Fréttablaðið - 07.01.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 07.01.2005, Síða 38
Hin margverðlaunaða kóreska spennu- og bardagamynd Old Boy verður frumsýnd í dag í nýju og endurbættu Laugarásbíói. Mynd- in hlaut meðal annars sérstök verðlaun dómnefndar á kvik- myndahátíðinni í Cannes síðasta vor og óháðu bresku kvikmynda- verðlaunin sem besta erlenda myndin. Myndin hefur slegið í gegn víðsvegar um heiminn og er hún orðin ein af uppáhalds mynd- um sjálfs Quentins Tarantino. Old Boy, sem er byggð á sam- nefndri japanskri teiknimynda- sögu, fjallar um fjölskylduföður- inn OH Dae-su sem er rænt rétt fyrir utan heimili sitt dag einn árið 1988. Nokkru síðar vaknar hann upp í einhvers konar bráða- birgðafangelsi sem er í einkaeigu. Dae-su hefur enga hugmynd um hver lokaði hann inni og hvers vegna. Þegar hann fréttir af því að eiginkona hans hafi verið myrt á grimmilegan hátt heitir hann því að hefna sín á manninum sem eyðilagði líf hans. Fimmtán árum síðar er Dau-su sleppt úr fangelsinu með veski fullt af peningum og farsíma í farteskinu. Óþekktur maður hringir í hann og gefur honum fimm daga til að finna þann sem lokaði hann inni. „Old Boy er kvikmynd um hefnd, rétt eins og síðasta mynd mín Sympathy for Mr. Vengeance,“ segir leikstjórinn Chan-wook Park. „Hefnd er dramatískasta viðfangsefnið sem fyrirfinnst í heiminum. Við erum reiðari en við vorum en búum aftur á móti í heimi þar sem við getum ekki látið reiði okkar í ljós. Þegar við getum ekki búið í sam- félagi þar sem við getum leyst úr læðingi reiði okkar eða hatur, þá verður hefnd viðfangsefni sem mun vekja sífellt meiri athygli þegar fram líða stundir,“ segir hann. ■ Tæplega fjörutíu þúsund manns sáu teiknimyndina The Incredi- bles og Stuðmannamyndina Í takt við tímann. Um tuttugu þús- und manns sáu teiknimyndina um ofurhetjufjölskylduna The Incredibles átta fyrstu dagana sem hún var í sýningu. Svo virðist sem fjölskyldu- fólk sæki aðallega sýninguna með íslensku tali, á daginn og um helgar, en á kvöldin mætir fólk á öllum aldri til að sjá myndina með ensku tali. Stuðmannamyndin virðist einnig falla vel í kramið hjá landanum og um síðustu helgi sáu um 4.300 manns hana. Rúm- lega fimmtán þúsund manns sáu myndina fyrstu sjö sýningardag- ana. The Incredibles og Í takt við tímann munu líklega laða fleiri að í kvikmyndahúsin á næstu dögum og ef fram heldur sem horfir gætu þær hrist við fram- haldinu af Bridget Jones sem hefur setið einar sex vikur á lista yfir mest sóttu bíómyndirn- ar. ■ 30 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD Hinir drepfyndnu bresku gamanþættir The Office eru komnir á DVD og eru algjörlega ómissandi fyrir þá sem eru hrifnir af breskum húmor. Hver þáttaröð inniheldur sex þætti en síðan fylgja tveir auka jólaþættir og fullt af aukaefni. Það eru fáir fyndnari en David Brent og félagar á skrifstofunni. „Those of you who think you know everything are annoying to those of us who do“. - Skrifstofustjórinn óþolandi David Brent veit allt og fer ekki leynt með það. Margverðlaunaður kóreskur hefndartryllir OLD BOY Spennu- og bardagamyndin Old Boy verður frumsýnd í nýju og endurbættu Laugarásbíói í dag. NR. 1 - 20 05 • Verð kr. 599 VÖLVUSPÁIN 20 05 Ótrúleg a mögn uð völv a með ný ja spá! l l j ! 6.-12.ja n. Sjáið kjó lana, ska rtið og fræga fólkið: Fullt af nýjum pörum! BRENNHE IT NÝÁRSGLE ÐI! Bara í 9 77102 5 95600 9 Ragga Gísla og Birkir Kristi ns: LAMINN HROTTALEGA Á NÝÁRSNÓT T! Glaumgosin n Andrés Pét ur: ÁSTIN GEISLAR AF ÞEIM! 01 S&H F ORSÍ‹A3 704 TBL -2 3.1. 2005 16 :46 Pag e 2 Gerir lífið skemmtilegra! Gerir lífið skemmtilegra! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! ÁRIÐ 2005 HVERJU SPÁIR VÖLVAN? www.eskimo.is VILT ÞÚ STARFA SEM FÖRÐUNAR FRÆÐINGUR? Eskimo býður upp á hnitmiðað nám fyrir metnaðarfulla aðila sem vilja starfsþjálfun sem förðunarfræðingar með þeim bestu í kvikmynda, tísku-og auglýsingaiðnaðinum. Viðtöl fara fram helgina 8. og 9. Janúar | Skráning í síma 533-4646 The Life Aquatic The Incredibles Flight of the Phoenix Blade: Trinity Finding Neverland Closer Sideways Christmas With The Kranks Beyond the Sea The SpongeBob SquarePants Movie 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Í BANDARÍKJUNUM (HELGINA 31. DESEMBER TIL 2. JANÚAR) Meet the Fockers Lemony Snicket's A Series... The Aviator Fat Albert Ocean's Twelve National Treasure Spanglish The Polar Express The Phantom of the Opera Darkness 2 1 3 4 5 6 7 8 9 10 Í TAKT VIÐ TÍMANN Stuðmenn virðast ná vel til þjóðarinnar ef marka má aðsókn í kvik- myndahúsin síðustu vikur. Vinsælar hetjur SKRÝTIN STELLING Kvikmyndin Old Boy er byggð á samnefndri japanskri teikni- myndasögu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.