Fréttablaðið - 07.01.2005, Side 20
Héraðsfréttablaðið Bæjarpóstur-
inn á Dalvík hætti að koma út nú
fyrir jólin. Rekstrargrundvöllur
reyndist ekki vera fyrir blaðinu að
óbreyttu. Bæjarpósturinn hefur
um nokkuð langt skeið barist í
bökkum, rétt eins og nær öll hér-
aðsfréttablöð á Íslandi sem eru í
þeirri erfiðu stöðu að vera gefin út
á tiltölulega smáum markaði þar
sem möguleikar á auglýsingatekj-
um eru takmarkaðar en kostnaður
þó engu minni – ef ekki hlutfalls-
lega meiri – en hjá stærri útgáfum.
Mikilvægi héraðsfréttablaða,
bæði í þéttbýlinu á suðvesturhorn-
inu og á landsbyggðinni, er trúlega
eitt best varðveitta leyndarmál
þeirrar viðamiklu fjölmiðlaum-
ræðu sem geisað hefur í landinu
frá því síðastliðið vor. Fjölmiðla-
stormarnir hafa orðið á höfuðborg-
arsvæðinu í kringum landsmiðl-
ana, stóru dagblöðin og útvarps- og
sjónvarpsstöðvarnar. Umræðan
hefur snúist um stórgróssera og
stjórnmálaöfl sem hugsanlega eru
að sölsa undir sig sjálft fjórða vald-
ið ýmist með heljartökum á blaða-
markaði eða á stafrænum ljósvaka-
markaði eða bæði. Vissulega er það
þörf og gagnleg umræða og ekki
skal lítið gert úr henni. Hins vegar
er sú umræða ekki sagan öll. Ekki
frekar en ef menn héldu því fram
að skilgreining á íþróttum væri
íþróttakappleikir í meistaraflokki
karla og ekkert annað. Nærmiðlun
héraðsfréttablaðanna og einstakra
staðbundinna ljósvakamiðla skiptir
ekki síður máli. Erlendis sýna
rannsóknir að staðbundnir miðlar
skipa miklu fyrir samheldni og lýð-
ræðislega þátttöku í nærsamfélag-
inu og þær takmörkuðu rannsóknir
sem til eru hér á landi um þetta
benda einnig til þess að svo sé.
Þessi tegund fjölmiðlunar fékk
ekki rými eða athygli í gjörninga-
hríðinni sem stóð um fjölmiðla-
frumvarp Davíðs Oddssonar á síð-
astliðnu vori. Ekki frekar en svo
margt annað sem hefði í raun átt
erindi í þá umræðu ef hún átti að
standa undir nafni sem tilraun til
að tryggja fjölbreytni og heilbrigð-
an fjölmiðlamarkað á Íslandi. Mál-
ið virðist í mun uppbyggilegri far-
vegi nú með nýrri fjölmiðlanefnd
og nýjum áherslum þar sem fleiri
aðilar koma að. Engu að síður eru
áherslurnar í erindisbréfi hinnar
nýju nefndar enn litaðar af ógninni
um samþjöppun fjölmiðla í hendur
fárra fjársterkra aðila og þar eru
ekki viðraðar áhyggjur af fjöl-
breytni sem ekki þrífst vegna fá-
tæktar sem rekja má til erfiðra
markaðsaðstæðna í smærri samfé-
lögum. Jafnvel þó viðurkennt sé að
viðkomandi fjölmiðlar skipti miklu
fyrir lýðræði og lífsgæði viðkom-
andi samfélags.
Það er vissulega skylda ríkis-
valdsins að setja stóru miðlunum
reglur sem tryggja að sú umfjöllun
sem þar fer fram sé fjölbreytt og
þjóni lýðræðislegum tilgangi. Að
verulegu leyti er slíkt hægt með
boðum og bönnum - einhvers konar
regluverki um hvað megi og hvað
megi ekki. Ríkisvaldið verður hins
vegar líka að koma með virkum
hætti inn í þetta mál ef vel á að
vera. Það mun óhjákvæmilega
kosta skattgreiðendur eitthvað að
tryggja fjölbreytni og raunveru-
lega lýðræðislega umræðu. Ríkis-
útvarpið er augljóslega stærsti
hluti þessa opinbera framlags og
til þess hljótum við að gera þá
kröfu að það tryggi ákveðin grund-
vallar gæðastaðal. En fleiri leiðir
eru til – þar á meðal beinir styrkir
til blaða eða fjölmiðla sem mæta
ákveðnum skilgreindum skilyrð-
um. Þetta hafa nágrannar okkar á
Norðurlöndum viðurkennt og hafa
þróað hjá sér kerfi blaðastyrkja.
Fjölmiðlar eru vissulega fyrirtæki
og eiga að lúta viðskiptalegum for-
sendum. Auglýsingamarkaðurinn
er hins vegar afar sérstakur og
magnar upp samþjöppun ef eitt-
hvað er og vinnur gegn þeim sem
ekki geta boðið næga útbreiðslu
eða nægjanlega hagstætt snerti-
verð. Slík markaðsrök spyrja ekki
um lýðræðislega umræðu eða sam-
félagsleg gildi. Blaðastyrkir fengu
á sig ákveðið óorð á tímum flokks-
blaðanna og til þess má eflaust
rekja tortryggni manna nú í þeirra
garð. Sú tortryggni þarf hins vegar
að hverfa. Það er sorglegt til þess
að vita að fjárlaganefnd Alþingis
hafði ekki kjark til þess í haust að
taka vel í erindi nokkurra héraðs-
fréttablaða um að koma á takmörk-
uðum styrkjum til þessarar teg-
undar blaða. Tveir ungir þing-
menn, þau Birkir Jón Jónsson og
Dagný Jónsdóttir, tóku hins vegar
málið upp á sína arma og lögðu
fram þingsályktun um að nefnd
skoðaði þetta mál. Eiga þau hrós
skilið fyrir það, en því miður virð-
ist sú þingsályktun ekki hafa náð
inn í erindisbréf fjölmiðlanefndar-
innar nýju – nema þá mjög óbeint.
Héraðsfréttablöðin og nærmiðl-
ar almennt, sem óumdeilanlega
breikka fjölmiðlaflóru Íslands
verulega, berjast flestir í bökkum.
Það væri mikill skaði skeður ef
ráðamenn yrðu svo uppteknir af
því að bjarga fjölbreytninni með
því að setja höft á þá ríku, að upp-
skeran yrði fábreytni vegna ónauð-
synlegs dauða hinna fátæku. ■
Þ riðja bókavertíð vetrarins er runnin upp, í beinu framhaldiaf aðalbókavertíðinni í aðdraganda jóla. Skólarnir eru byrj-aðir eða í þann veginn að hefjast eftir jólaleyfið og unga
fólkið farið að fjölmenna í verslanirnar til að kaupa skólabækurn-
ar fyrir vorönnina sem framundan er. Þegar grunnskólanáminu
sleppir fellur kostnaður vegna námsbóka alfarið á nemendur og
heimili þeirra. Það eru því mikil viðbrigði fyrir heimilisbókhaldið
þegar unglingarnir ljúka skólaskyldunni og hefja nám í fram-
haldsskóla.
Ljóst er að kostnaður heimila vegna skólabókakaupa er gríðar-
legur. Nemendur þurfa að verja tugum þúsunda króna til kaupa á
námsbókum yfir skólaárið. Þegar kemur að námsbókakaupum er
talsvert minna svigrúm til að hafa áhrif á kostnað en í ýmsum öðr-
um útgjaldaliðum heimilisins. Námsbók fyrir tiltekna grein í til-
teknum skóla er ein og aðeins ein og hana verður að kaupa. Ekki
er hægt að velja að kaupa ódýrari kennslubók í sama fagi. Svig-
rúmið felst eingöngu í því að kanna og bera saman verð á tiltekinni
bók í nokkrum verslunum og kaupa hana þar sem hún er ódýrust.
Sömuleiðis er í sumum tilvikum möguleiki að fá lánaða skólabók
eða kaupa hana notaða en það er háð því að bókin hafi ekki verið
notuð áður og að ekki sé komin af henni ný útgáfa. Að öðru leyti er
nemandinn algerlega undir vali skóla eða kennara á námsbókum
settur og þetta val getur verið afar breytilegt milli ára.
Verð á nýjum námsbókum er í sumum tilvikum sambærilegt
við verð á nýútgefnum skáldsögum og ævisögum í viðhafnarútgáf-
um og hver nemandi getur þurft að kaupa nokkrar slíkar bækur á
önn, auk hinna sem ódýrari eru. Svo virðist sem sú samkeppni sem
ríkir í bóksölu á jólabókamarkaðinum og skilað hefur neytendum
lækkuðu verði á bókum, í sumum tilvikum, nái ekki til skólabóka-
markaðarins þótt vissulega sé munur á verði þeirra milli verslana
eins og fram kom í verðkönnun ASÍ á náms- og orðabókum sem
gerð var nú í vikunni.
Ljóst er að á efnaminni heimilum hljóta skólabókakaup að vera
þungur fjárhagslegur baggi. Þar hljóta nemendurnir að vera mjög
háðir því að að hafa tekjur til að standa straum að námsbókakostn-
aði sínum. Ljóst er því að margir framhaldsskólanemar þurfa að
vinna með skóla til þess að eiga fyrir grundvallarþörfum vegna
skólagöngunnar þótt vissulega sé vinna unglinga með námi í sum-
um tilvikum til að kosta dýra lifnaðarhætti. Dæmi eru jafnvel um
að unglingar hætti, að minnsta kosti tímabundið, í skóla vegna
þess kostnaðar sem náminu fylgir og þar vegur kostnaður vegna
bókakaupa þungt.
Þrátt fyrir að tekjulægri heimili fái skattaívilnun vegna ung-
linga í framhaldsskólanámi og að komið sé til móts við kostnað
vegna skólagöngu þeirra nemenda sem ekki geta sótt framhalds-
skólanám sitt í heimabyggð er ljóst að á mörgum heimilum í land-
inu er ekki hægt að leyfa sér þann munað að unglingar stundi
framhaldsskólanám. Það er óviðunandi í samfélagi þar sem sátt
ríkir um að jafnrétti eigi að vera til náms.■
7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR
Framhaldsskólanámi fylgja ýmsir kostnaðarliðir og
sumir háir.
Jafnrétti til náms
FRÁ DEGI TIL DAGS
Þegar grunnskólanáminu sleppir fellur kostnaður
vegna námsbóka alfarið á nemendur og heimili
þeirra. Það eru því mikil viðbrigði fyrir heimilisbókhaldið
þegar unglingarnir ljúka skólaskyldunni og hefja nám í
framhaldsskóla.
,,
Í DAG
FJÖLMIÐLAFLÓRAN
Á ÍSLANDI
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Engu að síður eru
áherslurnar í erind-
isbréfi hinnar nýju nefndar
enn litaðar af ógninni um
samþjöppun fjölmiðla í
hendur fárra fjársterkra
aðila.
,,
Með Fréttablaðinu
alla fimmtudaga
Bæjarpóstur deyr
Ólíkt hafst að
Ólíkt hafast þeir að stjórnendur Reykja-
víkurborgar og Seltjarnarness. Í höfuð-
borginni er skattalækkun ríkisstjórnar-
innar mætt af fullum þunga með hækk-
un útsvars og fjölmargra annarra gjalda á
borgarbúa. Af Seltjarnarnesi berast hins
vegar þær fréttir að fyrirhugað sé að
lækka fasteignagjöld sem bæjarbúar
greiða en að óbreyttu mundu
þau hækka umtalsvert vegna
mikillar hækkunar fasteigna-
verðs að undanförnu. Haft er
eftir Jónmundi Guðmarssyni
bæjarstjóra að traust fjár-
hagsstaða og ráðdeild
í rekstri geri þetta
kleift. Forvitnilegt
verður að sjá hvort
nýi borgarstjórinn í
Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
og félagar hennar í R-listanum fylgi for-
dæmi meirihluta sjálfstæðismanna á
Nesinu eða láti fasteignaeigendur í borg-
inni greiða hækkunina að fullu.
Misheyrn?
Hringt var í Heyrnar- og talmeinastöðina
til að panta tíma í heyrnarmælingu. Þótt
janúarmánuður sé varla byrjaður eru allir
tímar mánaðarins upppantaðir og ekki
tekið við bókunum fyrir febrúar fyrr en
undir lok mánaðarins. Svolítið gamal-
dags. En er þá hægt að fara annað? Jú,
alúðleg rödd bendir á að læknarnir í
Glæsibæ bjóði til dæmis upp á
heyrnarmælingu. Fínt. Og
kostar það eitthvað meira
en hjá ríkisstofnuninni?
Nei, það er ekki málið. En
verði niðurstaða mælingarinnar sú að út-
vega þurfi heyrnartæki þá dugar ekki
mæling hjá læknunum heldur þarf að
panta tíma hjá Heyrnar- og tal. Og þá er
það sami biðlistinn aftur! Nema fyrirspyrj-
anda hafi misheyrst.
Ekki yfir lækinn
Það var gaman að spreyta sig á fullorð-
insgetraun Morgunblaðsins á gamlárs-
dag. Og verðlaunin ekki af verri endanum
– nýjar bækur. Fyrstu verðlaun „Andlit
norðursins“ eftir Ragnar Axelsson ljós-
myndara; önnur verðlaun „Málsvörn og
minningar“ eftir Matthías Johannessen og
hin þriðju „Karitas án titils“ eftir Kristínu
Marju Baldursdóttir. Höfundarnir allir inn-
anbúðarmenn. Greinilegt að þar leita
menn ekki yfir bæjarleikinn til að ná í
vatn.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105
Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT:
Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS