyf- irvalda og sýslumannsembættis- ins að sjá til þess að þetta fólk framvísi heilbrigðisvottorði eða fari í heilbrigðisathugun áður en það fer inn á vinnustaðinn en það fer þráðbeint upp á Kárahnjúka- svæðið. Þar er starfsmannaveltan hröð og margir sem hafa farið í gegnum þetta svæði án þess að hafa uppfyllt þetta skilyrði. Þar hefur skort á að yfirvöld fram- fylgi sínu hlutverki,“ segir hann. Stefán Þórarinsson, lækninga- forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir að heilbrigðis- eftirlitið á Kárahnjúkum sé unnið undir leiðsögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis. Reglurnar hafi verið skerptar og farið yfir þær þegar innflutningur vinnuaflsins hófst. Starfsmenn séu skoðaðir og sendir í myndatöku á Egilsstöðum ef þörf krefur. „Menn þurfa að hafa fæturna á jörðinni. Hvað koma margir ferðamenn til Íslands á ári? Það þarf að leyfa mönnum að njóta sannmælis,“ segir hann. „Þetta er ekki vandamál. Það get ég full- yrt.“ ghs@frettabladid.is Vinnumálastofnun: Fær greinar- gerð ASÍ KJARAMÁL Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, á von á því að fá greinargerð ASÍ í dag. Í framhaldi af því verða umsóknir um atvinnuleyfi fyrir Kínverja skoðaðar. Vinnumálastofnun hefur gefið jákvætt vilyrði um undanþágu fyrir 54 Kínverja að uppfylltum lagaskilyrðum. Gissur segir að þetta sé með þeim fyrirvara að fyrirtækið haldi lög. „Það er algjör útgangspunktur. Ef það kemur í ljós svart á hvítu að fyrirtækið heldur ekki lög þá hefur það áhrif á afgreiðslu máls- ins,“ segir hann. - ghs ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 27 00 4 0 1/ 20 05 *Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald Verð frá 36.900 kr.* Netsmellur til USA Bandaríkjaferðir á frábæru verði Bókaðu á www.icelandair.is Drekkur þú orkudrykki? SPURNING DAGSINS Í DAG: Verður Chelsea enskur meist- ari í fótbolta? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 82% 18% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN KJARAMÁL Þorbjörn Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri Samiðnar, segir að Impregilo blandi saman lág- markslaunum og skattkerfi en þetta tvennt sé aðskilið og eigi að vera það. Erlendir starfs- menn eigi að borga skatta hér. Hann segir að portúgalskir leigustarfsmenn séu látnir borga skatta til Portúgals. Skattar þar séu lægri og heim- ilt að taka hluta af laununum, t.d. í staðaruppbót, án þess að skattar séu greiddir af þeirri upphæð. Portúgölsku starfs- mennirnir borgi því lægri skatta en íslenskir. Þeir fái þó ekki þennan mismun heldur taki fyrirtækið það til sín í formi þess að borga lægri laun. „Það er enginn ágreiningur við Impregilo um að þetta sé gert svona. Þeir hafa staðfest það sjálf- ir,“ segir Þorbjörn. Í ársgömlu samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar við Impregilo segir hann að alltaf hafi verið gert ráð fyrir því að erlend- ir starfsmenn greiddu skatta á Ís- landi. Indriði H. Þorláksson hefur gefið yfirlýsingu um að allir ættu að greiða skatta á Íslandi og það hefði alltaf legið fyrir. „Samkomulagið gekk út á það að reikna launaseðlana skv. íslenska og portúgalska kerfinu og átti starfsmaður- inn að fá laun skv. þeim launaseðli sem gæfi hærra þegar búið var að draga skattana frá hér. Það var aldrei samið um að nota skattkerfi í heimalandi starfsmannsins vegna þess að það ætti þá við alla starfs- menn. Þarna eru 25 þjóð- erni,“ segir Þorbjörn. Tvísköttunarsamningur er í gildi milli Íslands og Portúgals og fleiri landa. „Við skiljum það þannig að einstaklingur sem vinnur hér greiðir skatta hér. Hann á að gera skattaskýrslu hér og þá getur komið til endurgreiðslu, ekki af hálfu fyrirtækisins heldur í gegn- um skattkerfið. Fyrirtækið á aldrei að taka að sér hlutverk skattstofunnar.“ ghs@frettabladid.is Starfsmenn portúgalskra starfsmannaleigna greiða skatta í Portúgal: Skattamunurinn rennur til Impregilo FRAMKVÆMDIR VIÐ KÁRAHNJÚKA Impregilo segist fara eftir samkomulagi við verkalýðshreyfinguna við frágang launa til portúgalskra starfsmanna og frábiður sér ásakanir um brot á samningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H RÖ N N ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON Formaður Samiðnar segir að ágreiningur- inn við Impregilo snúist um það að fyrir- tækið láti portúgalska starfsmenn á leigu borga skatta til Portúgals. Þeir séu lægri en hér og fyrirtækið hirði mismuninn í formi lægri launa í stað þess að láta það ganga til starfsmannsins í gegnum skattkerfið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LOFTUR ÁRNASON Framkvæmdastjóri Ístaks býst við að fyrir- tæki sæki um atvinnu- leyfi fyrir fleiri erlenda starfsmenn á árinu. GUÐMUNDUR GUNNARSSON Formaður Rafiðnaðarsambandsins gagn- rýnir sýslumanninn á Seyðisfirði fyrir að framfylgja ekki eftirlitsskyldu sinni gagnvart starfsemi Impregilo á Kárahnjúkum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.