Fréttablaðið - 07.01.2005, Qupperneq 41
Árni Heimir Ingólfsson hef-
ur undanfarin ár stundað
rannsóknir á íslenska tví-
söngnum, sem þykir býsna
sérstakt fyrirbæri í tónlistar-
sögunni. Honum fannst tími
kominn til að leyfa þessum
forna söng að hljóma á ný.
Nýútkominn geisladiskur með ís-
lenskum tvísöng þykir sæta veru-
legum tíðindum, því þar vaknar úr
löngum dvala forn tónlistarhefð
sem fáir Íslendingar nú til dags vita
nokkuð um.
Það er Árni Heimir Ingólfsson
tónlistarmaður sem stendur að út-
gáfu disksins. Hann hefur stundað
rannsóknir á íslenska tvísöngnum
allt frá árinu 1997 og lauk doktors-
prófi frá Harvard-háskóla árið 2003
um efnið. Hann segist hafa þurft að
leita víða fanga við rannsóknir sínar.
„Ég skoðaði öll handrit með tví-
söngstónlist sem eru til á Árnastofn-
un og á Landsbókasafninu, og einnig
hlustaði ég á yfir 10 klukkustundir
af hljóðritunum af tvísöng og efni
tengdu honum sem er að finna á
Árnastofnun. Síðan leitaði ég að fyr-
irmyndum söngsins í erlendum
heimildum, sem tók töluverðan tíma
og kostaði líka nokkuð af ferðalög-
um, en allt var þetta mjög spennandi
og skemmtileg vinna.“
Á disknum eru 26 nýjar hljóðrit-
anir á tvísöngslögum. Lögin eru ann-
ars vegar fengin úr gömlum íslensk-
um handritum, hins vegar úr þjóð-
lagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Elsta handritið var ritað árið 1473.
Disknum er ætlað að gefa fólki
kost á að heyra íslenska tvísönginn
á ný og bregða um leið nýju ljósi á
íslenska menningarsögu. Árni
Heimir segist þó varla búast við því
að hægt verði að endurvekja þessa
fornu hefð hér á landi.
„Hún var auðvitað barn síns
tíma, en það er samt engin ástæða
til að við þekkjum ekki þessi lög og
hafa ekki aðgang að þeim í hljóm-
andi formi. Þessi diskur kom eigin-
lega til af því að mér fannst svo
sorglegt að þessi tónlist væri hvergi
aðgengileg nema þá í gömlum hand-
ritum sem fáir geta lesið úr, og svo í
safni sr. Bjarna Þorsteinssonar sem
er mjög misáreiðanlegt.“ Diskurinn
hefur fengið feiknagóðar móttökur.
Gagnrýnendur hafa helst gert þá at-
hugasemd að söngurinn sé of fágað-
ur, sem kann að þykja undarleg
gagnrýni. Ástæðan er væntanlega
sú að þau fáu tvísöngslög, sem lifað
hafa fram á þennan dag, lög á borð
við Ó, mín flaskan fríða og Ísland,
farsælda frón, þekkja menn helst í
frekar grófgerðum flutningi. Árni
Heimir segist reyndar hafa velt því
eitthvað fyrir sér áður en upptökur
hófust, hvort ástæða væri til að
hafa flutninginn svolítið óheflaðan.
Niðurstaðan varð þó sú að láta slíkt
eiga sig.
„Þessi flutningur – og ég held
raunar flutningur á tónlist almennt –
getur aldrei orðið „eins og hann
var“,“ segir Árni Heimir. „Það er tál-
sýn að reyna að endurskapa eitthvað
sem er liðið, við höfum allt aðrar
viðmiðanir og forsendur í dag held-
ur en fólk fyrir hundrað eða fimm
hundruð árum. Þá skiptir ekki máli
hvort um er að ræða kantötu eftir
Bach eða íslenskan tvísöng. Ég
spurði sjálfan mig hins vegar – hefði
einhver gaman af því að kaupa
geisladisk með fölskum og grófum
söng, þótt við vitum að tvísöngur
hafi ekkert endilega alltaf verið
sunginn tandurhreint? Ég get bara
svarað fyrir sjálfan mig, að mér
finnst þetta fara betur svona. Betur
get ég ekki gert.“
Flytjendur laganna á disknum
eru karlaraddir Schola cantorum og
sönghópurinn Feðranna frægð,
undir stjórn Árna Heimis Ingólfs-
sonar sem einnig ritar ítarlegan inn-
gang um lögin í bæklingi sem fylgir
með disknum. ■
FÖSTUDAGUR 7. janúar 2005 33
798 18590 28785 35559 38554 41301 47584 52705 62253
5874 23002 28884 35777 38647 41363 47898 54716 64275
9561 24346 30610 36035 39025 43805 48609 57446 65055
11619 27658 31311 38342 40642 46531 51832 60074 68570
Nissan Primera 4 dyra kr. 2.380.000
60623
Fujitsu Siemens FSC Amilo pro V2000 kr. 169.900
29576 43041 54602
Vinningar Jólahappdrætti Sjálfsbjargar 2004
Dregið var 31. desember 2004
Ferðavinningur með ferðaskrifstofunni Úrvali-Útsýn kr. 160.000
Þökkum veittan stuðning
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátuni 12, 105 Reykjavík, S:550-0300.
Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni kr. 40.000
Sýnt í Borgarleikhúsinu
Næstu sýningar:
Laugardagur 8. janúar
Sunnudagur 9. janúar
Föstudagur 13. janúar
Sunnudagur 15. janúar
L E I K A R A R Guðrún Ásmundsdóttir • Ilmur Kristjánsdóttir • Þór Tulinius • Þráinn Karlsson
„Til hamingju Ilmur“
AB Fréttabl.
„Hið gullna jafnvægi
harms og skops“
SAB Mbl
■ TÓNLEIKAR
17.00 The Viking Giant Show,
gæluverkefni Heiðars í Botnleðju,
kemur fram í Smekkleysu Plötu-
búð.
19.30 Ingveldur
Ýr Jónsdóttir
syngur einsöng
á nýárstónleik-
um Sinfóníu-
hljómsveitar
Íslands í Háskólabíói. Stjórnandi
er Michael Dittrich.
23.00 Djasshljómsveit Símons Jer-
myn leikur blöndu af gömlum
stöndurdum og nýjum á Póst-
barnum við Austurvöll.
■ LEIKLIST
20.00 Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýnir í Borgarleikhúsinu Híbýli
vindanna eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar í leik-
gerð Bjarna Jónssonar. Leikstjóri
er Þórhildur Þorleifsdóttir.
■ SKEMMTANIR
Unglingahljómsveitin Pops rokkar
feitt á Kringlukránni í minningu
Péturs heitins Kristjánssonar og
hefur fengið til liðs við sig sjálfan
Rúnar Júlíusson.
Dúettinn Halli og Kalli skemmtir á
Ara í Ögri.
Atli skemmtanalögga og Áki Pain á
Pravda.
Stórsveit Hermanns Inga spilar á
Catalinu.
Hljómsveitin Tilþrif skemmtir í
Klúbbnum við Gullinbrú.
Rúnar Þór og hljómsveit spila í Vél-
smiðjunni á Akureyri.
Spilafíklarnir spila á Dubliner.
Dj Master spilar alla nóttina á
Gauknum. Fritt inn.
Liz Gammon spilar fyrir gesti á Café
Romance, Lækjargötu 10.
Dj Þröstur 3000 þeytir skífum á létt-
um föstudegi á Kaffi Sólon.
■ FYRIRLESTRAR
17.15 Katrín Sigurðardóttir mynd-
listarmaður heldur fyrirlestur um
eigin verk í Hafnarhúsinu í nýrri
fyrirlestraröð á vegum dagskrár-
nefndar AÍ sem nefnist „Hin röð-
in“.
■ SAMKOMUR
16.00 Styrktarsjóður Halldórs
Hansen verður formlega stofnað-
ur í Salnum, Kópavogi. Á hátíðar-
samkomu af því tilefni minnist
Bergþór Pálsson söngvari Hall-
dórs og starfa hans í þágu tónlist-
ar. Tilkynnt verður um verðlauna-
hafa sjóðsins á árinu 2004 og
koma þeir fram á samkomunni.
Einnig
verður til-
kynnt um
afhend-
ingu
fyrsta
framlags
sjóðsins
til upp-
byggingar
tónlistar-
bóka-
safns LHÍ.
■ DANSLIST
21.30 Línudansarar koma saman í
Línudansklúbbnum Línudansar-
anum að Hamraborg 7, Kópavogi,
og dansa Línudans.
■ FÉLAGSLÍF
14.00 Fræðslunefnd FEB verður
með kynningu í Ásgarði, Glæsi-
bæ, á framboði námskeiða,
námsbrauta og námsefnis, sem
mörg er beinlínis sniðið að þörf-
um eldri borgara á vorönn.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
4 5 6 7 8 9 10
Þriðjudagur
JANÚAR
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »
Vakti tvísönginn upp af löngum dvala
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
Fyrir jólin stóð Árni Heimir að út-
gáfu geisladisks með íslenskum
tvísöng, þar sem þessi forna tón-
listarhefð vaknar úr dvala.