Fréttablaðið - 07.01.2005, Page 17
17FÖSTUDAGUR 7. janúar 2005
GLEÐILEG JÓL
Orþódoxakirkjur víða um lönd héldu jól
sín í gær, 6. janúar. Íbúar Búkarest í Rúm-
eníu létu ekki sitt eftir liggja heldur leyfðu
rétttrúnaðarklerkunum að stökkva á sig
helguðu vatni sér til blessunar.
VERÐLAUN Tveir hlutu hvatningar-
verðlaun fyrir rannsóknir á sviðum
heilbrigðis- og lífeðlisfræða sem
afhent voru í Öskju, náttúrufræða-
húsi Háskóla Íslands, á miðviku-
dag.
Sigrún Lange líffræðingur hlaut
hvatningarverðlaun Jóhanns Ax-
elssonar, prófessors emeritus.
Verðlaunin eru ætluð efnilegum
vísindamönnum á sviði líf- og
læknisfræði. Sigrún er 27 ára göm-
ul og hlýtur verðlaunin fyrir rann-
sóknir á ónæmiskerfi fiska sem
hafa bæði fræðilega og hagnýta
þýðingu. Bergljót Magnadóttir tók
við verðlaununum fyrir hönd Sig-
rúnar sem var stödd erlendis.
Þá hlaut Sædís Sævarsdóttir
læknir hvatningarverðlaun
menntamálaráðuneytisins til ungra
vísindamanna. Sædís, sem er 29
ára, hlaut verðlaunin fyrir rann-
sóknir á ónæmisfræðum. Verð-
launin voru veitt í tengslum við
ráðstefnu um rannsóknir í heil-
brigðisvísindum við Háskóla Ís-
lands. Sigrún og Sædís fengu hvor
um sig 250 þúsund krónur í verð-
laun. - bs
Íslensk læknarannsókn:
Örorka vegna sykur-
sýki vex hjá körlum
HEILBRIGÐISMÁL Offita og
sykursýki henni
tengdri hefur farið vax-
andi á Íslandi á undan-
förnum árum. Svo virð-
ist sem örorka vegna
sykursýki hafi einnig
vaxið.
Þetta styðja niður-
stöður könnunar Sig-
urðar Thorlaciusar
tryggingayfirlæknis og
fleiri lækna sem greint
var frá á ráðstefnu um
rannsóknir í líf- og heil-
brigðisvísindum sem nýlokið er í
Öskju, náttúruvísindahúsi Há-
skóla Íslands.
Þar kemur fram að örorka
vegna sykursýki hefur aukist
verulega á síðustu árum hjá
íslenskum körlum. Á sama
tíma hefur ekki orðið mark-
tæk aukning hjá konum.
Læknarnir báru saman
tíðni örorku vegna sykur-
sýki á árunum 1990 og 2003.
Kannað var í hve mörgum
tilvikum greining sykursýki
kom fyrir í örorkumati og
hvort hún krafðist meðferð-
ar með insúlíni eða ekki.
Af niðurstöðum rann-
sóknarinnar eru dregnar
þær ályktanir að hjá körlum
hafi örorka vegna sykursýki auk-
ist verulega umfram almenna ör-
orku frá 1990 til 2003, sérstaklega
vegna sykursýki sem krefst með-
ferðar með insúlíni. ■
OFFITA
Offita og sykursýki
henni tengdri hef-
ur farið vaxandi á
Íslandi.
AFHENDING VERÐLAUNANNA
Frá vinstri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Sædís Sævarsdóttir, Berg-
ljót Magnadóttir og Jóhann Axelsson prófessor.
Rannsóknir í heilbrigðisvísindum:
Tveir hljóta
hvatningarverðlaun
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P