Fréttablaðið - 07.01.2005, Side 29
FÖSTUDAGUR 7. janúar 2005
TILKYNNING FRÁ
ÓBYGGÐANEFND
Óbyggðanefnd, sem er óháður úrskurðaraðili og
starfar á grundvelli laga um þjóðlendur og ákvörðun
marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998,
sbr. lög nr. 65/2000, hefur tekið til meðferðar svæði á
Norðausturlandi sem nær yfir Öxarfjarðarhrepp, Raufar-
hafnarhrepp, Svalbarðshrepp, Þórshafnarhrepp, Skeggja-
staðahrepp, Vopnafjarðarhrepp, hluta Fljótsdalshéraðs
(fyrrum Norður-Hérað og Fell) og Fljótsdalshrepp.
Í mars sl. veitti óbyggðanefnd fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkisins frest til 1. ágúst 2004 til að lýsa kröfum
sínum um þjóðlendur á svæðinu, ef einhverjar væru. Sá
frestur var síðar framlengdur fram í nóvember. Fjármála-
ráðherra hefur nú lýst kröfulínu sinni og liggur hún um
eftirfarandi landsvæði, eins og þau eru skilgreind í kröfu-
lýsingunni: Fljótsdal, Fell og Jökuldal austan Jökulsár á
Brú; Jökuldal norðan og vestan Jökulsár ásamt Jökulsár-
hlíð og Hróarstungum; Vopnafjarðarhrepp; Skeggjastaða-
hrepp; Þistilfjarðarsvæðið og Öxafjarðarhrepp ásamt
Raufarhöfn.
Nánari upplýsingar um kröfur fjármálaráðherra er að
finna í Lögbirtingablaðinu 28. desember 2004, á heima-
síðu óbyggðanefndar, www.obyggdanefnd.is undir
„Svæði til meðferðar“ og á skrifstofu óbyggðanefndar,
Hverfisgötu 4a, Reykjavík, sími 563 7000. Jafnframt
liggja kröfurnar, ásamt tilheyrandi kortum og öðrum
fylgigögnum, frammi hjá sýslumanninum á Seyðisfirði og
sýslumanninum á Húsavík sem og á skrifstofum viðkom-
andi sveitarfélaga.
Tekið skal fram að málsmeðferð óbyggðanefndar ein-
skorðast ekki við kröfur aðila heldur ber nefndin einnig
sjálfstæða rannsóknarskyldu. Til þess getur því komið að
nefndin taki til athugunar svæði utan við kröfulýsingu
fjármálaráðherra.
Óbyggðanefnd kynnir nú kröfur fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkisins í þeim tilgangi að ná til þeirra sem kunna
að eiga öndverðra hagsmuna að gæta á kröfusvæði rík-
isins. Hér með er skorað á þá, er telja til eignarrétt-
inda, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998, sbr. lög nr.
65/2000, á því landsvæði sem fellur innan kröfu-
svæðis ríkisins, að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir
óbyggðanefnd, Hverfisgötu 4a, 101 Reykjavík, í síð-
asta lagi 31. mars 2005. Með kröfum þurfa að fylgja
þær heimildir og gögn sem aðilar byggja rétt sinn á.
Leiðbeiningar um frágang kröfulýsinga fást á skrif-
stofu óbyggðanefndar og á heimasíðunni
www.obyggdanefnd.is.
Yfirlýsingu um framangreinda kröfugerð verður þing-
lýst á þær fasteignir á svæðinu sem skráðar eru í þing-
lýsingabók og málið varðar, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr.
58/1998, sbr. lög nr. 65/2000.
Reykjavík, 4. janúar 2005
Óbyggðanefnd
Tálknfirðingar nær og fjær.
Þorrablót T.N.O.F verður haldið laugard. 5. febr.
í Akogessalnum Sigtúni 3, Reykjavík kl. 20.00.
Mætum nú öll.
Frekari uppl. hjá Ævari s. 423-7967 og Steindór 565-5702.
Stangaveiðimenn ath.
Nú er að hefjast okkar árvissa flugukastkennsla í TBR
húsinu Gnoðavegi 1, sunnudaginn 9. jan. kl. 20. Kennt
verður 9, 16, 23, 30 jan. og 6. feb. Við leggjum til stang-
ir, skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort) mætið
tímanlega. Munið eftir inniskóm.
K.K.R., S.V.F.R og S.V.H.
Mat á umhverfisáhrifum
- Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um Rannsókn-
arboranir á Hengilssvæði og Hellisheiði samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Rannsóknarboranir á eftirtöldum stöðum skulu háðar
mati á umhverfisáhrifum:
Inni í Innstadal, á Stóra-Skarðmýrarfjalli og suð-
vestan og norðaustan í Fremstadal í Sveitarfélaginu
Ölfusi
Rannsóknarboranir á eftirtöldum stöðum skulu ekki
háðar mati á umhverfisáhrifum:
Við Kýrgil og Búrfellslínu 3A á Ölkelduhálsi í Gríms-
nes- og Grafningshreppi og við Hverahlíð í Sveitar-
félaginu Ölfusi
Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Lauga-
vegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á
heimasíðu Skipulagsstofnunar:
www.skipulag.is.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfis-
ráðherra og er kærufrestur til 4. febrúar 2005.
Skipulagsstofnun
FASTEIGNIRATVINNA
TILKYNNINGAR
NÁMSKEIÐ
TILKYNNINGAR
Hús Verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík, S: 534 4400
Klassaíbúð í vesturbænum
Kaplaskjólsvegur Verð 23 millj.
• Heildarstærð íbúðar er 131,5 fm.
• 5–6 herbergja íbúð á 2 hæð
• Nýlegt glæsilegt eldhús
• Gott skipulag – Góð gólfefni
• Tvennar svalir
• Stór gróinn garður m. leiktækjum
• Tengi fyrir þvottavél í baðherbergi
auk saml. í kjallara
• Öll sameign í góðu standi
Teitur Lárusson
sölufulltrúi
S. 894-8090
21
Tekið til baka
Öryrkjar og eldri borgarar fengu í
lok nóvember sl. tilkynningu frá
Tryggingastofnun ríkisins þess
efnis, að þeir ættu að greiða
til baka of-
greiddan lífeyri
ársins 2003.
Aðrir fengu til-
kynningar um
að þeir ættu inn-
eign. Þeim, sem
fengu tilkynn-
ingar um að þeir
hefðu fengið
greitt of mikið,
brá í brún. Þeim
fannst lífeyrir-
inn síst vera of hár. Samtök ör-
yrkja og aldraðra hafa einmitt
kvartað undan því, að lífeyrir
Tryggingastofnunar væri of lágur
og að hann dygði ekki til fram-
færslu. Hafa verið færð rök fyrir
því að svo væri og faglegar rann-
sóknir gerðar á því hve mikið vant-
aði upp á að bætur almannatrygg-
inga dygðu til framfærslu. Þessir
aðilar hafa síst átt von á því, að
farið yrði að taka til baka hluta
þess, sem öryrkjar og aldraðir
höfðu áður fengið.
Tryggingastofnun ríkisins seg-
ir, að hér sé byggt á nýjum lögum
og tilgangurinn sá, að finna út
hvað hver lífeyrisþegi eigi rétt á
og endurmeta bætur hvers og eins
þannig að þær verði sem réttastar.
Ætlast er til þess að lífeyrisþegar
séu stöðugt að senda Trygginga-
stofnun upplýsingar um breyting-
ar á greiðslum úr lífeyrissjóðum
og um aðrar tekjur, ef einhverjar
eru. Ekki líst mér á þetta nýja fyr-
irkomulag. Það er útilokað að ör-
yrkjar og eldri borgarar geti upp-
fyllt þær skyldur sem Trygginga-
stofnun leggur þeim á herðar að
því er varðar upplýsingagjöf. Það
er einnig mjög erfitt í framkvæmd
að endurmeta allar greiðslur til líf-
eyrisþega eftir ákveðinn tíma og
hefur í för með sér alltof mikið
rask fyrir bótaþega. Þetta var ekki
gert áður. Þetta er nýtt fyrirkomu-
lag. Það leggst illa í mig. Ef ekki er
unnt að leiðrétta bætur jafnóðum,
t.d. 1-2 mánuðum eftir að þær eru
greiddar út, tel ég að ekki eigi að
gera það. Þá hefi ég í huga allar
leiðréttingar, sem byggjast á eðli-
legum sveiflum í tekjum. Ég hefi
að sjálfsögðu ekki í huga leiðrétt-
ingar vegna vísvitandi rangra upp-
lýsinga. Leiðréttingar af slíkum
ástæðum er auðvitað unnt að gera
löngu seinna. Og þannig var það
einnig samkvæmt eldra fyrir-
komulagi.
Framkvæmdastjóri Öryrkja-
bandalags Íslands, Arnþór Helga-
son, hefur gert alvarlegar athuga-
semdir við framkvæmd Trygg-
ingastofnunar ríkisins á endurmati
lífeyrisgreiðslna fyrir árið 2003.
Hann bendir m.a. á, að mikill fjöldi
lífeyrisþega veitti Tryggingastofn-
un ótakmarkaðan aðgang að raf-
rænum gögnum um tekjur sínar
árið 2003. Af 42.000 lífeyrisþegum
veittu einungis 1.105 einstaklingar
TR takmarkaðan aðgang að gögn-
um um tekjur sínar og maka og af
um 12.000 öryrkjum voru það ein-
ungis rúmlega 700 manns sem
veittu takmarkaða heimild. Samt
er það svo, að það voru aðeins
6.000 lífeyrisþegar, sem Trygg-
ingastofnun gerði engar breyting-
ar hjá. Ljóst er því, að eitthvað
hefur misfarist við endurmat á
bótum lífeyrisþega.
Öryrkjabandalag Ísland hefur
mál þetta til skoðunar. Gífurleg óá-
nægja er meðal öryrkja með fram-
kvæmd málsins. Síminn hefur
varla þagnað hjá Öryrkjabanda-
laginu. Ekki var á bætandi þá
óánægju sem fyrir var með kjör
öryrkja. Ríkisstjórnin hefur svikið
samkomulag, sem gert var við ör-
yrkja fyrir kosningar 2003 um að
bæta kjör yngstu öryrkjanna um
1,5 milljarð og hefur aðeins efnt
samkomulagið að 2/3 hlutum. Það
verður þó að segja Trygginga-
stofnun til málsbóta að hún fer
mjög mildilega í endurkröfur og
byrjar ekki að innheimta fyrr en í
febrúar n.k. og dreifir endurkröf-
um síðan á allt árið. Og vissulega
er það fyrst og fremst löggjafinn,
sem hér á sök með því að setja lög
um að endurmeta eigi trygginga-
bætur eftir á. Þessi lög þarf að
endurskoða. ■
BJÖRGVIN
GUÐMUNDSSON