Fréttablaðið - 07.01.2005, Síða 46
Heimildarmyndin „How do you
like Iceland?“ verður frumsýnd
sunnudaginn 16. janúar í Sjón-
varpinu. Eins og titillinn gefur
til kynna er þarna á ferðinni
mynd sem tekur á skoðunum
útlendinga á Íslandi og íbúum
þess.
„Upprunalega markmið mitt
með myndinni var að endur-
skoða ímynd okkar og að skapa
umræður og pælingar um efnið.
Eigum við fegurstu konurnar,
hreinasta vatnið og sterkustu
mennina? Ég fór um víðan völl
og talaði við 37 útlendinga sem
eru eins mismunandi og þeir eru
margir. Í hópnum eru blaða-
menn, kvikmyndagerðarfólk,
rithöfundar, fólk úr viðskipta-
heiminum og fleira,“ segir
Kristín Ólafsdóttir leikstjóri,
handritshöfundur og framleið-
andi myndarinnar.
Fyrirtæki hennar Klikk Prod-
uction hefur áður framleitt
myndina Love is in the Air. Fólk-
ið sem Kristín talaði við fyrir
myndina segir hún allt eiga það
sameiginlegt að hafa sótt Ísland
oft heim og þar af leiðandi haft
ágætis tíma til þess að mynda
sér skoðun á þjóðinni. „Þetta er
ekki hinn týpíski túristi heldur
fólk sem virkilega veit eitthvað
um okkur. Þetta er mynd sem
snertir sjálfsmynd allra íslend-
inga. Myndin tekur á mörgum
þáttum eins og arkitektúr, kurt-
eisi okkar og húmornum. Þarna
er fullt af hlutum sem við höfum
gott af að heyra en samt ekkert
endilega auðvelt fyrir viðkvæm-
ar íslenskar þjóðarsálir,“ segir
Kristín og hlær.
Nokkrir þekktir einstakling-
ar koma fram í myndinni og láta
í ljós sína skoðun á þjóðinni.
Helst má nefna Damon Albarn
söngvara Blur, Victoriu Abril
leikkonu og Terry Jones úr
Monty Python hópnum. Kristín
vill þó taka fram að meirihluti
viðmælenda eru óþekktir ein-
staklingar og venjulegt fólk.
„Það er nauðsynlegt að taka
þetta ekki of alvarlega og þó svo
að útlendingar segi eitthvað um
okkur þá er það ekkert endilega
rétt. Raunveruleiki og ímynd er
ekkert endilega það sama. Oft
heyrði ég hluti sem ég veit alveg
að eru ekkert réttir. Í gegnum
myndina er þó rauður þráður og
engin skoðun fór inn í myndina
án þess að hún væri sögð
nokkrum sinnum af mismunandi
viðmælendum.“
hilda@frettabladid.is
38 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
Femínistafélag Íslands útnefnir
Mannréttindaskrifstofu Íslands
Norn ársins 2004. Femínistafélagið
segir Nornaverðlaunin afhent aðila
sem talið er hafa unnið að mann-
réttinda- og jafnréttismálum af
einurð, fylgt eigin sannfæringu en
fengið bágt fyrir. Með verðlaun-
unum vill Femínistafélagið einnig
mótmæla ákvörðun ríkisstjórnar-
innar um að taka Mannréttinda-
skrifstofuna af föstum fjárlögum
Alþingis og um leið sýna stuðning
við störf skrifstofunnar.
„Okkur hefur fundist fólk vera
að gjalda fyrir pólitískar skoðanir
sínar eða aðgerðir og vildum því
útnefna einhvern sem hefur staðið
sig vel en hefur verið refsað fyrir.
Nafnið á verðlaununum er vísun í
nornaveiðarnar í gamla daga og
einnig tengjast nornir þrettánd-
anum. Því ákváðum við að afhenda
verðlaunin á þeim degi. Við vildum
veita mannréttindaskrifstofu verð-
launin bæði til þess að sýna þeim
stuðning og líka til þess að mót-
mæla því að þau séu tekin af föst-
um fjárlögum. Við teljum það vera
nauðsynlegt fyrir skrifstofuna að
halda sjálfstæði og vera óháð því
að þurfa að sækja um fjárveit-
ingu á hverju ári,“ segir Katrín
Anna Guðmundsdóttir, talskona
Femínistafélagsins. ■
Nornaverðlaun afhent í gær
NORNAVERÐLAUN AFHENT Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins,
afhenti Brynhildi Flóvenz, stjórnarformanni Mannréttindaskrifstofu, Nornaverðlaunin.
DAMON ALBARN Söngvari Blur er einn þekktasti Íslandsvinurinn og lætur í ljós skoðun
sína á Íslandi í myndinni.
KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR: SKOÐAR ÁLIT ÚTLENDINGA Á ÍSLANDI
Há dú jú læk Æsland?
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
… fær Jón Oddgeir Guðmundsson
kaupmaður sem helgar Guði sitt
líf og selur bænabækur, Biblíur,
krossa og fleiri vörur í verslun
sinni í Litla húsinu á Akureyri.
HRÓSIÐ
Lárétt: 1fagurt, 6aur, 7ar, 8lm,9
skú,10þak,12lag,14hug,15ná,16
ár, 17tal,18strá.
Lóðrétt: 1fall,2aum,3gr, 4rakkana,
5trú,9sal,11burt, 13gála,16hás,
17tá.
Litríkar sokkabuxur eru hrikalega góð leið til þess aðlífga upp á litlausan fatnað svo ekki sé talað um litlausan
og kaldan vetur. Flottustu og vinsælustu litirnir núna eru
fjólublár, blágrænn og bleikur og ekki er verra ef sokka-
buxurnar eru úr ull eða þykku efni. Flottast í heimi við glæsi-
legt pils og falleg stígvél.
Fínir og kvenlegir hanskar eru toppurinn á ísjakanumþegar kemur að því að klæða sig vel þessa dagana. Ef ætl-
unin er að skella sér út í flottum klæðnaði og lúffurnar passa
ekki við fínu kápuna er um að gera að fá sér eitt stykki fallega
hanska.
Leikhúsferðir er hollt sport sem ekki máláta deyja út. Af hverju ekki að spara
nokkrar bíóferðir og skella sér frekar á
menningarlega sýningu í leikhúsi? Af nógu
er að taka og fátt er jafn heillandi og
hressandi áhorfs en góð leiksýning.
Að reykja. Nei og aftur nei, þetta er ekkikúl. Fræðslan um skaðsemi reykinga er
það mikil á okkar tímum að enginn getur
lengur skýlt sér á bak við það að hafa ekki
vitað um óhollustuna þegar hann byrjaði.
Þetta er ekkert nema kæruleysi og vanvirðing
við líkama og sál.
Að henda rusli á víðavangi. Óskaplega er nú leiðinlegtað í hvert skipti sem snjórinn bráðnar kemur í ljós allt
ljóta ruslið sem við höfum fleygt frá okkur um veturinn.
Gerum okkur ferð alla leið að næstu ruslatunnu og hætt-
um þessum sóðaskap!
Of mikið brúnkukrem veldur flekkóttri og appel-sínugulri húð. Hver vill það? Nei, notið brúnku-
kremin í hófi. Þau eru ekki lausnin. Hvít húð er alveg
jafn falleg og brún og miklu fallegri en flekkótt og
appelsínugul húð!
INNI ÚTI
Fókus fylgir DV
í
dag
.20
Brasilískur
barþjónn
innleiðir
sundknatt-
leik á Ísland
i
Lárétt: 1 frítt, 6 for, 7 rykkorn, 8 í röð,
9 kofi – r, 10 á húsi, 12 tónverk, 14
sinni, 15 handsama, 16 tímabil, 17 mál,
18 gras.
Lóðrétt: 1 hrap, 2 sár, 3 greinir, 4
hundana, 5 traust, 9 herbergi, 11 héðan
frá, 13 flenna, 14 rám, 17 á fæti.
LAUSN.
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Ástralía
Eitt
84 prósent (samkvæmt
Gallup)
TERRY JONES Góðkunni leikarinn úr
gríngrúppunni Monty Python er meðal
hinna mörgu stjarna sem hafa sótt Ísland
heim.
VICTORIA ABRIL Spænska leikkonan sem lék í myndinni 101 Reykjavík, er meðal við-
mælenda.